Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1985, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1985, Blaðsíða 6
6 DV. LAUGARDAGUR 21. SKPTEMBER1985. I haust munu margir þekktustu rit- höfundar Bandaríkjanna koma saman á Broadway og lesa upp úr verkum sínum. Islenskir rithöfundar hafa stöku sinnum gengist fyrir upplestrarkvöldum og reyndar bók- menntahátíðum, sbr. Norrænu ljóðlistarhátíðina nýafstöðnu og jafnan hefur bókmenntaþyrstur almenningur þyrpst að. En í Bandaríkjunum eru shkir upplestrarviðburöir ekki tíðir, sennilega vegna þess að þeir sem gætu staðiö fyrir upplestrarkvöldum rithöfunda trúa því varla að fjöl- menni sæki aö. En í haust verður lesið á Broadway — og það sem meira er: Það er búiö að selja upp alla fáanlega miöa að þessari bókmenntahátið, og það þótt verð hvers miða hafi verið heilir 1000 dollarar (40.000 ísl. kr. rúmlega)! Tveir nóbelshöfundar Sextán frægir rithöfundar munu lesa úr eigin verkum, eöa halda erindi. Tveir þeirra eru nóbels- verðlaunamenn, þeir Saul Bellow og Isaac Bashevis Singer. Auk þeirra má nefna fræga menn eins og Norman Mailer, Arthur Miller, William Styron, Gore Vidal ogKurt Vonnegut. Höfundarnir koma saman og lesa i til aö safna peningum sem variö veröur til aö standa straum af kostnaði við 48. ráðstefnu PEN- samtakanna, en það eru alþjóðleg rithöfundasamtök sem ætla að þinga með sérstökum glæsibrag í New York eftir næstu áramót. PEN- samtökin berjast fyrir ritfrelsi víða um veröld og eru PEN-deildir starfandi í flestum löndum. Bókmenntir undirstaðan „Fólki hættir til að gleyma því, að bókmenntirnar eru sú rót sem gott, hamingjusamt líf byggir á,” sagði Norman Mailer nýlega á frétta- mannafundi vegna upplestrar- kvöldsins. Þar sátu auk Mailers, þeir Kurt Vonnegut og Bellow, alhr harla glaðir yfir því að svo vel skyldi ganga að selja aögöngumiða aö þessu stórstjörnukvöldi. Mailer, sem er forseti bandaríska PEN-klúbbsins (hér á Islandi er það Thor Vilhjálmsson) sem er í forsvari fyrir PEN), bætti við: „Viðvonumst til að þessi upplestur verði fólki hvatning til að snúa sér aftur að bók- menntunum.” „Fólk hellir sér úr í kókaín,” sagði þá Kurt Vonnegut, „hvernig væri að þeir hinir sömu prófuöu bókmenntir.” Að bjarga höfundum úr fangelsi Það var John Galsworthy sem stofnaði PEN árið 1922, en Galsworthy var einn þekktasti rit- höfundur Breta á sinni tíð. „Síðan hefur PEN orðið nokkurs konar mannréttindabaráttunefnd fyrir rithöfunda,” sagði Norman Mailer. „PEN verður fyrst til að mótmæla þegar einhver rithöfundur er settur inn fyrir að hafa birt á prenti óvinsælar hugmyndir eða viðhorf. Hlutur af starfi minu sem forseti PEN er aö skrifa einhverjum (ómerkilegum) einræöisherra bréf í þeim tilgangi aö reyna að fá hann tii _ c 'wunr. jy,t at, wm Saul Bellow ríöur á vaðiö, byrjar Gabriel Garcia Marquez fær ekki vegabréfsáritun — og kemur þvi ekki á PEN-þing i Bandaríkjunum. sinn lestur þann 22. september — nú um helgina. SNILLINGAR LESAA BROADWAY Norman Mailer, forseti PEN i Bandaríkjunum, stendur nú í ströngu viö að skipuleggja 48. PEN- þingiö. aö sleppa rithöfundi úr fangelsi. Þaö hefur komið fyrir aö þessir einræðis- herrar hafa reynst menntaðir menn — og við höfum orðið varir við viðbrögð.” Mailer, Vonnegut og William Styron sögðust óttast það mjög aö innanríkisráðuneytiö myndi neita ýmsum þeim rithöfundum sem boðið er á PEN-ráðstefnuna um að koma til Bandaríkjanna. Ýmsir rit- höfundar fá ekki vegabréfsáritun og enn aðrir vilja mótmæla stefnu Bandaríkjamanna í vegabréfs- málum með því að fara aldrei til landsins. Meðal þeirra rithöfunda sem Mailer og félagar hafa boöiö, en meinaö hefur verið að fá vegabréfs- áritun til Bandarikjanna oftar en einu sinni, eru höfundar eins og Kobe frá Japan, Gabriel Garcia Marquez frá Kolombíu, Jorge Amado frá Brasilíu og Ernesto Sabato frá Argentínu. Eins og í einræðisríki „Þessi lög um vegabréf eru eins og í einræðisríkjum,” sagði William Styron og bætti við að Graham Green aftæki að heimsækja Bandaríkin vegna þessa. Marquez hefur komið til Bandaríkjanna, en þá aðeins á skammtímaáritun, hann mátti ekki dvelja nema fjóra sólarhringa í ÍS Sincrpr II I - * Isaac Bashevis Singer œtlar aö lesa — auðvitað. Gore Vidal — stakk upp á kapp- rsaðu milli sin og Mailers — og Mailor þáöi. guðseiginlandi og ekki fara út fyrir New York-ríki. Mailer sagði að bandaríski PEN- klúbburinn væri að semja við innan- ríkisráðuneytið um einstök tilfelli því að áríðandi væri að af ráðstefnunni gæti orðið, þótt óneitanlega væri það undarlegt að félag, sem berðist fyrir ferðafrelsi og frjálsu orði í heiminum, þyrfti að semja um leyfi til aö rithöfundar mættu koma til Bandaríkjanna. Nokkrir frægir höfundar munu flytja erindi á PEN-ráðstefnunni og er yfirskrift þeirra erinda: „Imyndunaraflið og ríkisvaldið”. Mailer gegn Vidal Upplestrarkvöldið í haust, þar sem sætið kostar 40.000 ísl. kr., treður upp ásamt munu dreifast á allt haustið. Saul Bellow og Eudora Welty byrja þann 22. september og lesa í þrjátíu mínútur hvort. Reiknað er með því að þann 17. nóvember muni draga tii tíöinda því að þeir verða saman um sviöiö þann dag kapparnir Mailer og Gore Vidal, en þeir hafa eldaö saman grátt silfur lengi. Þeir munu lesa í Booth-leikhúsinu á Broadway og að loknum upplestri munu þeir hefja kappræður. Og það var Vidal sem stakk upp á þeim slag. Mailer reiknaði með að allt gæti gerst það kvöld og neitaöi að útlista fyrir blaðamönnum hvernig hann byggist viö að átökin milli þeirra yrðu. Síðasta upplestrarkvöldið verður þann 15. desember. Þá les John Updike ásamt Woody Allen, en Allen er ekki bara kvikmynda- höfundur, heldur frægur fyrir smá- sögur sínar. (Reuter/GG)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.