Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1985, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1985, Page 12
12 útgáfufélag: FRJÁLS FJÚLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14/ SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiösla/ áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: ÁRVAKUR HF„ Áskriftarverð á mánuöi 400 kr. Verð i lausasölu virka daga 40 kr. Helgarblað45 kr. Ekki meirí skatta Fjárlagagatið stækkar. Fjármálaráðherra reynir að andæfa gegn sex hundruð milljóna viðbót við gatið til að greiða bændum niðurgreiðslur í samræmi við nýju fram- leiðsluráðslögin frá í vor. „Þessi nýju lög um staðgreiðslu til bænda eru sett, eftir að fjárlög voru samþykkt,” segir Albert. „Alþingi samþykkir þennan útgjaldalið án þess að sjá fyrir tekjum. Ég hef enga peninga til að borga þetta. Ég mun ekki gefa út aukafjárveitingu og tel mig ekki hafa lántökuheimild,” segir ráðherrann. En aðrir stjórnarliðar hafa annaö í huga. Þeir munu ætla sér að buga fjármálaráðherra. Ekki er annað að sjá en nú stefni í um þriggja milljarða króna halla á ríkis- reikningi yfirstandandi árs. Vonir standa til þess, að eitt- hvað dragi úr hallanum í haust. En gífurlegur mun hann verða. Þetta eru mikil umskipti frá því, sem var í fyrra, og mikil breyting frá þeim fjárlögum, sem samþykkt voru yfirstandandi ár. Þá er einnig búizt við miklum halla á næsta ári, að óbreyttu. Halli á ríkissjóði er hættulegur efnahag okkar. Hallinn og erlend skuldasöfnun til að mæta honum eykur verð- bólguna. Þetta skapar þenslu, sem við megum ekki við. Sjávarútvegurinn verður illa úti. Hann stríðir þá viö auk- inn kostnað heima fyrir og harðnandi samkeppni um vinnuaflið. Þetta leiðir til gengisfellingar. Þessi rök- semdafærsla ætti að sýna, að ekki má halda fram sem horfir um hallann á f járlögum. Þenslan, sem erlend skuldasöfnun skapar, og verðbólg- an, sem af hlýzt, kollvarpa forsendum síðustu kjara- samninga. Þá mun verðbólgan fara fram yfir „rauðu strikin”, sem samningamenn höfðu í huga, þegar samn- ingurinn var gerður. Við slíkt verða launaþegafulltrúarn- ir hálfu grimmari í næstu samningum upp úr áramótum. Stjómarliðið segist hafa einsett sér að útiloka halla- rekstur og aukningu erlendra skulda. Eftir er að sjá, hvernig þau fyrirheit verða efnd. Vissulega hefur nú þegar töluvert verið rætt um að mæta hallanum á ríkisbúskapnum með nýjum sköttum. Nefnd hefur verið hugsanleg hækkun söluskatts eða eignarskatts, veltuskattur á fyrirtæki og skyldusparnað- ur á hátekjur. Söluskattur hefur nýlega hækkað. Frekari hækkun hans ætti ekki að koma til greina að sinni. Hann er orðinn svo hár, að ekki ætti að hækka hann frekar, nema í tilvikum, þegar hækkun hans yrði látin mæta lækkun tekjuskatts. Svipað gildir um eignarskattinn, sem var hækkaður í vor. Veltuskattur á fyrirtæki er ranglát skattheimta. Skyldusparnaður á hátekjur ætti ekki að koma til greina. Reynslan sýnir, að slík skattlagning leggst einnig á miðlungstekjur. Hún væri auk þess algerlega ranglát útþensla á tekjuskattskerfinu, sem ber að afnema. Þá er óréttlátt að leggja skatta á „eftir á”. En við hverju má búast, þegar landsfeðurnir hegða sér eins og eiturlyfjasjúklingar við stjórn landsins, eins og dæmið um niðurgreiðslurnar sýnir? Enn ber að leggja áherzluna á niðurskurð ríkisbáknsins í samræmi við þarfir til aö mæta þeim halla, sem í stefn- ir. Við höfum orðið fyrir áföllum í efnahagsmálum, en ríkissjóður hefur ekki verið minnkaður sem áföllunum syarar. Flestir aðrir hafa greitt sinn hluta af versnandi efnahag. HaukurHelgason. DV. MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER1985. Kjallarinn • „Ráðherrakarp um kjöt ofan i Ameríkana eöa hver stjórni rannsóknum vifl Mývatn er reyndar eins og upphrópunarmerki við aumingjaskapinn . . ." Samtal um „Eg er í Fóstruskólanum,” svaraði rúmlega tvítug stúlka spurningu minni um hvað hún væri að gera. „Þú hefur þá farið í það nám, þótt sífellt sé verið að tala um hve launin séu léleg hjá fóstrum,” svaraði ég. „Blessaður góði, ég fer beint til Noregs um leið og ég er búin og það gerum við reyndar fleiri,” svaraði stúlkan og bætti viö: „Það er ekki nokkur sjens að klára sig á laununum hérna. Það eru kannske 5—7 þúsund eftir á mánuði, þegar maður er búinn að borga húsa- leiguna. Þá er allt hitt eftir. I Noregi eru launin hjá fóstrum næstum því nákvæmlega helmingi hærri og ódýrara að lifa. Þetta með miklu skattana á Norðurlöndum er líka píp. Það þarf nú aö borga skatta hér lika. Þeir eru kannske svolítið hærri en þaö munar ekki svo miklu. Það er sjálfsagt að koma sér í burtu. Eg er ekki ein um það. Eg veit um fullt af fólki á aldrinum svona 20—35 ára, sem er farið eða stefnir að því.” Oft hef ég hugleitt og rætt um hættuna á fólksflótta vegna lágra launa á Islandi og brýnt menn á því að í öllum athöfnum yrðu stjómvöld aö taka miö af þvi að halda uppi góðum lífskjörum og bæta þau, ef við ættum að standa okkur sem þjóð. Mér átti því ekki að koma viðhorf stúlkunnar á óvart. Samt hrökk ég við. „Þú kvíðir því ekki að flytja í ókunnugt land?” spurði ég og hélt í hálmstráin. Svarið kom að bragði: „Nei, maður hefur ferðast frá því maður var krakki. Það var farið til útlanda i sumarleyfi. Ég hef líka komið til Noregs. Á þar frænku sem fluttist út fyrir 15 árum. Eg hef heimsótt hana, var t.d. smátima hjá henni í sumar. Það er ekkert mál að flytja til Noregs. Eg sé líka hvaö frænka mín og maður hennar hafa þaðgott.” Málið var afgreitt og samtalinu var í rauninni lokið. Ég hafði fengið alvarlega áminningu um málefni sem ég hafði sjálfur oft rætt. fólk sér gjarnan starfsvettvang, þar sem það telur að því líði best. Þegar laun fyrir sömu störf eru helmingi hærri í grannlandi en hér heima og launin hér svo lág að fólk sér ekki hvemig eigi að komast af á þeim er við ramman reip að draga. Otkoman verður sú að við menntum fólk fyrir aöra. Við berumkostnaöinn, en aðrir hirða starfskraftinn. Það er dýrt. Það gengur ekki til lengdar. KJARTAN JÓHANNSSON ALÞINGISMAÐUR FYRIR ALÞÝÐUFLOKKINN Hættan á landflótta Okkur er öllum nauðsynlegt að hugsa um þau viðhorf sem fram komu hjá þessari stúlku. Hún er ekki ein um þau. Unga fólkinu í dag eru ýmsir vegir færir, sem áður þóttu erfiðir. Ottinn við útlönd hefur horfiö. Margt af unga fólkinu hefur kynnst einhverjum erlendum löndum af eigin raun. Landamærin eru ekki eins hár þröskuldur og áður. Vesturlönd, sem svo eru nefnd, eru á leiðinni að verða meira og minna eitt svæöi, líka í atvinnulegu tilliti, en þó einkanlega Norðurlöndin. Þá velur Efnahagsstefnan er orsökin Efnahagsstefnan á Islandi verður aö taka mið af þessu. Skattastefnan og stefnan í húsnæðismálum verður að mótast af þessu. Við veröum að standa okkur í samkeppninni um unga fólkið. Byggðastefnan verður að vera sú að Island sé byggt. Þá duga ekki fjárfestingarmistök eins og Krafla og margt fleira. Þá dugar ekki að safna steinsteypuhöllum sem engu skila. Þá dugar ekki að safna virkjunum í tómagangi og raforku sem enginn kaupir. Við höfum ekki efni á úreltri landbúnaöarstefnu eða umframafköstum i fiskveiðum vegna óþarflega stórs flota. Ráðherrakarp um kjöt ofan í Ameríkanann eða hver stjórni rannsóknum við Mývatn er reyndar eins og upphrópunarmerki við aumingjaskapinn, þegar raunveru- lega lífsnauðsyn ber til að verja og tryggja þjóðfélagið sjálft með lífs- kjarasókn og lífskjarajöfnuöi eins og ofanrakið samtal er til vitnis um. Við verðum að nota starfskrafta okkar rétt. Kjartan Jóhannsson. 0 „Þegar laun fyrir sömu störf eru helmingi hærri í grannlandi en hér heima og launin hér svo lág að fólk sér ekki hvernig eigi að komast af á þeim er við ramman reip að draga.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.