Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1985, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1985, Síða 40
Darraðardansinn á Keflavíkurflugvtílli: Lítið elds- neyti sögð skýringin I skýrslu flugmálastjómar á Keflavíkurflugvelli um lágflug bandarískra orrustuvéla yfir flug- vél sovéska utanríkisráðherrans kemur fram að þrjár orrustuvél- anna hafi tilkynnt um litlar elds- neytisbirgðir, og því hafi orðið að leyfa þeim að lenda. Þessi útskýr- ing hafði ekki áður komiðfram. I skýrslunni segir að sovéski flugmaðurinn hafi sagst reiðubúinn til brottfarar: „Þá gaf flugumferö- arstjóri F—15 vélunum fyrirmæli um að víkja úr umferöarhring. Flugmaður fyrstu F—15 tilkynnti þá: „Low on fuel, have to land.” Síöan tilkynntu tvær F—15 vélar þaðsama.” Flugmálastjóm segir að fjórar vélanna hafi lent á tímabilinu 10.45 til 10.50. Þá hafi flugvél utanríkis- ráðherrans hafið sig á loft. Síðan hafi þrjár F—15 vélar til viðbótar lent en þær hafi beðið lendingar á meðan flugvél Sévardnadzes tók sigáloft. Sjónarvottar segja að orrustu- þoturnar hafi stigið darraðardans yfir vél ráðherrans. En flugvallar- stjóri á Keflavíkurflugvelli, Pétur Guðmundsson, sagði við DV í gær að það gæti hafa valdið misskiin- ingi að þoturnar kæmu tvær saman til lendingar en aðeins ein lenti í einu. Hin tæki á sig sveig og kæmi svo inn tii lendingar. Sjónarvottar segja að sovéska vélin hafi þurft að biða í 17 mínút- ur, en flugvallarstjóri segir að það hafi aðeins verið í 10 mínútur. „Það fer eftir þvi hvemig formúlu menn nota. Eg held að við ættum að vita þetta betur en almenningur,” sagöi Pétur í samtali við DV i gær. I því samtali gat hann þess ekki að F— 15 vélamar hefðu tilkynnt um litlar eldsneytisbirgöir, aðeins að vélar í flugi heföu átt réttinn yfir yél á — sjánánarbls. 2. BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA 25050 SENDIBÍLASTÖÐIN HF Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá i síma 68-78-58. Fyrir hvert fróttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1985. Vemd hafnartilboði: FlyturáLauga- teig eftir viku Á fundi aðalstjómar félagasam- takanna Vemdar var samþykkt einróma að hafna kauptilboði Reykjavikurborgar í húseign Verndar að Laugateigi 19. Að sögn Jónu Gróu Sigurðardóttur, for- manns Vemdar, er stefnt aö því að flytja starfsemi Vemdar að Lauga- teigi 19 eftir um viku. I bréfi sem Vemd hefur sent borgarstjóra er þeirri hugmynd al- gjörlega hafnað að Vernd selji borginni húsiö að Laugateigi 19 og Qytjistarfsemi sína í aðra borgar- hluta og í smærri einingar. I bréf- inu segir að það hafi lengi verið langþráöur draumur samtakanna að flytja starfsemina undir eitt þak. Sú hugmynd sé m.a. tekin út frá samskonar húsum í New York þar sem heppilegt þyki að hafa 20 vistmenn. Þá er tilboði borgarinnar hafnað vegna þess að óvissa ríkir um endanlega úriausn húsnæðismála Verndar og afstaða íbúa í öðrum hverfum sé ekki könnuð. Bréfinu fylgir einnig bréf frá vistmönnum Veradar. .. það myndi hvaríla að okkur að við vær- um þriðja flokks þjóðfélagsþegnar ef við yrðum að flytja í eitthvert verksmiðjuhverfi eða í útjaðar Reykjavíkurborgar,” segja vist- menn og segjast vilja sýna íbú- um Teigahverfis aö þeir séu góðir nágrannar. APH leð faiiglð f af sprengj Skyndibitastaðurinn Sprengisandur verður opnaður með viðhöfn um helgina. Opnunar- hótíðin verður allsérstœð, því þó munu fimmtón manns úr Hjólparsveit skóta sjó um mikla flugeldasýningu. Sprengiveislan verður haldinn annað kvöld kl. 22, ef veður leyfir. Ef ekki verður henni frestað til kl. 22 ó laugardagskvöld. Um 250 kg af púðri og sprengiefni verður skotið í loftið við þetta tækifseri. Staðurinn sjólfur verður opnaður kl. 11 6 laugardags- morgun. A myndinni er Tómas Tómasson, einn eigandi Sprengisands, ósamt starfsmönn- um Hjólparsveitarlnnar. Eins og sjó mó er það ekkert smóræði af sprengiefni sem 6 að fuðra upp annað kvöld. Staðurinn ætti þvf að bera nafn með rentu. -JSS/DV-mynd GV.A LOKI Við förum víst á Fantateiginn! FySSa þarf250 milljóna króna spariskírteinagat: „Þetta er skelfilegur misskilning- ur að stilla ríkinu og atvinnulífinu upp sem andstæðingum á sparifjár- markaðnum. Ríkiö á aö skapa alls konar skilyröi til verðmætasköpunar og veita margvíslega þjónustu. Núna vantar um 250 milljónir til þess aö áætlanir um spariskírteinasölu standist og við kjósum frekar að ná þeim inn en taka erlend lán,” segir Arndís Steinþórsdóttir, deildarstjóri í fjármálaráöuneytinu. Þarna er hún meðal annars aö „Ríkið er líka í atvinnulíf inu” svara gagnrýni Péturs Blöndal, for- stjóra Kaupþings hf., í DV í gær um að ríkið yfirbjóði atvinnulífið og haldi uppi vöxtum með tilboðssölu á spariskírteinum þessa dagana. Arn- dís segir að frá áramótum til 17. október hafi innlausn eldri spariskír- teina numiö 1.463 milljónum en sala á nýjum bréfum 978 milljónum króna. Þetta segir þó ekki nema hálfa sög- una því aö á móti innlausn spariskír- teina koma afborganir af endurlán- um vegna sölu gömlu skírteinanna. Þær nema nú um 635 milljónum. Þessar afborganir og sala nýrra skírteina nema því samanlagt 1.613 milljónum eða 150 milljónum króna hærri upphæð en innleystu skírtein- in. Þær 150 milljónir ganga upp í áætlun um 400 milljóna sölu nýrra skírteina á árinu og þá vantar enn 250 milljónir þar upp á. „Af einhverjum ástæðum varð snöggur afturkippur í spariskírteina- sö'unni í september. Þangað til nam salan 77,7% á móti innlausn, en í september og fram til 17. október að- eins 34,7%. Þannig varð þetta gat til sem við erum nú að reyna aö fylla,” segir Arndís. Hún segir að sala á spariskírteinum meö afföllum muni aöeins standa um skamman tíma. Þau eru bundin til þriggja ára, seld á gengi 94 og gefa 9,23% ársávöxtun umfram verðtryggingu. HERB FR ÉTTASKOTIÐ Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Sjálf stæðismenn sitja enn á kvótaf rumvarpinu: Samþykkja líklega kvóta tll eins árs Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur ekki enn tekiö til umræðu frumvarp sjávarútvegsráðherra um fiskveiðistefnu til þriggja ára, þrátt fyrir yfirlýstan vilja ráðherrans að frumvarpinu verði flýtt í gegnum stjómarflokkana og lagt fram á Al- þingi hið fyrsta. A mánudaginn var lögð fram ítrekun sjávarútvegsráðherra á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins þess efnis að þingflokkurinn af- greiddi frumvarpið frá sér. Það kom fram á fundinum að ekki er ætlunin að ræða frumvarpið fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku. Framsóknarmenr. hafa þegar samþykkt að frumvarpið verði lagt fram á Alþingi. Þeir hafa þá óbundnar hendur um afstöðu til þess. Ástæðan fyrir þessum seinagangi í þingflokki Sjálfstæðisflokksins er m.a. sú að vilji er fyrir því að sjá fyrst hver afstaða hagsmunasam- taka innan sjávarútvegsins verður til frumvarpsins. Aðalfundir þeirra verða haldnir í byrjun næsta mánuöar. Þá hefur einnig orðið vart við mjög skiptar skoðanir til frumvarps- ins innan þingflokksins. Nokkrir þingmenn hafa lýst því yfir að þeir séu andvígir kvótafyrirkomulaginu. Þá eru einnig deildar meiningar um gildistima frumvarpsins. Ekki er ljóst hver endanleg af- staða Sjálfstæðisflokksins og Al- þingis verður til frumvarpsins. Heimildir í þingflokki Sjálfstæðis- flokksins segja að liklegast sé að kvótakeríið verði samþykkt en aðeins til eins árs. Það var einmitt afstaða þingsins seinast þegar fjáll- að var um kvótakerfið. APH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.