Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1986, Qupperneq 10
10
DV. ÞRIÐJUDAGUR11. MARS1986.
Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd
„Það avannst ekkert
með neyðarlögunum”
- segir ritstjóri útbreiddasta dagblaðs í Suður-Afríku
um illræmdu en leiðtogar blökkumanna óttast að þeim verði áfram framfylgt.
Afnám neyðarlaganna í Suður-
Afríku síðastliðinn föstudag, er gilt
hafa í landinu síðastliðna sjö mán-
uði, hefur vakið ýmsar spurningar
um atburðarás í landinu á næstu
mánuðum.
Stjórnarandstæðingar spyrja nú
sjálfa sig að því á hvaða hátt ríkis-
stjórnin ætli að berjast gegn óróa
og óeirðum á meðal blökkumanna,
nokkuð sem höfundum löggjafar-
innar um neyðarlögin virðist hafa
mistekist.
Tölur yfir fallna og særða í átök-
um kynþátta í Suður-Afríku síðustu
tvö ár sýna okkur að á sjö mánaða
tímabili neyðarlaganna tvöfaldaðist
fjöldi þeirra er féllu og særðust í
átökum, þar af varð aukningin mest
á meðal þeirra er féllu i átökum við
sveitir hers og lögreglu. Frá því í
febrúar 1984 hafa tæp tólf hundruð
manns fallið í átökum og margfalt
fleiri særst.
„Ég er ekki sammála því sjónar-
miði stjórnarinnar að ástandið í
landinu hafi batnað það mikið á
síðustu vikum að réttlæti afnám
neyðarlöggjafarinnar,“ segir John
Dugaard, lagaprófessor í Jóhannes-
arborg. „Afhámið kemur til með að
bæta ímynd stjómarinnar erlendis
en maður hræðist það ósjálfrátt að
í staðinn fyrir hin tímabundnu
neyðarlög komi varanleg öryggis-
löggjöf sem alls ekki yrði svo auð-
velt að losna við aftur, löggjöf er
heimilaði her og lögreglu mun harð-
ari aðgerðir í baráttu við andófs-
hópa en fyrri lög hafa heimilað,"
segir prófessorinn.
Stjómarandstæðingar, er sleppt
var úr haldi um helgina vegna af-
náms neyðarlaganna, hafa einnig
áhyggjur af nýrri lagasetningu
stjórnvalda í staðinn fyrir neyðar-
löggjöfina tímabundnu.
Umræðan um möguleikann á
neyðarlögum í nýjum búningi er
mál málanna í Suður-Afríku um
þessar mundir.
„Að afnema neyðarlögin og koma
í staðinn á lögum lögregluríkis um
aldur og ævi væri að bjóða heim
algerri kollsteypu," segir í leiðara í
sunnudagsútgáfú Tribune, einu
útbreiddasta dagblaði landsins og
lýsir blaðið yfir áhyggjum sínum
vegna setningar neyðarlaganna í
byrjun og kveður tilgang þeirra
algerlega hafa mistekist.
Leiðarahöfundur segir að með
afnámi neyðarlaganna hafi ríkis-
stjórnin i raun viðurkennt máttleysi
lagasetningarinnar fyrir sjö mánuð-
um.
„Það ávannst ekkert með neyðar-
lögunum , setning þeirra var mi-
stök, dýrkeypt mistök. Heima fyrír
var almenn andstaða gegn slíkri
lagasetningu, erlendis voru neyðar-
lögin fyrirlitin," segir leiðarahöf-
undur.
Suður-Afríkubúar virðast nú vera
orðnir langþreyttir á neikvæðri
umfjöllun og tortryggni í sinn garð
á alþjóðavettvangi og reyna nú að
gera sitt besta til að hressa upp á
ímyndina.
Ríkisstjórn P.W. Botha hrinti 31.
janúar síðastliðinn af stað mikilli
herferð fyrir bættri ímynd landsins
erlendis, ekki síst í huga erlendra
lánardrottna sem nú horfa upp á
versnandi skuldastöðu Suður-
Afh'ku og hafa ekki viljað veita
frekari fyrirgreiðslur án þess að í
staðinn komi loforð ríkisstjórnar
Botha um frekari umbætur til
handa blökkumönnum.
Botha forseti notaði þá tækifærið
og tilkynnti um aukin réttindi
blökkumönnum til handa og afnám
á nokkrum eldri höftum kynþátta-
stefnunnar.
Botha og félagar í Pretóríu hafa
nú einnig formlega numið úr gildi
umdeild og illræmd neyðarlög í
Suður-Afríku og þykjast nú betur
settir en fyrr hvað varðar ímynd
sína erlendis.
En stóra spumingin nú er hvort
neyðarlög hafa í reynd verið afnum-
in og þá hvort ástand mála í Suður-
Afríku kemur eitthvað til með að
breytast í kjölfar þess á næstunni.
Lama samgöngur í
Finnlandi á fimmtudag
Frá Suðurhöfninni í Helsinki og helsta nágrenni hennar. Finnska aiþýðusambandið hefur boðað til
verkfalls næstkomandi fimmtudag er lama mun allar samgöngur í landinu innanlands og til útlanda.
Hafnarverkamenn i Suðurhöfninni leggja þá líka niður vinnu.
Guðrún Helga Sigurðardóttir,
fréttaritari DV í Helsinki:
Hætta er á að allar samgöngur til
og frá Finnlandi stöðvist næstkom-
andi fimmtudag, 13. mars, klukkan
tólf á hádegi vegna verkfalls er
finnska alþýðusambandið, Finland
Fackföreningars Centralförbund
(FFC), hefur boðað. Þá er átt við
allar samgöngur til og frá Finnl-
andi, innanlandsflugið, auk inn- og
útflutnings, iðnaðar, orkufram-
leiðslu og flutninga innanlands.
Fundafargan um helgina
Á mánudag var þó skýrsla svo-
kallaðrar þriggja manna nefndar
afhent Kalevi Sorsa forsætisráð-
herra eftir miklar samningaumleit-
ahir um helgina og samkvæmt frétt-
UMSJON:
HANNES
HEIMISSON
um hér halda viðræður deiluaðila
áfram, þó ekki væri nema til að fá
FFC til að fresta boðuðu verkfalli
lítið eitt á meðan viðræður eiga sér
stað.
Verkalýðsfélögin hafa lýst því yfir
að reynt verði að láta verkfaílið,
sem búist er við að verði langt ef
til kemur, koma sem minnst við
almenning. Þó er gert ráð fyrir að
smám saman komi upp skortur á
nýju kjöti, mjólk og ferskum ávöxt-
um, auk þess sem flutningur á olíu
verður stöðvaður og búist er við að
skortur geti orðið á rafmagni.
Engin launahækkun í tiu ár?
Vinnuveitendur bg verkalýðsfé-
lögin deila aðallega um styttingu
vinnuvikunnar og hækkun launa,
en málgagn málmiðnaðarmanna
hér í Finnlandi lét þess getið fyrir
helgi að laun félagsmanna alþýðu-
sambandsins hefðu í raun ekki
hækkað síðastliðin tíu ár.