Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1985, Side 23
DV. FIMMTUDAGUR 31. OKTOBER1985.
23
FRÁ FRÉTTARITURUM DV ERLENDIS: FRÁ FRÉTTARITURUM DV ERLENDIS:
N <SCHEDiJLEL, ExPECT PiX)
ER JðlNS HfiSS UúHEN'S STftlKE ftGfiiHST ÍKEðUflLITY:
MN THöRftfiENStU
ÖCT 24, fitUTEfi - ICELftND'S PRESIDtfiT JÖINED
HtH EMPLOYEES ftíu« HöuSEwIöES mhö uftLXEDöFF THE
HftSS 24-HÖUfi PSÖTEST ftGftlíiST íiHlE PfilUILEGE.
ISCGíiSöLftTE MEN CfiöuDED IftTö HÖTELS IN THE EftRLY
HEIR HIÖES REFUSED TÖ CÖÖX BfiEftfiFftST Föfi ThEH ftND
’S TELEPhöNE SuITCHBOARBS mERE lEFT UNSTftFFED.
IöDIS FlhNBöGfiööTTlfi SftlB SHE tíöULD STftY fttíftY
IN SÖLIDftfiITY uITH Ktfi PRÖTEST IhG SISTERS.
S SfiöftBCnST öft RftDIö TELLIhG THtlfi EHPlöYEES Tö
F ftFTEfi THöUSfthBS ÖF tíöHEh SHÖP ASSiSTfthTS FftlLEB
ItS fihÐ PRIMftfiY SChöölS wEfit ClöSEB fthB Tnt
ÍLfthBIC COMPfthlES
iöh íh CörtMuhICftTIChS rt
ÖF ThE STRIXE. CABihET
PriúhtS títhT ufifihStíERED
PPnCEwftS ft fiEPLÍCft ÖF
10 YEftfiS ftÖÖ hnth Trit
öMtfi’S BtCftDt.
I TriOuT Mö
rifttF ÖF I
Trifth MEh,
. ThEY ÖMf.
PEftfitB BtSEfiT
iBt IT BIFFICUlT Tö hSSESS
MihlSTtfiS CÖulD höT Bt
|T HLL GöúEfiflMENT öFFICES.
i öht-Bftí STSIfiE ChlLEB 3Y
ifiITED fiftVIúhS DECfittB fth
ifi_STfiöhG£S jihD_
Tritv' öEhEfiftLLV tftfih
EhTITLEá Tö töUftL PftY
öfiGfthiZEfiS BEr.iíiD
'SSUED, Mftx'IN'
. . . „'ftlKt HhD
TöPPftGt IllEGAl
tS nftvE sEth ÍSSuED, Mftx'IhG TnE STöPPftGt IllEG
U’S LftsöuS LftwS. MfihY Mfttt £MfLÚYtfiS HftUE
ITnnö^! ft BftY'S PftY FfiöM TnEIS StCRETftftlES fthB
’fiöTEST i*Ill 3t ft MflSS MtETIhö ih Trit
:tfi Trit SLÖGnh -'wt Dflftt, tít Cfth, tít *>
Tr.Ifir; Tnt STfilKt ft GööD IBEfl.
ÖF HtLLISSfifiiufi öuYSÍDt Tnt CfiPITnL,
riiGntfi tíftGES FÖfi T.riEífi MEh Sö TriEY
i DEvöTE MöftE TiflE Tö TriEifi riCMES fthB
JÍ/iií -
:yrT>Si ‘ <
HKH --
Ufiaði EPC2C0
4153ð :ftH-MOMth lS7lB *2 fitYXJftUIK:
íéIPSm® smeí»I! ihi
ieuterCttUri4ti ^
‘^WíiMsÍSfií*
verkfall kemur kvenforseta i vanda.
Bylting í einn dag hjá dætrunum,
voru meðal fyrirsagna. Sum blöðin
lögðu áherslu á athafnir forseta í
verkfallinu, það er undirritun laga
um bann við verkfalli flugfreyja.
Greint var frá hvernig forsetinn hefði
upphaflega lýst yfir samstöðu sinni
með íslenskum konum og ákveðið
að leggja niður opinber störf en hefði
síðan undirritað skjal sem skipaði
flugfreyjum að taka upp störf sín að
nýju.
Ríkisstjórnin hefði haldið neyðar-
fund og Halldóri Ásgrímssyni hefði
tekist að tala um fyrir forsetanum.
Önnur blöð gerðu minna úr flug-
freyjumálinu en lýstu því hvernig
íslenskar konur hefðu staðið saman.
Eitt dagblaðið kallaði ástandið
„karlrembumartröð" og sagði að
óánægðir eiginmenn hefðu hópast
inn á veitingastaði í morgunsárið því
að konur þeirra hefðu neitað að gefa
þeim morgunmat. Konur hefðu svo
þyrpst niður í miðbæ syngjandi slag-
orð. Sagt var að viðbrögð íslenskra
karla hefðu verið harðari og reiði-
legri en fyrir 10 árum og að banka-
menn hefðu reynt að halda bönkun-
um opnum til að sýna að þeir gætu
án kvenna verið, að minnsta kosti í
einn dag.
Blöðin kvörtuðu yfír því að erfitt
hefði verið að fá nánari fréttir af
verkfallinu þar sem öll símaborð í
opinberum stofnunum virtust vera í
lamasessi vegna samstöðu síma-
meyja.
Voru meðal annars viðtöl við islensk-
ar konur, búsettar hér í London.
Sagt var að sumar íslenskar konur
hefðu skipað eiginmönnunum að
sofa í stofunni.
The Times hóf sína frétt á því að
segja að forseti íslands hefði ekki
mætt til vinnu þennan dag til að
sýna kynsystrum sínum stuðning.
Þetta kvennaverkfall væri svipað og
fyrir 10 árum nema nú hefðu karl-
mennirnir tekið þessu mun verr og
mikil reiði hefði brotist út í þeirra
röðum. Þeir hefðu reynt að halda
vinnustöðum opnum þrátt fyrir þetta
en þó hefðu öll íslensk símaborð
verið lömuð.
Daily Express sagði frá því að um
tvöleytið um daginn hefði aðaltorg
höfuðborgarinnar verið troðið af
kvenfólki hvaðanæva af landinu og
á skiltum hefði staðið „Aðeins fyrir
kvenmenn". Konurnar hefðu sungið:
„Við þorum, við getum, við viljum.“
Þá sagði frá því að skólum, versl-
unum, stjórnarráðsskrifstofum og
fleiri vinnustöðum hefði verið lokað
þar sem ekki hefði verið hægt að
halda uppi þjónustu með kvenfólkið
víðs íjarri. Meira að segja hefði for-
setinn tekið þátt i mótmælunum og
neitað að skrifa undir lög til að leysa
verkfall flugfreyja. Hún hefði þó
neyðst til að láta undan á endanum.
Á sama tíma mynduðust heillangar
biðraðir af fólki á Heathrow sem var
að reyna að komast til Islands en
einu svörin, sem fólkið fékk frá
kvenfólkinu í afgreiðslunni þar,
voru: „Sorry, we are on strike."
í laugardagsblaði Times var síðan
þriggja dálka frétt á forsíðu þar sem
sagði að Vigdís Finnbogadóttir for-
seti hefði neyðst til að skrifa undir
lögin sem bönnuðu verkfall flug-
freyja. Síðan hefur blaðið eftir Vig-
dísi forseta að það hafi verið mjög
óheppilegt að stjórnin skyldi hafa
neytt hana til að skrifa undir þennan
fimmtudag enda sýndi það að karl-
menn réðu ríkjum í stjórninni og að
þeir skildu ekki konur.
Blaðið segir að forsetinn hafi í
fyrstu neitað að skrifa undir en gefið
eftir þegar Matthías Bjarnason
samgönguráðherra hafi hótað að
segja af sér ef hún skipti ekki um
skoðun innan 90 mínútna.
Segir að Vigdís hafi beðið um frest
til að skrifa undir þangað til eftir
miðnætti en forsætisráðherra hafi
meinað henni það. Að lokum er sagt
að forsetinn hafi tekið á móti stórri
sendinefnd kvenna sem færðu henni
blóm, þrátt fyrir að hún hafi þurft
að láta í minni pokann fyrir körlun-
um.
Birmingham:
Karlar
reiðari nú
en fyrir 10
árum
Frá Ingunni Ólafsdóttur, frétta-
ritara DV í Birmingham:
Atburðirnir á Islandi þennan
fimmtudag fyrir viku vöktu athygli
fjölmiðla hér í Birmingham. Fyrir-
sagnir voru með ýmsum hætti: íslen-
skar konur mótmæla forréttindum
karla. Forsetinn tekur þátt í kvenna-
verkfalli. Á íslandi voru karlarnir
skildir eftir úti í kuldanum. Kvenna-
Þýskaland:
Vinstri
gerðu
meira úr
frí-
Frá Ásgeiri Eggertssyni, frétta-
ritara DV í Munchen:
Vestur-þýskir fjölmiðlar tóku já-
kvætt á kvennafrídeginum íslenska.
Þannig sögðu báðar stærstu sjón-
varpsstöðvarnar frá frídeginum í
fréttatímum sínum. Sagt var frá
deginum stuttlega í lokin en samt á
þann hátt að i gegn kom að um
óvenjulegan atburð væri að ræða.
Mörg dagblöð birtu lítt breytta
frétt frá þýsku fréttastofunni DPA.
Miðpunktur fréttarinnar var Vigdís
Finnbogadóttir forseti. Sagt var frá
því að forsetinn og þingkonur hefðu
tekið þátt í víðtæku verkfalli kvenna
undir slagorðinu „24 tímar án vinnu
kvenna“.
Með mótmælum sínum vildu kon-
urnar leggja áherslu á mikilvægi
kvenna í atvinnulífi á íslandi.
í föstudagsblöðum í Þýskalandi
mátti berlega sjá að vinstrisinnuð
blöð gerðu miklu meira úr kvennafrí-
deginum en hin sem teljast til hægri.
Frakkland:
Vigdís er
sæt!
Frá Magnúsi Ásgeirssyni, frétta-
ritara DV í París:
Kvennaverkfallið á íslandi hefur
ekki farið framhjá mörgum sem þar
búa. Aftur á móti virðast fjölmiðlar
og þar af leiðandi almenningur í
Frakklandi láta það sig litlu máli
skipta þótt helmingur íslensku þjóð-
arinnar taki sig saman og kreíjist
jafnréttis með verkfalli í einn dag.
Á fimmtudagsmorguninn var stutt
frétt á einni útvarpsrásinni, auk þess
sem dálitlar klausur voru í Le Monde
og Liberation. Fréttin í útvarpinu
kom um morguninn og klausurnar
tvær voru á stöðum sem ekki er veitt
mikil eftirtekt.
Til dæmis voru þennan sama dag
í stuttfréttadálkinum fréttir um að
nemendur í Mílanó hefðu tekið sig
saman og hent tómötum í ráðhúsið
jar í borg, leiðsögumenn í Belgíu
jyrftu nú að fara að nota latínu í
starfi sínu og það skapaði þeim viss
vandamál að bæta dauðu máli í
málasafn sitt því hvernig á að þýða
nútímaorð eins og „fatafella" yfir á
mál sem var hætt að nota fyrir
ævalöngu? Þarna var líka frétt um
að Shiyou, gamall og góður aðmíráll
í Kína, væri horfinn á vit feðranna.
Hjá þessu var svo örstutt frétt sem
fjallaði um að íslenski forsetinn
ætlaði í verkfall til að sýna stuðning
sinn við launajafnrétti.
En auk þess ætluðu aðrar konur á
Islandi líka í verkfall. Þessi frétt er
þó nógu löng til þess að Frakkar, sem
eru nokkuð naskir á að finna sér
umræðuefni, geti látið nokkur orð
um þetta frá sér fara.
Og það helsta sem bar á góma
varðandi þetta er að íslenski forset-
inn er kona. Og ekki nóg með það
heldur ljóshærð og bláeygð. Hún sé
forseti yfir þessum 250.000 og af því
að þarna séu svo fáir þá sé auðvelt
að fá viðtalstíma hjá henni. Við þetta
er svo gjarnan bætt að það væri
gaman ef Mitterrand, forseti Frakk-
lands, væri jafnfallegur og íslenski
forsetinn.
Þetta lýsir viðhorfi meirihluta
Frakka til jafnréttisbaráttu kvenna.
Hér er kona aðeins kona og á að
fylgja kynhlutverki sínu og þá opnar
franski séntilmaðurinn dyrnar fyrir
henni. Vel klædd og vel tilhöfð kona,
sem talar um föt og mat, á mörgum
sinnum meira upp á pallborðið hjá
almenningi en kona sem lýsir
óánægju með misrétti kynjanna. Og
þetta er kannski aðalástæðan fyrir
lítilli umfjöllun um kvennadaginn á
íslandi, 24. október 1985, hér í
Frakklandi.
Færeyjar:
Eyja-
skeggjar
ekkert
upp-
næmir
Edward T. Jónsson, fréttaritari
DVí Færeyjum:
„Kvennafrídagurinn heima á Is-
landi vakti ekki ýkja mikla athygli
hér í Færeyjum. Færeyingar verða
yfirleitt lítið uppveðraðir af kven-
réttindamálum, hafa á þeim lítinn
áhuga. Kvenréttindahreyfmg er hér
afar veikburða eða nánast engin.
Þannig séð mætti kannski segja að
Færeyjar séu eitt síðasta vígi karl-
rembunnar.
Útvarpið hér sagði þó stuttlega frá
þessu kvennastússi á íslandi. Aðal-
tíðindin þóttu vera þau að Vigdís
Finnbogadóttir, forseti Islands, tók
sér, eins og aðrar konur, frí frá störf-
um á kvennafrídaginn.
Vigdís Finnbogadóttir nýtur
raunar mikils álits í Færeyjum.
Færeyskir sjónvarpsmenn heimsóttu
hana einhvern tíma til Bessastaða
og höfðu við hana viðtal og létu
mikið af íslenska forsetanum. Síðan
er hún hér í miklum metum.
Það var aðeins eitt Færeyja-blaðið
sem vék að kvennafrídeginum á Is-
landi. I „14. september" birtist grein
eftir þingkonuna Karen Kjölbro. Lét
hún þar í ljós mikla hrifningu á þessu
tiltæki íslenskra kvenna. I greininni
rifjaði hún einnig upp ferð sína á
alþjóðakvennaráðstefnuna á liðnu
sumri og nefndi þá meðal annars að
það hefði vakið mikla hrifningu á
ráðstefnunni þegar íslenski fulltrú-
inn bar þingheimi kveðjur frá forseta
íslands.
Manna á meðal hefur þetta enga
athygli vakið hér í Færeyjum og
ekkertborið á góma.