Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1985, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1985, Blaðsíða 7
DV. LAUGARDAGUR21. SEPTEMBER1985. 7 LaxáíDölum: Stútfull af laxi — Laxveiðinni lokið — sjóbirtingur veiddur ennþá „Það hafa veiðst 1460 laxar og áin er stútfull af laxi,” sagði aflaklóin Pétur Björnsson sem var að koma úr Laxá í Dölum í vikunni með annarri aflakló, Helga Eyjólfssyni. „Við fengum 19 laxa og tóku 17 þeirra rauða fransis, númer 10, og svo fengum við tvo laxa á maðk. Hann var 13 punda, sá stærsti sem við fengum núna, en flesta laxa veiddum við í Svarfhólsfljóti og Kristnapolli sem gefið hafa vel í sumar. Þegjandi og Þegjandakvörn hafa verið góðar líka. Þetta er því mjög gott sumar í Dölunum núna,” sagði Pétur aflakló sem er búinn að landa mörgum laxinum í sumar. „Laxá í Aðaldal gaf 1996 laxa og hann var 28 punda, sá stærsti, svo kom 27 punda lax, 26 punda lax og 25 punda,” sagði Völundur Hermóðsson í Amesi er við leituðum frétta af Laxá, drottningunni. Eruð þið hressir með sumarið? „Já, við erum hressir með veiðina en sumarið og veðurfarið hefur verið leiðinlegt, veöurfarið var ekki nógu breytilegt, kalt og norðan lengst af sumri”. Hvernig gekk klakveiðin? „Heldur stirðlega en það er talsvert af laxi í ánni og fróðir veiðimenn segja aö töluvert hefði bæst við töluna ef veðurfarið hefði verið betra. ” „Núna eru komnir á land 300 fiskar en voru 250 allt fyrrasumar,” sagði Aðalbjörn Kjartansson á Hvolsvelli er VEIÐIVON Gunnar Bender við spuröum um Rangárnar. „Það hafa veiðst 20 laxar og er sá stærsti 15 pund, 100 sjóbirtingar, sá stærsti 14 pund, 110 bleikjur eru komnar á land og er hún 9 punda, sú stærsta, og 70 urriðar, sá stærsti 9 punda.Það hefur f jöldi veiðimanna veitt hér í sumar hjá okkur og verið jöfn veiði á öllum svæðunum. Urriðasvæðið var gott í vor og verður það líklega með haustinu líka. Bleikjuveiðin hefur verið mjög góö og veiðin á henni er orðin helmingi betri en allt síðasta sumar og bleikjan er falleg og væn. 20. september duttu tvö laxveiðisvæði út en á hinum svæð- unum er veitt til mánaðamóta. Það eru tvö góð veiðihús hérna og eru þau mik- ið notuð af veiðimönnum. Sjóbirtings- veiðin ætti að fara að verða góð næstu daga, þaö kostar frá 600 upp í 900 aö renna,” sagði Aðalbjörn að lokum. Já, sjóbirtingurinn er víst að koma víöa og viö fréttum að veiðin í Geir- landsá hefði verið feikna góð síðustu daga og veiðimenn fengið mjög góöa veiði. Kannski maður bregði sér í sjó- birting austur á Kirkjubæjarklaustur. G.Bender. Veiflimaður kastar flugu fyrir fáa iaxa i Korpu i vikunni en þeir tóku alls ekki. DV-mynd G. Bender. Laxveiðitímanum iauk i gær og var siðustu ánum þá iokað. Hefur þetta ver- ifl hið þokkalegasta sumar og ennþá veiða menn sjóbirting og fá hann von- andi næstu daga, til þess er leikurinn gerður. Veiðimaður gengur hór frá Laxá i Kjós með fallegan 15 punda lax, veiddan á maðk. DV-mynd G. Bender. I billnn í bátlnn á vínnustaðínfl á heimillð i sumarbústaösw í ferðalaglð og fl. EffCO- þurrkan </) 03 Effco-þurrkan [nlgf fæst hjá okkur. lUIISl Drelflngarsfml: Hóggdeyflr - Elfco 73233 FRAMLEIÐSLURÁÐ LANDBÚNAÐARINS AUGLÝSIR: Sláturtíðin fer í hönd. Þau heimili, sem hafa frystikistur, geta gert hagkvæm innkaup. GERIÐ ÓDÝR INNKAUP Kaupið dilkakjötið í heilum skrokkum og þið fáið meira fyrir peningana og kjötið sagað að ósk ykkar. Kaupið heil slátur. Úr dilkakjöti er hægt að útbúa ýmsa góða rétti. AHt kjötið nýtist. Ótal rétti er hægt að laga úr hverj- um hluta skrokksins fyrir sig. 1 og 11, hækill. Brúnað og notað í kjötsoð. 2, súpukjöt. Ótal pottréttir. 3, lærissneiðar. Pönnusteikt eða gióðað. 2 og 3, læri. Ofnsteikt, glóðað o.fl. 4, huppar. Hakk eða kjötsoð. 5, hryggur. Ofnsteikt, glóðað, kótelettur, 6, slög. Rúllupylsa eða glóðað. 7, framhryggur. Glóðað í sneiðum, pottréttir. 8, háls. Kjötsoð, hakk. 9, banakringla. Kjötsoð eða kjötréttir. 10, bringa. Hakk. 11, framhækill. Kjötsoð. Ath. Innmatur er mjög ódýr og holl fæða . og er lifrin þar efstá þlaði. \- Gamla kjötið er til ennþá á hagstæðu verði. FRAMLEIÐSLURÁÐ LANDBUNAÐARINS. J-iS. Chrysler LeBaron árg. '79, ekinn aðeins 55.000 km. Einn eigandi frá upphafi. Sérlega vel umgenginn bíll, hlaðinn aukahlutum, s.s. sjálfskipt- ingu, vökvastýri, veltistýri, aflhemlar, rafdrifnar rúður, lit- að gler o.fl. Skipti á ódýrari. Skoda Rapid árg. '83, allur nýyfirfarinn fyrir vetur- inn, sumar- og vetrardekk, Selst með 6 mánaða ábyrgð, Skipti á ódýrari. einn sá snyrtilegasti í bænum. Fallegur og vel með farinn fjölskyldubíll á góðu verði. Út- varp/-segulband. Mazda 323 2ja dyra árg. '77, ekinn 128.000 km. Kannski ekki sá fallegasti en ágætur samt. HRYSLER mgljói

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.