Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1985, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1985, Side 16
16 DV. FIMMTUDAGUR 31. OKTÖBER1985. Spurningin Ert þú líftryggður? Birgir Guöjónsson: Já, þaö er nauð- synlegt aö vera það; því ef þú fellur frá veröa aðstandendur aö hafa eitthvaö til aö ganga aö. Stella Háifdánardóttir: Nei, ég tel ekki þörf á því. Þaö er helst þörf á þessu fyrir aöalfyrirvinnu heimilisins. Sævar Egilsson: Nei, ég hef nú bara aldrei hugsaö út í þaö. Guöjón Guðnason: Já, ég er þaö. Þetta er sérstaklega nauösynlegt fyíir fólk sem er aö ala upp börn. Skúli Sveinsson: Nei, en ég hef stund- um veriö þaö ef ég er í þannig starfi að þess sé þörf. Gylfi Jónsson: Nei, ég er þaö ekki, það er nú bara trassaskapur, því þetta er trúlega nauðsynlegt. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Beiningamenn á íslandi Kristján Pétursson skrifar: Beiningamenn eru betlarar og ölmusumenn samkvæmt skýring- um orðabóka. Mér datt þetta nafn í hug þegar fjölmiölar birtu þær niðurstöður að meðaltekjur ein- stæðra mæðra væru 340 þúsund kr. á ári en meðaltekjur manna í einkarekstri væru 300 þúsund, eða 40 þúsundum lægri. íslendingar eru almennt taldir gjafmildir og hjarta- hlýir menn og ættu því að taka svona fréttir alvarlega þar sem framangreind laun nægja ekki einu sinni til hnífs og skeiðar og því ættu þúsundir landsmanna að búa við hungur og volæði. Rökrétt viðbrögð siðmenntaðrar þjóðar við svona ástandi væri að banna með lögum allan einkarekstur og frjáls- hyggju og forða þannig þessum vesalingum og aðstandendum þeirra frá eymd fátæktarinnar. Hvað segir flokkur einkafram- taks og fijálshyggju, Sjálfstæðis- flokkurinn, um þessar dapurlegu niðurstöður? Hann segir einfald- lega ekki neitt af því að hinir skattlausu hátekjumenn með 300 þúsund kr. árslaunin á pappírunum eru í reynd orðnir ráðandi yfirstétt peningamanna hér á landi sem borga enga skatta til samfélagsins og fá auk þess greiddar trygginga- og atvinnuleysisbætur. Þessum aðilum virðist ekki nægjanlegt að stela milljörðum undan sköttum heldur skulu þeir einnig verða sér úti um fé í gegnum almannatrygg- ingakerfið. Máttvanaogstefnulaus ríkisstjórn horfir aðgerðalaus á þessa þróun og reynir að rugla fólk í ríminu með ráðherrastólaskiptum án nokkurrar stefnubreytingar. Hvernig getur svona þjóð með fjöl- breytilegt og þróað þekkingarsvið umborið slíkt ranglæti áratugum saman? Hvernig getur svona þjóð horft aðgerðalaus á eignaupptöku húseigenda í formi rangra vísitölu- tryggðra lána ár eftir ár á meðan tugþúsundir Islendinga verða gjaldþrota? Viðkomandi hags- munaaðilar launafólks verða að sameina krafta sína gegn þessari vitfirringu stjórnvalda. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins ættu að sýna þingmönnum sínum og öðrum ráðamönnum fiokksins að það sé ekki sjálfgefið að þeir styðji stjórn- arstefnuna sem leitt hefur til sí- felldrar launaskerðingar og al- mennt versnandi lífskjara. Framsóknarflokkurinn hefur þegar tapað tiltrú þjóðarinnar vegna langvarandi óvirkni hjá for- ustuliði flokksins. Framsóknar- flokkurinn er sá flokkur í íslensk- um stjómmálum sem virðist alls enga stefnu hafa lengur (var þó erfitt að skilgreina áður). Vart er heldur á færi nema bestu sálfræð- inga að skera úr um meðvitað eða dulvitað ástand forustumanna flokksins frá degi til dags, enda virðist skortur á heildrænni skynj- un og skipulagi hafa orðið þeim ofviða. Sú „rökhugsun“ stjórn- málamanna að telja sig enga ábyrgð bera á gjörðum sínum gagn- vart landi og þjóð er eitt af höfuð- sérkennum og vandamálum ís- lenskra stjórnmála og hinar sí- felldu ásakanir á aðra til að rétt- læta eigin misgjörðir. Tryggingakerfið: Ætti að aðstoða öryrkja við að eignast íbúðir Öryrki skrifar: Ég er að furða mig á tryggingakerf- inu. Mér finnst skrýtið að trygging- arnar skuli ekki hjálpa öryrkjum að kaupa ibúð þegar þeir eiga erfiðara með að ná endum saman á sama tíma og aðrir geta tekið hvaða vinnu sem er. Hvers vegna em tryggingarnar að ala upp fólk sem nennir ekki að vinna? Mér finnst að tryggingarnar eigi að hjálpa þeim sem eru að kaupa íbúðir. Svo er eitt í þessu, þeir eiga að fá að halda örorkubótum sínum meðan þeir eru að komast yfir það erfiðasta. Týnt veski Ef einhver kannast við að hafa týnt brúnu veski með lyklum í er sá hinn sami beðinn að vitja þess upp á DV. Veskið fannst i Safamýrinni. Mikil umferð er um Hlemm og vill fólk gjarnan fá að komast þar inn í hlýjuna á morgnana, sérstaklega þegar veturinn leggst að. r Hlemmur: Oreglulegur opnunartími 1220-3306 hringdi: „Ég undrast dálítið opnunartíma biðskýlisins á Hlemmi því það er eins og það sé með höppum og glöppum hvenær það er opnað á morgnana. Mér skilst að það eigi að opna það klukkan sjö en það hefur oft viljað bera við að það er lokað þegar ég kem þar klukkan hálfátta. Hjá SVR fengust þau svör að opn- unartími á Hlemmi á morgnana væri kl. 7.00. Úlpur í Útilíf ■: Tvö hundruð úlpur voru Sundlaugin í Vestmannaeyjum er falleg og skemmtileg sundlaug og nýtur mikilla vinsælda meðal heimamanna og gesta í Eyjum. afgreiddar út á land Vestmannaeyjar: Sundlaugin góð og gamalt fólk fær f rítt inn Bjarni Sveinbjörnsson, forstjóri Útilífs, hringdi: Það er rétt sem kom fram á les- endasíðu DV föstud. 25.10. að við tókum ekki á móti pöntunum á þess- um vinsælu dúnúlpum áður en þær komu til landsins. Við gerðum það áður og það varð mikil óánægja. Þegar sendingin kom var allt upp- pantað fyrirfram og ekkert til fyrir borgarbúa. Það er hins vegar ekki rétt að síminn hafi verið tekinn úr sam- bandi. Síminn var mannaður íjórum stúlkum en það ríkti allsherjar neyð- arástand. Fólk úti á landi lét lands- símann slíta símtölin hjá okkur og allt lenti í hnút. Samt tókst okkur að afgreiða 200 manns vítt og breitt um landið á einum klukkutíma. Næsta sending af þessum úlpum er væntanleg i lok nóvember. Við erum að leita að góðum millivegi til þess að sinna bæði landsbyggðinni og borgarbúum. Við fáum hreinlega ekki nóg af þessum úlpum. Þær eru gífurlega vinsælar bæði á Norður- löndunum og einnig í Hollandi og Belgíu og það hefst ekki undan að framleiða þær. Við erum búnir að selja þúsund svona úlpur i haust. G.T. hringdi: „Ég vil fá að lýsa yfir ánægju minni með sundlaug Vestmannaeyja því að þar er alveg frábær þjónusta. Laugin er alveg indæl og öll aðstaða mjög góð, svo fær fólk frítt kaffi á eftir. Einnig fær gamalt fólk frítt þarna sem því miður þekkist ekki i Reykja- vík. Hér verður fólk yfir 67 ára aldri enn að greiða hálft gjald.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.