Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1985, Síða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1985, Síða 35
DV. FIMMTUDAGUR 31. OKTOBER1985. 35 Konurþingaá Hvammstanga: Lítið áunnist í launamálum — nema umræðan ein Frá Ragnheiði Eggertsdóttur, frétta- ritara DV á Hvammstanga: Konur á Hvammstanga héldu fjöl- mennan fund í tilefni kvennafrídags sl. fimmtudag. Miklar og líflegar umræð- ur urðu um launakjör kvenna og kom fram mikil óánægja með þau. Einnig kom fram það álit að litið hefði áunnist í launamálum kvenna, nema umræðan ein. Var samþykkt að fundurinn sendi stjómvöldum og verkalýðsforystu áskorun um að þau beiti sér fyrir því að ein dagvinnulaun dugi til framfærslu heimiiis. Líkamsárás íÞórscafé Aðfaranótt sunnudagsins 20. okt. sl. milli kl. 02.30 og 03.00 var maður fyrir líkamsárás í veitingahúsinu Þórscafé og hlaut alvarlega ákverka. Maðurinn var á leið inn á salemi karla, en fyrir utan dyrnar rakst hann utan í stúlku er hann þekkti ekki og kom til einhverra orðaskipta þeirra á milli. Þá var allt í einu þrifið í manninn af tan frá og honum snúið við og um leiö sleginn í brjóstkassann þannig að hann féll í gólfið. Eftir að hann féll í gólfið var sparkað í andlit hans með þeini af- leiðingum að hann hlaut alvarlega áverka á höföi. Margt fólk var samankomið á gang- inum er þetta gerðist og óskar Rann- sóknarlögregla ríkisins eftir að ná tali af þeim er kynnu að geta gefið upplýs- ingar um málið. Borðplötum úr marmara stolið Aðfaranótt sl. mánudags, 28. okt., var stolið 22 borðplötum úr marmara sem settar höfðu verið út í portið bak við Laugaveg 11. Þessar boðplötur eru 50X60 cm að stærð og þykkt þeirra um 21/2 cm. Ein platan er sporöskjulöguð. Undir hverri plötu er viðarplata með f jórum skrúfboltum í eða götum fyrir þá. Borðplöturnar eru frá veitingahús- inu Bixið að Laugavegi 11 og voru sett- ar út í portið vegna breytinga á veit- ingahúsnæðinu. Þeir sem geta gefið upplýsingar um borðplötumar eru beðnir að hafa sam- band við Rannsóknarlögreglu ríkisins. Vegabætur við Fá- skrúðsfjörð Frá Ægi Kristinssyni, fréttaritara DV á Fáskrúðsfirði: Að undanförnu hefur verið unnið að vegabótum hér fyrir utan þorpið og hefur vegurinn því verið erfiður yfir- ferðar á köflum. Verktaki er Vökva- vélar á Egilsstöðum sem áttu lægsta tilboð í vegaframkvæmdirnar. Ný brú er sett á Gilsá og vegarstæðinu breytt við ána. A næsta ári er áætlað aö setja bundið slitlag á þennan vegarkafla sem er um 3 km að lengd. Þarna munaði minnstu að jarðýta verktakans lenti ó toppnum eftir að hafa runnið til hliðar á stór- grýti. DV-mynd Ægir Tilheyri iíkiega síöustu kynslóö kvenna sem láta sér nægja aö vera eiginkonur manna sinna Viðtal viö Völu Ásgeirsdóttur Thoroddsen Lifsreynsla: Óskabörn Ættleidd börn úr öðrum heimshlutum Tlska: Páll Magnússon frétta- maöur í tískufötum frá Sævari Karli Hvernig mamma ertu? Sex fslenskar mæöur svara samviskuspurningu isvnuN Á BLAÐSÖLUSTÖÐUM ÁsgeirTómasson á öðrum fæti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.