Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1985, Qupperneq 29
DV. ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGUST1985.
29
Peningamarkaður
Sandkorn
Sandkorn
Innlán með sérkjörum
Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru fyr-
ir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Innstæður
þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða
fullra 16 ára. 65—75 ára geta losað innstæður
með 6 mánaða fyrirvara. 75 ára og eldri með
3ja mánaða fyrirvara. Reikningarnir eru
verðtryggðir og með 8% vöxtum.
Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert
innlegg bundið í tvö ár. Reikningarnir eru
verðtryggðir og með 9% vörtum.
Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá líf-
eyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn-
stæður eru óbundnar og óverötryggðar.
Vextir eru 29% og ársávöxtun 29%.
Sérbók fær strax 27% nafnvexti, 2% bætast
síðan við eftir hverja þrjá mánuði sem
innstæða er óhreyfð, upp í 33% eftir níu
mánuði. Arsávöxtun getur orðið 33,5%.
Innstæður eru óbundnar og óverðtryggðar.
Búnaðarbankinn: Sparibók með sérvöxtum
er óbundin með 34% nafnvöxtum og 34% ársá-
vöxtun sé innstæða óhreyfð. Vextir eru færðir
um áramót og þá bomir saman við vexti af
þriggja mánaða verðtryggðum reikningum.
Reynist ávöxtun þar betri er mismuninum
bætt við.
Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefnda
vaxtaleiðréttingu. Sparibókin skilar hærri á-
vöxtun en almenn sparisjóðsbók á hverju
innleggi sem stendur óhreyft í tvo mánuði eða
lengur.
18 mánaðar sparireikningur er meö 36%
nafnvöxtum og 39,2% ársávöxtun. Misseris-
lega er ávöxtun á 6 mánaða verðtryggðum
reikningi borin saman við óverðtryggða á-
vöxtun jæssa ■ reiknings. Við vaxtafærslu
gildir sú ávöxtunin sem hærri reynist.
Iðnaðarbankinn: A tvo reikninga i
bankanum fæst IB-bónus. Overðtryggðan 6
mánaða reikning sem ber þannig 32% nafn-
vexti og getur náð 34,5% ársávöxtun. Og
verðtryggðan 6 mánaða reikning sem ber
3,5% vexti. Vextir á reikningunum eru bomir
saman mánaðarlega og sú ávöxtun valin sem
reynist betri. Vextir eru færðir misserislega
30. júní og31. desember.
Landsbankinn: Kjörbók er óbundin meö
34% nafnvöxtum. Vextir em færðir um ára-
mót. Eftir hvem ársfjórðung eru þeir hins
vegar bomir saman við ávöxtun á 3ja mánaða
verðtryggðum reikningum. Reynist hún betri
er mismuninum bætt við.
Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefnda
vaxtaleiðréttingu. Kjörbókin skilar hærri
ávöxtum en almenn sparisjóðsbók á hverju
innleggi sem stendur óhreyf u tvo mánuði eða
lengur.
Samvinnubankinn: Innlegg á Hávaxta-
reikning ber stighækkandi vexti. 22,0% fyrstu
2 mánuðina, 3. mánuðinn 23,5%, 4. mánuðinn
25%, 5 mánuðinn 26,5%, 6. mánuðinn 28%.
Eftir 6 mánuði 29,5% og eftir 12 mánuði 31%.
Sé tekið út standa vextir þess tímabils það
næsta einnig. Hæsta ársávöxtun er33,4%.
Vextir eru bomir saman við vexti á 3ja og 6
mánaða verðtryggðum sparireikningum. Sé
ávöxtun þar betri er munurinn færður á há-
vaxtareikninginn. Vextir færast misseris-
lega.
Útvegsbankinn: Vextir á reikningi með
Abét eru annaðhvort 1% og full verðtrygging,
eins og á 3ja mán. verðtryggðum spari-
reikningi eða ná 34,6% ársávöxtun, án verð-
tryggingar. Samanburður er gerður
mánaðarlega, en vextir færðir í árslok. Sé
tekið út af reikningnum gilda almennir spari-
sjóðsvextir, 22% þann almanaksmánuð.
Vcrslunarbankinn: Kaskó-reikningurinn er
óbundinn. Um hann gilda fjögur vaxtatímabil
á ári, janúar-mars, apríl-júní, júlí-september,
október-desember. I loks hvers þeirra fær
óhreyfður Kaskó-reikningur vaxtauppbót
sem miðast viö mánaðarlegan útreikning á
vaxtakjörum bankans og hagstæðasta á-
vöxtun látin gilda. Hún er nú ýmist á
óverðtryggðum 6 mán. reikningum með
31,0% nafnvöxtum og 34,8% ársávöxtun eða á
verðtryggöum 6 mánaða reikningum með
3,5% vöxtum.
Sé lagt inn á miðju tímabili og innstæða
látin óhreyfð næsta tímabil á eftir reiknast
uppbót allan sparnaðartímann. Ein úttekt er
leyfð á hverju tímabili án þess að vaxta-
uppbótin skerðist.
tbúðalánareikningur er óbundinn og með
kaskó-kjörum. Hann tengist rétti til lántöku.
Sparnaður er 2—5 ár, lánshlutfall 150—200%
miðað við spamað með vöxtum og
verðbótum. Endurgreiðslutími 3—10 ár.
Otlán eru með hæstu vöxtum bankans á
hverjum tíma. Sparnaður er ekki bundinn við
fastar upphæðir á mánuði. Bankinn ákveður
hámarkslán eftir hvert sparnaðartimabil. Sú
ákvörðun er endurskoðuð tvisvar á ári.
Sparlsjóðir: Trompreikningurinn er óbund-
inn, verðtryggður reikningur, sem einnig ber
3,0% grunnvexti. Verðbætur leggjast við
höfuðstól mánaðarlega en grunnvextir
tvisvar á ári. A þriggja mánaða fresti er
gerður samanburður við sérstaka Tromp-
vexti. Nýtur reikningurinn þeirra kjara sem
betri eru. Trompvextimir eru nú 32% og gefa
34,36% ársávöxtun.
Ríkissjóður: Spariskirteini, 1. flokkur A
1985, eru bundin í 3 ár, til 10. janúar 1988. Þau
eru verðtryggð og með 7% vöxtum,
óbreytanlegum. Upphæðir eru 5.000,10.000 og
100.000 krónur.
Spariskirteini með vaxtamiðum, 1. flokkur
B 1985, eru bundin í 5 ár, til 10. janúar 1990.
Þau eru verðtryggð og með 6,71% vöxtum.
Vextir greiðast misserislega á timabilinu,
fyrst 10. júlí síðasthðinn. Upphæðir eru 5, 10
oglQO þúsund krónur.
Spariskírteini með hreyfanlegum vöxtum
og vaxtaauka, 1. flokkur C1985, eru bundin til
10. júh 1986, í 18 mánuði. Vextir em
hreyfanlegir, meðaltal vaxta af 6 mánaöa
verðtryggðum reikningum banka með 50% á-
lagi, vaxtaauka. Samtals 4,8% nú. Upphæðir
eru 5,10 og 100 þúsund krónur.
Genglstryggð spariskirteini, 1. flokkur SDR
1985, eru bundin til 10. janúar eða 9. apríl 1990.
Gengistrygging miðast við SDR-reiknhnynt.
Vextir eru 9% og óbreytanlegir. Upphæðir era
5.000,10.000 og 100.000 krónur.
Spariskírteini ríkissjóðs fást i Seðla-
bankanum, hjá viðskiptabönkum, spari-
sjóðum og verðbréfasölum.
Útlán lífeyrissjóða
Um 90 lifeyrissjóðir era í landinu. Hver
sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lána-
upphæðir, vexti og lánstíma. Stysti timi að
lánsrétti er 30—60 mánuðir. Sumir sjóðir
bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og
áunnin stig. Lán era á biiinu 144.000—600.000
eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánrn eru
verðtryggð og með 5—8% vöxtum. Lánstími
er 15—35 ár eftir sjóðum og lánsrétti.
Biðtimi eftir lánum er mjög misjafn,
breytilegur mUU sjóða og hjá hverjum sjóði
eftir aðstæðum.
Hægt er að f æra lánsrétt þegar viðkomandi
skiptir um Ufeyrissjóð eða safna lánsrétti frá
fyrri sjóðum.
IMafnvextir, ársávöxtun
Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir í
einu lagi yfir þann tíma. Reiknist vextir oftar
á ári verða tU vaxtavextir og ársávöxtunin
verður þá hærri en nafnvextirnir.
Ef 1000 krónur Uggja iniii í 12 mánuði á 22%
nafnvöxtum verður imn stæðan í lok þess tíma
1.220 krónur og 22% ársvöxtun í því tUviki.
Liggi 1.000 krónur inni i 6+6 mánuði á 22%
vöxtum reiknast fyrst 11% vextir eftir sex
mánuði. Þá er innstæðan komin í 1.110 krónur
og á þá upphæð reiknast 11% vextir seinni sex
mánuðUia. Lokatalan verður þannig 1.232,10
og ársávöxtun 23,2%.
Dráttarvextir
Dráttarvextir eru 3,5% í mánuði eða 42% á
ári. Dagvextir reiknast samkvæmt því
0,1166%.
Vísitölur
Lánskjaravísitala í ágúst er 1204 stig en hún
var 1178 stig í júU. Miðað er við 100 í júní 1979.
Byggingarvísitala á 3. ársfjórðungi 1985,
júU-september, er 216 stig á grunninum 100 í
janúar 1983, en 3204 stig á grunni síðan 1975.
VEXTIR BANKA OG SPARISJÚÐA1%)
11.-20.08.86
innlAn með sérkjörum SJA sérlista í II ií 11 !l lllillií
innlAn úverotryggð
SPARISJÖ0S8ÆKUR Öbundir nrat»óa 223 224) 224) 22.0 22.0 224) 224) 224) 22.0 223
SPARIREIKNINGAR 3ja mánaAa uppsógn 25 JD 26.6 254) 25,0 234) 23,0 254) 234) 254) 253
6 ménada uppsögn 3U 33,4 30,0 28.0 324) 30,0 294) 314) 283
12 mánada uppsögn 324J 34,6 324) 314) 324)
18 ménaöa uppsögn 36 JD 394 364)
SPARNAOUR - lANSRÉTTUR Sparað 3-5 mánuói 7SJD 234) 234) 234) 234) 254) 253
Sparað 6 mán. og mwt 7SJD 28.0 23,0 294) 283
innlAnsskIrteini Ti 6 mánaða 28.0 30,0 28,0 283
TÉKKAREIKNINGAR Avísanareikningar 174) 174) 8.0 84) 104) 8.0 8.0 104) 103
Htaupareikrangar 10,0 10.0 84) 8.0 104) 84) 84) 10.0 103
innlAn verðtryggð
SPARIREIKNINGAR 3ja mánaóa uppsögn 7J0 1 3 1J> 1.0 1.0 14) 14) 24) 13
6 mánaóa uppsögn 3Æ 3.5 3.5 3,5 34) 3.0 34) 3.5 33
innlAn gengistryggð
GJALOEYRISREIKNINGAR BandarílgadoAarar 8.0 8 JD 7 3 84) 7.5 1* 7.5 73 83
Sterkngspund 11.5 113 11.5 1UJ 11.5 11.5 11.0 113 113
Vestur þýsk mörk 5.0 4 J5 43 5.0 4.5 4.5 4.5 5.0 5.0
Danskar krónur 10,0 9.5 8,75 8,0 9.0 9.0 9.0 103 93
utlAn úverðtryggd
AIMENNIR VlXLAR llorvextir) 304) 30.0 30,0 304) 304) 30,0 304) 30,0 303
VIÐSKIPTAVlXLAR Iforvexta) 30.0U 31,0 31,0 kB 314) kg kfl kfl 313
ALMENN SKULDABREF 324)2) 32.0 324) 324) 32.0 324) 324) 323 323
VKJSKIPTASKULOABREF 33^1» 33.5 ^B 33,5 kQ kfl fcfl 333
HLAUPAREIKNINGAR Yfxdráttur 31Æ 31.5 31,5 3U> 31.5 31.5 313 31.5 313
útlAn verdtryggð
skuloabrEf Að 2 1/2 ári 4.0 4.0 4,0 4.0 44) 4.0 44) 43 43
Lengrt en 2 1/2 ár 5 JD 5.0 5 JD 5.0 5,0 5.0 5,0 5.0 5,0
UtlAn til framleiðslu
VEGNAINNANLAN0SS0LU 26,25 2645 2645 2645 2645 2645 2845 2645 2645
VEGNA UTFLUTNINGS SDR reikramynt 9.75 9,75 9.75 9.75 9.75 9,75 9,75 9,75 9.75
1) Við kaup ð viðskiptavixlum og viðskiptaskulda-
bréfum er miðað við sérstakt kaupgengi hjá þeim
bönkum sam merkt er við með kg, einnig hjá
sparísjóðunum i Kópavogi, Hafnarfirði og Keflavik
og hjá Sparísjóði Reykjavíkur.
• Laxinn hefur f reistað margra.
Náði í ver-
tíðarlok
Þau stórtíðindi hafa gerst
að við höfum fengið nýjan
bandariskan sendiherra. Sá
heitir Nicholas Ruwe. Hans
er vitaskuld að góðu einu
getið i heimalandi sinu. Þar
kvað hann m.a. hafa starf-
að við utanríkisþjónustuna
um árabil og þá sem
aðstoðarsiðameistarl.
Ruwe var skipaður sendi-
herra á tslandi í júni síðast-
liðnum. Hann kom þó ekki
bingað til lands fyrr en í síð-
ustu viku. Segir sagan að
hann haf i verlð orðinn harla
óþolinmóður og viljað kom-
ast bingað sem fyrst. Hafi
hann þvi beðið spenntur
eftir þvi, að forveri hans,
Marshall Brement, yfirgjefi
skerið.
Ástæðan fyrir þessu mun
vera sú að Ruwe er æstur
laxveiðimaður. Sá hann
fram á að hann myndi
missa af vertíðinni ef Bre-
ment færi ekki að hypja sig.
Og víst mun hann fá tæki-
færi til að renna fyrir lax i
íslensku ánum, það er að
segja ef þær eru ekki allar
orðnar vatnslausar....
Léleg
húshjálp
Eins og við vitum öll
vandar fólk mjög misjafn-
lega til verka sinna. Sum
störf eru líka þess eðlis að
þau kalla ekki beint á
samviskusemi. En það cr
önnur saga.
Við fréttum nýlega af
konu einni sem hafði orðið
að ráöa sér húshjálp vegna
tímabundinna erfiðieika.
Átti húshjálpin að sinna
öllum venjulegum heimilis-
störfum, svo sem elda mat
og taka tii.
Þegar húsmóðirin komst
ó fætur aftur og gekk um
hýbýU sin þótti benni litið
hafa farið fyrir hreinlæti
húsh jálparinnar. Hún bretti
því ermar upp fyrir olnboga
og hófst handa. Eftir törn-
ina varð benni litið á hendur
sínar og lýsti þeim þannig:
AUar neglur eru brotnar,
elsku vina.
Það var mtkll þrautahrina,
að þrifa eftir húshjálpina.
Ekki
byrjaður
tslensku gestirnir á nýaf-
stöðnu Evrópumóti í hesta-
íþróttum i Svíþjóð voru
hressir og kátir ef marka
má fréttir að utan. Að vísu
gekk okkar mönnum á
mótinu ekki öUum sem
skyldi en um það verður
fjallað á öðrum vettvangi.
Allmargir íslensku gest-
anna dvöldu á Scanic-hótel-
inu í Gautaborg. Komu þeir
að sjálfsögðu saman á
kvöldbi og ræddu málin
eftir viðburðaríkan dag.
Ríkti oft glaumur og gleði í
isiensku herbúðunum langt
fram á nótt eins og vera ber
á Evrópumóti.
Einhvern morguninn,
snemma mjög, mættust
tveir Islendinganna á
hótelganginum á Scanic.
Kallaði þá annar til hins og
spurði:
„Ertu búinn að fá þér
morgunmat?”
„Nei,” svaraði vinurinn
að bragði, „ekki dropa.”
Vilrii í
Það voru ckki bara menn
sem reyndu af öllum mætti
að létta sér upp um
verslunarmannahelgina
síðustu heldur máUeysingj
ar líka. Veiðibjallan á Akra-
nesi vildi tíl dæmis endilega
gera sér glaðan dag á þess
um lögboðnu fyllirísdögum
þjóðarinnar.
Ekki mun fiðurfénaður-
inn þó bafa gert tilraun tU
að fá sér í staupinu. Aftur á
móti sótti hann hart i úti-
griU bæjarbúa.
Ónefndur embættismaður
á Skaganum var tU dæmis
að griUa úti í garði sínum i
góða veðrinu. Skar hann
sneið af steikinni sem hann
hugðist láta kólna. En
þegar tU átti að taka hafði
hlussustór veiðibjalla tyllt
sér við grillið og snæddi
sneiöiua af miklum móð.
Gerðu fleiri vargar sig
heimakomna við útigrUl
Skagamanna um þessa tU-
teknu helgi.
Ástæða þessarar ágengni
er að sögn Bæjarblaðsins á
Akrauesi talin sú, að frysti
hús bæjarins hafa að mestu
veriö lokuö að undanförnu
og því litið um æti i ná-
grenni þeirra. Hafa hrelldir
Skagamenn leitað á náðir
veiðistjóra rikisins sem
mun væntanlegur i plássið á
næstunni.
♦ Vclðibjallan víldi líka
skemmta sér um versluaar-
mannaheigina og suæða gríU-
mat.
Umsjón:
Jóhanna S.
Sigþórsdóttir.
2| Vaxtaélag á skuldabréf tð uppgjörs vanskila
lána er 2% á árí, bæöi á éverðtryggð og
verðtryggð lán, nema í Alþýðubankanum og
Verslunarbankanum.
Kraftar af Suður-
nesjum
— á afmælissýningu Steingríms
Sigurðssonar í Eden í Hveragerði
„Suðurnesin eru mikil orkustöð,
það er hægt að sækja þangað kraft,”
segir Steingrímur Sigurösson list-
málari. Hann opnar í kvöld í Eden,
Hverageröi, 58. sýningu sína hér
heima og erlendis. Jafnframt er
þetta í 9. sinn sem hann sýnir í Eden
þar sem Steingrímur ruddi brautina
fyrir sýningar fyrir allmörgum ár-
um.
Steingrímur hefur í sumar verið að
verki á víðkunnum slóðum sjósókn-
ara suður um nes. Má þar nefna
Hafnir, Básenda, Garðskaga, Njarð-
víkur, Vatnsleysuströnd og Voga. Að
loknu verki hefur listamaðurinn með
í farteskinu austur yfir fjall 32
myndir, flest olíumálverk og sum
nokkuð stór.
Sjávarstemmning frá Vogum eftir stgr.
„Þetta er afmælissýning,” segir
Steingrimur, þó ástæðulaust sé að
tengja þaö við sextugsafmælið í vor.
Hitt er annaö mál að á tímamótum er
nauðsynlegt að sækja sér nýjan
kraft. Það er hvergi betra aö gera
þaö en á Suðurnesjum.”
Sýningin hefst í kvöld og tendur til
2, september gk
Greiðslujöfnun fasteignalána:
Umsóknarf restur til mánaðamóta
Lög um greiðslujöfnun fasteigna-
lána til einstaklinga gengu í gildi 11.
júlí siöastliöinn. Tilgangur þeirra er
aö auðvelda fólki að greiða aftur lán
vegna íbúðarkaupa.
I greiðslujöfnun felst að hækki laun
minna en lánskjaravísitala eöa
byggingavísitala, þá er hluta af
endurgreiðslu lánsins frestaö þar til
laun hækka á ný umfram við-
miðunarvísitölu.
I frétt sem DV hefur borist frá
Húsnæðisstofnun ríkisins er vakin at-
hygli á því að þeir sem eiga í erfið-
leikum með greiðslur og fengu full-
verðtryggð lán úr byggingasjóöum
áöur en fyrrgreind lög tóku gildi geta
sótt um greiðslujöfnun fyrir 1. sept-
ember, bæði vegna komandi og fyrri
gjalddaga. Greiðslujöfnun þessi nær
sjálfkrafa til allra sem fengu lán sín
útborguð eftir að lögin tóku gildi.
Þeir sem sækja um greiðslujöfnun
vegna fyrri gjalddaga verður gefinn
kostur á að fresta greiðslu eða hluta
greiðslu afborgana, vaxta og verð-
bóta á næsta heila ári hvers láns.
Umsóknareyðublöð liggja frammi
hjá Húsnæöisstofnun ríkisins og á
bæjar- og sveitarstjórnarskrifstof-
um. Þeim skal skilað tii Húsnæðis-
stofnunar fyrir 1. september næst-
komandi. EA
Hraðakstur á
Óshlíðarvegi
Mikiö hefur borið á hraðakstri bíla
á Oshlíöarvegi að undanförnu. Var
vegurinn nýlega malbikaður en síð-
an hefur ökuhraði aukist verulega
þarna.
Að sögn lögreglunnar á Isafirði
hafa nokkrir verið teknir fyrir of
hraðan akstur aö undanförnu, þar af
voru tveir teknir um síðustu helgi
Mun lögreglan verða með hraðamæl-
ingar á veginum alltaf öðru hver ju til
aö ökuhraði megi haldast innan leyfi
legra marka.
-EH.