Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1985, Page 32
FRÉTTASKOTIÐ
Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022.
Hafir þú ábendingu
eða vitneskju um
frétt — hringdu þá i
sima 68-78-58. Fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað i DV, greið-
ast 1.000 krénur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið i
hverri viku,
Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn
MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1985.
Truflanirá
milli tækja
tefjaþyrlu
Truflanir á milli radiótækja
komu fram við prófanir á nýju
þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þaö er
ástæðan fyrir því að Aerospatiale-
verksmiðjurnar í Frakklandi hafa
tilkynnt tveggja vikna seinkun á af-
hendingu þyrlunnar.
Til stóö að þyrlan yröi afhent
formlega ytra í síðustu viku og
kæmi til íslands í kringum 10.
september. Tveir flugmenn voru
farnir út til Frakklands en sneru
aftur heim til Islands.
Flugmennirnir fara væntanlega
aftur út áður en langt um líður því
aö nú er gert ráð fyrir að þeir fljúgi
Dauphin-þyrlunni heim um næstu
mánaðamót.
-KMU.
Borgarstjórn:
Albert f er
i profkjor
Albert Guömundsson, fjármála-
ráðherra og borgarfulltrúi Sjálfstæð-
isflokksins, stefnir að því að taka aft-
ur þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna
vegna borgarstjórnarkosninga
næsta sumar. Og Albert ætlar einnig
aö halda áfram þingmennskunni.
Eins og kunnugt er á Aibert sæti í
borgarstjórn núna. Þetta kom fram í
sjónvarpsþætti þar sem Elias Snæ-
land Jónsson aðstoðarritstjóri og
Páll Magnússon fréttamaður spurðu
ráðherrann spjörunum úr. A dag-
skrá voru þau mál -sem ráðherrann
hefur verið bendlaður við: kjötflutn-
ingur varnarliðsins, sala hlutabréfa
ríkisins í Flugleiðum og fjárlögin.
Fjármálaráðherra var svartsýnn
á fjármál ríkisins. Hann sagði að
nauðsynlegt yrði að velta verulegum
hluta útgjalda þessa árs yfir á næstu
fjárlög. Einnig sagöi hann aö ljóst
væri aö auka þyrfti skattheimtu á
næsta ári. Nefndi ráðherrann þann
möguleika að leggja aftur á sölu-
skatt á vörur sem nú væru undan-
þegnar honum.
APH
GLER
66 6160
„Is-sex" blómstrar 1 New
Yorkl
Slagurinn um lögreglustjóraembættið í Reykjavík:
Böðvar, Stefán og
Hjalti ætla að sækja
Lögreglustjóraembættiö i Reykja-
vík er nú laust til umsóknar.
Umsóknarfresturinn rennur út 10.
september nk. I samtali við DV
sagðist Þorsteinn Geirsson, ráðu-
neytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu,
ekki geta gefið upp hver margir
hefðu sótt um eða hverjir það væru
að svo stöddu. „Það hafa borist
nokkrar umsóknir um lögreglu-
stjóraembættiö bæði hingað í ráöu-
neytið og beint til ráðherra,” sagöi
Þorsteinn.
DV hafði samband við nokkra að-
ila sem nefndir haf a verið sem líkleg-
ir umsækjendur um lögreglustjóra-
embættiö. I samtali við blaðiö sagði
Böðvar Bragason, sýslumaður á
Hvolsvelli, að hann væri ekki búinn
að senda inn sína umsókn. „En ég
hef í hyggju að gera það fyrir 10.
september,” sagði Böðvar og meira
vildi hann ekki tjá sig um málið.
Stefán Hirst, skrifstofustjóri hjá
lögreglustjóraembættinu í Reykja-
vík, kvaðst hafa ákveðið aö sækja
um embættið. Aðspurður sagðist
hann gera sér ljóst að um krefjandi
starf væri að ræða. Lögreglustjóri
væri á vakt eða bakvakt nánast allan
sólarhringinn. Hins vegar þætti sér
freistandi að takast á við erfið og
umfangsmikil verkefni einkum þar
sem hann hefði öðlast góða innsýn í
starfsemi stofnunarinnar.
Hjalti Zóphóníasson, deildarstjóri í
dómsmálaráðuneytinu, sagði að
hann hefði ákveðið að sækja um
starfið. „Eg er reyndar þegar búinn
að því,” sagði Hjalti.
Friðjón Þórðarson, alþingismaöur
og fyrrverandi dómsmálaráðherra,
sagöist ekki hafa sótt um lögreglu-
stjóraembættiö en bætti því við að
umsóknarfresturinn væri jú ekki lið-
inn.
— Þú vilt sem sé ekki segja af eða
á um hvort þú munir sækj a?
„Það er ástæðulaust á þessu stigi
að segja meira,” sagði Friðjón
Þórðarson.
Friðjón Guðröðarson, sýslumaður
á Höfn í Hornafirði, sagði í samtali
við blaðið að hann væri margbúinn
að lýsa því yfir í fjölmiðlum að hann
hefði ekki í hyggju að sækja um
starfiö. „Það hefur aldrei flögrað að
mér aö vera með í því kapphlaupi,”
sagöi Friðjón Guðröðarson.
-EH.
• Steypubill með nokkur tonn af steypu fór á hliðina á Hringbraut i Keflavík i gærdag. Var steypubillinn að
taka beygju inn á götuna en ekki fór allt eins og best varð á kosið, eins og myndin sýnir. Ökumaðurinn
slapp ómeiddur. Liklega hefur komið hnykkur á bilinn þegar steypa kastaðist til i tromlunni.
EH/DV-mynd Sólveig Þórðardóttir.
Coldwater:
Salan að
lifna við
Oskar Magnússon, DV, Washington:
„Salan er að lifna við en við höfum
misst einhverja viðskiptavini,”
sagði Magnús Gústafsson, forstjóri
Coldwater, í samtali við DV.
„Það er enn skortur á ýsu og
karfa. Okkur hefur því ekki tekist að
anna eftirspurn eftir þessum fiskteg-
undum. Það leiöir til þess að okkar
viðskiptavinir veröa aö fara annað.
Þeir fylla inn í eyöurnar á matseðlin-
um með vörum frá öðrum en breyta
ekki matseðlinum eftir því sem við
höfum á boðstólum,” sagði Magnús.
Hann sagði að framundan væru
erfiðir mánuðir. Á nokkru ylti hversu
mikil ferskfisksalan yrði til Bret-
lands og Þýskalands.
„Ef framleiðslunni verður beint til
okkar og nægilegt vinnuafl verður í
húsunum á Islandi rætist úr þessu,”
sagði Magnús Gústafsson.
Fyrrum ungfrú Island auglýsir í bandarísku vikublaði:
„Kynlífssögurnar
eru frumsamdar”
„Eg get ekki sagt kynlífssögur á ís-
lensku. Til þess er ég orðin of ryðguð
í málinu eftir 20 ára búsetu er-
lendis,” sagði fyrrum ungfrú lsland
í símaviðtali við DV.
Eins og fram hefur komið í DV þá
auglýsir fyrrum ungfrú Island
þjónustu sína í bandaríska viku-
blaðinu The Voice. Býðst hún til að
segja viðskiptavinum sínum kynlífs-
sögur í gegnum síma gegn ákveöinni
greiðslu; og samþykkir öll helstu
greiðslukort.
„Kynlífssögurnar mínar eru allar
frumsamdar enda er ég að skrifa bók
um efnið. Þetta rennur upp úr mér
strax og ég tek upp tólið og ég hef
gamanaf þessu.”
— Má spyrja þig að heiti?
„Eg sé ekki ástæðu til að gefa það
opinberlega en í viðskiptum mínum
nota ég nafnið INGA. Ég hef starf-
rækt fyrirtæki mitt í eitt ár og er með
nokkrar stúlkur í vinnu. Það er f jöld-
inn allur af konum sem vill frekar
sitja við símann heima hjá sér og
æsa upp karlmenn í stað þess að
vinnafrá9—5.”
— Hvenær varstu kosin ungfrú
ísland?
„Það eru um 30 ár síðan; í Tívoli ef
ég man rétt. Lengst af síðan hef ég
verið búsett erlendis,” sagði íslenska
fegurðardrottningin rámri röddu.
-EIR.