Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1985, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1985, Blaðsíða 31
DV. FIMMTUDAGUR 31. OKTOBER1985. 31 Peningamarkaður Sandkorn Sandkorn Innlán með sérkjörum Alþýðubankiim: Stjömureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65—74 ára geta losaö inn- stæður með 6 mánaða fyrirvara, 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikning- arnir eru verðtryggðir og með 8% nafnvöxt- um. Þriggja stjörau reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lif- eyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- ' stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafn- vextir eru 29% og ársávöxtun 29%. Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir 27%, en 2% bætast við eftir hverja þrjá mán- uði án úttektar upp í 33%. Arsávöxtun á óhreyfðri innstæðu er 33,5% á fyrsta ári. Búnaðarbankinn: Sparibók með sérvöxt- um, Gullbókin, er óbundin með 34% nafnvöxt- um og 34% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reikn- ings reynist hún betri. Af hverri úttekt drag- ast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. 18 mánaða reikningur er með innstæðu bundna í 18 mánuði á 36% nafnvöxtum og 39,2% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru annaðhvort með 28% nafnvöxtum og 30% árs- ávöxtun eða verðtryggðir og með 3,5% vöxt- um. Hærri ávöxtunin gildir hvern mánuö. A hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging auk 2% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir 30.06. og 31.12. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 34% nafnvöxtum og 34% ársávöxtun eða ávöxtun 3ja mánað verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast «1,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrst 22%, eftir 2 mánuði 23,5%, 3 mánuði 25%, 4 mánuði 26,5%, 5 mánuði 28%, eftir 6 mánuði 29,5% og eftir 12 mánuði 31,6%. Árs- ávöxtun á óhreyfðu innleggi er 34,1%, eða eins og á 3ja og 6 mánaða verðtryggðum reikning- um reynist hún betri. Vextir færast tvisvar á ári. Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankan- um, nú 34,6%, eða ávöxtun 3ja mánaöa verð- tryggðs reiknings með 1% nafnvöxtum sé hún betri. Samanburður er gerður mánaðar- lega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir sparisjóðsvextir, 22%,þannmánuð. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er óbundinn. Þá ársfjórðunga sem innstæða er óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu sinni eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár- reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun ann- aðhvort 34,8% eða eins og á verðtryggðum 6 mánaða reikningum með 3,5% nafnvöxtum. Af úttekinni upphæö reiknast almennir spari- sjóösvextir, 22%, og eins á alla innstæðuna innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila árs- ’ fjórðung. Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum, 32% með 34,3% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn- stæðu í hverjum ársfjórðungi. Reynist tromp- vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður innan mánaðar bera trompvexti sé reikningurinn eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari- sjóðsvexti, 22%. Vextirfærastmisserislega. Spariskírteini Spariskírteini Ríkissjóðs Islands eru seld í Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð- um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum. Nýj- ustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og 100 þúsund krónur. IjVið kaup á viðskiptavixium og viðskiptaskulda bréfum er miðað við sérstakt kaupgengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá sparisjóðunum í Hafnarfirði, Kópavogi, Keflavik, Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára en inn- leysanleg eftir þrjú ár, 10.09.88. Nafnvextir 7%. Vextir, vaxtavextir og verðbætur greið- ast með höfuðstól við innlausn. Með vaxta- miðum, skirteini til mest 15 ára, innleysanleg eftir 5 ár, 10.09.90. Vextir eru 6,71% á höfuð- stól og verðbætur, reiknaðir misserislega og greiddir út gegn framvísun vaxtamiða. Verð- bætur greiðast með höfuðstól við innlausn. Með hreyfanlegum vöxtum og 50% vaxta- auka, til 18 mánaða eða 10.03. 87. Vextir eru meðaltal vaxta á 6 mánaða verðtryggðum reUmingum bankanna og með 50% álagi. Vextir, vaxtavextir, vaxtaauki og verðbætur greiðast með höfuðstól við innlausn. Gengis- tryggð skírteini eru til 5 ára, 10.09.90. Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR og bera 9% vexti. Vextir og vaxtavextir greiðast við inn- lausn með höfuðstól, í samræmi við stöðu SDR. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru tU sölu hjá verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteigif- anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverð- tryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau eru seid með afföUum og ársávöxtun er almennt 12—18% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkisins, F-lán, nema á 4. ársfjórðungi 1985: tU einstaklinga 720 þúsundum króna, 2—4 manna fjölskyldu 916 þúsundum, 5 manna og fleiri 1.073 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sér- tUvikum) 1.237 þúsundum. Lánin eru tU 31 árs. Lán til kaupa á eldri íbúöum, G-lán, nema, á 4. ársfjórðungi 1985: tU kaupa í fyrsta sinn hámark 348 þúsund krónur tU einstaklings, annars mest 139—174 þúsund. 2—4 manna fjölskylda fær mest 442 þúsund í fyrsta sinn, annars mest 177—221 þúsund, 5 manna eða stærri fær met 518 þúsund í fyrsta sinn, annars mest 207—259 þúsund krónur. Láns- tímier21ár. Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns- kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum. Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól, aðeins vextir og verðbætur. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, láns- upphæðir, vextir og lánstíma. Stysti tími að lánsrétti er 30—60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru á bilinu 150—700 þúsund eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verðtryggð og með 5—8% vöxtum. Lánstimi er 15—35 ár. Biðtími eftir iánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt viö flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuöstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextirnir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 22% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tím- ans 1.220 krónur og ársávöxtunin þannig 22%. Liggi 1000 krónur inni í 6+6 mánuði á 22% nafnvöxtum reiknast fyrst 11% vextir eftir 6 mánuði. Þá er upphæðin orðin 1110 krónur. Á hana koma svo 11% vextir eftir næstu 6 mán- uöi. Þannig verður innstæöan i lok timans 1.232 krónur og ársávöxtunin 23,2%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru 3,75% á mánuði eða 45% á ári. Dagvextir reiknast samkvæmt þvi 1,125%. Vísitölur Lánskjaravisitala í október 1985 er 1.266 stig, en var 1.239 stig í september. Miðað er við grunninn 100 í júní 1979. Byggingarvísitala á 4. ársfjórðungi 1985 er 229 stig á grunninum 100 frá janúar 1983 en 3.392 stig á grunni 100 frá 1975. Sparisjóði Reykjavíkur og Sparisj. vélstj. 2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% á ári, bæéi á verðtryggé og óverðtryggð lán, nema i Alþýðubankanum og Verslunarbankanum. VEXTIR BANKA OG SPARISJÖÐA1%) 21.-31.10.1985. iNNiÁN MEO SÉRKJÖRUM SJA SÍHLISTA INNLÁN ÓVEROTRYGGÐ SPARISJÖOSBÆKUR SPARIREIKNINGAR SPARNADUR LANSRÉTTUR INNLANSSKlRTEINI TÉKKAREIKNINGAR INNLAN verðtryggð SPARIREIKNINGAR INNLÁN GENGISTRYGGO GJALDEYRISREIKNINGAR UTLÁN ÓVERÐTRYGGÐ ALMENNIR VlXLAR VIOSKIPTAVlXLAR ALMENN SKULDABRÉF VIÐSKIPTASKULDABRÉF HLAUPAREIKNINGAR ÚTLÁN VERÐTRYGGÐ SKULDABRÉF ÚTLÁN TIL FRAMLEIÐSLU VEGNA INNANLANDSSÖLU VEGNA UTFLUTNINGS Úburxhn mnstnða 22,0 22.0 22.0 22.0 22,0 22.0 22.0 22.0 22,0 22,0 3ja mánada uppsögn 25,0 26,6 25.0 25.0 23.0 23,0 25.0 23.0 25.0 25.0 6 mónaóa uppsogn 31.0 33.4 30.0 28.0 28.0 30.0 29.0 31.0 28.0 12 mánaða uppsogn 32.0 34.6 32.0 31.0 32.0 Sparað 3-5 mánuói '25.0 23.0 23.0 23.0 23.0 25.0 25.0 Sparað 6 mán. og mc*a 29,0 26.0 23,0 29.0 28.0 Ti 6 mánaða 28,0 30.0 28,0 28.0 AvisanareArangar 17.0 17,0 8,0 8.0 10.0 8.0 8.0 10.0 10,0 Hlauparerkningar 10.0 10.0 8.0 8.0 10.0 8.0 8.0 10.0 1Í0 3ja mánaða uppsogn 2.0 1.5 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 2.0 1.0 6 mánaða uppsogn 3.5 3,5 3.5 3.5 3.0 3.0 3.0 3.5 3.0 Bandaríkjadolarar 8.0 8.0 7.5 7.0 7.5 7,5 7.5 7.5 8.0 11.5 Sterfangspund 11.5 11.5 11.0 11.0 11.5 11.5 11.0 11.5 Vestur þýsk mork 5.0 4.5 4,25 4.0 4.5 4,5 4.5 5.0 4.5 Danskar krónur 10.0 9.5 8.0 8.0 9.0 9.0 9.0 10.0 9.0 (forvextir) 30,0 30,0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 (forvextx! 32,5(11 kge 32.5 kge 32.5 kge kge kge 32,5 32,0(2) 32,0 32.0 32.0 - 32.0 32,0 32,0 32,0 32.0 33.5 1) kge 33,5 kge 33.5 kge kge kge 33,5 Yfirdrátlur 31,5 31,5 31.5 31,5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 Að 2 1/2 ári 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 Lengri en 2 1/2 ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 27,5 27.5 27.5 27.5 27.5 27.5 27.5 27.5 27.5 SDR reéramynt 9.5 9.5 9,5 9.5 9.5 9.5 9,5 9.5 9,5 Sigurður Hallmarsson, Húsavik. Langt að kominn 1 Hestinum okkar, nýj- asta tölublaði, er sagt á hressilegan hátt frá ýmsu spaugilegu sem geröist á Fjðröungsmótinu á Víði- völium í sumar. Við gefum blaðamanni, Albert Jð- hannssyni, orðið: „Það var spennandi að fylgjast með dómnum á Hvammsvellinum. Enn er brekkan hálfgróin, en menn þurrkuöu bara af sér rykið þegar upp var staðið. Fólk- ið kom sér vel fyrir og sagði álit sitt á því sem var að gcrastávellinum. Sigurður Hallmarsson á Húsavík spurði: „Hvaðan erþessihestur?” Ég sagði sem var, að hann væri húnvetnskur. Uraræddur hestur var í sýu- ingu og lét knapinn hann feta óvenjuhægt. Þá varð Sigurði að orði: „Og var hann að koma að norðan!” asta par Eins og alþjóð veit tók Kristófer Már Kristinsson sæti á Alþingi í fjarveru Guðmundar Einarssonar bandalagsmanns á dögun- um. Þótti það góð skvetta á myliu gárunganna þegar Kristófer var vísað til sætis við hlið Kristínar Kvaran á þingflokksfundi BJ. Sam- skipti þeirra tveggja höfðu nefnilega átt lítið skylt við ástir samlyndra hjóna vik- urnar áður en Kristófer fór á þing. Friðrik Sophusson var einn þeirra sem hafði sæta- skipanina í huga þegar hann heilsaði Kristófer Má og bauö hann velkominn á þing. „Þiö tvö cruð bara allra myndarlegasta par,” sagöi Friðrik þá. En svo fór að Kristófer mætti aldrei á þingflokks- KristínKvaran. fundinn. Hann sátu aðeins Kristín og Kolbrún Jóns- dóttir. Af því tilefni sagði Kristófer að hann gæti allt eins setið fund með sex krötum eins og tveim, og átti þá við þingflokk Al- þýðuflokksins. Þegar menn stofna félög eða fyrirtæki reyna þeir yfirieitt að velja á þau stutt og þjál nöfn. Undanteknlng- ar eru á þessu eins og sjá má i Lögbirtingi. Þar var nýlega tilkynnt um stofnun sameignarfélags með ótak- markaðri ábyrgð undir nafninu: „Samtök mynd- listarmanna, arkitekta, rokkara, trúða og alvar- legra raunsærra tónlistar- manna sf.” Ekki vitum við hvort það er tilviljun en skammstöfun á þessari langloku gæti sem best verið SMART! Konur léku á KEA Konur, sem vinna hjá KEA og Iðnaðardeild sam- bandsins, léku heldur betur á vinnuveitendur sína í til- efni kvcnnaf rídagsins. Nokkru fyrir þann dag birtist í blaðinu Degi heil- síðuauglýsing þar sem kynnt var dagskrá dagsins. Einnig hvöttu hin ýmsu stéttarfélög meðlimi sína til að taka sér frí umræddan dag. Vakti það athygli að undir auglýsinguna skrif- uðu einnig Iðnaðardeild sambandsins og Kaupfélag Eyfirðinga, en um 70% starfsfólks þessara tveggja fyrirtækja eru konur. í fyrstu héldu einhverjir að forkólfar SÍS væru að springa af frjálslyndi og víðsýni úr því að þeir væru farnir að hvetja konur til dáða. En svo kom í ljós að kon- urnar höfðu leikið á fyrir- tækin. Þær höfðu ofur sak- leysislega beðið um styrkt- arlínu í auglýsingu. For- ráðamennirnir voru svo bláeygir að þeir spurðu ekki einu sinni um texta viðkom- andiauglýsingar. En Iðnaðardeildin bjarg- aði því sem bjargað varð með veggspjaldatilkynn- ingu að hætti Maós heitins. Var á þann hátt tilkynnt á vinnustöðum aö Iðnaðar- deildin hvetti ekki til þess að konur tækju sér frí um- ræddan dag. Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir. Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir BÍÓHÖLLIN - BORGARLÖGGURNAR ★ ★ ★ ★ ★ ★ Frábær ★ ★ ★ Góð ★ ★ Miðlungs ★ Léleg O Afleit LÖGGULEIKUR Borgarlöggurnar (Cify Heat.) Leikstjóri: Richard Benjamin. Handrit: Sam O. Brown og Joseph C. Stinson. Kvikmyndun: Nick McLean. Tónlist: Lennie Niehaus. Aöal- leikarar: Clint Eastwood, Burt Reynolds, Jane Alexander og Madeline Kahn. Sjálfsagt hefur það verið draumur margra kvikmyndaframleiðenda að fá Clint Eastwood og Burt Reyn- olds til að leika saman í kvikmynd. Þetta hefur nú tekist og er árang- urinn Borgarlöggurnar, sem að sjálfsögðu er um löggur, enda eru þau orðin ófá lögguhlutverkin sem þessir reyndu kappar hafa leikið. En þvi miður hefur árangurinn ekki orðið í samræmi við erfiðið. Borgarlöggurnar er aðeins miðl- ungsskemmtun og hafa báðir kapp- arnir leikið í mun betri löggumynd- um áður hvor í sínu lagi. Vandræðin við Borgarlöggurnar voru fljótt orðin blaðamál. í fyrstu var ráðinn leikstjóri hinn þekkti gamanmyndahöfundur Blake Ed- wards. (Hann er annar handrits- höfunda undir dulnefninu Sam O. Brown.) Honum lenti eitthvað saman við stjörnurnar og var lát- inn fara. Richard Benjamin, fyrr- verandi leikari, núverandi leik- stjóri, tók við stjórninni. Borgarlöggurnar eru, eins og nafnið bendir til, um löggur. Mynd- in gerist á bannárunum í stórborg. Önnur löggan er Speer (Clint East- wood) sem er samviskusamur lög- reglumaður á litlu kaupi i borgar- lögreglunni. Hinn er Murphy (Burt Reynolds) sem er einkalögga og er í vafasömum viðskiptum ásamt félaga sínum við undirheima borg- arinnar. Endar það með að félagi hans er drepinn. Skilur hann eftir hjá Murphy bókhaldsgögn sem Burt Reynolds og Clint Eastwood í hlutverkum sínum. undirheimalýðnum er annt um. Hefst nú mikill darraðardans um gögnin og liggja leiðir þeirra Speer og Murphy saman á hinum ólíkleg- ustu stöðum. Það sem gerir það að verkum að myndin Borgarlöggurnar er ekki eins vel heppnuð og ætla hefði mátt er fyrst og fremst sú staðreynd að þau atriði, sem fyndin eiga að vera, eru alls ekki nógu fyndin og spennuatriðin, þótt vel séu gerð, ná aldrei að virka alvarlega. Það er eins og hafi verið togast á um hvort ætti að gera hreinræktaða sakamálamynd eða gamanmynd. Sjálfsagt liggur ástæðan fyrir burt- för Blake Edwards í þessari tog- streitu. Eins og áður sagði hafa þeir Clint Eastwood og Burt Reynolds oft gert betur, sérstaklega á þetta við um Eastwood. Hann er oft á tíðum eins og illa gerður hlutur. Burt Reynolds kemst betur frá sínu, enda hefur hann meiri hæfleika til 'gamanleiks en Eastwood. Aðrir leikarar koma minna við sögu. Það er týpiskt fyrir aðstandendur myndarinnar að velja jafnólíkar leikkonur í kvenhlutverkin. Jane Alexander er þekkt skapgerðar- leikkona. Á móti henni er sett gamanleikkonan Madeline Kahn og er varla hægt að hugsa sér ólík- ari leikkonur. Borgarlöggurnar er mynd sem hefði átt að vera betri. Eins og hún kemur fyrir sjónir er hún í besta falli sæmileg afþreying. Hilmar Karlsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.