Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1985, Blaðsíða 11
DV. MIÐVKUDAGUR 4. SEPTEMBER1985.
11
Hver fær strætisvagnaaksturinn á ísafirði?
„Afskaplega skrítið mál”
Strætisvagnamál isfirðinga eru enn
óútkljáð, þó svo aö akstur þeirra hafi
verið boðinn út þann 18. júlí síðastlið-
inn. Þá bárust þrjú tilboð sem öllum
var síðan hafnað. Einn þeirra sem
sendi inn tilboð var Gísli Árnason og
segir hann í samtali við DV aö öll af-
greiðsla málsins hafi verið hin ein-
kennilegasta af hálfu bæjarráðs.
Tilboð Gisla var langlægst þeirra
þriggja tilboða sem bárust, eða 2,6
milljónir. Elías Sveinsson gerði tilboö
upp á 4,6 milljónir og Ásgeir Sigurðs-
son upp á 4,3 milljónir. Gísli segir:
„Ég hafði hugsað mér gamla SVR-
bíla, tvo Volvo '68 og einn Benz. Þetta
eiga að vera mjög góöir bílar, þrátt
fyrir aldurinn, og mjög vel við haldið. 1
tilboði Elíasar var aðeins tilgreind ein
rúta frá 1980 og hjá Ásgeiri voru tvær
rútur. Hann ætlaði þó að bjarga einum
strætisvagni í viðbót.”
yÓsannindi"
tveir sem buöu í aksturinn. Gísli fékk
sent bréf þennan dag þar sem tilboði
hans var hafnað. „Mér finnst óeðlilegt
að fá slíkt bréf, úr því þeir litu svo á að
ég heföi verið búinn að draga tilboðið
til baka,” sagði Gíslé Hinir tveir fengu
einnig bréf þar sem þeirra tilboðum
var hafnaö, en jafnframt var þeim gef-
inn kostur á að taka þátt í lokuðu út-
boði. Gísli sagöi að sér fyndist mjög
óréttlátt að hann skyldi ekki hafa verið
boðaður á þennan fund, en eftir stend-
ur bókun um að hann sé tilbúinn að
breyta tilboði sínu. „Eg hef reynt að fá
skýringu hjá bæjarráðinu á því hvers
vegna mínu tilboði var hafnað. Hald-
bærasta skýringin virðist vera sú aö
þeim þótti bílakostur minn of gamall.
Ég vissi að þeir voru á ferð fyrir sunn-
an og skoöuðu þá SVR-bílana og leist
ekkert á þá. En samkvæmt reyndum
bílstjóra hjá SVR eru þessir bílar full-
boðlegir,” sagði Gísli.
Síðari tilboð opnuð
bílana af þeim akstri. „Af þvi greiöir
ríkissjóður 85%. Þaö hlýtur því að vera
hagur bæöi bæjarins og ríkisins að
þessi kostnaður verði sem minnstur.
Svo er annað einkennilegt í málinu,
sem er þaö að bæjarráð hefur leitaö
eftir samningum við mann á Suðvest-
urlandi sem stundað hefur svipaöan
rekstur.
Allt er þetta mál óskaplega skrýtiö.
Og mér finnst þaö skylda mín að benda
íbúunum hér á þaö hvernig stendur til
að verja skattpeningum þeirra,” sagði
Gísli Árnason að lokum.
-pá
/-MÁLASKÓLI ----------26908
• Danska, sænska, enska, þýska, franska, ítalska, spænska og ís-
lenska fyrir útlendinga.
• Innritun daglega kl. 13—19.
• Kennsla hefst 16. sept.
• Skírteini afhent 13. sept. (föstudag) kl. 16—19.
• Fjölbreytileg kennslutæki, m.a. segul- og myndbönd.
• Greiðslukorthafar velkomnir.
• 20% afsláttur fyrir hjón, systkini, öryrkja og ellilífeyrisþega.
• Starfsmannasjóður ríkisstofnana veitir ríkisstarfsmönnum
námsstyrki.
Þann 16. ágúst var Gísli boðaður á
fund bæjarráðs og var það rúmri viku
eftir að tilboöin voru opnuð. Fimm dög-
um síðar, 21. ágúst, birtist frétt í Vest-
firðingi þess efnis að Gísli hefði dregið
tilboð sitt til baka. Að sögn hans sjálfs
eru þaö hrein ósannindi, því hann hafði
sent bæjarráðinu bréf um að tilboð sitt
stæði óbreytt. Einnig liti hann svo á aö
verktaki héldi því sem inn kæmi af far-
gjöldum, en í útboðsgögnum var ekk-
ert tekiö fram um það atriöi. Daginn
eftir fór Gísli til bæjarstjóra og bað um
að tilkynnt yrði á bæjarráösfundi sama
dag að hann væri reiðubúinn að yngja
upp hjá sér bílakostinn.
Á þessum fundi voru viöstaddir hinir
Síðastliöinn mánudag voru síðari til-
boð Ásgeirs Sigurðssonar og Elíasar
Sveinssonar opnuð og reyndist Ásgeir
þá hafa lækkað sitt niður í 2,9 milljónir
á ársgrundvelli og gerir ráð fyrir að
hann haldi fargjöldum. „Ég lít svo á að
þessi lækkun hafi orðið fyrir mitt til-
stilli, hann varð að vera nálægt því
sem ég haföi boðið,” sagði Gísli og
bætti við að sér hefði borist til eyrna að
Ásgeir, sem annaðist skólaaksturinn á
ísafirði síðastliöinn vetur, hafi haft um
320.000 á mánuði fyrir aksturinn.
Gísli benti á að í þessu dæmi væri
skólaakstur stór hluti, eða níu mánuðir
á ári, og væri meirihluti kostnaöar við
Árni Sigurðsson
bæjarráðsmaður, ísafirði:
EKKISJÁLFGEFIÐ
AÐ LÆGSTA TIL-
BODIVERDITEKID
„Það bárust í upphafi þrjú tilboð.
Bæjarráð kallaði Gísla á sinn fund og
ræddi við hann um hans tilboð. Þar
sagöist hann líta svo á að öll fargjöld
ættu aö renna til sín en bæjarráð var
þeirrar skoðunar að þau ættu aö renna
til bæjarsjóös, þó svo að ekki væri bein-
línis kveöiö á um þaö í útboösgögnun-
um. Gísli lagði einnig fram á fundinum
sundurliðaðar tölur sem voru verulega
hærri en upphaflega tilboðið,” sagöi
Árni Sigurösson, bæjarráðsmaður á
Isafirði, í samtali viö DV.
„Við í bæjarráði litum svo á aö hann
væri fallinn frá tilboöi sínu. Svo var
ýmislegt annað sem kom fram sem olli
því að okkur leist ekki á að gera samn-
ing við Gísla, m.a. það að hann ætlaði
aö nota 17 ára gamla bíla.” Árni sagði
aö bæjarráð hefði ákveðið að gefa hin-
um tveim bjóðendunum kost á aö taka
þátt í lokuðu útboöi. Báðir hefðu þeir
annast skóla- og hópferðaakstur og
hefðu því reynslu og aðstööu til þessa
rekstrar.
Varðandi önnur tilboö í strætis-
vagnaakstur á isafirði, sagði Árni, að
maður af Akranesi hefði komið að máli
við bæjarstjóra og bæjarstjórnarmenn
og boðist til aö taka að sér aksturinn
fyrlr rnun lægri upphæð en í nokkru
hinna tilboöanna. Var bréf mannsins
bókað í bæjarráði. „Hans mál er hins
vegar ekkert til umræðu hjá okkur
meðan verið er að ræða hin tvö,” sagði
Árni.
Aö hans sögn er það ekki sjálfgefið í
svona málum að lægsta tilboði sé tekið.
„Viö höfum oftar en einu sinni samið
við lægstbjóðendur og orðið fyrir
skakkaföllum vegna þess aö menn
hafa ekki getað staðiö við skuldbind-
ingar sínar. Þetta verður að meta eftir
aöstæðum hverju sinni,” sagði Árni
Sigurðsson.
Samkvæmt útboösgögnum átti akst-
ur að hefjast um leiö og skólar, 1. sept-
ember, en horfur eru á að skólar hefj-
ist ekki fyrr en eina til tvær vikur af
september vegna skipulagsbreytinga
og kennaraskorts og því ekki aðkall-
andi að akstur hefjist fyrr. Á fundi
bæjarráös á mánudaginn veröur tekin
ákvöröun um hvort samið verður við
lægstbjóðanda úr lokaða útboðinu eða
hvort báðum tilboðunum verður hafn-
að. Ef hið síðarnefnda gerist eru tveir
möguleikar fyrir hendi: að aksturinn
verði boðinn út aö nýju eöa að leitað
verði samninga viö einhvern aöila um
að taka hann að sér.
——■ -----------—— --------------Pé-
26908- H ALLDÓRS
Johnson hf.
i 178,
Laugavegi 178, nœsta hús við Sjónvarpið, simi 686780.
Skólavörur sem slá í ffegn