Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1985, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1985, Blaðsíða 9
DV. LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER1985. 9 Stjómarandstaða í sumarleyfí Hún hefur veriö skrítin pólitíkin í sumar. Mest hefur boriö á skækla- togi stjórnarflokkanna í milli eða réttara sagt einstakra ráðherra. Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa legiðTsumardvala og mátt sín lítils. Frá þeim hefur ekki heyrst hósti né stuna ef frá er talin uppdráttarsýkin í þeirra eigin flokkum. Er þar sér- staklega átt við Alþýðubandalagið og Bandalag jafnaðarmanna. Mikið hefur veriö rætt og ritaö um innanbúðarvandamál Alþýðubanda- lagsins og hafa þar spjótin mjög beinst að formanninum, Svavari Gestssyni. I Þjóðviljanum hefur hann verið gagnrýndur á opinskáan hátt og meira að segja hafa skrípa- myndir birst af honum á leiðarasíðu sem áður hefur verið óþekkt á þeim bæ. Fyrir þá sem ekki þekkja til inn- anbúðar hjá Alþýðubandalaginu kemur þessi ádeila á formanninn einkennilega fyrir sjónir. Manni sýn- ist að veriö sé að hengja bakara fyrir smið. Flokkurinn er að kasta öllum sínum syndum á bak viö formann- inn. Vera má að Svavar hafi misst einhver tök, skorti eldmóð Einars 01- geirssonar eöa slægð Lúðvíks Jósepssonar en það er hins vegar mikill barnaskapur ef þeir alþýöu- bandalagsmenn halda að þeir leysi öll sín vandamál með því að skipta um formann eða rakka hann svo nið- ur að hann eigi sér ekki uppreisn æru. Sjálfstæðisflokkurinn var hald- inn sams konar sjálfseyðingarhvöt þegar þeir fundu út að Geir Hall- grímsson væri upphaf og endir allra þeirra ófara. Alþýðuflokkurinn gekk í gegnum sama hreinsunareldinn með því aö sparka Gylfa, Benedikt og Kjartani og jafnvel fleiri forystu- mönnum. Reynslan hefur hins vegar sýnt að vandamál stjómmálaflokka leysast ekki á svipstundu þótt skipt sé um formenn, allra síst þegar inn- anmeinin felast í flokkunum sjálfum en ekki formönnum þeirra. Innanmeinin Á þessu eru að vísu undantekning- ar, samanber kippinn sem Alþýðu- flokkurinn tók þegar Jón Baldvin tók við forystunni og við sjáum þess einnig dæmi úr kosningunum í Svi- þjóð um síðustu helgi þegar nýr for- maður Þjóðarflokksins rífur fylgiö upp um tíu prósent. En hvaö Alþýðubandalagið varð- ar sýnist ljóst aö þaö er fleira sem plagar þann flokk heldur en tilvist Svavars Gestssonar. Undansláttur- inn í herstöðvarmálum, breytt við- horf í verkalýðsbaráttunni og þreytt- ar kiisjur í þjóðfélagsmálum al- mennt skýra að nokkru innri vanda flokksins. Síðast en ekki síst hefur til- koma kvennaframboðs og kvenna- lista haft miklu meiri áhrif á Alþýðu- bandaiagið en aðra flokka. Róttækar og fullhuga konur, sem vilja leggja áherslu á jafnréttisbaráttu og sér- stöðu konunnar, finna sér fremur vettvang í rööum kvennaflokkanna. En upp til hópa hefðu þessar sömu konur eflaust skipaö sér undir merki Alþýðubandalagsins ella. Sú þróun kemur niður á fylgi Alþýðubanda- iagsins. Annars var grein Harðar Berg- manns á dögunum í Þjóðviljanum viturlegasta en um leið beinskeytt- cista skilgreiningin á því tómlæti sem ríkir um Alþýðubandalagið. Ádeila Harðar felur það í sér að flokkurinn þarf ekki endilega að skipta um for- mann. Hann þarf að skipta um póli- tík, hvorki meira né minna. Eg læt Alþýðubandalaginu það eftir að koma sér saman um þá stefnu. Opnir fjölmiðlar Nú má vel vera að stjómarand- stæðingar kvarti enn og einu sinni yfir því að fjölmiðlarnir séu þeim andsnúnir. Veldi „hægri pressunn- ar” sé það mikið að raddir gagnrýn- innar og andstööunnar komist ekki að. Sama gildi um ríkisreknu fjöl- miðlana. Þetta er hvorki skýring né afsök- un. Blöðin standa þeim opin, bæði fyrir greinaskrif og viðtöl ef því er að skipta. Sannleikurinn er sá að þótt bæði Morgunblaðið og DV séu skil- greind sem hægri blöð af þeim sem telja sig til vinstri hafa bæði þessi blöð gagnrýnt ríkisstjómina ótæpi- lega. Morgunblaðið rekur miklu sjálfstæðari stefnu gagnvart ríkis- stjóminni og Sjálfstæðisflokknum heldur en nokkm sinni fyrr, að minnsta kosti gagnvart einstökum mönnum innan stjórnar og flokks. Hið sama verður sagt um DV sem ætti þó ekki að vera ný bóla því DV er og hefur verið óháð ríkisstjóminni. Blaðið er ekki málgagn eins eða neins í þeim efnum, enda er það með- al annars tilgangur blaðsins að veita stjómvöldum aðhald og segja kost og löst á stjórnsýslunni. Slikur vett- vangur þekktbt ekki meðan dagblöð- Ellert B. Schram skrifar: in voru gefin út og rekin af stjóm- málaflokkunum og útvarpið var njörvað niður í hlutleysi og skoðana- bann. Það hefur með öðrum oröum ekki skort á að stjómarandstæðingar hafi haft tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri og ekki verið við neinn að sakast nema stjórnarand- stæöinga sjálfa þegar þögn þeirra hefur gerst svo hávær að eftir er tek- ið. Tilefnin hafa vissulega verið ærin. Deilan um kanakjötið, radarstöðv- arnar, ástandið i fiskvinnslunni og kvótamálum hefur svo sannarlega boðið upp á umræðu. Skattamálin, staöan í stóriöjumálunum, peninga- stefnan, fjárlagagerðin og skulda- söfnunin erlendis ættu að vera ærin tilefni fyrir skelegga stjórnarand- stöðu. Og verðbólgan, þessi eilífi böl- valdur, sem allir stjórnmálaflokkar vildu kveða niður, ríður hér enn hús- um á bilinu 30 tii 40% án þess aö nokkur maður hreyfi legg né lið. Og hvaö um húsnæðismálin og stöðuna í skólamálunum og fræðslukerfinu? Eru allir búnir að gefast upp í þeim málaflokkum? Er nóg að setja vandamálin i nefnd og stinga þannig upp í gagnrýnisraddimar? Fjárlagafrumvarpið Undanfarna daga hefur væntan- legt fjárlagafrumvarp verið á dag- skrá. Enn og aftur hefur stjórnar- andstaðan verið víðs fjarri. Hjá henni er ennþá lokað vegna sumar- leyfa. I stað þess hafa stjómarflokk- arnir tekist á og skotið föstum skot- um á báða bóga. Eftir því sem fréttir herma lá meira aö segja við stjóm- arslitum. Svo virðist sem þar hafi flestir þurft að beygja sig, Framsókn með stóreignaskattinn, Albert með andstöðu sína gegn nýjum sköttum- og einstakir ráðherrar með margvís- legar óskir um fjárframlög til sinna málaflokka. Flestir segi ég, en ekki þó allir. Matthías karlinn Bjarnason hélt sinum hlut og gott betur ef marka má væntanlegt framlag til vegamála. Ekki er að spyrja af Matt- híasi og hörkunni í honum, enda nýt- ur hann þess að vegamálin eru týp- isk byggöapólitísk mál þar sem dreifbýlisþingmennirnir telja sér beinan hag i því að skipta vegafénu á milli sin. Þaö telst gott í atkvæða- veiðunum. Þær eru ekki uppörvandi fréttirnar um hækkaða skatta, vörugjald og söluskatt og blikurnar um svokallað- an stóreignaskatt. Hér er enn verið að höggva í sama knérunn, sækja í pyngju almennings þann skatt sem þarf að greiöa fyrir fjáraustur póli- tíkusanna í óarðbærar fjárfestingar, kolvitlausa byggðastefnu og áfram- haldandi bruðl í ríkisrekstrinum. Þetta er sama sagan og áður: góð áform um aðhald og sparnað og lækkaða skatta, en svo rennur allt út i sandinn þegar á hólminn kemur. Hvenær fáum við ríkisstjóm sem stendur við orð sin? Það er heldur ekki traustve:kjandi þegar ráðherr- arnir og talsmenn stjómarflokkanna rífast eins og hundar og kettir fyrir opnum tjöldum. Satt að segja sýnist manni ekki vera heil brú í þessu stjómarsamstarfi og sennilega væri stjórnin fyrir löngu farin frá ef hér væri að finna sterka stjómarand- stöðu sem byði upp á annað og betra. En því er ekki fyrir að fara, því miður. Ljósglætan Ein ljósglæta er þó fyrir hendi. Stjómin hefur haldið fast við að er- lend lán takmarkist við vexti og af- borganir af fyrri lánum. Erlend skuldasöfnun er með þeim hætti stöðvuð og virðingarverð tilraun gerð til að snúa ofan af því ábyrgðar- leysi sem ríkt hefur í gegndarlausri skuldasöfnun um árabil. Sú ákvörö- un er tvímælalaust einhver ærleg- asta sem tekin hefur verið. Islensk stjómvöld hafa ár eftir ár ýtt vand- anum á undan sér og blekkt þjóðina til bílifis með endurteknum lántök- um samkvæmt kenningunni: drekk- um í dag, iðrumst á morgun. Almenningur hefur ekki gert sér fulla grein fyrir þessu ábyrgðarleysi, finnur heldur ekki áþreiianlega fyrir því í sínu daglega lífi, enda fara um- ræður pólitíkusa um milljarða hér og milljarða þar fyrir ofan garð og neð- an hjá sauösvörtum almúganum sem hefur nóg með sínar þúsundir og hundrað krónu seðla í buddunum sin- um. Fólk athugar ekki, áttar sig ekki á því að þegar meira er. fjórða hver króna af fjárreiðum rikisins fer til greiðslu á afborgunum lána verður minna til skiptanna til samfélagsins. Þá hækka skattarnir, þá lækka lífs- kjörin. Eflaust mun verða rekið upp mikið ramakvein þegar f járlagafrumvarp- ið verður lagt fram með nýjum skött- um og aðþrengdum ríkisrekstri. En ef ríkisstjómin stendur á því eins og „hundur á roði” að takmarka er- lendu skuldasöfnunina eins og að er stefnt verður væntanlegum fjárlög- um ekki alls varnað. Hvaö sem ann- aö verður sagt. EUert B. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.