Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1985, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1985, Blaðsíða 20
DV. LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER1985. SMÁAUGLÝSINGÁR DV MARKADSTORG TÆKIFÆRANNA Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö nefna þaö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna. Markaöstorgiö teygir sig víöa, Þaö er sunnanlands sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug- vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö. Einkamál. Já, þaö er margt í gangi á markaöstorginu, en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og eins. Sumir borga meö fínpressuöum seölurh. Menn nýkomnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur. Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt. Þar er allt sneisafullt af tækifærum. Þaö er bara aö grípa þau. Þú hringir...27022 Við birtum... Það ber árangur! Smáauglýsingadeildin er í Þverholti 1 I. Opið: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00 o ER SMÁAUGLÝSINGABLAÐHD Nauðungaruppboð sem auglýst var i 69., 79. og 83. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Engihjalla 3 — hluta —, þingl. eign Jóhönnu I. Sigmarsdóttur, fer fram aö kröfu Jóns Finnssonar hrl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 25. september 1985 kl. 11.15. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 69., 79. og 83. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1985 á eigninni Furugrund 62 — hluta — þingl. eign Erlings Laufdal Jónssonar, fer fram að kröfu skattheimtu ríkissjóðs i Kópavogi á eigninni sjálfri mið- vikudaginn 25. september 1985 kl. 11.30. Bæjarfógetinn i Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 69., 79. og 83. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Grenigrund 3, þingl. eign Péturs Sveinssonar, fer fram að kröfu skattheimtu rikissjóös i Kópavogi á eigninni sjálfri miövikudaginn 25. september 1985 kl. 11.45. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 69., 79. og 83. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1985 á eigninni Skólageröi 36 — hluta —, tal. eign Sveins Jónssonar, fer fram aö kröfu skattheimtu ríkissjóös í Kópavogi, Guöjóns Á. Jónssonar hdl., Brunabótafélags Islands og Verslunarbanka Islands á eigninni sjálfri miövikudaginn 25. september 1985 kl. 14.30. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Snjallir leikmenn eru úti í kuldanum —f urðuleg vinnubrögð landsliðsnef ndar sem býr sig undirSpánarferð íþróttir í vikulokin SigmundurÓ. Steinarsson er þá sama hvernig þeir hafa staðiö sig og með hvaða liðum þeir leika erlendis — lélegum eða góðum. Leik- maður, sem hefur nafn erlends félagsliðs á bak við sig, er frekar val- inn heldur en leikmaöur í íslensku félagsliði. Það er þá sama þótt leik- mainirnir hér heima séu betri en þeir sem leika erlendis. Ætlast landsliðsnefndin til að það sé borin virðing fyrir henni? Síðasta ferðin Spánarferðin verður síðasta landsliðsferð Tony Knapp sem lands- liðsþjálfara að sinni. Það er einnig ljóst að landsliðsnefnd KSI, eins og hún er skipuð, fer sína síðustu ferð í dag. Það er ekki nema eðlilegt — landsiiðsnefndarmenn geta ekki lengur horft kinnroðalaust framan í þá knattspyrnumenn sem leika hér heima. Þaö er ekki lengur hægt að bjóða upp á þau vinnubrögð sem nefndin hefur boðið upp á. Það verður að vinna markvisst og skipu- lega að landsliðsmálum. Hálfkák er ekki lengur hægt að þola. Það er því eðlilegt að óska landsliðsnefndinni góörar ferðar. Furðulegur fréttaflutningur Það hefur oft verið deilt á Tony Knapp landsliðsþjálfara sem hefur sína galla. En það er þó algjörlega óþarft að ljúga upp á hann og leggja honum orð í munn eins og Mbl. gerði nú í vikunni. Þá hafði blaðið sam- band við Lárus Guðmundsson og sagði honum að Knapp hefði sagt í sjónvarpsviðtali að hann hefði rætt við Lárus, sem gæfi ekki kost á sér í landsliöið. Tony Knapp sagði þetta aldrei í viðtalinu. Það heyrðu allir sem á hann hlustuðu. Knapp sagði í viðtalinu að Gylfi Þóröarson, for- maður landsliðsnefndar, hefði haft samband við Lárus. Það var því ekki nóg að blaðiö legði Knapp orð í munn heldur var verið að gera Lárusi ljótan grikk með því að fá hann til að svara „um- mælum” Knapp’s, sem Mbl. bjó til. Hvaöa hvatir lágu þar aö baki? Ingvi í hlutverki „einvalds" Vinnubrögð Ingva Guðmunds- sonar, formanns mótanefndar KSI, hafa vakið undrun manna. Hann hef- ur tilkynnt blöðum að Ragnheiður Jónasdóttir frá Akranesi sé ekki markakóngur 1. deildar kvenna, eins og hún réttilega er. Ingvi, sem er frægur fyrir að fara eftir „eigin regl- um” og leiðum, ákvað það upp á einsdæmi að þar sem Isfiröingar Það var Omar Torfason, miðvall- arspilarinn sterki úr Fram, sem tryggði sér hinn eftirsótta titil markakóngur Isiands 1985. Það er óhætt að segja að þetta sé mikið af- rek hjá Omari, þar sem hann er fyrsti miðvallarspilarinn sem hlýtur þessa nafnbót. Hann átti í harðri keppni við marga snjalla sóknarleik- menn og skaut þeim ref fyrir rass. Það eru allir knattspyrnumenn sammála um að Omar sé vel kominn að hinum eftirsótta titli og það kem- ur í hans hlut að taka á móti gullskó ADIDAS. Omar er geysilega kröfu- harður ieikmaður, með mikinn sjálfsaga. Hann leggur sig allan fram við það sem hann er að gera og hann ætlast aö sjálfsögðu til þess að aðrir gerir það líka. Omar er hvetj- andi leikmaður og smitar út frá sér með baráttuanda sínum og dugnaöi. Hann hefur leikið vel í sumar — aldrei verið betri. Ekki allir sammála En það er einkennilegt að ekki sjá allir hæfileika Omars — a.m.k. ekki landsliösnefndarmenn KSI og lands- liösþjálfari. Þeir kusu heldur að velja óreyndan leikmann í landsliðs- hópinn, sem er á förum til Spánar, í stað Omars sem hefur klæðst lands- liðspeysu Islands tuttugu sinnum. Já, menn urðu vægast sagt undrandi þegar Omar var ekki valinn í lands- liðshópinn, svo vægt sé til orða tekið. Á hvað voru þessir menn að horfa í sumar? spurðu menn. Því er fljót- svarað. Landsliðsþjálfarinn hefur lítið sem ekkert séð til leikmanna hér á landi — hann er biísettur í Noregi. Tveir af landsliðsnefndarmönnum KSI eru búsettir úti á landi þannig að þeir sjá leikmenn annarra liða en heimaliöa leika aöeins einu sinni — þ.e.a.s. þegar þeir koma til aö leika i heimabæ landsliðsnefndarmann- anna. Annar af þessum nefndarmönnum hefur ekkert séð af leikjum að undanförnu. Hann hefur ekki haft taugar til að fara á völlinn eftir að FH vann óvæntan sigur yfir heimamönn- um 17. ágúst sl., eöa fyrir rúmum mánuði! Eftir hverju fór hann þegar hann sagði sitt álit á leikmönnum þegar landsliðið var valiö? Handarbakavinnubrögð Það var ljóst í sumar, þegar val- inn var landsliðshópur Islands gegn Færeyjum, að landsliðsnefnd KSI var óhæf til starfa. Þá var úthlutaö kveöjuleikjum til Péturs og Páls, þrátt fyrir að ljóst var að þeir kæmu ekki til álita í leiki Islands gegn Spánverjum — hvorki í aðalliöiö né í 21 árs liðið. Landsliðsnefndin hefur nú undir- strikað það að hún er óhæf. Nefndin sá ekki ástæðu til að velja þrjá af bestu knattspyrnumönnum landsins — Omar Torfason, Þorstein Bjarna- son, Keflavík og Ragnar Margeirs- son, Keflavík. Þar með lítilsvirti nefndin íslenska knattspymu, knatt- spyrnuunnendur hér heima og leik- menn sem leika hér heima. Þeir eiga litla sem enga möguleika á því að vinna sér landsliðssæti. Atvinnu- menn okkar virðast eiga þau sæti og Þeir félagar Guðmundur Steinsson og Ómar Torfason úr Fram brugðu á leik á dögunum. Guðmundur var þá að sýna Omari gullskó ADIDAS, sem hann fékk í fyrra og Ómar mun fá í ár. Ómar sést hér „stela” skónum frá Guðmundi, sem reynir að verj- ast... ... og Ómar bafði betur, nældi sér í skóinn með því að skora 13 mörk. „Svona verð ég þegar ég tek á móti gullskó ADIDAS,” getur Ómar verið að hugsa þar sem hann heldur á skónum hans Guðmundar. DV-myndir Jóhann K. gáfu leik sinn gegn Breiðabliki, féllu öll mörk þeirra stúlkna sem skoruöu gegn Isfirðingum í sumar niður á listanum yfir markahæstu leikmenn. Furðulegt en satt, Ingvi ætlar að refsa Ragnheiöi fyrir aö skora mörk gegn Isfirðingum. Hann kemst ekki upp með það því að það er ekki hægt að ógilda mörk sem eru skoruð á lög- legan hátt. Vinnubrögð sem þessi eru van- hugsuð og óhæf. Getur verið að vinnubrögð í þessum dúr — einræðis- vinnubrögð — hafi orðið til þess að einn af mótanefndarmönnum KSI sagði starfi sínu lausu á miðju keppnistímabili í sumar? Rós í hnappagat Valsmanna Valsmenn gerðu það ekki enda- sleppt nú í vikunni. Þeir lögðu Nant- es frá Frakklandi að velli, 2—1. Þessi sigur var enn ein rósin í hnappagat Valsmanna og sigur fyrir íslenska knattspyrnu. Einnig sigur fyrir Guð- mund Þorbjömsson, lykilmann í sigurgöngu Valsmanna í 1. deildar- keppninni, knattspyrnumann ársins 1985 en hann skoraöi bæði mörk Vals og var þar meö markahæsti leik- maður Evrópu í einn sólarhring. Valsmenn geta verið stoltir af sínum mönnum. Þeir hafa orðið íslenskri knattspyrnu til sóma. Valsmenn sýndu einnig landsliðsnefnd KSI aö leikmennirnir sem leika hér heima geta gert góða hluti — og gera það. Slæmar fréttir frá Noregi Valsmenn voru góð auglýsing fyrir íslenskar íþróttir. Það er ekki hægt að segja það sama um fram- komu lyftingamanns í Noregi sl. helgi, en þá var mikiö ritað og rætt ggj'riw'ii—awBB—b«

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.