Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1985, Page 6
6
DV. MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER1985.
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Miklirbardagar
viö landamærin
Yfirvöld í Afganistan skýrðu frá
miklum sigrum í baráttunni gegn
skæruliöum. Þau sögðu aö herir
sínir hefðu eytt liði skæruliða í
Gardez, Kost Jaji og Alikel héruð-
um í Paktia. Einnig hefðu margir
skæruliða gengið í lið með st jórnar-
herjum.
Vestrænir sendimenn í Islambad
og talsmenn skæruliöa sögðu að
miklir bardagar ættu sér staö í
Paktia. Sovétmenn stæðu í miklum
liösflutningum þangað.
Skæruliðar sögðu einnig að sov-
éskir hermenn hefðu nálgast landa-
mærin við Pakistan. Þeír hefðu um
tíma verið í aöeins tveggja kíló-
metra fjarlægð frá Pakistan og
bardagar hefðu stundum borist inn
fyrir landamærin.
Námamenn
kokhraustir
Verkalýðsfélag svartra náma-
manna töluðu digurbarkalega í
gærkvöldi þrátt fyrir aö námafyrir-
tæki hefðu náð að brjóta verkfall
þeirra á bak aftur. „Þetta er sigur
vegna þess að þetta er forsmekkur-
inn aö miklu stærri sigri,” sagði
aðalritari félagsins.
Verkalýösfélagið neyddist tU að
aflýsa verkfailinu eftir að í ljós
kom að fæstir verkamannanna
virtu þaö. Námamam sögðu að
hótanir fyrirtækjanna hefðu eyöi-
lagt verkfallið, en fyrirtækin neita
því.
Stríðstólíviöur-
eignviðbola
Oður boii slapp úr sláturhúsi í
bænum Kircheim í S-Þýskalandi og
gekk berserksgang um bæinn.
Eftir klukkustundar eltingarleik sá
lögrglan sig knúna tU að grípa til
vélbyssu til þess að fella bola sem
hafði áður skemmt fjölda bUa.
íslandsfarinn
titSenegal
Frá Kristjáni Bernburg, fréttarit-
ara DV í Belgiu:
Gamall togari, sem sótti á Is-
landsmiö mestalla sina lífdaga,
hefur verið seldur til fiskveiða í
Senegal. Þetta er togarinn Belgian
Lady. Hann var smiðaöur 1959. Síð-
asta ferð hans til Islands var árið
1983. Síöan hefur togarinn verið
bundinn við bryggju í Ostende.
Af fjórum belgískum togurum
sem veiddu svo tU eingöngu á Is-
landsmiðum er aðeins einn eftir
sem stundar enn veiðar. Hann er
þó ekki á Islandsmiðum.
Hvetjatilefna-
hagsaðgerða
Winnie Mandela, eiginkona hins
fangelsaða blökkumannaleiðtoga,
Nelson Mandela, skoraði í bresku
sjónvarpsviðtali í gær á öll ríki vin-
veitt mannréttindabaráttu blökku-
manna í Suður-Afriku aö beita S-
Afríku efnahagsrefsiaðgerðum tU
þess að þvinga hana af villu að-
skilnaðarstefnunnar.
„Ekki á morgun, ekki í gær, held-
ur akkúrat núna,” sagði Mandela
og kvaðst tala í nafni hinna útlægu
ANC-samtaka blökkufólks.
Hún sagði að stefna S-Afríku-
stjórnar hefði kallað yfir landiö
verstu ofbeidisöldu, sem nokkurs
staðar hefði sést án formlegra
stríðsyfirlýsinga. — „Við sjáum
engin önnur úrræöi gegn þessu of-
beldi en efnahagsaögerðir,” sagði
hún.
Umsjón: Þórir
Guðmundsson og
Guðmundur Pétursson
Toppfundurinn í nóvediber:
Gorbatsjov lofar
hinum „róttæk-
ustu tiílögum”
Gorbatsjov Sovétleiðtogi hefur gefið
í skyn að Sovétmenn séu reiðubúnir að
koma með „hinar róttækustu tillögur”
í afvopnunarmálum ef Bandaríkja-
menn eru reiöubúnir að ræða um aö
falla frá geimvopnaáætlunum sínum.
Öldungadeildarþingmaöurinn Ro-
bert Byrd, sem hitti Gorbatsjov ásamt
sjö öörum þingmönnum, segist telja
eftir fundinn aö Gorbatsjov myndi
„vera jákvæður í afstöðu sinni” til
toppfundarins með Reagan í Genf í
nóvember.
Sovétmenn hafa ráðist mjög harka-
lega að Bandaríkjunum vegna geim-
vopnaáætlananna sem í daglegu tali
eru kaliaðar stjörnustríðsáætlanir.
Þingmennirnir bandarísku fara frá
Moskvu í dag. Þeir hrósuðu Mikhaíl
Gorbatsjov mjög fyrir orku og dug og
sögðu hann hafa góðan skilning á um-
ræðuefnum fundarins með þeim.
Gorbatsjov veitti þremur ritstjórum
Time tímaritsins viðtal sem síðan var
birt að mestu leyti í Pravda, málgagni
kommúnistaflokksins. I viðtalinu þótti
hann koma viðhorfum Sovétmanna
fram af einstökum sannfæringar-
krafti. Hann reyndi aö sýna Reagan-
gjarna og gjama til að líta fram hjá
mikilvægum tillögum Sovétmanna.
Byrd þingmaður sagöi aö Gorb-
atsjov hefði verið neikvæður þegar
hann var spurður um Afganistan og
mannréttindi.
Bandarisku öldungadeildarþing-
mannirnir voru ánægðir mefl
Gorbatsjov eftir fundinn mefl
honum i gær.
ctinrninn
otír rSKncalooíi árncar.
Maxwell samdi við
Mirror-prentarana
HRÍÐSKOTABYSS-
URNAR GELTA
í PUNJAB A NÝ
— sex manns myrtir, 15 særðir
Ofgasinnaöir sikkar myrtu i dag
þekktan stuðningsmann Rajivs
Gandhi, forsætisráðherra á Indlandi,
og gerðu árásir í Punjab sem ollu
dauða fjögurra manna í viðbót.
Fimmtán manns særðust.
Þaö voru þrír menn sem skutu Ar jun
Dass, meðlim borgarráðs höfuðborg-
arinnar Delhí, til dauða á skrifstofu
hans í borginni. Lífvörður hans dó
einnig og sex menn í skrifstófu hans
særðust í kúlnaregninu.
Þar sem einn árásarmannanna var
Willoch er sigurstranglegur í kosn-
ingunum sem verða á mánudag.
með túrban gera lögreglumenn ráð
fyrir að þeir hafi verið sikkar.
I Punjab gerðu öfgamenn átta árásir
sem lögregla telur hafa verið sam-
hæfðar. I öllum tilvikum óku menn á
skellinöðrum framhjá húsi fórnar-
lamba sinna og skutu á fólk með hríð-
skotabyssum.
Morðiö á Dass kemur fimm vikum
eftir morðiö á Lalit Maken, öðrum
stjórnmálamanni Kongressflokks
Gandhis. Nöfn beggja þessara manna
voru á lista yfir þá sem hefðu gengist
fyrir árásum á sikka eftir morðið á
Indiru Gandhi í október í fyrra.
Noregur:
Borgara-
flokkarn-
ir sigra
Frá Jóni Einari Guðjónssyni, fréttarit-
ara DV í Osló:
Samkvæmt skoðanakönnun sem birt
var í dag mun stjórn Káre Willoehs
halda velli í Noregi eftir kosningarnar
á mánudag. Ríkisstjórnarflokkarnir fá
50,1 prósent atkvæða í skoðanakönnun-
inni, en stjórnarandstæðingar samtals
47,8 prósent.
Könnunin var tekin fyrstu tvær vik-
urnar í ágúst. Spurningin er því hvort
síöustu vikur kosningabaráttunnar
hafa breytt afstöðu manna.
Daiiy Mirror, blaöið breska, er kom-
ið til blaöasala á Bretlandi, eftir 12
daga stopp. Eigandi biaösins, Robert
Maxwell, hefur samþykkt málamiðl-
unarsamkomulag við verkalýðsfélag
prentara í tilraunum sínum til að
tæknivæða blað sitt.
Þegar verkalýösfélagið setti sig á
móti ákvörðun Maxwells að færa
prentun á tímariti sem hann gefur út,
Sporting Life, út úr blaðahverfi Lund-
únaborgar, hætti Maxwell útgáfu
Daily Mirror og lofaði að láta aldrei
prenta neitt blaöa sinna aftur í London.
Eftir samkomulagiö í gær dró Max-
weil síðara loforðið til baka, en segist
munu selja Sporting Life innan fjög-
urra vikna.
Mirror dagblaðinu stendur hætta af
nýju dagblaöi sem Eddie nokkur Shah
hyggst hefja útgáfu á í vor. Það blað á
að vera tölvuvætt og mun því kosta lít-
ið brot af því sem kostar að gefa út hin
stóru blöðin á Bretlandi.
Palme ræflst nú á mengi sem eiga afl vera ástæða lélegrar reikningskunn-
áttu ungra Svia.
Krakkar+
Gunnlaugur A. Jónsson, fréttaritari
DVíLundi:
Olof Palme, forsætirráðherra
Svíþjóðar, kennir mengjafræðinni
um lélega stærðfræðikunnáttu sænskra
unglinga. Nýleg könnun hefur leitt í
ljós að stærðfræðikunnátta fjórtán ára
sænskra unglinga er svo léleg að leita
verður til vanþróaðra ríkja Afríku til
aö finna hliöstæöu.
Er Palme sat fyrir svörum í sænska
sjónvarpinu í fyrrakvöld var hann
inntur álits á þessu. Hann svaraði því
að sama könnun hefði leitt í ljós að
sænsk skólaæska stæði mjög framar-
lega í öllum greinum nema stæröfræði
mengi
ef boriö væri saman við aðrar þjóðir.
Hann sagðist geta sér þess til að það
væri mengjafræðinni að kenna að
sænskir unglingar stæðu ekki eins vel
að vígi í stærðfræðinni. — Þess má
geta aö mengjafræðin var innleidd í
íslenskt skólakerfi fyrir um 20 árum að
sænskri fyrirmynd.
Skólamálin hefur talsvert borið á
góma í sænsku kosningabaráttunni.
Hægrimenn berjast fyrir því að
einkunnagjöf verði á nýjan leik tekin
upp í sænska grunnskólanum og gagn-
rýna núverandi kerfi fyrir að reyna að
steypa alla unglinga í sama mót.