Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1986, Qupperneq 9
DV. ÞRIÐJUDAGUR11. MARS1986.
9
Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd
Gunnlaugur A. Jónsson, fréttaritari
DV í Lundi:
Allt þjóðlíf í Svíþjóð stöðvaðist í
eina mínútu á hádegi í gær til minn-
ingar um Olof Palme.
011 umferð stöðvaðist og fólk stóð
þögult og minntist hins látna forsæt-
isráðherra landsins. Sem fyrr sáust
margir gráta á götum úti og eru nú
sálfræðingar teknir að fjalla um
þetta áður óþekkta fyrirbæri í
sænsku sálarlífi.
í sænska þinginu, Rikstagen, var
haldin minningarstund um Olof
Palme og var fjölskylda hans við-
stödd athöfnina. Var það í fyrsta sinn
er frú Lisbeth Palme sást utan dyra
eftir morðið.
Hún mætti til athafnarinnar ásamt
sonum sínum þremur, föl að sjá en
yfirveguð.
Formenn allra stjórnmálaflokk-
anna minntust Palmes í þinginu.
Helsti andstæðingur Palmes, Ulf
Adelson, leiðtogi íhaldsflokksins,
sagði meðal annars „enginn annar
jafnaðarmaður gat gert mig jafn-
reiðan, það væri hræsni af mér að
segja annað. En þegar á reynir þá
höldum við saman“.
Það er ljóst að morðið á Palme
hefur þjappað sænsku þjóðinni sam-
an og dregið úr andstæðunum í
sænskum stjórnmálum, að minnsta
kosti um stundarsakir.
Ljóst er nú orðið að hundruð er-
lendra þjóðarleiðtoga og stjórn-
málamanna koma í lok vikunnar til
Stokkhólms til að vera við útför
Palme.
í gær var skýrt frá því að Shults
utanríkisráðherra yrði fulltrúi
Bandaríkjanna við athöfnina. Einn-
ig kom fram að Simon Perez, forsæt-
isráðherra Israels, hefur boðað þátt-
töku sína.
Sten Anderson utanríkisráðherra
mun stjórna athöfninni er sjónvarp-
að verður beint. Af öðrum er tala við
athöfnina má nefna Ingvar Carlson.
hinn nýja forsætisráðherra, Karl
Gústaf konung, • Willi Brandt, for-
mann alþjóðasambands jafnaðar-
manna, og Rajiv Gandhi, forsætis-
ráðherra Indlands.
Fátt nýtt hefur komið fram á frétta-
mannafundum sænsku lögreglunnai
undanfarna daga. Hins vegar skýrði
Expressen, útbreiddasta dagblað
Svíþjóðar, frá því á forsíðu í gær að
tveir sænskir lögreglumenn hefðu
undanfarna daga verið í stöðugum
yfirheyrslum grunaðir um aðild að
morðinu.
„Já, því miður er það rétt,“ hefur
blaðið eftir ónafngreinum heimild-
armanni sínum innan sænsku rann-
sóknarlögreglunnar.
Enn þyrpist fólk í þúsundatali að stað þeim í Stokkhólmi þar sem
Olof Palme var myrtur þann 28. febrúar siðastliðinn. Búist er við
hundruðum þjóðarleiðtoga og stjórnmálamanna til Stokkhólms á
laugardag til að vera við jarðarför Palmes.
Hluti áhafnar Challengers um borð í ferjunni rétt áður en hún fórst. Nú hafa
jarðneskar leifar geimfaranna fundist.
Sérfræðingar rannsaka
líkamsleifargeimfara
Bandarískir réttarlæknissérfræð-
ingar hafa hafið rannsókn á jarðne-
skum leifum geimfaranna sjö er fórust
með geimferjunni Challenger.
Áhafharklefi geimferjunnar fannst
í gærmorgun á 30 metra dýpi um 24
kílómetra norðaustur af skotstaðnum
á Kanaveralhöfða í Flórída.
Sérfræðingar bandarísku geim-
ferðastofnunarinnar hafa sem minnst
um rannsóknina á líkamsleifum geim-
faranna viljað segja og í hvernig
ástandi þær fundust, af tillitssemi við
ættingja geimfaranna.
Slæmt veður á leitarsvæðinu hefur
komið í veg fyrir að björgunarmönn-
um tækist að ná sjálfum áhaíharklef-
anum upp á yfirborðið en köfurum
tókst í gær að finna líkamsleifar
nokkurra geimfaranna og koma með
þær upp á yfirborð.
Óstaðfestar heimildir á björgunar-
stað herma að hkamsleifar þær sem
náðst hafa hafi allar verið sundur-
tættar og illa útlítandi eftir spreng-
inguna er grandaði Challenger þann
28. janúar síðastliðinn.
USS Salvager, björgunarskip
bandaríska flotans, lá í vari í nótt
vegna óveðurs á leitarsvæðinu en
átti að halda áfram björganaraðgerð-
um strax er lægði.
Sérfræðingar telja að ítarlegar
rannsóknir á jarðneskum leifum
geimfaranna geti varpað ljósi á það
hvort áhöfnin lét samstundis lifið við
sprenginguna er Challenger splundr-
aðist, kafnaði af völdum eiturgufa
fyrir sprenginguna, lést af völdum
höggsins er áhafnarklefinn skall í
sjóinn eða hvort hún drukknaði eftir
að hafa lent í sjónum.
15340
Bmkmtrmti 0
Sjóskíði, seglbretti, siglingar og sólböð. Listinn yfir það
sem hægt er að gera á Ibiza er endalaus, því á Ibiza
lætur fólkið hugrhyndaflugið ráða. Farið er í vélhjóla-
ferðir, veislur, stundaðar íþróttir, þorstanum svalað á
strandbarnum og fjörugustu diskótek Miðjarðarhafs-
landanna eru opin fram á morgun.
Á Ibiza er íslenskur fararstjóri sem er þrælvanur að
þjóna hugmyndaríkum gestum og honum kemur
ekkert á óvart!!!
Fyrir þá allra fjörugustu verður farin sérstök þriggja
vikna fjörferð þann 9. september og það er vissara að
panta strax!
(JPPSELT upPSELT
Aðrir brottfaradagar í fjörið á Ibiza er 21 /6, 817, 2&tT'og
19/8. Á Ibiza er gist á glæsilegum íbúðahótelum og
þriggja vikna dvöl kostar frá 27.170L-
Á Ibiza rætast draumarnir