Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1985, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1985, Síða 37
DV. FIMMTUDAGUR 31. OKTOBER1985, 37 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Lech Valesa og hjónin Montand og Signoret hittust í París árið 1981. Þau voru öll þekkt fyrir að hafa ákveðnar skoðanir á stjórnmálum og leggja lítið upp úr því að halda þeim leyndum. Dáðust allra meðal Simone og Yves Montand - ung og upprennandi. Hún var reyndar strax orðin stjarna aðeins tvítug að aldri. Frakka Þá er sú fræga og dáða Simone Signoret flutt yfir á annað tilverustig og landar hennar, Frakkar, skrifa endalausar greinar og pistla um þessa hæfileikamiklu leikkonu: kon- una sem þorði að hafa skoðanir og láta þær í Ijósi þegar kynsystur hennar í sömu atvinnugrein urðu helst að leika heimskar ljóskur á sviði og í einkalífi til þess að eiga von um að komast áfram. Simone Signoret og maður hennar, leikarinn Yves Montand, höfðu alla Frægar leikkonur elda ofan í eig- inmennina með afdrifaríkum af- leiðingum. Karlarnir voru þeir Yves Montand og Arthur Miller en leikkonurnar Marilyn Monroe og Simone Signoret. Matarlystin leiddi síðar til þess að Montand og Marilyn skelltu sér út í ástar- samband sem hlaut skjótan endi. ævi róttækar stjórnmálaskoðanir og sjálfstæð viðbrögð við ýmsu í til- verunni. Einnig þótti lífsmáti þeirra með öðrum hætti en menn áttu að venjast. Þau lögðu leið sína í kaffihúsin á Saint Germain og Montparnasse allt frá því að hjónakomin voru ung og óþekkt og einnig eftir að heims- frægðin var í höfn. Heimili þeirra var i næstu götu og til skamms tíma máttu ferðamenn í París eiga von á að rekast á þau með kaffibolla, brauðsnúð og dagblað að morgni dags í kaffihúsunum þarna í ná- grenninu. Og kröfugöngur lét Sim- one helst ekki fram hjá sér fara - þar arkaði hún oft í fararbroddi með franska rithöfundinn Jean Paul Sartresérviðhlið. Simone þótti alla ævi standa manni sínum feti framar hvað snerti leik- hæfileika og annað andlegt atgervi og Montand sagði sjálfur í blaðavið- tali að á yngri árum hefði hann átt í mikilli innri baráttu vegna þess að minnimáttarkennd gagnvart sterk- um persónuleika eiginkonunnar hefði dregið úr honum þor til að framkvæma það sem hann langaði til hverju sinni. Síðustu árin lagði Simone fyrir sig ritstörf með sama ágæta árangrinum. Við ritstörf á síðari árum - ævisagan í burðarliðnum. og allt annað sem hún tók sér fyrir hendur. Ævisagan, sem hún skráði, er Frökkum hvalreki því allir vildu vita hugsanir þessa kvenskörungs og ekki spillti að fregna af storma- sömu einkalífi hjónanna - hjóna- bandi sem hélt alla lífsgönguna þrátt fyrir stöðugar hrakspár í slúðurdálk- um blaðanna. HANN LAGÐIST í USTIR Það þykir ekki góð latína að taka upp á því á fullorðinsaldri að leggjast í listir - en einmitt þetta henti þann ágæta Gauguin um miðja síðustu öld. Hann var vel efnaður kaupsýslu- maður og að allra áliti nokkuð norm- al - þegar hann skyndilega sagði skilið við konuna og barnahópinn og sneri sér alfarið að málaralist. Og þarna eru konurnar hans sem ekki áttu upp á pallborðið hjá betri Parísarbúum um þetta leyti. Samskipti hans við málarann Van Gogh eru löngu fræg orðin á þrykki, einkum atvikið þegar sá síðamefndi þoldi ekki lengur sambúðina við vininn Gauguin og skar af sér eyrað í mótmælaskyni. Það hefur ýmislegt verið brallað í erfiðum samböndum gegnum árin en þetta er líklega með því drastiskara á því sviði. Félags- fræði nútímans býður aðrar og ein- faldari leiðir til lausnar samskipta- vandamálum og velflestir nútíma- menn halda báðum eyrum þrátt fyrir stöðugar ferðir til ijölskylduráðgjafa og námskeiðssetur af öllum gerðum. En sem sagt - tilgangur þessara skrifa var upphaflega að birta sjald- séða mynd af kappanum - svona leit hann út þegar haldið var i menning- Svona leit hann út sjálfur, lista- maðurinn Gauguin, sem vakti háværar deilur með nokkrum pensildráttum á síðustu öld. una. Enginn veit hins vegar um klæðaburðinn á gaurnum meðal eyjaskeggja á suðrænni slóðum þar sem fyrirfundust þreklegar konur með dökkt, slegið hár, sem fáklæddar stóðu og sátu í litríkum og mynstruð- um kjólum úti í guðsgrænni náttú- runni. Og Gauguin náði græna litn- um á léreftið líka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.