Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1985næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1985, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1985, Blaðsíða 5
DV. LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER1985. Guflrún S. Gísladóttir og Helgi Skúlason í Reykjavíkursögum Ástu. , . . , r.r. , DV-mynd KAE Listahatío kvenna: REYKJAVÍK EFTIR- STRÍDSÁRANNA — á sviði Kjallaraleikhússins að Vesturgötu 3 Listahátíð kvenna er hafin. Dagskrá- in er feikiviðamikil. Næsta mánuðinn verður boðið upp á málverkasýningar, tónleika, ljósmyndasýningu, upplestur á sögum og ljóðum, leikrit sem og margvíslegar uppákomur. Kjallaraleikhúsið I kvöld verður frumsýnd leikgerð Helgu Bachmann á Reykjavíkursög- um Ástu Sigurðardóttur. Til að sýna verkið hefur verið stofnað nýtt leikhús, Kjallaraleikhúsið. Sýningar verða í kjallara kvennahússins við Vestur- götu. Helga hefur valið fimm af sögum Astu til sýningar. Þær eru: Gata í rign- ingu, Supermann, Kóngaliljur, I hvaða vagni og Frá sunnudagskvöldi til mánudagsmorguns. Efni sagnanna er sýnt sem sjálfstæðir einþáttungar. Þær eiga það sameiginlegt að þar er brugðið upp myndum af lífinu í höfuðborginni á árunum eftir stríð. Helga neitar þó að um heimildarverk sé að ræða. „Sögur Ástu eru fyrst og fremst mikill skáldskapur. Stíll hennar færaðnjótasín.” Þótt í leikgerðinni sé engin tilraun gerð til að tengja sögurnar saman fer það vart fram hjá áhorfendum að þær mynda býsna samfellda heild. Helga Bachmann hefur skýringar á því á reiðum höndum. „Það er talent Astu sem rithöfundar og mannskilningur hennar sem tengir þessar sögur saman.” Minna en Þjóðleikhúsið „Nei, sjáðu til, þetta er rétti staður- inn til að sýna þetta verk,” segir Helga þegar efasemdir vakna um að þröngur' og fornfálegur kjallarinn í bakhúsinu á Vesturgötu 3 henti sem best fyrir leiksýningar. I veggjum kjallarans er hleðslusteinninn ber og „salurinn” einkennist af skógi stoða sem halda uppi gólfi fyrstu hæðar. Með einfaldri sviösmynd Steinunnar Þórarinsdóttur myndast þó þarna innan dyra áhrifa- mikil og dálítið kaldranaleg götu- mynd. Það er eins og sýnishom af Reykjavík eftirstríðsáranna hafi verið geymt þarna til síðari nota. Með aðalhlutverk í sýningunni fara Guðrún S. Gísladóttir, Guðlaug María Bjarnadóttir, Helgi Skúlason og Emil Gunnar Guðmundsson. Tónlist hefur Guðni Franzson samið og nefnir hana Reykjavíkurtangó. Sveinn Benedikts- son annast lýsingu og Þorsteinn M. Jónsson vasast í tæknimálunum auk þess að fara með smáhlutverk. Frumsýningin verður í kvöld kl. 21.00. Listahátíð En það verður fleira en leiklist á listahátíðinni. I dag kl. 14.00 verður opnuð á Kjarvalsstöðum samsýning á myndlist fjölda kvenna. Ber sýningin yfirskriftina Hér og nú. Þar að auki opnar Ásrún Kristjánsdóttir mynd- listarsýningu í Gallerí Langbrók kl. 16.00. Á morgun hefst dagskráin kl. 14.00 með opnun sýningar í Gerðubergi á bókum og bókaskreytingum eftir konur og kl. 15.30 verða þar lesin ljóð kvenna. Kl. 17.00 verða flutt á Kjar- valsstöðum tónverk eftir íslenskar konur. Á þessum fyrstu tónleikum í röð slíkra verða flutt verk eftir Karolínu Eiríksdóttur og Mist Þorkelsdóttur. Annað kvöld kl. 20.30 flytja síðan leikarar úr Leikfélagi Reykjavíkur dagskrá úr verkum Jakobínu Sigurðardóttur í Gerðubergi. Leik- stjóri er Bríet Héðinsdóttir. GK Innbrotin um verslunarmannahelgina: 14 ígæsluvarðhald framtílþessa I tengslum við innbrot sem framin voru í Reykjavík um verslunarmanna- helgina hafa 14 manns verið úr- skurðaðir í gæsluvarðhald. Enn eru fjórir þessara manna í gæslu. Eins og kunnugt er af fréttum voru framin nokkur innbrot í heimahúsum í Reykjavík um verslunarmannahelg- ina. Trimminu lýkurídag Nú fer hver að verða síðastur til að taka þátt í Norrænu trimmlands- keppninni. Síðasti keppnisdagur er í dag, laugardag. Að honum loknum er fólk hvatt til að fylla út þátt- tökukort sin og koma þeim til tþróttasambands f atlaðra, Háaleitis- braut 11—13, eigi síðar en 27. september. Þessi mynd var tekin á upphafsdegi keppninnar fyrir tæpum tvelmur vikum þegar fólk trimmaði saman úr Hátúni. DV-mynd PK. Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarlögreglunni er mál þetta orðið viðamikið og teygjast angar þess í margar áttir s.s. að fíkniefnaviðskipt- um. Rannsókn málsins stendur enn yfir og enn er ekki allt þýfið komið í leitirnar. APH HRESSINGARLEIKFIMI KVENNA OG KARLA Haustnámskeið hefjast fimmtudaginn 26. sept. nk. o Kennslustaðir: Leikfimisalur Laugarnesskólans og í- þróttahús Seltjarnarness. • Fjölbreyttar æfingar — músík — dansspuni — þrek- æfingar — slökun. Innritun og upplýsingar í síma 33290. Ástbjörg S. Gunnarsdóttir íþróttakennari. QDYRASTI ALVÖRUBÍLUNN ovf'f?. Verð aðeins kr. 209.000. Lán ; 104.500. Þér greiðið 104.500. Verð með eftirgjöf kr. 142.000. Tökum vel með farnar Lödur upp í nýjar. iC: BIFREIÐAR OG LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. SUÐURLANDSBRAUT 14 S.: 38600 S. SOLUDEILD: 31236. OPIB TIL rVer*«® ^ Cirv u KL4 I DA4í raWÖ f* boöt. VfSA Jli Jón Loftsson hf. /2imn r ðE Hringbraut 121 Simi 10600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 215. tölublað - Helgarblað I (21.09.1985)
https://timarit.is/issue/190348

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

215. tölublað - Helgarblað I (21.09.1985)

Aðgerðir: