Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1986, Qupperneq 11
DV. FIMMTUDAGUR13. MARS1986.
11
Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir
Gylfi er sjómaður, en mestan part ársins temur hann þó hest. Hér er það
kamburinn og Krystall, þegar við sóttum Gylfa heim upp í hesthús á dögun-
um. DV-mynd JGH
Það tókust sættir
- keppnisbanninu yfir Gyifa Gunnarssyni,
einum frægasta knapa landsins, aflétt
Frá Jóni G. Haukssyni, blaðamanni DV á Akureyri:
„Ég er únægður, það tókust sættir, bannið er búið, og nú er ekkert annað
að gera en standa sig i sumar," sagði Gylfi Gunnarsson, knapi og eigandi
gæðingsins Krystals frá Kolkuósi..
Gylfi var dæmdur í ársbann frá keppni á hestamannamótum vegna
mótmæla við dómara á hátíðisdögum hestafólks á Melgerðismelum í júlí
ásíðastasumri.
Gylfi er einn frægasti knapi landsins. Þá er gæðingurinn hans, Kryst-
all, ekki siður þekktur. Hann hefur sigrað á íjölmörgum hestamannamótum
og verið í röð fremstu klárhesta landsins á síðustu árum.
Dómurinn, sem Gylfi fékk, eins árs bann frá keppni á hestamannamótum,
hefur vakið gríðarlega athygli hestamanna um allt land. En nú hafa sem
sagt tekist sættir i málinu og dómurinn fallinn úr gildi.
Stórgjöftil líknarstarfs
Á safnaðarráðsfundi í Reykjavíkurprófastsdæmi, sem haldinn var í febrúar
sl., var lcsið upp bréf sem Gísli Sigurbjörnsson forstjóri skrifaði f.h. stjórnar
Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar í Reykjavík. í bréfi þessu er prófasts-
dæminu gefið fyrirheit um framlag í starfssjóð safnaðarhjálparinnar í
Reykjavíkurprófastsdæmi og það skilyrði eitt sett að þeir söfhuðir, sem
æskja framlags. helgi safnaðarhjálpinni heima fyrir einn dag og hafi uppi
fjáröflun til hennar.
Fimmtudaginn 6. mars sl. kom síðan stjórn Gmndar til fúndar með
dómprófasti og hinni nýskipuðu stjóm sjóðsins. Við það tækifæri afhenti
Gísli Sigurbjömsson hinum nýstofnaða sjóði tvær milljónir króna og skal
höfúðstólinn ævinlega óskertiu- og hluta vaxta fyrst úthlutað eftir 3 ár.
Gísli lagði áherslu á það í ræðu sinni að fé væri nauðsynlegt tiKallra
framkvæmda, og þá fyrir kirkjuna líka og það starf sem hún er kölluð til
að inna af hendi, og sagði núverandi stjóm Grundar vera að heiðra stofn-
endur elliheimilisins með þessari gjöf sem væri í anda þeirrar hugsjónar
sem knúði þá og leiddi.
Stórútsala í Vöruhúsi KA
Frá Regínu Thorarenscn, fréttaritara DV á Selfossi:
Stórverksmiðjuútsala var haldin í vöruhúsi KÁ nýlega. Þar var seldur
fatnaður á alla fjöiskylduna. Hefur aldrei verið haldin önnur eins útsala
á öllu Suðurlandi frá því að verslun hófst. Allt afar ódýrt og vandað.
Fólk hefur fjölmennt á útsöluna og eru Selfossbúar óþekkjanlegir í hinum
flottu og vönduðu fötum sem þeir hafa keypt þar. Börnin á dagheimilunum
nutu einnig góðs af útsölunni og mættu þau uppáklædd morguninn eftir
að hún hófst. Hjón þekkja varla hvort annað á götu eftir að þau hafa
verslað i Vöruhúsi KÁ.
Þá er kominn annar litarháttur á fólk því það borðar svo mikið af reyktu
folaldakjöti, rauðu og fallegu, sem verslunin Höfn selur á mjög góðu verði.
Það má því segja að lífið leiki við Selfossbúa þessa dagana.
Hins vegar selst lítið sem ekkert af smjöri því nú er svo komið að börnin
vilja ekkert nema smjörlíki úr fallegum dolhun sem þau hafa alist upp
við. Spýta þau út úr sér iangar leiðir íslenska smjörinu þegar foreldrarnir
fóru að kaupa það núna eftir að útsalan byrjaði. Staðreyndin er sú að
margir hafa ekki smakkað íslenskt smjör sl. 15-20 ár. Má kenna fulltrúum
bændastéttarinnar á öllu landinu um hvernig komið er á öllum sviðum
landbúnaðar.
Frá Júlíusi Guðna Antonssyni, V-Hún:
Jóhannes Guðmundsson, bóndi og oddviti á Auðunarstöðum í Víðidal,
varð sjötugur 13. febrúar sl. Hann tók á móti gestum í félagsheimilinu
Víðihlíð. Margt góðra gesta heiðraði Jóhannes, sveitungar og aðrir.
Þorkelshólshreppsbúar sameinuðust um veglega bókagjöf. Líf og fjör
einkenndi samkomuna, eins og vænta má þegar Jóhannes á hlut að máli.
DV-mynd Sigurður Björnsson
Kynningarviku Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur lokið:
„Mjög algengt að ungt fólk eigi
við offituvandamál að stríða‘T
- segir Arndís Hauksdóttir heilsugæsluhjúkrunarfræðingur
Síðastliðna viku stóð yfir kynning
á starfsemi Heilsuvemdarstöðvar
Reykjavíkur þar sem m.a. var fjallað
um hvernig heilsugæslu í skólum er
háttað.
Haft var samband við Arndísi
Hauksdóttur heilsugæsluhjúkrunar-
fræðing í Breiðholtsskóla og Voga-
skóla til þess að fræðast um hvernig
heilsugæslu grunnskólabarna er
háttað.
„Það er fylgst með vexti og þroska
barnanna frá 6 ára aldri, þau eru
vigtuð, hæðarmæld, sjónprófuð,
heyrnarmæld, berklaprófuð á hverju
ári og fara fjórum sinnum í almenna
læknisskoðun á grunnskólatímanum.
Við erum til staðar í stærri skólum
þrjá og hálfan dag í viku, með sér-
staka viðtalstíma fyrir krakkana. Þá
geta þau komið með sín vandamál til
okkar, hvort sem þau eru af andlegum
eða líkamlegum toga.“
Þreyta og svefnleysi eftir að
mynböndin komu til sögunnar
Arndís sagði að krakkarnir leituðu
mjög oft til hennar með hin ólíkustu
vandamál. „Þau eru mjög upptekin
af útlitinu á unglingsárunum, þau
hafa sérstakar áhyggjur af bólum. Ég
hef verið með krakka ár eftir ár í
megrun og stundum hefur það borið
árangur. Það er mjög algengt aö börn
og unglingar í dag eigi við offitu-
vandamál að stríða."
En það er ekki bara offitan sem
hrjáir margan unglinginn. Arndis
sagði það áberandi að börn og ungl-
ingar væru úthaldsminni, þreyttari
og svæfu minna síðan myndböndin
komu til sögunnar.
Forvarnarstarf undirstaða heil-
brigðis
„Það er verið að endurskoða alla
heislugæslu i skólum, mikið vantar á
að hún sé fullkominn. Á hverja hjúk-
runarkonu í fullri vinnu eru ætlaðir
þúsund nemendur sem er alltof mikill
íjöldi. Við höfum engan möguleika á
að sinna nauðsynlegu og þýðingarm-
iklu forvarnarstarfi með þennan
fjölda nemenda.
Það hefur sýnt sig í nágrannalönd-
um okkar að forvamarstarfið er
undirstaða líkamlegrar og andlegrar
heilsu. Strax í 6. ára bekk á að hefja
reglulega kennslu um líkamshirðu,
mataræði, tannhirðu, slökun, svefn
og hvíld, skyndihjálp o.s.frv.
Ég hef sinnt kynfræðslu í 8.-9. bekk
grunnskóla sem er ekki gert í nærri
öllum skólum. Það vantar mikið á að
þau fái fræðslu um siðferðis- og fé-
lagslegar hliðar kynlífs." -KB
Skyldi þessi ungi maður, Ágúst Örn Ingvarsson, 14 mánaða, fá þá fræðslu
i grunnskóla sem þarf að sögn Arndísar Hauksdóttur hjúkrunarfræðings
til þess að tryggja hans andlegu og líkamlegu heilsu? Það vonar auðvitað
móðir hans, Sveinbjörg Guðnadóttir, og hjúkrunarfræðingurinn, María
Guðmundsdóttir, sem vigtar Ágúst af miklu öryggi. DV-mynd PK.
<
c/)
Það er vel hugsanlegt að Maggi súpa
sé rétti kvöldverðurinn.
Viö leggjum til að uppistaðan í kvöldverðinum hjá þér verði Maggi súpa.
Með nýju brauði, fjölbreyttu áleggi og öðru góðgæti eftir smekk
er Maggi-súpu- kvöldverður tilvalin leið til að bera á borð
ódýran, hollan og góðan mat sem inniheldur öll nauðsynleg
næringarefni og fljótlegt er að útbúa.
Sim 83788