Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1985, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1985, Blaðsíða 34
34 DV. FIMMTUDAGUR 31. OKTOBER1985. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og starfsmenn ósk- ast til vinnu við geðdeildir ríkisspítala. Staðsetning deilda er á Landspítalalóð, Kleppsspítala, Vífilsstöðum og fleiri stöðum. Upplýsingar um ofangreind störf veita hjúkrunarfram- kvæmdastjórar geðdeilda í síma 38160. Reykjavík, 31. október 1985. Ríkisspítalarnir. NÁTTÚ RUVERN DARRÁÐ RÁÐSTEFNA UM MÝVATN OG LAXÁ ■ Norræna húsinu 2. og 3. nóv. 1985 Fjallað verðursérstaklega um helstu þætti lífríkis Mývatns og Laxár og áhrif starfsemi Kísilverksmiðjunnar á það. Ráðstefnan hefst laugardaginn 2. nóv. kl. 9.00 og lýkur kl. 17.00 sunnudaginn 3. nóv. Á laugardag verða fyrirlestrar um fugla, fiska, botndýr, efnabúskap o.fl. Á sunnudag verða drög að rannsóknaráætlun kynnt og umræður um þau. ALLIR VELKOMNIR NÁTTÚRUVERNDARRAÐ Ratsjárstöð við Þórshöfn: Undirbúningur liggur niðri Frá Aöalbiruí Arngrímssyni, frétta- ritara DV á Þórsböfn: Nú liggur niöri undirbúningur að byggingu ratsjárstöövar hér í hér- aði. Er deilt um hvort hún skuli reist á Gunnólfsvíkur- eöa Heiðarfjalli, þar sem hún áöur var. Gunnólfsvíkurfjall er nokkru hærra og að því leytinu taliö heppi- legra fyrir staðsetningu ratsjár- stöðvar. En sumir telja að með tumi eða skýjakljúf mætti jafna þann mun. Kæmu þá að notum öll þau mannvirki sem fyrir eru í nágrenni Heiðarfjalls og mundu vega drjúgt mót þeim mikla kostnaði sem yrði við vegagerð upp á Gunnólfsvíkur- fjall, burtséð frá þeim mikla veðra- ham sem vill verða um fjallið. Hefur Náttúruverndarráð Austurlands haft málið til athugunar. Gamanvísur íopnu húsi Eldri borgarar á Selfossi komu sam- an í Tryggvaskála sl. fimmtudag, eins og vant er. Fór samkoman fram með hefðbundnum hætti, nema hvað Sigríð- ur Hannesdóttir söng gamanvísur. Aage Lorange spilaði imdir af alkunnri prúðmennsku og snilld. Höfðu þau tvö boðið Ingu forstöðu- konu að skemmta þennan dag í opnu húsi því Sigríður ætlaöi ekki að taka þátt í aögerðum á kvennafrídaginn. Voru allir mjög hrifnir af hinni stór- kostlegu konu sem söng hverja gaman- vísuna á fætur annarri, með miklum raddblæ. Tók hún m.a. Alafossvísurn- ar, kvæöið um fjósakonuna o.fl. sem allir kannast við. Sigríður varð oft að skipta um bún- ing eftir því hvað hún söng. Síöast kom hún fram sem fjallkonan og var þá mjög tignarleg. Inga forstöðukona þakkaöi Sigríði og Aage komuna og hið höfðinglega boð að skemmta eldri borgurunum í heila klukkustund. Þá flutti Guðni Jónsson vísu dagsins, spilað var á spil, föndur var kennt og drukkið gott kaffi. Einnig var almenn- ur söngur. Bera eldri borgarar á Sel- fossi hlýhug til þessara ágætu skemmtikrafta. Regína/Selfossi. Þórshöfn: Heilsugæslu- stöð að rísa Frá Aðalbimi Arngrimssyni, fréttarit- ara DV á Þórshöfn: Hafinn er undirbúningur að bygg- ingu heilsugæslustöövar á Þórshöfn. Mun tilkoma hennar auövelda mjög læknaskipan í héraðinu, en hún hefur verið mjög erfið undanfarin misseri. Stöðin verður um 450 fermetrar að stærö. Þá hefur verið samið um kaup á loðnubræösluvélum frá Noregi fyrir Utgerðarfélag N.Þ. og verða þær vænt- anlega komnar í gagnið fyrir næstu vertíð. Er þar með fyllt upp í þá eyðu sem verið hefur í löndunarkeðjunni. Klæða þurfti kirkjuna piastdúk á meðan verkið var unnið. DV mynd-Ægir Fáskrúðsfjörður. Kirkjan í viðgerð I haust hófst gagnger viðgerð á út- liti Fáskrúðsfjarðarkirkju en hún var nokkuð illa farin að utan. Fyrir nokkrum árum var hún lagfærð inn- andyra, og var þetta verk nokkuð að- kallandi. Utan á kirkjuna var sett Ispo múrklæðning. Þurfti aö klæða kirkjuna með plastdúk á meðan verkið var unnið því ekki mátti rigna á múrklæðninguna nýásetta og hita- stig þurfti að vera rétt. Verkið var unnið af múrurunum Lars Gunnars- syni og Reyni Jónassyni. Félagar í Lionsklúbbi Fáskrúðsfjarðar unnu eina helgi við kirkjuna endurgjalds- laust, og er vinnu við hana nú lokið. Ægir Kristinsson, Fóskrúösfirði. Sunnlendingar: Vilja aðeins þorskkvóta Fjórðungssamband fiskideilda Suðurlandi telur að aðeins eigi að setja aflamark á skip sem stunda þorsk- veiðar. Sókn í aðrar fisktegundir eigi að vera frjáls en þó með heildarafla- marki. Þetta kemur fram í ályktun ,fjórðungssambandsins sem samþykkt var núumhelgina. Samkvæmt samþykktinni er gert ráð fyrir að þorskaflanum verði skipt til helminga á milli togara og báta og síðan skipt niður eftir ákveðnum stærðarmörkum báta og togara. Þá er lagt til að horfið verði frá aflaviðmið- uninni frá árunum ’81 til ’83 sem stöð- ugt verði óréttlátari. I ályktun fjórðungssambandsins er ekki minnst á fiskveiðistefnu næstu ára né lagt efnislegt mat á frumvarp það sem sjávarútvegsráðherra hefur látið gera og hyggst leggja fram á Alþingi nú í haust. APH Framtak 2ja fyrirtækja á Hvammstanga: Gáfu daglaun starfsstúlkna Fénu varið til kaupa á lækningatækjum Frá Ragnheiði Eggertsdóttur, frétta- ritara DV á Hvammstanga: Kvenfélögin í Vestur-Húnavatns- sýslu voru ekki aðgerðalaus á kvenna- frídaginn frekar en mörg önnur kvennasamtök víða um land. Efndu þau til formannafundar og minntust dagsins. Formannafundinum bárust tvær veglegar peningagjafir frá Meleyri hf. og verslun Sigurðar Pálmasonar. Gáfu fyrirtækin upphæð sem samsvarar daglaunum þeirra kvenna sem vinna hjá þeim. Var ákveðið að láta peningana renna til kaupa á lækninga- tækjum fyrir heilsuverndarstööina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.