Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1986, Qupperneq 11
DV. ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS1986.
11
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Fenningarfötin
Jakkaföt með kjólfatasniði,
leðurjakkar, joggingfatnaður,
eða nánast hvað sem er
Þá höldum við áfram með ferming-
arundirbúninginn og nú er kominn
tími til að fara að huga að klæðnaðin-
um og skótauinu. Á ferð okkar í
klæðaverslanir bæjarins kom í ljós
að úrvalið, sniðin og litimir eru
nánast óteljandi og verður að teljast
happ fyrir kirkjugesti að fermingar-
bömin verða íkleedd hvítum kyrtlum,
litadýrðin gæti annars reynst mörg-
umumof.
Ef við reynum að draga saman þá
línu sem virðist ætla að verða ríkjandi
í fermingarklæðnaði í ár þá er það
annars vegar draktir, jakki og pils
eða jakki og buxur með kjólfatasniði
og hins vegar litskrúðugur bómullar-
fatnaður, pils, kjólar, peysur og bux-
ur. Þessi litadýrð virðist aðallega eiga
við um stúlkurnar, þótt strákamir
virðist vera farnir að færa sig upp á
skaftið og skarta skærlitum jakkaföt-
um, bindum og slaufum.
í Kamabæ em jakkaföt með kjól-
fatasniði bæði fyrir stelpur og stráka,
en jakkamir á kvenfötunum eru með
löfum sem er ekki hjá strákunum.
Kvenfötin em til í fimm litum, hvítu,
svörtu, appelsínugulu, bláu og hvítu
og kosta 5.890,-. Skyrtur em í mörgum
litum, skærum með glansáferð og
kosta frá 1990,- krónum. Punkturinn
yfir allt saman er svo slaufa eða bindi
í skærum litum á 250,- kr.
Karlmannafötin í Karnabæ eru með
svipuðu sniði, en í daufari litum og
okkur sýnist að gráir og bláir tónar
séu algengastir oft með einhverjum
yrjum í sterkari litum. Jakkafötin
kosta 5.890,- , skyrta 1.390,- og bindi
390,-.
Jakkaföt í Torginu, með hefð-
bundnu sniði, kosta 6.500,- og eru til
í tveim tónum af gráu. Hvít skyrta á
1.190,- og bindi eða slaufa á tæpar
500,- krónur. Leðurjakkar em mikið
keyptir og kosta 12.900,-. Fermingar-
fötin á stelpuna eru ýmist bómullar-
kjóll á 2.990,- til 3.400,- í gulu, grænu
eða bleiku, eða pilsdraktir á 5.900,- í
bláu, grænu eða appelsínugulu.
í Faco voru jakkafötin sem mest eru
keypt fyrir ferminguna með kjólfata-
sniði og kostuðu 7.290,-. Litirnir vom
svartur og 3 tónar í gráu. Hinar vin-
sælu bómullarflíkur voru til í miklu
úrvali og „joggingkjóll" í grænu,
appelsínugulu og gulu á 3.390,- krón-
ur.
Valið á skóm kemur til með að
verða einfaldara en valið á fatnaðin-
um, því nú virðast mokkasínur vera
allsráðandi og liturinn þá valinn í
stíl við fatnaðinn. Hjá Axel Ó. vom
til 10 litir af kvenmokkasínum á
1954,- og fínni skór með hæl á 2.098,-.
Karmannaskórnir eru með svipuðu
sniði og venjulega og kosta um og
yfir 2.000,- krónur.
I þeim verslunum sem við fórum í
var afgreiðslufólkið sammála um að
nú væri algengara en áður að krakk-
arnir keyptu föt sem þeir gætu notað
áfram, en ekki eins og áður var þegar
fermingarfötin fengu að dúsa inni í
skáp eftir að veisluhöldum var lokið
og krakkarnir notuðu þau ekkert þar
eftir. Mikið af þeim fötum sem nú er
keypt fyrir fermingarnar tilheyrir
nýrri sumarlínu og getur því dugað
langt fram á sumarið. 1 vefnaðarvöru-
verslunum fengust þær upplýsingar
að mikið yrði saumað í ár og færu
margir eftir þeim sniðum og efnum
sem eru í tilbúnum fötum í tískuversl-
unum og að öliu jöfnu mun reynast
ódýrara að sauma en kaupa tilbúið.
Flestir hafa reynst tímanlega í inn-
kaupunum og margt af þeim klæðnaði
sem sérstaklega er seldur fyrir ferm-
ingamar er nú á þrotum í verslunum.
Væntanleg fermingarböm skyldu þó
ekki örvænta því enn virðist úr nógu
að moða og sniðin einföld fyrir þá sem
ætla sér að sauma.
-S.Konn.
Þessar þrjár megingerðir af karlmannaskóm eru mest áberandi og kosta um og yfir 2.000,-
krónur i skóverslun Axel Ó.
Háir hælar eða lágbotna; 10 litir af mokkasínum á 1.954,- krónur
Fermingarföt sem þessi kosta alls 8.090,- krón-
ur ogfástiTorginu.
Dæmigert fyrir fermingarföt ungherranna í ár.
Kjólfatasniðin jakkaföt í gráum litum. Þessi
fatnaður kostar 7.670,- í Bonaparte.
Mjög svipað snið er á jakkafötum fyrir stúlk-
urnar, en litagleðin er meiri en hjá strákunum.
Þessi föt kosta einnig 5.890,- i Karnabæ.
Mynd:PK.
Einfaldir kjólar úr bómullarefni, eða svoköll-
uðu joggingefni, eru mikið keyptir og sá sem
sést hér á myndinni kostar 3.400,- krónur í
Torginu.