Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1985, Síða 36
36
DV. FIMMTUDAGUR 31. OKTOBER1985.
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
íslandsmeistaramót í diskódansi:
Helena Jónsdóttir,
17 áraReykja-
víkurmær,
sigurvegari
—fer í heimsmeistarakeppnina
á Indlandi í desember
Það eru oft œði
sórkennileg til-
þrif í diskó-
dansi. Hór sóst
einn keppandinn
fetta sig og
bretta eftir
kúnstarinnar
reglum.
DV-myndir KAE.
Það krefst
mikillar og góðr-
ar líkamsþjálf-
unar að dansa
diskódans og
það er ekki
hægt að segja
annað en að
Helena só lipur.
Urslitakeppni Islandsmeistaramóts-
ins í diskódansi fór fram í Hollywood á
sunnudagskvöldiö. Undanúrslita-
keppni hafði farið fram áður bæði í
Reykjavík og á Akureyri. I úrslit kom-
ust 2 frá Akureyri og 5 frá Reykjavík.
Eftir mikla og harða keppni var það
Helena Jónsdóttir, 17 ára Reykjavíkur-
mær, sem bar sigur úr býtum. Verður
hún fulltrúi Islands í heimsmeistara-
keppninni í diskódansi sem fer fram á
Indlandi 5. desember. Fer hún þangað
ásamt Ástrósu Gunnarsdóttur sem sá
um tilhögun keppninar hér, auk þess
að vera formaður dómnefndarinar.
Var alveg
á taugum
,,Eg átti alls ekki von á því að sigra.
Eg var alveg á taugum allan tímann og
var algerlega búin að vera eftir keppn-
ina því þetta var mjög erfið keppni,”
sagöi hinn nýi Islandsmeistari í diskó-
dansi, Helena Jónsdóttir.
Hún segist hafa æft alls kyns dans í 8
ti! 10 ár, en hefur þó aðallega lagt
stund á diskó- og jassdans ásamt
ballett.
Keppendur þurftu að semja 1 1/2
mínútu dans fyrir keppnina og sýna
hann síðan í keppninni. Ekki sagðist
Helena hafa mikla þjálfun í því að
semja dansa en það hefði þó gengið
ágætlega í keppninni.
Á næstunni verður mikið að gera hjá
Helenu því hún verður að æfa stíft fyrir
keppnina á Indlandi. Mun hún njóta
leiðsagnar Ástrósar Gunnarsdóttur
fram aö keppninni. Helena sagöist ekki
vita mikið um heimsmeistarakeppn-
ina, aðeins þaö sem hún hefði séö í
sjónvarpinu þegar Astrós var að keppa
þar.
Helena, sem er þegar farin að kenna
sjálf, segist ætla að halda áfram í
dansinum og stefna á þaö að gera hann
að atvinnu sinni í framtíðinni eða alla-
vega eitthvað í sambandi við dans. Vel
kæmi til greina að fara út að læra og þá
helst til Bretlands eða Bandaríkjanna.
„Það má segja að ég sé öll á kafi í
dansinum. I raun kemst ekkert annað
áhugamál að hjá mér en dansinn,”
sagði Helena Jónsdóttir, nýkrýndur
Islandsmeistari í diskódansi, að lok-
um. -SMJ.
Dansinn krefst mikillar einbeitingar
og innlif unar eins og sóst hór þar
sem Helena er djúp hugsi.
Tilþrifin eru glæsileg hjó sigur-
vegaranum enda veitir ekki af þvi
keppnin var hörfl. Þafl liggur vifl
að sumir áhorfendur trúi ekki sin-
um eigin augum.
Hór er Helena 1 svanahoppi og
dómnefndin fylgist ábúðarmikil
mefl og spáir i stilinn.
Hór fær Helena sannkallaflan sigurkoss frá Rúrik Vatnarssyni sem
sigraði í þessari keppni i fyrra.