Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1985, Blaðsíða 2
2
DV. MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER1985.
vmningsstöðu
Þaö var engin lognmolla í Tsjai-
kovsky tónlistarhöllinni í Moskvu í
gær er Karpov og Kasparov drógu
upp sverðin að lonu sumarleyfi. Eftir
snubbótt handaband lék Kasparov
drottningarpeði sinu fram og þar
með var fyrsta skákin í nýju einvígi
hafin. Skákskýrendur hafa flestir
spáð jafnri og spennandi keppni og
því kom þeim á óvart ekki síður en
áhorfendum aö eftir aðeins 15 leiki
skyldi Karpov vera kominn í krappa
vöm. Er leiö á taflið varð hann að
gefa peð og lenti í tímahraki að auki.
Kasparov lék biöleik í 42. leik og svo
virðist sem sigur blasi við.
Góður undirbúningur kom Kaspar-
ov á sporið í gær. Hann bauö Karpov
í fyrsta skipti upp á Nimzo-indverska
vörn sem áreiöanlega hefur komið
Karpov og aðstoðarmönnum hans í
opna skjöldu. Þeir fylgdu skák
tveggja Sovétmanna, Ubilava og
Lerner, þar til Karpov breytti út af
án þess þó að ná árangri. Haft er
eftir stórmeistaranum Dorfman,
sem aðstoðar Kasparov, að Karpov
hljóti að hafa þekkt til þessarar
skákar, því að Ubilava og Lerner
hafi báðir veitt honum holl ráð fyrir
einvígið.
Takist Kasparov að sigra verður
heimsmeistarinn Karpov kominn i
harla óvenjulega aðstöðu því að hann
hefur aldrei fyrr verið undir í heims-
meistaraeinvígi. Og nú spyrja menn
í Moskvu: Það skyldi þó aldrei vera
að keppnin nú verði beint framhald
af einvíginu endalausa, þar sem
Kasparov sótti hvað mest í sig veðrið
í lokin?
Sovésku stórmeistararnir
Averbakj, Tajmanov og Dorfman
telja allir stöðu Kasparovs „tækni-
lega unna”. Averbakh hefur ritað
fjölda bóka um endatafl og þykir sér-
fræðingur á þ\'í sviði. Biðskákina á
aö tefla áfram í dag.
Hvítt: Garrí Kasparov
Svart: Anatoly Karpov
Nimzo-indversk vörn
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3!
Fyrsta leynivopnið í einvíginu sér
dagsins ljós. Hann býður upp á
Skák
Jón L. Ámason
Nimzo-indverska vörn sem iðulega
leiðir til flóknari baráttu en drottn-
ingarindversk vörn eftir 3. Rf3 b6.
Karpov getur stýrt yfir í drottningar-
bragð með 3. — d5 en hann tekur
áskoruninni.
3. — Bb4 4. Rf3 c55.g3Re4
Karpov hafði notaö 45 mínútur af
umhugsunartíma sínum eftir þennan
leik. Afbrigðið sem Kasparov velur
er sjaldséö en hentar þó skákstil
hans vel. Eftirð. — cxd4 6. Rxd4 væri
komin upp staða úr enskum leik.
6. Dd3 Da5 7. Dxe4 Bxc3 8. Bd2
Auðvitað ekki 8. bxc3? Dxc3+ og
vinnur hrókinn.
8. — Bxd2 9. Rxd2 Db6
Nýjasta framlag svarts. I
byrjunarbókum er gefið upp 9. —
Rc6 10. d5 Rd4, eins og Romanishin
og Tal tefldu eitt sinn.
10. dxc5 Dxb211. Hbl Dc3?!
Hér breytir Karpov út af skák
Ubiiava og Lemer í undanrásum sov-
éska meistaramótsins í fyrra. Eftir
11. - Da3 12. Bg2 Dxc5 13. 0-0 Rc6
14. Hfdl 0—0 náði svartur aö halda
umframpeðinu og vann um síðir. Það
er kannski ekki erfitt að endurbæta
taflmennsku hvíts, t.d. 12. Dd4 0—0
13. Bg2 Rc6 14. Dd6 o.s.frv. en leiðin
sem Karpov velur virðist lakari.
12. Dd3! Dxd313. exd3 Ra614. d4 Hb8
15. Bg2 Ke716. Ke2Hd8!
Eini raunhæfi möguleikiim en
engum dylst að svartur á í erfiðleik-
um. Ef 16. - d6? 17. cxd6+ Kxd6 18.
c5+ Kc7 19. Rc4 og síðan 20. Rd6 og
vinnur a.m.k. peð; ef 16. — e5? 17.
Kd3 exd4 18. Hhel+ og 19. Kxd4 með
yfirburðastöðu og ef 16. — b617. cxb6
axb6 18. Hb3 Kd8 19. Hhbl Kc7 20.
Re4 d6 21. Rc3 Bd7 22. Rb5+ og aftur
vinnur hvítur peð því að eftir 22. —
Bxb5? 23. cxb5 á riddarinn ekki grið-
land.
17. Re4 b618. Rd6!
Sterkur leikur, sem hindrar 18. —
bxc5 vegna 19. Rxc8+ Hxc8 20. Bb7!
og vinnur lið. Svartur á óhægt meö
aö losa um sig.
18. — Rc7 19. Hb4 Re8
Karpov átti nú aðeins hálfa
klukkustund eftir af umhugsunar-
tímanum. Riddarann verður hann að
losna við.
20. Rxe8 Kxe8 21. Hhbl Ba6 22. Ke3
d5 23. cxd6 Hbc8
Ef 23. — Hxd6 24. c5 og peð fellur.
24. Kd3 Hxd6 25. Ha4 b5 26. cxb5 Hb8
Þannig tekst honum að forðast
mannstap en endataflið með peði
minna verður erfitt.
27. Hab4 Bb7 28. Bxb7 Hxb7 29. a4
Ke7 30. h4 h631.f3Hd5?!
Betra var að bíða átekta. Karpov
freistar þess að ná gagnfærum en
hrókurinn fer úr vörninni. Nú átti
Karpov aðeins 5 mínútur eftir fram
að 40. leik.
32. Hcl Hbd7 33. a5 g5 34. hxg5 Hxg5
35. g4 h5 36. b6 axb6 37. axb6 Hb7 38.
Hc5! f5 39. gxh5 Hxh5 40. Kc4 Hh8 41.
Kb5 Ha8
8
7
ó
5
4
3Í
2
1
abcdefgh
Og í þessari stöðu fór skákin í bið,
Kasparov (hvítur) lék biðleik. Eftir
42. Hbc4 hótar hann aö skipta upp á
hrókapari á c7 og tryggja sér vinn-
ingsstöðu. Ekki gengur 42. — Kd6 43.
HC7 Hbb 44. H4C6+KD5 45. Hd7
mát! -JLÁ.
Kapparnir Karpov og Kasparov eru sestir að skákborðinu i Moskvu á ný.
Heimsmeistaraeinvígið í Moskvu hafið á ný:
Kasparov með
Milliþinganefnd um húsnæðismál:
Skilar áfanga-
áliti í byrjun
þingsins
Vonir standa til að miliiþingnefnd,
sem skipuö var í vor til að vinna að
stefnumótun í húsnæðismálum, skili
áfangaskýrslu í þingbyrjun. Endan-
legar niöurstöður nefndarinnar munu
þó, aö líkindum, ekki liggja frammi
fyrr en seinna í haust.
„ Starfi nefndarinnar hefur miðað
fremur rólega. Við höfum fram að
þessu, fyrst og fremst, notað tímann til
aö afla gagna. Mér sýnist að þetta
muni verða töluvert viðamikið verk ef
koma á á einhverri uppstokkun,” segir
Guðmundur Bjarnason, alþingismaður
og formaður nefndarinnar.
Hann segir aö starf nefndarinnar sé í
meginatriöum tvíþætt. Annars vegar
að finna lausnir á því ástandi sem við
er aö glíma núna og hins vegar að
marka framtíöarstefnu í skipulagn-
ingu húsnæðislánakerfisins.
Guömundur segir aö enn séu störf
nefndarinnar ekki komin á þaö stig að
hægt sé að nefna til hverra aögerða
verðurgripiðtil.
APH
Þessum bíl var ekið eftir Reykjanesbraut i fyrradag þegar bilstjórinn, sem
var einn í bilnum, fann einhverja brunalykt. Hann leit aftur í bilinn og sá að
logaði litilsháttar i aftursætinu. Hann stöðvaði bilinn og kippti aftursætinu
út úr bilnum til að slökkva eldinn. En þegar hann leit aftur á bilinn var hann
í björtu báli. Var þá slökkviliðið kallað til og réð það niðurlögum eldsins. í
bílnum brann hins vegar allt sem brunnið gat og er hann talinn ónýtur eftir.
-KÞ/DV-mynd S.
Hver að verða síðastur íberjamó:
Ber enn góð þrátt
fyrír næturfrost
Nú fer hver aö verða síðastur til að
fara í berjamó. Samkvæmt þeim upp-
lýsingum sem DV hefur aflað sér var
krækiberjaspretta góö sunnanlands og
vestan en lítið var af bláberjum um
allt land. Á Austurlandi var minna af
berjum en oftast áður en á Noröurlandi
svipað og í fyrra.
„Þaö var rass viö rass hérna fyrstu
dagana,” sagöi starfsstúlka á Hótel
Valhöll, Þingvöllum, og átti viö fjölda
höfuðborgarbúa í berjatínslu. Hún
sagði að þrátt fyrir næturfrost í fyrri
viku mætti enn tína krækiber þarna í
nágrenninu. Svipaða sögu var að segja
frá Kirkjubæjarklaustri.
„Þaö er mjög lítið af berjum hér.
Þaö er búiö að vera ofsalega kalt og
fólk hefur lítiö fundið. Berin hafa ekki
náð aö þroskast nægilega,” sagði
starfsstúlka á Hótel Valaskjálf á Egils-
stöðum. Hún kvað sömu sögu að segja
af öllu Austurlandi.
Á Akureyri fengust þær upplýsingar
að berjavertíðinni væri svo til lokið þar
nyrðra. Mikiö næturfrost hefur verið
þar aö undanförnu þannig að kartöflu-
grös hafa fallið og rabarbari er orðinn
ljótur í görðum. Flest ber eru að öllum
líkindum ónýt. í Skagafiröi fengust
svipaðar upplýsingar.
„Við köllum þaö ekki ber nema það
séu aöalbláber og það er mjög lítiö af
þeim. Hins vegar er mikið af kræki-
berjum,” sagði Ragnar Guðmundsson
i Króksfjaröarnesi í Barðastrandar-
sýslu. Tvisvar hefði gert næturfrost að
undanförnu en þaö sæist þó ekki á
krækiberjunum.
Afgreiðslumaður í söluskála Olíufé-
lagsins í Hvalfirði sagði aö stórir hópar
hefðu tínt ber þar að undanförnu. „Svo
fór kokkurinn hjá Varnarliðinu upp í
fjall um daginn og tíndi alveg fullt,”
sagði hann.
-JKH.