Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1986, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1986, Qupperneq 16
16 DV. ÞRIÐJUDAGUR11. MARS1986. [þróttir Iþróttir Stefáni Kon. - í punktakeppninni íborðtennis 183 99 Stefán Konráðsson úr Stjörnunni hefur tekið afgerandi forystu í punktakeppni BTÍ. Stefán sigraði Tómas Guðjónsson i úrslitum Vík- ingsmótsins á þriðjudaginn 4/3 mjög örugglega, 2~0, og er svo að segja stunginn af í keppninni. Af 8 punkta- mótum sem haldin hafa verið í vetur hefur Stefán unnið i 6 en Tómas Guðjónsson í 2. Aðrir hafa ekki unnið mót. Stefán sigraði einnig i flestum mótum ífyrra. Staöan í meistaraflokki er nú þannig: punktar 1. Stefán Konráðsson, Stjarnan 2. Tómas Guðjónss., KR 3. Hilmar Konráðsson, Víkingur 4. Kristinn Emilsson, KR v 5. Kristján Jónasson, Víkingur 6. Öm Fransson, KR 7.-8. Albrecht Ehmann, Stjarnan Kristján V. Haralds, Vikingur 9. Vignir Kristmundsson, Öminn 10. Tómas Sölvason, KR Staðan í meistaraflokki kvenna punktar 1. Kristín Njálsd., UMSB 12 1. Sigrún Bjarnad., UMSB 12 3. Ásta Urbancic, öminn 6 Aðrar minna. 36 29 27 24 21 21 17 14 Markahátíð hjáAjax Ajax heldur áfram að vinna stóra sigra i hollensku 1. deildinni. Um helgina vann liðið 7-4) sigur á Herak- les á heimavelli sínum i Amsterdam og liðið hefur skorað hvorki meira né minna en 85 mörk í 20 leikjum eða yfir fjögur mörk að meðaltalí. Þrátt fyrir stóra sigra Ajax á þessu keppnistímabili er liðið þó aðeins í öðru sæti deildarinnar. PSV Eind- hoven, sem verið hefur nær ósigrandi það sem af er þessu keppnistímabili, vann enn einn sigurinn um helgina. Liðið lagði Excelsiour að velli á útivelli, 0-1, og hefur aðeins tapað þremurstigum. PSV hefur 35 stig eftir nítján leiki, Ajax er með 32 stig eftir 20 leiki og Feyenoord er í þriðja sæti. Hefur hlotið 30 stig eftir tuttugu leiki. -fros Heimsmet 15 ára stúlku ígönguíKína Wang Yan, Kina, sem er aðeins fimmtán ára, setti sl. laugardag heimsmet í 5 km kappgöngu í Jian i Austur-Kína eftir því sem hin opin- bera kínverska fréttastofa skýrði frá. Wang Yan gekk vegalengdina á 21:33,8 mín. Eldra heimsmetið var 21:36,2 mín, Það átti Olga Krishtop, sett í Penza í Sovétríkjunum i ágúst 1984. -hsim Iþróttir Iþróttir Möguleiki á úrslita leik LiverpooMiðanna Liverpool-Iiðin, Everton og Liv- erpool, lenda ekki saman í undanúr- slitum ensku bikarkeppninnaref þau komast svo langt í keppninni, sem verulegar líkur eru á. Til þess þarf Liverpool að sigra Watford, Everton - dregið í undanúrslit enska bikarsins í gær Luton í 6.umferðinni en leikirnir eru báðir í Liverpool. Aðeins eitt lið hefur þegar tryggt sér rétt í undanúrslit, Southampton. I gær var dregið í undanúrslit bikarsins og varð niðurstaðan þessi. • PortúgalinnCarlosLimaernúæfirmmeðValsmönnum. DV-myndS. IJi'dil'tfJII HLVALS? ■ Markvörðurinn Carlos Lima gengur líklega í raðir félagsins. Lék með portúgölsku 2. deildar liði. Portúgalinn Carlos Lima hefur að undanförnu mætt á æfingar hjá ís- landsmeisturum Vals og flest bendir til þess að hann muni leika með Iiðinu í sumar. Hann er 24 ára markvörður. Carlos hefur undanfarin ár leikið með portúgalska liðinu Odivelas frá Lissabon sem leikur í 2. deild. Sigur- jón Kristjánsson lék reyndar gegn honum með þáverandi liði sínu, Campinese. „Carlos var hreint stór- kostlegur í þeim leik og hann bjarg- aði liði sínu frá tapi með því að sýna mjög góða markvörslu," sagði Sigur- jón en leik liðanna lyktaði með markalausu j afntefli. Ástæðan fyrir því að Carlos er hér á landi er ekki boð frá Valsmönnum heldur er hann trúlofaður íslenskri stúlku sem hann kynntist ytra. Hann hefur í hyggju að vera hér á landi í sumar og líklega keppa um mark- varðarstöðu Vals við Stefán Arnars- Carlos mun vera laus allra mála frá Odivelas en hann þarf hins vegar að vera hér í þrjá mánuði áður en hann verður löglegur, sem tíðkast með útlendinga. - fros Sheff. Wed. eða West Ham - Luton eða Everton • Southampton - Liverpool eða Watford. Leikirnir í undanúrslitum verða háðir 5. apríl og þá leikið á "hlutlaus- um" völlum að venju. Ekki var gefið upp í gær hvaða vellir hefðu orðið fyrir valinu en miklar líkur á að annar leikurinn verði í Lundúnum, það er ef Liverpool sigrar Watford, en hinn í Manchester. Til gamans má geta þess að þegar West Ham og Man.Utd hafa leikið gegn hvort öðru í bikarkeppninni frá stríðslokum hefur það liðið, sem sigrað hefur, ávallt komist í úrslitin á Wembley og sigrað þar. Nú er spurning hvort sagan endurtekur sig og til þess að svo megi verða þurfa leikmenn West Ham nú heldur betur að standa sig. Fyrst að sigra Sheff.- Wed.í 6.umferð í Sheffield, síðan Luton eða Everton í undanúrslitum og ef að líkum lætur annaðhvort Liverpool eða Southampton í úrslita- leiknum þó svo við afskrifum alls ekki möguleika Watford. Bæði Liverpool-liðin komust í undanúrslitin í fyrra. Everton komst alla leið í úrslitin. Vann Luton 2-1 á Villa Park en Liverpool tapaði hins vegar fyrir Man.Utd - eftir tvo leiki - og United sigraði Everton síðan í frægum úrslitaleik, þar sem leik- manni var í fyrsta skipti í sögu úr- slitaleikja keppninnar vísað af leik- velli. hsím Coestefnirá verðlaunasæti - í 1500 m á stórmótum sumarsins „Ég verð að segja eins og er að ég verð fyrir miklum vonbrigðum ef ég vinn ekki til verðlauna i 1500 m bæði á Evrópumeistaramótinu og Sam- veldisleikunum i sumar,“ sagði enski stórhlauparinn Sebastian Coe eftir að hann sigraði i 3000 m hlaupi í landskeppni Bretlands og Bandaríkj- anna innanhúss í Cosford á Englandi um helgina. Sebastian, sem varð ólympíumeist- ari í 1500 m á Moskvuleikunum 1980 og i Los Angeles 1984, hljóp 3000 m á 7:54,32 mín. Það er besti tími sem hann hefur náð á vegalengdinni. Hefði eflaust getað náð mun betri tíma. Lét félaga sinn, David Lewis, sem sigraði Coe á vegalengdinni á enska meistaramótinu í janúar, um að halda uppi hraðanum. Stakk hann svo af á síðustu 100 metrunum. Kom átta metrum á undan Lewis í mark. Bandarísku hlaupararnir áttu ekki möguleika á vegalengdinni. Þrátt fyrir tvöfaldan sigur breskra á þessari vegalengd sigruðu Banda- ríkin með yfirburðum í landskeppn- inni. Hlutu 83 stig gegn 67 og þó virk- aði lið USA ekki sterkt á „pappirn- H • Sebastian Coe. um“. Lítið um stórstjörnur en sá þekktasti, Thomas Jefferson, sem hlaut bronsverðlaun í 200 m á ólymp- íuleikunum í LA, keppti í 60 m grinda- hlaupiogsigraðiá6,69sek. -hsim Nýliði stökk 1,98 m Hafsteinn Þórisson, UMSB, stökk 1,98 m á innanhússmóti hjá ÍR i síð- ustu viku. Borgfirðingurinn æfir með ÍR og er til þess að gera nýliði á sviði frjálsra íþrótta. Líklegur til afreka. Annar varð Jóhann Ómarsson, ÍR, einnig nýliði. Hann stökk 1,86 m í keppninni en 190 m í aukatilraun. í langstökki sigraði Hafsteinn, stökk 6,24 m. Eva Sif Heimisdóttir, ÍR, setti stúlknamet i þrístökki. Stökk 10,54 m. Hún sigraði einnig í langstökki, stökk 5,33 m. Guðbjörg Svansdóttir, IR, varð i öðru sæti í báðum greinum, stökk 10,36 og 5,03 m. Jóhanna Gunnarsdóttir, ÍR, stökk 10,01 í þrí- stökki. Þórdis Gísladóttir á bestan árangur ísl. stúlku i þrístökkinu, stökk 11,60 m í Bandaríkjunum sl. ár. ÓU/hsím. Juventus nálgast titilinn Það styttist í ítalska meistaratitil- inn hjá Juventus, liðið frá FIAT- borginni Torino þarf nú aðeins sjö stig úr síðustu sex umferðunum til að vinna sinn 15. meistaratitil frá stríðslokum. Sjötta titilinn síðustu 10 árin undir stjórn sama þjálfarans, sem hættir eftir þetta leiktímabil. Juventus er einnig Evrópumeistari. Á sunnudag gerði Juventus jafn- tefli við Napoli í Torino,l-l. Varnar- maðurinn Sergio Brio jafnaði fyrir Juventus í síðari hálfleik eftir að Diego Maradona, Argentínumaður- inn frægi, hafði náð forustu fyrir Napoli á 34. mín.með skallamarki, knötturinn fór af varnarmanni í markið. Áhorfendur voru 50 þúsund, mikil spenna og harka á leikvellin um. Sex leikmenn bókaðir og var Michel Platini, knattspyrnumaður Evrópu og aðalmaður Juventus, einn þeirra. Einnig var Maradona bókað- ur. Við jafnteflið jókst forusta Juvent- us í fimm stig því Roma, sem er í öðru sæti, tapaði fyrir Ítalíumeistur- unum Hellas Verona á útivelli. Ver- ona sigraði 3-2 og þó náði Roma tvívegis forustu í leiknum. Roberto Pruzzo skoraði bæði mörk Roma. Hann er nú markahæstur á Italíu með 15 mörk. Antonio di Gennaro jafnaði í 1-1 í fyrri hálfleik, Giuseppe Galderisi úr vítaspyrnu í 2-2 áður en vestur-þýski landsliðsmaðurinn Hans-Peter Briegel skoraði sigur- mark Verona á síðustu mínútu leiks- ins. Það var mjög umdeilt. Af öðrum úrslitum á sunnudag má nefna að Inter sigraði Fierontina 2-0 í Milano og hitt Milano-liðið, AC Milano, sigraði einnig. 0-1 í Pisa. Bari sigraði Torino 1-0 og Avellino vann Sampdoria 2-1. Hvort tveggja heimasigrar. Juventus hefur nú hlotið 38 stig úr 24 leikjum en Roma kemur næst með 33 stig. Aðeins þessi tvö lið hafa raunhæfa möguleika á meistaratitl- inum, en titillinn þó nánast í höfn i hjá Juventus. Liðið hefur aðeins tapað einum leik á keppnistímabil- inu. Napoli er í þriðja sæti með 29 stig, síðan AC Milano 28, Inter 27. Meistarar Verona aðeins í áttunda sæti með 24 stig, 50% árangur. hsím

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.