Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1986, Page 7
DV. FIMMTUDAGUR13. MARS1986.
7
Atvinnumál Atvinnumál Atvinnumál Atvinnumál
Blaðamenn
samþykkja
Blaðamannafélag íslands hefur
samþykkt nýjan kjarasamning við
blaðaútgefendur. Samningurinn er í
öllum meginatriðum samhljóða öðr-
um nýgerðum kjarasamningum á
vinnumarkaði.
Það nýmæli er í samningum blaða-
manna og útgefenda að undirneíhd
aðila vinnur nú að skipulagningu á
nýju launakerfi og verður áliti skilað
íyrir 1. júní næstkomandi. Gert er ráð
fyrir að það taki gildi mánuði síðar.
_________________-EIR
Húsgagna-
iðnaðurinn:
Samþykkt
með
semingi
Félag starfsfólks í húsgagnaiðnaði
hefur samþykkt nýgerða kjarasamn-
inga. A félagsfundi voru 13 hlynntir
samþykkt en 10 á móti. Aðrir 10 sátu
hjá en í félaginu eru alls 300 manns.
Allsnarpar umræður urðu á félags-
fundinum og var samþykkt ályktun
þar sem lýst er vonbrigðum starfs-
fólks í húsgagnaiðnaði yfir því hversu
litlum kaupmáttarauka er gert ráð
fyrirísamningunum. -EIR
Hugmyndir til að auka neyslu kindakjöts:
Auglýsingaherferð, nýtt
kjótmat og verðlaunaveitingar
Bændur hafa nú verulegar
áhyggjur af minnkandi neyslu á
kindakjöti. Á Búnaðarþingi 1986,
sem lauk fyrir skömmu, komu frarn
margar hugmyndir um hvemig
stuðla mætti að aukningu kinda-
kjötsneyslu.
Lagt er til að nýtt kjötmat komi
til framkvæmda næsta haust, að
verðlagningu einstakra gæðaflokka
verði þannig hagað að hún knýi
framleiðendur til að aðlagast
breyttum markaðskröfum.
Einnig að leitað verði samninga
við nokkur sláturhús um að lengja
sláturtíð í 3 mánuði, að verðlags-
kannanir fari fram reglulega og til
þeirra vandað þannig að borið sé
saman verð á mismunandi vörum.
Tryggt skal stöðugt gæðaeftirlit á
vinnsluvörum, athugaðir möguleik-
ar á sérstökum lambakjötsmatstað,
t.d. með samningum við aðila í veit-
ingarekstri. Að skyndibitastaðir séu
verðlaunaðir fyrir árangur í sölu á
lambakjöti og verslanir fyrir fram-
boð og sölu á kjötinu.
JKoma á lambakjötsviku á veit-
ingastöðum og lambakjötskynn-
ingu í verslunum. Einnig að gefinn
sé út handhægur dreifipési með
uppskriftum og leiðbeiningum um
meðferð og matreiðslu. Áhersla er
lögð á auglýsingaherferð í fjölmiðl-
um, einkum sjónvarpi. -KB
Sérstakur lambakjötsmatstaður og lambakjötskynningar í verslunum eru atriði sem bændur telja að geti örvað
sölu á kjötinu.
Viðgerðarmennimir
sjá þá aldrei
auknecht
Fjárfesting í framtíðar öryggi
I nútíma eldhús þarf nútíma búnað. Stílhreinan,
hagkvæman, ódýran í rekstri og öruggan. Kaup á
heimilistekjum er fjárfesting í framtíðar öryggi.
Bauknecht kæliskápar eru háþróuð þýsk gæða-
vara, þrautreynd á íslenskum markaði og rómaðir
fyrir ótrúlega lága bilanatíðni. Þess vegna sjást
Bauknecht kæliskápar sára sjaldan á verkstæði
Rafbúðarinnar.
Bauknecht leiðir rannsóknir og framfarir í fram-
leiðslu heimilistækja, þess vegna eru Bauknecht
kæliskápamir bæði öruggir í rekstri og ótrúlega
ódýrir.
Ef þú kaupir Bauknecht þarftu ekki að spyrja um
sjálfsagða hluti eins og sjálvirka afþíðingu, eða
gúmmílista með segulþynnum því tækninýjungar
eai sjálfsagður hlutur hjá Bauknecht.
Við höfum oft sagt að þú keyptir
Bauknecht gæðanna vegna
og getum hæglega bætt við að ekki sé
það síður verðsins vegna.
Verð frá kr. 24.480
Tæknilegar upplýsingar
Gerð: PD 2614 Gerð: SD 2304 Gerð: PD 3014
Hæð: 142 cm. Hæð: 140 cm. Hæð: 160 cm.
Breidd: 55 cm. Breidd: 55 cm. Breidd: 59,5 cm.
Dýpt: 60 cm. Dýpt: 58,5 cm. Dýpt: 60 cm.
Við spjöllum saman um
útborgun og greiðsluskilmála
— og komumst örugglega að samkomulagi.
SAMBANDSINS
ARMULA3 SIMAR 681910 -81266
1
g
<
f—
8