Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1986, Síða 4
4
DV. ÞRIÐJUDAGUR11. MARS1986.
Flugleiðafokker með 45 manns um borð hætt kominn:
Hætti við flugtak en
hafnaði á Suðurgötu
- flugvélin mikið skemmd, ef ekki ónýt
■ ruddi niður girðingu
Litlu munaði að stórslys yrði
þegar Fokkervél írá Flugleiðum
með 45 manns um borð hafnaði á
Suðurgötunni klukkan hálftólf í
gærmorgun eftir misheppnaða til-
raun til flugtaks af Reykjavíkur-
flugvelli. Flugvélin er mikið
skemmd, ef ekki ónýt.
Stór olíubíll var nýfarinn eftir
Suðurgötunni, þar sem hún liggur
um 50 metra frá flugbrautarendan-
um, þegar ílugvélin þeyttist fram
af. Þá var ungur drengur staddur
nærri. Má teljast mildi að engan,
hvorki farþega um borð, áhöfn né
vegfarendur, skyldi saka.
Flugvélin TF-FLO, eða Árfari, er
yngsta Fokkervél Flugleiða, smíðuð
árið 1969. Hún var að leggja upp í
flug til Fatreksfjarðar og Þingeyrar.
Flugstjórinn, Arni Sigurbergsson,
virðist hafa hætt við flugtak á síð-
ustu stundu, í þann veginn sem
flugvélin var að byrja að lyftast af
austur-vesturbraut Reykjavíkur-
flugvallar.
Samkvæmt frásögn sjónarvotta
var flugvélin á móts við afgreiðslu
innanlandsflugs Flugleiða þegar
flugmennimir hófu að nauðhemla
með hjólabremsum og með því að
breyta skurði skrúfublaðanna.
Það sem eftir var af 1490 metra
langri flugbrautinni dugði ekki til
að stöðva flugvélina. Þeyttist hún
freim af blautri flugbrautinni og
ruddi niður flugvallargirðingu.
Framhjólið brotnaði undan og vélin
féll á nefið. Stöðvaðist hún ekki
fyrr en á Suðurgötunni.
Farþegar og áhöfn komust af eigin
rammleik frá borði án þess að meið-
ast. Fljótlega dreif að slökkvilið,
sjúkralið, lögreglu, björgunarsveit
svo og mörg hundruð forvitna
áhorfendur.
I fljótu bragði mátti sjá að fram-
endi flugvélarinnar, vinstri vængur
og skrúfublöð eru mikið skemmd.
Hugsanlegt er að hreyfill sé ónýtur.
„Okkur sýnist að flugvélin sé
töluvert mikið skemmd. Það getur
tekið langan tíma að gera við hana
ef það svarar kostnaði að gera við
hana,“ sagði Sigurður Helgason,
forstjóri Flugleiða, á vettvangi í
gær.
„Við munum þurfa að fá nýja vél
mjög fljótlega," sagði Sigurður.
Fokkervél Landhelgisgæslunnar
getur ekki hlaupið í skarðið þar sem
hún verður í skoðun næstu 3-4
vikur.
-KMU
Flugvélin á Suðurgötunni um tíu minútum eftir óhappið. Lögregla og björgunarsveit girða af vettvang. Olíubíll kominn til að dæla eldsneyti af vélinni.
DV-mynd:S.
Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir
I dag mælir Dagfari_______i dag mælir Dagfari_______I dag mælir Dagfari
Roðhænsn eða ráðherra
í helgarblaði DV er athyglisvert
viðtal við einn af merkustu kvik-
myndaframleiðendum þjóðarinnar.
Þetta viðtal þurfa sem flestir að
lesa. Hann tekur ráðherrana í karp-
húsið í ómyrku máli og lýsir yfir því
að annaðhvort séu þeir roðhænsn
eða ráðherrar. Áður en viðtalið er
allt kemur i ljós hvers vegna ráð-
herrarnir eru ekki ráðherrar heldur
roðhænsn. Ástæðan fyrir því að
kvikmyndaframleiðandinn kemst
að þessari niðurstöðu er sú að kvik-
myndasjóður hefur verið skorinn
niður og kvikmyndaframleiðendur
fá ekki lengur nærri nóg upp í tapið
á bíómyndunum sínum.
Nú er það venjulegast þannig, þar
sem kvikmyndir eru framleiddar í
útlöndum, að þær eru miðaðar við
það að einhver nenni að horfa á
þær. Með þeim hætti er reiknað með
því að myndin standi undir kostnaði
og nægilega margir vilji kaupa sig
inn í bíóið til að horfa á hana, þannig
að framleiðslan borgi sig. Þessi
kvikmyndaiðnaður hefur blómgast
i marga áratugi og sagður vel ábata-
samur, enda fremur algengt að fólk
fari í bíó til að sjá góðar myndir.
Hér á landi hafa mörg vegleg bíóhús
verið reist og sýnast ganga ágæt-
lega, enda þótt margar og fjölbreyti-
legar myndir séu á boðstólum
hverju sinni. Þar að auki eru vídeó-
leigur á hveiju götuhorni sem
sömuleiðis bjóða almenningi bíó-
myndir til leigu og má fullyrða að
þjóðin hafi ekki annað fyrir stafni á
kvöldin en að horfa á bíómyndir sem
hún nennir að horfa á.
Jafnvel þótt fyrir komi að videó-
leigum sé lokað stöku sinnum
spretta nýjar upp jafnharðan, enda
nógu margir reiðubúnir til að hella
sér út í samkeppnina, og má líkja
þessu við gullæðið í Klondyke, þar
sem ævintýramennirnir gera sér
greinilega grein fyrir að stóri vinn-
ingurinn og markaðurinn sé fyrir
hendi með þrautseigju og útsjónar-
semi.
Af einhveijum illskiljanlegum
ástæðum má það teljast til hreinna
undantekninga ef bíóhús eða videó-
leigur maka krókinn á íslenskum
myndum. Ekki verður þó kvartað
undan því að þær hafi ekki verið á
boðstólum. Og vel auglýstar. Sumar
þeirra hafa jafnvel verið til sýnis
löngu eftir að nokkrum manni dett-
ur í hug að horfa á þær. Fróðir
menn halda því þó fram að ef vel
sé Ieitað í öllum þeim aragrúa kvik-
mynda, sem framleidddar eru, megi
finna að minnsta kosti þó nokkuð
margar sem séu verri heldur en þær
íslensku. Gallinn mun hins vegar
vera sá við islensku kvikmynda-
framleiðsluna að hún er yfirleitt
sniðin fyrir framleiðandann en ekki
áhorfendurna. Þetta hafa áhorfend-
ur smám saman fundið út og því eru
þær ekki sóttar.
Auðvitað er þetta dónaskapur
gagnvart íslenskri listgrein sem
ástæða er til að fordæma. Sérstak-
lega ber að fordæma ráðherra og
ríkisstjórn fyrir þetta hneyksli. Ef
mark á að taka á kvikmyndafram-
leiðandanum í helgarviðtalinu þá er
allt eins líklegt að aðsóknarleysið
sé beinlínis ráherrunum að kenna.
Og er þá komin skýringin á því
hvers vegna þeir eru roðhænsn en
ekki ráðherrar. Veslings framleið-
endurnir vita ekki sitt ijúkandi ráð.
Þeir hafa sett fram réttmæta kröfu
um að ríkissjóður og kvikmynda-
sjóður hlaupi undir bagga og standi
undir kostnaðinum af framleiðsl-
unni á myndunum sem fólkið vill
ekki horfa á. Og í staðinn fyrir að
samþykkja það orðalaust eru ráð-
herrarnir með röfl og segjast ekki
hafa peninga.
íslenskir kvikmyndaframleiðend-
ur standa ráðalausir gagnvart þess-
ari afstöðu roðhænsanna. Þeir hafa
aldrei verið beðnir um að framleiða
myndir fyrir áhorfendur og kunna
það alls ekki. Listin gerir ekki ráð
fyrir þvi - kvikmyndasjóður ekki
heldur. Aðalatriði er að framleiða
bíómyndir sem framleiðendur eru
sjálfir ánægðir með og þá kemur það
alls ekki þessu máli við hvort ein-
hveijir aðrir nenni að horfa á mynd-
irnar. Á því byggist þessi iðnaður
hér heima, hvað sem þeir segja í
útlandinu. Útlenskar myhdir eru
framleiddar fyrir áhorfendur, þær
íslensku fyrir framleiðendur. Þetta
verða roðhænsnin i ríkisstjórninni
að skilja. Dagfari