Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1986, Blaðsíða 4
4
DV. FIMMTUDAGUR13. MARS1986.
Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál
Hversu mikið lækka
nyir bílar í verði?
að nokkur umboð höfðu hækkað
álagninguna eða reyndu að halda
sömu krónutölu og áður. Verðlags-
stofnun fór strax á stúfana og hótaði
að birta nöfn þeirra umboða sem fóru
þannig að. Niðurstaðan varð sú að
umboðin lofuðu að nota sömu reikni-
aðferðir og áður og notast við sömu
prósentuálagningu og áður. Þetta
þýðir, að sögn umboðanna, að tekjur
þeirra skerðast um 30% eftir þessa
lækkun.
Hjá Verðlagsstofnun er nú verið að
reikna út bílverðið eftir seinni lækk-
„Það er búið að vera allt vitlaust
héma. Bílamir hafa mnnið út eins og
heitar lummur og við eigum orðið
enga bíla núna,“ sagði sölumaður hjá
einu bílaumboðinu við DV.
I kjölfar kjarasamninganna var
ákveðið að lækka nýja bíla í verði.
Bílar með 2000 cm2 slagrými áttu að
lækka um 30%. Eins og kunnugt er
brást reiknimeisturum fjármálaráðu-
neytisins reiknilistin. Lagt var fram
nýtt frumvarp sem á að ná höfuðmark-
miðinu: Nýir bílar minni en 2000 cm2
eiga að lækka í verði um 30%.
Fyrst vom tollar af bifreiðum lækk-
aðir úr 70% í 30% og svokallað bif-
reiðagjald fellt niður af minni bifreið-
um. Nýja frumvarpið gerir ráð fyrir
að tollar á öllum bifreiðum lækki
niður í 10%. Á móti kemur að lagt er
á sérstakt gjald á bifreiðar eftir stærð.
Flokkanir em sjö. Fyrstu fjórir flokk-
anir em bifreiðar sem em með 2000
cm2 slagrými og minna. Samkvæmt
upplýsingum frá Bílgreinasambandinu
er gróflega hægt að áætla eftirfarandi
lækkanir:
1. Bílar 0-1000 cm2 lækka um rúm 30%
2. Bílar 1001-1300 cm'- lækka um 30%
3. Bílar 1301-1600 cm2 lækka um 30%
4. Bílar 1601-2000 cm2 lækka um 30%
5. Bílar 2001-2300 cm2 lækka um 27%
6. Bílar 2301-3000 cm2 lækka 25-26%
7. Bílar yfir 3000 cm2 lækka 25-26%
Flókinn útreikningur
Útreikningur á bilverðinu getur
verið nokkuð flókinn og mismunandi
eftir umboðum. Bæði tollurinn og hið
sérstaka bifreiðagjald leggst á sama
stofn eða innflutingsverð bifreiða, sem
kallast á viðskiptamáli sif-verð. Síðan
bætist við þetta verð uppskipunar-
gjald, geymslugjald og bankakostnað-
ur. Þessi gjöld geta verið mismunandi
eftir umboðum. Síðan kemur stand-
setningarkostnaður sem einnig er
mismunandi. Síðan kemur til álagning
umboðsins. Oftast er hún í tvennu lagi;
prósentuálagning og álagning sem föst
krónutala. Að lokum kemur síðan
söluskattur. Vert er að geta þess að í
flestum tilvikum er verðlækkunin
miðuð við verð án ryðvamar- og skrá-
setningargjalds, þó em undantekning-
ar á þessu. Ryðvörn og skrásetningar-
gjald getur verið á bilinu 8 til 10
þúsund krónur.
Er hægt að treysta umboðun-
um?
Þessari spumingu velta bílakau-
pendur fyrir sér þessa stundina. Bæði
þeir sem keyptu strax eftir fyrri lækk-
un og þeir sem em í þann mund að
kaupa sér bíl. Sérstaklega vegna þess
að eftir fyrstu lækkunina kom í ljós
RÆSIR
Áðúr Nú Lækkun
Mercedes Benz 190 1.185.000 818.000 31%
Mercedes Benz 230e 1.483.000 1.053.000 28%
Mercedes Benz300e 2.212.000 1.626.000 26%
* Ryðvöm, skrásetning og fullur bensíntankur innifalið.
Zuzuki Fox(1300)
Ford Sierra(1600)
Ford Escort LX
FORD - Sveinn Egilsson:
Áður
591.000
631.000
409.000
Nú Lækkun
407.000 31%
441.800 30%
284.000 30,5%
★ Ryðvöm og skrásetning ekki innifalin.
TÖGGUR:
Áður Nú Lækkun
SAAB 90 609.400 438.000 28%
SAAB 900 758.000 542.000 28,5%
SAAB 9000i 1.105.000 771.000 30%
SEAT Ibiza 339.000 239.000 29,5%
★ Ryðvöm, skráseting og fullur bensíntankur innifalið.
Kristinn Guðnason hf.:
Áður Nú Lækkun
BMW 520i 1.037.764 714.997 31%
BMW 316 739.000 510.645 31%
Renault GTL 470.100 323.900 31%
Renault 11 464.000 319.000 31%
★ Verð án ryðvamar og skrásetningargjalds.
BÍLVANGUR:
Áður Nú Lækkun
Opel Kadett 535.000 362.000 32%
Chevrolet Monza 536.000 364.000 32%
Chevrolet (4dyra) 548.000 373.000 32%
★ Verð án ryðvamar og skrásetningargjalds.
BÍLABORG/MAZDA:
Áður Nú Lækkun
MAZDA 323 445.000 314.000 29.4%
MAZDA 323 glx 498.000 345.000 30,7%
MAZDA 626 597.000 418.000 30%
MAZDA 626 glx 665.000 465.000 30%
* Verð án ryðvamar og skrásetningargjalds.
I dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari
Toppurinn á poppinu
Það er nú meira hvað fólk getur
verið vanþakklátt. íslenska sjón-
varpið er nýbúið að senda Bjarna
Felixson til Sviss og hafa hann í
beinni útsendingu dag eftir dag og
lýsa fyrir okkur frammistöðu hand-
boltastrákanna og hvernig þeir
unnu þótt þeir töpuðu, eins og
Dagfari útskýrði í gær. Og ekki er
sjónvarpið fyrr búið að endurheimta
Bjarna og tækniliðið heim en við
fáum nýja keppni beint í æð. Nú er
verið að kynna fyrir okkur toppinn
á poppinu með sönglagakeppni þar
sem besta lagið verður notað í
Eurovisionkeppninni. Þá mun
Bjarni Fel geta farið aftur út og lýst
æsispennandi keppni og allt er þetta
gert fyrir íslenska sjónvarpsáhorf-
endur sem hafa gaman af þvi að sjá
fslendinga drýgja hetjudáðir í bein-
um útsendingum.
Vanþakklætið er hins vegar fólgið
í því að almenningur fussar og svei-
ar yfir þeim lögum sem frambæri-
legust em talin, segir að ekkert sé
varið í þau og hefur allt á hornum
sér. Dagfara fmnst annað. Þetta eru
ofsalega skemmtileg lög og þar að
auki verða menn að gera sér grein
fyrir að popplög verða ekki vinsæl í
fyrsta skipti. Maður þarf að hlusta
á þau að minnsta kosti fjörutíu sinn-
um áður en þau venjast og þegar
maður er búinn að hlusta á þau
tvisvar sinnum íjörutiu sinnum
áttar maður sig á að þetta eru mis-
munandi lög og alls ekki alltaf sama
lagið þótt vanþakklátir hlustendur
haldi öðrufram.
Textarnir eru listilega vel samdir
og eiga áreiðanlega eftir að vekja
mikla athygli í Eurovision. Þeir eru
svo sérislenskir og þjóðlegir að
enginn vafi er á því að textarnir
einir og út af fyrir sig munu reynast
góð landkynning hvað sem lögun-
um líður. Dagfari er sannfærður um
að söngtextarnir muni slá í gegn ef
menn fara ekki að asnast til að þýða
þá yfir á ensku þannig að aðrir skilji
þá.
Því er haldið fram að ekki sé búið
að velja söngvarana sem eiga að
flytja lagið í Eurovisionkeppninni.
Þetta er ótækt með öllu. Auðvitað
á að láta það listafólk, sem flutt
hefur úrslitalögin í sjónvarpinu,
keppa fyrir okkar hönd í Eurovi-
sion. Dagfara finnst ekki skipta
máli þótt sumir þeirra nái ekki alveg
laginu eða ráði ekki fullkomlega við
tónstigann. Aðalatriðið er að hver
syngur með sínu nefí og með sínum
sérstaka stíl sem mun áreiðanlega
koma öðrum Evrópubúum
skemmtilega á óvart. Og þannig á
þetta að vera: Koma öðrum á óvart
með lögum sem engum öðrum dytti
í hug að velja í þessa keppni og með
textum sem enginn skilur og söngv-
urum sem syngja lög sem þeir ráða
ekki við.
Síðast en ekki síst mega búning-
arnir alls ekki missa sig. Þessi sér-
hannaði og herðabreiði still er
óvanalegur að því leyti að nú eru
poppsöngvarar loksins kappklæddir
í útsendingum sem höfðar til þess
að á íslandi er kalt og fólk verður
að vera vel búið þegar það syngur
toppinn á poppinu.
Og svo er aldrei að vita nema þeim
hjá Eurovision detti það sama í hug
og þeim hjá Alþjóðahandknattleiks-
sambandinu, að hafa reglurnar svo
flóknar að enginn skilji þær. Þetta
getur orðið til þess að það lag, sem
fæst stigin fær, verði efst, eins og
gerðist í handboltakeppninni þar
sem fslendingar hækkuðu í töflunni
jafnt og þétt eftir því sem þeir töp-
uðu fleiri leikjum. Það getur jafnvel
verið kænskubragð hjá forráða-
mönnum söngvakeppninnar að
velja lög sem ekki þykja frambæri-
leg annars staðar til að ná örugglega
neðsta sætinu þannig að við verðum
efstir þegar upp er staðið, sam-
kvæmt evrópskum og alþjóðlegum
útreikningum.
Það er til að mynda mjög líklegt
að þetta sé ástæðan fyrir því að
dómnefndin hefur ákveðið að dæma
það lag úr keppninni sem hefur þótt
skást. Við getum ekki tekið áhætt-
una af því að tefla fram lagi sem
hugsanlega getur fengið stig í Euro-
visionkeppninni.
íslendingar eiga ekki að vera
vanþakklátir eða óánægðir með
þessa söngvakeppni. Þegar allt
kemur til alls er þetta jú toppurinn
á poppinu. Dagfari