Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1985, Qupperneq 32
32
DV. FIMMTUDAGUR 31. OKTOBER1985.
Andlát
Steinunn Björg Eyjólfsdóttir lést 15.
október sl. Hún fæddist á Hofi í Gerða-
hreppi 10. febrúar 1894. Foreldrar
hennar voru hjónin Lilja Friöriksdóttir
og Eyjólfur Guölaugsson. Steinunn
fluttist ung til höfuðborgarinnar og
starfaöi m.a. í mörg ár hjá Mjólkurfé-
lagi Reykjavíkur og einnig hjá Vinnu-
fatagerö Islands. Eftir miöjan aldur
hóf hún störf viö bamagæslu á bama-
leikvellinum viö Freyjugötu og lét þar
af störfum fyrir aldurs sakir 75 ára aö
aldri. Steinunn giftist ekki né eignaöist
börn. Utför hennar veröur gerö frá
Hallgrímskirkju í dag kl. 13.30.
Þorbjörg Halldórsdóttir, Hólabraut 3
Hafnarfiröi, sem lést þann 23. þ.m.,
veröur jarðsungin frá Fríkirkjunni í
Hafnarfirði föstudaginn 1. nóvember
kl. 15.
Gísli Jónsson, Akurgerði 10 Akranesi,
sem lést í sjúkrahúsi Akraness 24.
október sl., veröur jarðsunginn frá
Akraneskirkju laugardaginn 2. nóv-
emberkl. 11.30.
Margrjet Amadóttir, Stýrimannastíg
6, lést þriöjudaginn 29. október.
Jónica Guðmundsdóttir frá Stóra-
Nýjabæ, Krísuvík, til heimilis aö
Njálsgötu 48 A, lést í öldrunardeild
Landspítalans, Hátúni 10 B, þriðjudag-
inn29. október.
Einar Guðfinnsson útgeröarmaður
andaðist í sjúkrahúsi Bolungarvíkur
þriðjudaginn29. október.
Stefania Guðbrandsdóttir, Þorsteins-
götu 4 Borgamesi, veröur jarösungin
frá Borgameskirkju laugardaginn 2.
nóvember kl. 14.
Þuríður I. Gunnarsdóttir, Espigeröi 4,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
föstudaginn 1. nóvemberkl. 15.
Kristin Súsanna Elíasdóttir, Vestur-
götu 51 B, verður jarðsungin frá Nes-
kirkju föstudaginn 1. nóvember kl.
13.30.
Guðrún Einarsdóttir, Grundartúni 6
Akranesi, veröur jarösungin frá Akra-
neskirkju föstudaginn 1. nóvember kl.
14.15.
Tilkynningar
Basar Húsmæðrafélags
Reykjavíkur
veröur aö Hallveigarstööum sunnudaginn 3.
nóvember kl. 14. Einnig veröum við meö flóa-
markað á sama stað.
Gigtarfélag íslands
1 kvöld, fimmtudag, spilum viö og töndrum,
byrjum kl. 20 í Gigtarlækningastööinni, Ár-
múla 5.
Kvennaathvarf
Opið allan sólarhringinn, sími 21205. Húsa-
skjól og aöstoð viö konur sem beittar hafa
verið ofbeldi í heimahúsum eöa orðið fyrir
nauðgun. Skrifstofan að Hallveigarstööum er
opin virka daga kl. 14—16, sími 23720. Póst-
gírónúmer samtakanna 4442-1, Pósthólf 1486
121 Reykjavík.
Kvenfélag Bústaðasóknar
heldur basar sunnudaginn 3. nóvember kl. 15.
Tekiö verður á móti kökum og öðrum munum
laugardaginn 2. nóvember milli kl. 13. og 16
og á sunnudag frá kl. 11.
Vetrarfagnaður
Húnvetningafélagsins
verður haldinn í Risinu, Hverfisgötu 105 (á
homi Snorrabrautar), laugardaginn 2. nóv.
kl. 21.30. Hljómsveitin Upplyfting leikur. Fjöl-
mennum.
Nefndin.
Hárgreiðsla og snyrting
í nýja miðbænum
Nýlega opnaði Halla Magnúsdóttir hár-
greiðslumeistari hárgreiðslustofu að Miðleiti
7 í Reykjavík. Snyrtifræðingarnir Bertha
Þórarinsdóttir og Þóra Katrín Kolbeins hafa
einnig hafið rekstur snyrtistofunnar Gimli á
sama stað.
Halla Magnúsdóttir hefur stundað hár-
greiðslu um árabil í Kópavogi. Hún býður
klippingu fyrir konur, börn og karla auk þess
sem hún litar hár, leggur og setur í það
permanent.
Á snyrtistofunni Gimli bjóða þær Bertha og
Þóra Katrín andlitsböð, húðhreinsun, litun,
plokkun, vaxmeðferð, förðun og hand- og fót-
snyrtingu.
Hárgreiðslustofa Höllu Magnúsdóttur og
snyrtistofan Gimli eru opnar frá kl. 9—17
virka daga og frá kl. 9—12 á laugardögum.
Tekið er á móti pöntunum á hár-
greiðslustofunni í síma 685562 en í síma 686438
á snyrtistofunni Gimli.
Verðlaun í Getraunum sem
Stefán Thorarensen hf. stóð
fyrir
Afhent hafa verið verðlaun í getraun sem
Stefán Thorarensen hf. stóð fyrir á
sýningunni Heimilið ’85. Fyrstu verðlaun
hlaut Mireya Samper búsett í Kópavogi og
var svar hennar um fjolda vítamix, fjölvíta-
mintaflna í glerkúlu, aðeins 31 tölu frá réttu
magni. Heildarmagn taflna reyndist vera
21.390 töflur.
Landsfundur Kvennalistans
verður haldinn dagana 9. og 10. nóvember nk.
í félagsmiðstöðinni Gerðubergi í Reykjavík.
Þetta er þriðji landsfundur Kvennalistans en
samtökin voru stofnuð 1981. Kvennalistinn
hefur nú teygt anga sina um land allt og er
öflugt starf í öllum landsfjórðungum. Lands-
fundurinn er opinn öllum konum sem áhuga
hafa á starfsemi Kvennalistans, en þátttöku
þarf að tilkynna til Kvennahússins, Hótel Vík,
Reykjavík.
Kvenfélagið
Hrönn
Jólapakkafundur í kvöld, fimmtudag 31.
október, kl. 20.30 aö Borgartúni 18.
Kvenfélag Háteigssóknar
heldur basar í Tónabæ sunnudaginn 3.
nóvember kl. 15. A boðstólum verða bæði
handavinna, kökur og kaffi með vöfflum.
Tekið verður á móti gjöfum á basarinn milli
kl. 11 og 15 í kirkjunni laugardaginn 2.
nóvember. Konur, munið svo fundinn
þriðjudaginn 5. nóvember kl. 20.30 í
Sjómannaskólanum. Til skemmtunar verður
myndasýning.
Félagið
ísland—ísrael
heldur félagsfund í Hallgrímskirkju (gengið
inn að norðanverðu) í kvöld, fimmtudags-
kvöld, kl. 20.30. Fundarefni: kvikmynd frá
Israel, kaffi, rabb og ísraelsk tónlist. Fjöl-
mennum og tökum með okkur gesti.
Þetta er bara
kraftaverk á
hljómleikum í Safari
Hin frábæra popphljómsveit Þetta er bara
kraftaverk mun í kvöld, fimmtudagskvöld,
halda hljómleika í veitingahúsinu Safari við
Skúlagötu. Safari er nýopnað eftir nokkurt
hlé, en eins og kunnugt er var staðurinn eitt
helsta vígi lifandi tónlistar og verður það
áfram ef að líkum lætur og fer fram sem horf-
ir.
Hljómsveitin Þetta er bara kraftaverk var
stofnuð í vor af ungu og hressu, ef ekki fersku
fólki.
Leiðbeiningarit fyrir
hesthúsbyggjendur
Ot er komið á vegum Landssambands hesta-
manna leiðbeiningarrit fyrir hesthúsa-
byggjendur.
Það má finna öll helstu atriði er varða innra
skipulag hesthúsa, útlit þeirra og efnisval,
einangrun, loftræstingu, vatns- og raflagnir.
Þá eru í ritinu sérstakar ábendingar til bæjar-
og sveitarstjóma um skipulag hesthúsa-
hverfa.
Ritiö er góð handbók fyrir hestamenn. Það
er 80 bls. að stærð, prýtt fjölda mynda og
teikninga. Það verður til sölu á skrifstofu
Landssambands hestamanna.
Viðtalstími bæjarfulltrúa
Hafnarfjarðar
Bæjarstjóm Hafnarfjarðar hefur ákveðið að
taka upp að nýju sérstaka viðtalstíma þar
sem bæjarfulltrúar verða til viðtals. Hverju
sinni eru tveir bæjarfulltrúar til staðar í fund-
arherbergi á 2. hæö ráðhússins, Strandgötu 6.
Þeir bæjarbúar sem áhuga hafa á að ræða
um málefni bæjarfélagsins eða koma á fram-
færi hugðarefnum sínum, eru hvattir til að
notfæra sér þessa viðtalstíma.
Viðtalstímarnir verða fram til áramóta
annan hvem fimmtudag frá kl. 17.00—19.00. •
Viðtalstimarnir verða fimmtudagana 31.
október, 14. og 28. nóvember og 12. desember.
Þann 31. október nk. verða til viötals bæjar-
fulltrúarnir Andrea Þórðardóttir og Guð-
mundur Ami Stefánsson.
Bæjarstjóm hefur einnig ákveðið að um
mánaðamótin janúar og febrúar verði haldnir
borgarafundir þar sem kynntar verða fyrir-
hugaðar framkvæmdir bæjarins á árinu 1986
og gert grein fyrir rekstri bæjarins.
Félagsvist hjá
Kársnessöfnuði
verður föstudaginn 1. nóvember j safnaðar-
heimilinu Borgum og hefst kl. 20.30. Nefndin.
Minningarkort Áskirkju
Minningarkort Safnaðarfélags Áskirkju hafa
eftirtaldir aðilar til sölu:
Þuríður Ágústsdóttir,
Austurbrún 37, sími 81742.
Ragna Jónsdóttir,
Kambsvegi 17, sími 82775.
Þjónustuibúðir aldraöra,
Dalbraut 27.
Helena Halldórsdóttir,
Norðurbrúnl.
Guðrún Jónsdóttir,
Kleif arvegi 5, simi 81984.
Holtsapótek,
Langholtsvegi 84.
Verslunin Kirkjuhúsið,
Klapparstíg27.
Þá gefst þeim, sem ekki eiga heimangengt,
kostur á að hringja í Áskirkju, síma 84035,
milli kl. 17.00 og 19.00 á daginn og mun kirkju-
vörður annast sendingu minningarkorta fyrir
þá sem þess óska.
Minningarkort
Minningarkort Sjálfsbjargar í Reykjavík og
nágrenni fást á eftirtöldum stöðum:
Reykjavík:
Reykjavíkurapótek, Austurstræti 16.
Garðsapótek, Sogavegi 108.
Vesturbæjarapótek, Melhaga 20—22.
Bókabúðin, Alfheimum 6.
Bókabúð Fossvogs, Grímsbæ v. Bústaðaveg.
Bókabúöin Embla, Drafnarfelli 10.
Bókabúö Safamýrar, Háaleitisbraut 58—60
Bókabúðin Ulfarsfell, Hagamel 67.
Hafnarfjörður:
Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu 31.
Kópavogur:
Pósthúsið.
Mosfellssveit:
BókaversluninSnerra, Þverholti.
Minningarkort fást einnig á skrifstofu Sjálfs-
bjargar, Hátúni 12. Gíróþjónusta.
Það var og
eftir Þráin Bertelsson
Forlagið sem gefur út bókina heitir Nýtt Uf
og er nýgræðingur í bókaútgáfu (gaf út í fyrra
bókina Hundrað ára afmæUð eför Þráin
Bertelsson og Briam Pilkington), en Nýtt Uf
fæst einnig við gerð leikinna kvikmynda (Nýtt
Uf, Dalalíf, Skammdegi og Löggulíf sem verð-
ur frumsýnd 21. des. nk.).
„Það var og. . .” hefur að geyma 33 út-
varpsþætti, sem höfundur hefur flutt í Ríkis-
útvarpið á undanfömum árum, en samtals
eru þættirnir orðnir á annað hundrað.
Þráinn Bertelsson er fæddur í ReykjavUt
árið 1944. Á árunum 1970—74 komu út eftir
hann fjórar skáldsögur hjá HelgafeUi: Sunnu-
dagur, Stefnumót í Dublin, Kópamaros og
Paradísarvíti. Og á síðasta ári kom út eftir
hann hjá Nýju lífi barnabókin Hundrað ára
afmælið sem myndskreytt er af Brian
Piítington, en fyrir hana hlaut Þráinn verð-
laun Fræðsluráðs 1984. Hundrað ára afmælið
hefur verið þýdd á nokkur tungumál og er
þegar komin út í Danmörku og hefur fengið
þar mjög góða gagnrýní og hinar bestu við-
tökur lesenda.
Undanfarin ár hefur Þráinn þó einkum
fengist við að skrifa handrit að kvikmyndum
sem hann hefur síðan leikstýrt: Snorri Sturlu-
son (með dr. Jónasi Kristjánssyni), Jón Odd-
ur og Jón Bjarni (eftir sögum Guðrúnar
Helgadóttur), Nýtt líf, Dalalíf, Skammdegi og
Löggulíf, en handrit að þremur síðastnefndu
myndunum hefur Þráinn skrifað í samvinnu
viðAra Kristinsson.
Safnaðarfélag
Ásprestakalls
Kaffisala félagsins verður eftir messu sunnu-
daginn 3. nóvember í félagsheimili kirkjunn-
ar. Allir velkomnir.
Vetrarstarf
Jazzklúbbs Reykja-
víkur
Jazzklúbbur Reykjavíkur hefur vetrarstarfið
með blæstri og siætti í Lækjarhvammi Hótel
Sögu í kvöld, fimmtudaginn 31. október.
Djammið byrjar klukkan 21 og því lýkur um
miðnætti.
Að þessu sinni kemur fram vænn hópur
valinkunnra jassjálka. Þar má nefna Guð-
mund Ingólfsson, Elfar Berg og félaga, Frið-
rik Theódórsson og Guðmund R. Einarsson.
Félagsskírteini JR eru afgreidd við inn-
ganginn, gilda út starfsárið og kosta 300 kr.
Frá íbúasamtökum
vesturbæjar
I vor barst Ibúasamtökum vesturbæjar
rausnarleg peningagjöf frá velunnara sam-
takanna sem jafnframt er einn af stofnfélög-
um þeirra. Það var Gísli Sigurbjörnsson for-
stjóri sem færði samtökunum reiðufé að gjöf.
Jafnframt gaf Gísli vesturbænum bekki sem
stjóm samtakanna hefur látið merkja og
koma fyrir á nokkrum stöðum í hverfinu.
Þessu til viðbótar hefur Gísli boðið öldruð-
um vesturbæingum til vikudvalar með fæði og
þjónustu í ágætum húsum í Hveragerði, þeim
að endurgjaldslausu. Fóru sex konur á vegum
samtakanna til'slíkrar dvalar í byrjun sept-
ember og tókst þessi fyrsta dvöl með ágætum.
Aldraðir íbúar gamla vesturbæjarins, sem
hafa áhuga á að taka þátt i slikum ferðum síð-
ar, eru beðnir að hafa samband viö stjórnar-
menn í samtökunum, t.d. við Brynhildi
Andersen í síma 14334.
Vetrarstarf samtakanna hefst með fundi
þriðjudaginn 5. nóvember 1985 kl. 20.30 í Nor-
ræna húsinu. Á fundinum hefur Guðrún Jóns-
dóttir arkitekt framsögu um skipulag vestur-
bæjarins, en á eftir verða umræður og fyrir-
spurnir. Kaffiveitingar verða á staðnum.
70 ára afmæli á í dag, 31. október, Osk-
ar G. Jónsson frá Ballará i Dalasýslu.
Hann ætlar að taka á móti gestum i
dag eftir kl. 18 í Grænahjalla 19 í Kópa-
vogi.
I kvennasmiðjunni
Fjölmargar starfsgreinar, sem konur
sinna, eru kynntar á sýningu ’85-
nefndarinnar í Kvennasmiðjunni í
Seðlabankabyggingunni þessa dag-
ana. Bókaútgáfa er starfsgrein sem
konur hafa tekið til við á siöari árum.
Hér sýnir forlagið Bókrún hf. starf-
semi sína. Auk ritanna Ur ævi og starfi
íslenskra kvenna og Minnisbókar Bók-
rúnar 1986 hafa tvö póstkort með göml-
um myndum komið út hjá forlaginu. A
myndinni má sjá þrjá af fimm að-
standendum forlagsins. Frá vinstri tal-
ið: Bjarnfríður Guðmundsdóttir, Arn-
fríður Jónasdóttir og B jörg Einarsdótt-
ir.
Ferðalög
Ferðafélag íslands
Dagsferð sunnudag 3. nóvcmber:
Kl. 13: Reykjaborg—Reykjafell—Skammi-
dalur.
Ekið að Suðurreykjum, gengið þaðan á
Reykjaborg yfir á Reykjafell og komið niður í
Skammadal. Verðkr. 200.00.
Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austan-
megin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn í
fylgd fullorðinna.
Ferðafélag ísiands
ÚTIVI6T
10 Ara
Útivistarferðir
Ný helgarferð 2.—3. nóv.:
Emstrur—Ker—Markarfljótsgljúfur. Við not-
færum okkur sumarfærð á fjöllum til
óbyggðaferðar í byrjun vetrar. Ekið heim um
Fjallabaksleið syðri. Einstæður ferðamögu-
leiki á þessum árstima. Gist í góðu húsi.
Brottför laugard. kl. 8.
Sunnudagsferð 3. nóv. kl. 13:
Hellisheiði—Draugatjörn, gömul þjóðleið.
Varðaða leiðin um Hellisheiði er létt og
skemmtileg leið. Verð 400 kr., frítt f. börn.
Brottför f rá BSI, bensínsölu.
Haustblót á Snæfellsnesi 8.—10. nóv.:
Gist að Lýsuhóli. Sundlaug, heitur pottur
Gönguferðir um strönd og fjöll. Afmælis-
veisla. Fararstj. Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir.
Myndakvöld Utivistar á þriðjudagskvöldið kl.
20.30 í Fróstbræðraheimilinu, Langholtsvegi
109-111. Hornstrandir o.fl. á dagskránni. All-
ir velkomnir. Nánari uppl. á skrifst. Lækjarg.
6a, símar 1.4606 og 23732. Sjáumst.
Utivist
Sfldarstuð
íEyum
Oft er fjör í Eyjum, þegar fiskast
þar. Það er óhætt að segja að líf hafi
færst í fiskverkafólk í Vestmannaeyj-
um í morgun — fjórir síldveiðibátar,
sem komu til lands í nótt, voru byr jaðir
að skipa afla sínum á land. Það voru
Valdimar Sveinsson, sem kom með
fullfermi — 160 tonn, Glófaxi, Dala-
Rafn og Bjamarey en tveir siöast-
nefndu bátarnir komu i annað sinn á
fáum dögum með síld til Eyja.
-sos
Þrírklefar
Af frétt DV um fangelsið á Siglufirði
hefði mátt skilja að aðeins hefði verið
um einn klefa að ræða. Hið rétta er að
klefamir í fangelsinu eru tíu, þar af
þrir „nothæfir”.