Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1986, Side 9
DV. FIMMTUDAGUR13. MARS1986.
9
Útlönd Utlönd
Markos og kona hans eru grunuð um að hafa dregið sér gífurlegt fé
á tuttugu ára valdaferli Markosar.
Smygláeig-
unMækosar
Tollgæsla hefur verið efld verulega
á flugvellinum í Manila á Filippseyj-
um til að koma í veg fyrir smygl á
eigum hins útlæga fyrrum forseta
Ferdinands Markos, úr landi. Ák-
vörðun þessi var tekin eftir að upp-
víst varð stórfellt skartgripasmygl,
að því er talið er í þágu Imeldu, konu
Markosar.
Þá íhuga stjórnvöld að svipta
þekkta stuðningsmenn. Markosar
vegabréfi sínu til þess að koma í veg
fyrir atburði af þessu tagi.
Sérstök nefnd, sem Aquino skipaði,
vinnur að því að rannsaka fjárreið-
ur og eignir Markosar og stuðnings-
manna hans, sérstaklega í Banda-
ríkjunum. Formaður nefndarinnar
fór nýverið til Bandaríkjanna, meðal
annars til að athuga hvað hæft væri
í því að Markos hefði reynt að kaupa
sér áhrif i Hvíta húsinu. I samræmi
við fyrirmæli Aquino ferðaðist for-
maðurinn á venjulegu farrými en
ekki því fyrsta. Aquino hefur sagt
að ráðherrar hennar megi ekki láta
bendla sig við sams konar spillingu
og forréttindi og einkenndu tuttugu
ára valdaferil Markosar.
Vélsleðafár á Finnmörk
Læknar og hjúkrunarkonur við
sjúkrahúsið í Tromsö í Norður-
Noregi vilja láta takmarka notkun
vélsleða á Finnmörk.
Það er mjög vinsælt tómstunda-
gaman að þeysast um sléttur Finn-
merkur á vélsleðum.
Þessi íþrótt hefur kostað margan
manninn líf og heilsu, bæði vegna
glannaskapar og aðgæsluleysis en
ekki síst vegna ölvunar.
í óbyggðum Norður-Noregs hafa
menn ekið sleðum sínum eftirlits-
laust og slys vegna ölvunar eru
ótalmörg á hverju ári og fer fjölg-
andi.
Starfsmenn sjúkrahúss í Tromsö
vilja að yfirvöld reyni að snúa
þessari óheillaþróun við með hertu
eftirliti og nýjum reglum. Meðal
annars vildu þeir hafa sérstaka
þyrlu til þess að halda reglu á
svæðinu og skapa mönnum visst
aðhald.
Læknar og hjúkrunarkonur við sjúkrahúsið í Tromsö í Norður-
Noregi vilja láta takmarka notkun vélsleða á Finnmörk vegna
slysahættu og vaxandi slysatíðni.
HUGSKOTS
Hafin verður kennsla 10. mars
á eftirfarandi námskeiðum:
Grunnnámskeið BBC 12 stundir
Forritun 2 BBC 12 stundir
Ritvinnsla BBC_________________8 stundir
Sinclair grunnnámskeið________12 stundir
Sinclair tramhaldsnámskeið 12 stundir
Sinclair grunn:
Kennarar:
Sveinbjörn Gröndal,
Guðmundur Einarsson
Námskeið:
mán. 17. mars
mið. 19. mars
fim. 20. mars
lau. 22. mars
kl. 21.00-23.00
kl. 21.00-23.00
kl. 21.00-23.00
kl. 21.00-23.00
Grunn BBC:
Kennarar:
Sveinbjörn Gröndal
Guðmundur Ragnar Guðmundsson
Námskeið:
mán. 17. mars kl. 18.30-20.30
mið. 19. mars kl. 18.30-20.30
fim. 20. mars kl. 18.30-20.30
lau. 22. mars kl. 10.00-12.00
Ritvinnsla BBC:
Kennarar:
Sveinbjörn Gröndal
Ragnar Ómarsson
Námskeið:
þri. 18. mars kl. 18.30-20.30
fös. 21. mars kl. 18.30-20.30
lau. 22. mars kl. 16.00-18.00
Forritun 2:
Kennarar:
Sveinbjörn Gröndal,
Guðmundur Ragnar Guðmundsson,
Sigurður Hr. Sigurðsson
Námskeið:
lau. 15. mars
sun. 16. mars
lau. 22. mars
sun. 23. mars
kl. 10.00-12.00
kl. 12.45-14.45
kl. 10.00-12.00
kl. 12.45-14.45
Sinclair framhald
Kennarar:
Sveinbjörn Gröndal
Guðmundur Einarsson
Námskeið:
þri. 18. mars
sun. 23. mars
þri. 25. mars
mið. 26. mars
kl. 21.00-23.00*
kl. 15.00-17.00
kl. 21.00-23.00
kl. 19.30-21.30
• ••
• ••
•••••• ••••••
••• ••• ••••
HUGSKOThf
Veltusundi 3b
Sími24790
fjögurra
mánaða
hrakninga á
Atlantshafi
Einar Geir Einarsen, norskur sjó-
maður á litlum fiskibát, sem saknað
hefur verið i fjóra mánuði, fannst fyrir
skömmu heill á húfi á vélarvana
fleytu sinni á miðju Atlantshafi.
Einar lagði einn af stað á litlum
fiskibát frá Lissabon 31. ágúst í fyrra
og var ferðinni heitið til Trinidad.
Að sögn Einars bilaði vélin í bátn-
um eftir nokkurra vikna siglingu og
var hann á reki á vélarvana fleytunni
fram í marsmánuð er flutningaskip
frá Líberíu fann hann og tók um borð.
Sjómaðurinn var furðu hress eftir
volkið á úthafinu og sagðist hafa
framfleytt sér á regnvatni og fiskmeti
er hann veiddi sér til matar.
Ekki vildi Einar þiggja aðra hjálp
frá flutningaskipinu en endurnýjun á
matarbirgðum og hélt áfram för sinni
á vélarvana fleytunni. Sagðist hann
ótrauður ætla að halda áfram ferða-
lagi sínu til Trinidad og treysta því
að hafstraumar bæru hann þangað á
næstu 40 dögum.
Gólfmottur
Hringið og fáið nánari
upplýsingar.
Eigum nú gólfmottumar í stæröinni 120x60 sm - sem krækja má saman á
hliðum og endum og mynda þannig stærri flöt. Viljum sérstaklega benda á
notkun þeirra á vinnustööum þar sem fólk þarf aö standa viö vinnu og fyrir
eru steingólf - einnig hafa þessar mottur veriö notaðar á sundstöðum og
íþróttahúsum, í böð og búningsherbergi.
Vegna styrkleika síns hafa þessur mottur verið notaöar í bílskúra, undir bíla
(þar sem gólf eru lakkmáluð) enda þola þær 40 kg þimga á fersentímetra.
Skipta má mottunni í tvennt, eftir endilöngu, þannig aö tvær mottur dugi undir
bílinn.
Nýbýlaveg 8 (Dalbrekku megln)
simi 46216.