Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1985, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1985, Blaðsíða 13
DV. FIMMTUDAGUR 31. OKTOBER1985. 13 Klúdur á klúdur ofan Kjallari á fimmtudegi Ætli afskipti stjórnvalda af flug- freyjuverkfallinu séu ekki með mesta klúðri sem upp hefur lengi komið í íslenskum stjómmálum. Segja má að málinu hafi verið klúðrað í hverju einasta atriði, pólitískt j afnt sem stjórnarfarslega. Eiginlega er með hreinum ólíkind- um hve oft og víða er hægt að klúðra einu einasta máli og hve margir geta lagst á eitt með að klúðra því. Fyrsta klúður Kannski má segja að fyrsta klúðr- ið, sem auðvitað veldur öllu klúðr- inu, sé það að láta málið nokkru sinni koma upp. Svo virðist sem stjórnvöld séu með síendurteknum afskiptum af samningamálum Flugleiða búin að gera það næsta óumflýjanlegt að þau verði að sjá um lyktir þeirra vinnudeilna sem fyrirtækið á í og stjórnvöld ráða við. Þær vinnudeilur virðast ein- skorðast við flugliða Flugleiða því þegar aðrir hópar starfsmanna leggja niður störf mega stjórnvöld sín einskis. Vegna þessara sífelldu ríkisaf- skipta af samningamálum þessara starfshópa taka menn samnings- uppsagnir og boðuð verkföll þeirra ekki alvarlega, „rikið hlýtur að grípa inn í“-lögmálið ræður við- brögðum. Það fór líka svo að í raun var lítið rætt um lausn í alvöru. Fróðir menn hafa látið í ljósi þá skoðun við mig að báðir aðilar hafi í raun treyst á afskipti ríkisvaldsins. En hvort sem það er rétt eða ekki var viðkomandi ráðherra farinn að boða afskipti stjórnvalda á meðan samningaviðræður áttu enn að heita í gangi. Eftir það var lítil von um samkomulag. Ein af meginforsendum þess að ríkið grípi inn í þessar deilur er sögð sú að landið einangrist. Satt er það, en af hverju? Kannski fyrst og fremst vegna þess að það er stjórnvaldsákvörðun að einn aðili annist þessar samgöngur að lang- mestu leyti. Um réttmæti þess eru nokkuð skiptar skoðanir, en látum það liggja milli hluta, þetta er stað- reynd. Og er þá ekki ríkisvaldið farið að bíta illilega í skottið á sjálfu sér þegar það er farið að nota þessa staðreynd til þess að afnema í raun frjálsan samnings- rétt þýðingarmikils hluta starfsliðs viðkomandi fyrirtækis og gera það í raun að nokkurs konar verkfalls- réttarlausum ríkisstarfsmönnum? En hvað átti ríkisvaldið að gera? Úr því sem komið var átti það vissulega erfitt með að láta málið afskiptalaust. En miklu nær var að segja einfaldlega: Við líðum ekki meiri launahækkanir hjá þessu fólki en aðrir hafa fengið og láta allt einangrunarhjal eiga sig. En hvað um það, málinu var klúðr- að strax á samningastigi. Annað klúður Næsta klúður var tímasetning frumvarpsins. Það þarf pólitíska glópsku og dæmalaust dómgreind- arleysi til að leggja fram frumvarp um að banna verkfall kvennastétt- ar eins og flugfreyja daginn fyrir kvennafrídaginn. Þáð þurfti engan sérstakari speking til að sjá að stjórnarandstaðan hlyti að láta lagasetninguna teygjast fram á kvennafrídaginn og hvort sem vorir ágætu ráðherrakallar trúa því eða ekki þá bölvuðu margar konur þeim hátt og í hljóði á degin- um þeim fyrir tiltækið. Auðvitað breytti engu að leggja þetta frum- varp fram deginum áður svo það væri laust við þennan dag. Það vissu hvort eð er allir að það var von á því. Að sjálfsögðu greip hluti stjórn- arandstöðunnar tækifærið og tókst að koma í veg fyrir að frumvarpið yrði afgreitt það snemma að forset- inn gæti undirritað það 23. október. Það var út af fyrir sig pólitískt snjallt en hitt var ekki eins snjallt að um leið varð stjórnarandstaðan jafnsek stjórninni um það að setja forseta landsins í ófyrirgefanlegan bobba. Ekki hefi ég nokkra trú á því að það hafi verið tilgangur stjórnar- andstöðunnar, en samur er verkn- aðurinn, og nú upphófst síðasta klúðrið og ekki það besta, forsetinn var óvart nærri búinn að kalla á þjóðaratkvæðagreiðslu og meira að segja stjórnarkreppu! Þriðja klúður Það hlaut öllum að vera ljóst að forseti landsins var settur í fádæma slæma aðstöðu með að ætlast til þess að hún staðfesti þessi lög 24. október. Það er fáránlegt að heyra ráðamenn segja að þeir hafi ekki gert sér grein fyrir því. I raun var það hábölvað fyrir hvaða forseta „Ég get varla hugsað það til enda að um fundinn hefði borist sú saga, mögnuð með misheyrnum og illkvittni, að forsetanum væri haldið í nokkurs konar herkví á Bessastöðum vegna þess að hún neitaði að undirrita þvingunarlögin á flugfreyjur. sem var að þurfa að staðfesta þessi lög á þessum degi, ekki einvörð- ungu af því að forsetinn er kona. Forsetinn er forseti allrar þjóðar- innar, ekki bara kvenna, segja sumir, en sama mætti segja um hvaða forseta sem væri. Ef forset- inn væri karl væri hann einnig forseti allra íslenskra kvenna. Því var þessi aðstaða óþolandi gagn- vart forseta og raunar löðrungur framan í áilar íslenskar konur. Svo virðist sem einhver hlekkur hafi brostið í samskiptum forsetans við ráðherrana í þessu máli. For- setinn hefur sagt að ef hún hefði vitað um það daginn áður að lögin kæmu til staðfestingar þennan dag hefði hún beðið handhafa forseta- valds að taka við 24. október. Þetta sambandsleysi er mér óskiljanlegt því augljóst var að fréttamenn voru búnir að gera sér þetta ljóst þegar daginn áður. Og í ljósi símasambandsleysis milli Bessastaða og stjórnarráðs má vinsamlegast benda ráðherrum á að vera svo lítillát.ir að láta forset- ann vita um leyninúmerin sín, það er síst hætta á að hún fari að mis- nota þau. Mörgum finnast ráðherrar hafa tekið frestun forseta óþarflega ó- stinnt upp. Það má vissulega til sanns vegar færa, ekki hvað síst vegna þess að sjálfir höfðu þeir til klúðursins stofnað með tímasetn- ingunni. En þá verður til þess að líta að æðsta stjórnskipun okkar er í raun ákaflega formföst og ein- föld í senn og kannski verður þar ekki síður að taka tillit til þess sem er óskráð en í letur fært. Hún byggist ekki hvað síst á gagn- kvæmu trausti og hin óskráðu for- dæmi verða ávallt að geta gilt, ekki hvað síst á hættu- og örlagastund- um, sem vissulega geta hvenær sem er runnið upp. Þess vegna gerði settur forsætisráðherra rétt er MAGNÚS BJARNFREÐSSON hann ók í loftköstum til Bessastaða þegar fréttist um að forsetinn hefði tekið sér umhugsunarfrest áður en hún undirritaði lögin því að stjóm- in átti í raun einskis annars úrkosti fordæmisins vegna en staðfesta þessi klúðurslög sjálf og láta þau ganga til þjóðaratkvæðis ef undir- ritun drægist. Lögin voru svo staðfest um klukkan 13. Guði sé lof segi ég því klukkustundu síðar fylltist mið- borg Reykjavíkur af fólki. Þar var um 20 þúsund manna útifundur fólks í baráttuhug. Slíkir fundir eru sem eldfimt tundur þar sem sögu- sagnir berast með leifturhraða, magnast og valda ýmsum van- hugsuðum viðbrögðum. Ég get varla hugsað það til enda að um fundinn hefði borist sú saga, mögn- uð með misheyrnum og illkvittni, að forsetanum væri haldið í nokk- urs konar herkví á Bessastöðum vegna þess að hún neitaði að undir- rita þvingunarlögin á flugfreyjur. Ég efast um að nokkur annar hafi heldur hugsað það til enda. Svo mikið er víst að þá hefði fyrirsögn þessarar greinar ef til vill ekki verið um klúður heldur um mesta slys í sögu lýðveldisins. Magnús Bjarnfreðsson. • „Það þarf pólitíska glópsku og dæma- laust dómgreindarleysi til leggja fram frumvarp um að banna verkfall kvenna- stéttar eins og flugfreyja daginn fyrir kvennafrídaginn.“ Wdskiptáhöft á S-Afríku? Nú virðist loks vera að myndast samstaða meðal V- og N-Evrópu- þjóða um að setja viðskiptahöft á Suður-Afríkulýðveldið. Þó er ekki svo að skilja að al- menningi hafi hingað til verið sama um það kynþáttamisrétti sem þar hefur rikt heldur eru trúlega marg- ar ástæður fyrir því að fólk hefur haldið að sér höndum. Vil ég reyna að rekja þær hér á eftir og benda á fánýti þeirra. Hætta á valdatöku blökkumanna? Fyrsta bábilja: Ef blökkumenn næðu meirihlutayfirráðum gæti farið líkt og í öðrum Afríkuríkjum, s.s. Ródesíu: Herforingjastjórn eða einræði tæki við af þingræðinu og auðurinn myndi skiptast á svo margar hendur að S-Afríka yrði að vanþróuðu ríki. Meðalfátæktin yxi. Slíkt væri hugsanlegt ef blökku- mennirnir næðu í raun undirtökum á stjórn landsins. Þó er það ekki líkleg útkoma í fyrirsjáanlegri framtið því að hvitir einoka að heita má opinberan rekstur, einka- fi-amtak og her. Auk þess eru hvítir hlutfallslega fleiri en var í Ródesíu (nú Zimbabwe) fyrir valdatöku frumbyggja, eða um 19% í stað 6%, og veita auk þess kynblendingum og afkomendum Asiubúa, alls um 13%, meiri hlut í yfirráðum sínum. Það sem kröfurnar snúast um nú er að S-Afríkumenn, aðrir en hvítir, þ.e. 81% íbúa (að sjálfstjórnar- svæðum blökkumanna meðtöldum) fái fleiri tækifæri til að vinna með hvítum í venjulegum störfum, að launabilið minnki og að menntun þeirra og manngildi fái aukna við- urkenningu. Þannig séð er barátta þeirra svipuð baráttu blökku- manna og indíána í Bandarikjun- um og baráttu kvenna fyrir jafn- rétti. Líkt og þau vænta þeir seint fullkomins jafnréttis gagnvart kerfisbákninu, hvað þá yfirburða, heldur vilja þeir að hraðar miði áfram. Þeir neita ekki að hlutdeild þeirra í menntun á öllum skólastig- um og i atvinnutækifærum hafi verið að stóraukast síðustu áratug- ina en hin hægfara aðlögunar- stefna Pretoríustjórnar er of þver- girðingsleg í augum þeirra. Síðasta vígi nýlendustefnunnar Önnur bábilja: S-Afríka er síð- asta vígi hvítrar Evrópumenningar fyrir sunnan Sahara, síðasta vígi nýlendutímans, og miklu skiptir því að vanþróuð blökkumanna- Kjallarinn TRYGGVIV. LÍNDAL LEIÐBEINANDI LANDSPÍTALANUM menning kollvarpi ekki þessari menningarvon sinni. Þessu er til að svara að arfleifð Evrópumenningar hefur þegar fest djúpar rætur í Afríku í formi skóla- menntunar og Afríkumenn hafa víða tileinkað sér vastræna at- vinnuhætti að svo miklu leyti sem fjárhagur leyfir. Það sem S-Afríka hefur að bjóða nágrannaríkjunum í menningarefnum geta þau sjálf- sagt flest sótt til Evrópu eða Asíu. S-Afríka getur kannski í framtíð- inni orðið jákvæð fyrirmynd öðrum Afríkuþjóðum ef auðsæld og lýð- ræði geta farið saman. Þriðja bábilja: Það er mikilsvert fyrir okkur, nútímalega Evr- ópubúa, að vita af fólki .eins og okkur víðar í heiminum, ekki bara í Ástralíu og Nýja-Sjálandi heldur einnig í Afríku. Að vísu er eitthvað til í þessu en á móti kemur að sjálfsmynd nútíma 0 „Þannig séð er barátta þeirra svipuð baráttu blökkumanna og indíána í Bandaríkjunum og baráttu kvenna fyrir jafnrétti.“ Evrópubúa er samtvinnuð lýðræð- islegum stjórnarhugsjónum sem gera hina þvergirðingslegu kyn- þáttastefnu S-Afríku bæði fram- andi og gamaldags, líkt og 19. aldar Evrópu. Ógagnrýnanlegur bandamaður Fjórða bábilja: Natóríkin þarfn- ast S-Afríku sem bandamanns í stríði þvi S-Afríka ræður siglinga- leiðinni fyrir suðurodda Afríku. Einnig þurfum við á gull- og dem- antaframleiðslu S-Afríku að halda, auk annarra námuauðlinda þar. Því er ekki hægt að sækja S-Afríku til saka í kynþáttamálum. Slík rök hefur S-Afríkustjórn einmitt notað með góðum árangri gegn fyrri tilraunum vestrænna landa er hafa hugleitt viðskipta- bann. Slíkt ætti þó ekki að duga ef almenningur setur þrýsting á stjórnir sínar eins og nú er. Þá verður S-Afríka að gefa sig því Vesturlöndin eru ómissandi sem heild fyrir S-Afríku til að geta haldið uppi lífsgæðum hvíta minni- hlutans. Því ber að fagna tilraun Norður- landa til samstöðu í þessu máli. Tryggvi V. Líndal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.