Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1985, Page 22
22
DV. FIMMTUDAGUR 31. OKTOBER1985.
FRÁ FRÉTTARITURUM DV ERLENDIS:
FRÁ FRÉTTARITURUM DV ERLENSIS:
j
íslenskt kvennaf rí víða um heim:
Hnuggnir
karlmenn
sváfuí
stofunni...
— hvernig heimspressan bregst við þegar
uppistand er á íslandi
I5HS5 »*« il&í iilUHa
1' I!, 5'?‘“ s'ioíws tsti’' Iht
010*0 Bttt f-J-í"®.. "!Í- .....
34*5 23 ífttt"*1: -J 3" Q5 ' H jPíriTt .„‘tu:
* it« 5'«‘“ o'ÍofcH's SStLÍ 1
POftiUTIOu -- Trt£ *-ö,í*t -a\e?.RS. Ii*
•"ftW USk&
UOBEI.'» ;aii sí-.-seuís u
r„ni5C«i.S0í»>t.ís*"4Ta>
7Ta »*»»
■ otOTSÍ’TT »v* »«
CUR3a« EPC143
241234 :flH-WOMC
ICELrtfíDrC LEfll
IY THORSTt!
REYKJflUIki
TKOUSflfJDS OF UC
-JOl TODflV IN fl
GROUPS OF I
HúRNING ftFTER i
MO.ST OF ICELftNl
PRESIDENT k
FRÚN HER OFFICÍ
SUPERHflRKEI
TflifE THE DfiV Of
Tö GO Tö WORK.
NCST hURStf
OFFICE.S ÚF MflJC
THE DiSRuP!
Trit FULL EXTENl
R£ACHED flS 7EL: .
TGDfiVS STC
ICtLflNDIC wöKEf
IMTERNflTIOMfiL >
HORE TT ntf. TI
»'"?HSLau ?0|St«0T oo I«TO er«CT UMTTL IT^Ii.EE^ITaUEB BV
ot,t»rs£»!!*ní;k5ís,0»a?ií«Tf».emWi<.
REUTER TT flLtt TB
ST»1«'
241238 :AM-uOMt
THE HflLE St
flNGSIEP. MEN LC
C-rt3TS _T0 SnflyJ
24 2.000 fl;/r3:;'
40 PER CENT LtS
Fö.» T,iE SflflE JC
ORCPERTV flísD flf
ThERE hRE í>
Nú STRIKE NOTIC
Lí'iSES ThE ISlAn :
THREflTENED Tö_*
“"‘tHE‘hlGn^PC
CSPITSi. <1400 •:
*” ‘flóUEUERi N>:
flT THE FlSn
UOttEN SflTD-THEV
THtttStLUtS CÚUL
CHILÐREN.
REUTER TT nLí*.
Umsjón: Þórir Guðmundsson og Guðmundur Pétursson
Bandaríkin:
ítarlegar
fréttir í
sjónvarpi
og Was-
hington
Post
Óskar Magnússon, DV, Was-
hington:
Karlmennirnir frystir úti. Konur
mótmæla forréttindum karlanna á
íslandi. Forseti tekur þátt í vinnu-
stöðvun kvenna.
Þannig hljóðuðu fyrirsagnir
bandarískra stórblaða þegar sagt var
frá kvennafrídeginum 24. október sl.
á íslandi.
Ekkert blaðanna greip til stríðslet-
urs til að lýsa atburðum á íslandi á
kvennafrídaginn. í Washington Post,
sem gefið er út hér í Washington, var
hvað mestu rúmi varið undir frá-
sagnir af kvennafrídeginum. Frá-
sögnin var á áberandi stað í blaðinu
og tiltölulega ítarleg. Hins vegar var
hún í þeim hluta blaðsins sem fjallar
sérstaklega um menningu og mann-
líf. Að óreyndu hefði mátt gera ráð
fyrir að frásögnin ætti heima í þeim
hluta blaðsins þar sem birtar eru
erlendar fréttir, það er að segja frétt-
ir frá öðrum löndum en Bandaríkjun-
um.
Mannlífshluti Washington Post er
allajafnan ekki eins hátíðlegur og
aðrir þættir blaðsins. Staðarvalið
kann því að segja nokkuð um hversu
alvarlega fréttum af kvennafrídegin-
um var tekið. Þessi kenning getur
þó orkað tvímælis. Til dæmis er allra
meiriháttar atburða í Hvíta húsinu
getið í mannlífshluta blaðsins svo
lengi sem ekki er um pólitíska við-
burði að ræða.
Skrítið ef Reagan
færi í verkfall
I frétt Washington Post er þess
getið að reynt hafí verið að hafa
samband við Steingrím Hermanns-
son forsætisráðhera, sem setið hafi á
þingi Sameinuðu þjóðanna, en án
árangurs. Washington Post virðist
hafa verið eina blaðið til að leggja í
einhverja vinnu við að betrumbæta
og gera ítarlegri frétt úr fréttaskeyti
Reuters sem flest blöðin taka mið af.
f frétt blaðsins er frá því skýrt að
stórmarkaðir hafi sagt starfsfólki
sínu að halda sig heima því svo margt
kvenfólk mætti hvort sem væri ekki
til vinnu.
Þá er þess getið að margir karlkyns
vinnuveitendur hafi hótað að draga
af kaupi þeirra kvenna sem tækju
þátt í aðgerðum kvennafrídags.
Washington Post birtir viðtal við
starfsmann Flugleiða í New York.
Haft er eftir starfsmanninum, Kirst-
en Ockens: „Okkur konunum hér á
skrifstofunni finnst þetta verkfall
stórkostlegt. En væri það ekki skrít-
ið ef Reagan forseti færi í verkfall?
Ég held að hann myndi aldrei gera
það.“
We dare, we can, we will
Loks er því lýst að þessi kvennafrí-
dagur sé í raun endurtekning á sams
konar degi fyrir áratug sem tekist
hafi mjög vel. Kjörorð kvennafrí-
dagsins er þýtt á ensku: We dare,
we can, we will. Frásagnir annarra
blaða voru lítilfjörlegri. í USA
Today, sem er eina blaðið sem kemur
út um öll Bandaríkin, er aðeins sagt
frá kvennafrídeginum í þrem línum.
Sagt er að verkfallið hafi verið til
að mótmæla hlutverki kvenna í þjóð-
félaginu.
í New York Times, sem gefið er út
í New York og er meðal virtustu
blaða í heimi, er frásögnin í dálkum
þar sem safnað er saman smáfréttum
víða að úr heiminum. Þar er þess
meðal annars getið að Halldór Ás-
grímsson, starfandi forsætisráð-
herra, hafi talið forseta íslands á að
undirrita lögin um flugfreyjuverk-
fallið, andstætt því sem forsetinn
hafi áður hugsað sér að gera.
Sérstakur neyðarfundur
Þá má nefna stuttan dálk í öðru
blaði sem gefið er út hér í Washing-
ton og ber nafnið Washington Times.
Þar er því haldið fram að íslenska
ríkisstjórnin hafi haldið sérstakan
neyðarfund eftir að forseti landsins
hafi neitað að skrifa undir lög um
flugfreyjuverkfallið. Blaðið segir að
neitun forsetans sé sú fyrsta í sögu
lýðveldisins.
Loks má nefna að að minnsta kosti
tvær af þremur stóru sjónvarpsstöðv-
unum fjölluðu um málið. I kvöld-
fréttum CBS var mjög stuttlega skýrt
frá hvað um væri að vera en engin
myndskreyting fylgdi. Sjónvarps-
stöðin NBC sendi aftur á móti út
myndskreytta frásögn sem líklega
hefur staðið í eina og hálfa mínútu.
Það kallast löng frétt í amerísku
sjónvarpi.
Svíþjóð:
Aðalfrétt-
in í sjón-
varpinu á
þriðjudag
Frá Gunnlaugi A. Jónssyni,
fréttaritara DV í Svíþjóð:
Óhætt er að segja að kvennaverk-
fallið á íslandi hafi vakið talsverða
athygli hér í Sviþjóð. Þegar kvöldið
fyrir verkfallið var það ein aðalfrétt-
in í fréttaþættinum Aktuellt á rás
eitt í sænska sjónvarpinu að Vigdís
Finnbogadóttir, forseti Islands, og
íslenskir alþingismenn, kvenkyns,
hygðust fara í verkfall daginn eftir,
eins og raunar flestar kynsystur
þeirra á íslandi.
Á föstudagskvöldið var svo frétta-
þátturinn Rapport (á rás tvö) með
frétt um málið ásamt fréttamyndum
frá útifundinum í Reykjavík. í frétt
Rapport sagði meðal annars að laun-
amismunur á milli karla og kvenna
hefði aukist undanfarin 10 ár á Is-
landi.
Fréttaritari DV hefur ekkert séð
íjallað um málið í þeim dagblöðum
sem hann hefur skoðað en engu að
síður er ljóst að fréttir sjónvarpsins
hafa nægt ti) þess að sænska þjóðin
hefur fengið góða vitneskju um þetta
tiltæki íslenskra kvenna, og þar Sem
fréttaritari DV hefur komið í hóp
sænskra kvenna hefur hann jafnan
verið spurður nánar út í kvenna-
verkfallið á íslandi.
Holland:
Þátttaka
forseta
vakti
athygli
Frá Sigrúnu Harðardóttur,
fréttaritara DV í Amsterdam:
Verkfall kvenna á Islandi vakti
athygli í Hollandi, sérstaklega vegna.
þátttöku forseta íslands, Vigdísar'
Finnbogadóttur. Á fimmtudag og
föstudag voru greinar í Telegraph
og Volks Krant þar sem fyrirsagnim-
ar voru báðar á sömu lund: Forseti
íslands tekur þátt í verkfalli kvenna.
I fréttinni er síðan sagt frá stöðu
kvenna á Islandi í launamálum og
tekið fram að konur hafi 40 prósent
lægri laun en karlar fyrir sömu
vinnu.
Einnig er sagt að þetta sé í annað
skipti sem konur á íslandi fari í
verkfall vegna launamismunar.
Danmörk:
Ha,
kvenna-
frídagur?
Frá Gissuri Pálssyni, fréttaritara
DV í Álaborg:
Kvennafrídagurinn fór fram með
ró og spekt í Álaborg. Frændur vorir,
Danir, gera heldur minna úr þessu
en íslendingar. Hvergi var minnst á
kvennafrídaginn í fjölmiðlum og
vom konur í vinnu og við leik þenn-
an dag sem aðra.
DV fór á stúfana og spurðist fyrir
um baráttumál dagsins hjá konum á
götum úti. I 70 prósent tilfella hafði
viðkomandi ekki hugmynd um að
það væri kvennafrídagur og aðrar
vildu ekki tjá sig um málið.
Þegar blöðin komu út daginn eftir
mátti lesa í hverju blaði um baráttu
íslenskra kvenna, samstöðu þeirra
og stuðning hins íslenska forseta við
gerðir þeirra. Á meðal fyrirsagna í
dönskum blöðum sáust: Forsetinn fór
í verkfall. Halldóri Ásgrímssyni
heppnaðist að sannfæra Vigdísi
Finnbogadóttur um nauðsyn þess að
undirskrifa bráðabirgðalög. Forset-
inn tilkynnti að hún myndi ekki
vinna neina opinbera vinnu á kvenn-
afrídeginum til þess að sýna sam-
stöðu með íslenskum konum. 30.000
íslenskar konur söfnuðust saman á
útifundi í Reykjavik. Islenskir karl-
menn reyndu að halda þjóðfélaginu
gangandi með litlum árangri.
Svo virðist sem íslenskar konur
standi fremstar í kvennabaráttunni
því hvergi er bent á hliðstæðu um
gjörðir kvenna á þessum degi í öðr-
um löndum.
London:
Hótelin
fylltust af
hnuggnum
karlmönn-
um
Frá Kristínu Þorsteinsdóttur,
fréttaritara DV i London:
„I dögun þann 24. október vöknuðu
íslenskir karlmenn við hræðilega
martröð. Eiginkonur þeirra neituðu
að elda handa þeim morgunverð. Um
níuleytið sama morgun fylltust öll
hótel í Reykjavík af hnuggnum karl-
mönnum sem hundruðum saman
reyndu að krækja sér í eitthvað í
gogginn áður en þeir héldu til
vinnu.“
Á þessa leið hófust fréttir í breskum
dagblöðum þann 25. október en
kvennafrídagurinn á íslandi vakti
mikla athygli hér í Bretlandi. I sjón-
varpi, útvarpi og blöðum var heil-
mikið um málið fjallað. Daily Mail,
eitt af fjórum stærstu dagblöðunum,
lagði heila síðu undir atburðinn.