Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1986, Síða 14
14
DV. FIMMTUDAGUR13. MARS1986.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÖSKAR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLT111, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLT111
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 450 kr.
Verð I lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr.
Nýtt bjórfrumvarp
Nýtt bjórfrumvarp er komið fram á Alþingi. Flutn-
ingsmenn eru Björn Dagbjartsson, Sjálfstæðisflokki, og
Stefán Benediktsson, Bandalagi jafnaðarmanna.
Það var beinlínis nauðsyn, að þingið færi ekki heim
án þess að fjalla enn einu sinni um bjórmálið. Þingmenn
klúðruðu málinu í fyrra, eins og alþjóð man. Þá hlaut
málið eina afgreiðslu í neðri deild og aðra í efri deild.
Deildirnar komu sér ekki saman. Þó virtist sem meiri-
hluti þingmanna væri fylgjandi bjórnum. Ekki verður
unað við slíka afgreiðslu. Þingmenn verða að sýna,
hvort þeir eru með því eða á móti, að áfengt öl verði
leyft.
Jón Baldvin Hannibalsson, einn flutningsmanna
málsins í fyrra, sagði nýlega í sjónvarpi, að hugsanlega
væri rétt að bíða kosninga, áður en málið yrði tekið
upp aftur. Mætti þá sjá, hvort ekki yrðu víðsýnni menn
á þingi eftir kosningar. En óvíst er, að þetta sé rétt
mat. Þingmenn ættu nú að reka af sér slyðruorðið með
því að afgreiða bjórmálið fljótlega, enda ekki margar
vikur eftir af þinghaldinu. Almenningur hló að þing-
mönnum í fyrra vegna klúðursins þá.
Jafnvel harðir andstæðingar bjórsins geta ekki verið
á móti því, að þingheimur segi álit sitt vafningalaust.
í frumvarpinu nýja segir, að ríkisstjórninni sé einni
heimilt að flytja hingað til lands áfengt öl, sem hafi
styrkleikann 4-5 prósent að rúmmáli. Áfengis- og tó-
baksverzlun ríkisins annist innflutninginn.
Þá sé dómsmálaráðherra heimilt að leyfa hér fram-
leiðslu áfengs öls af þeim styrkleika, sem áður greinir.
Allt áfengt öl skuli selt í margnota umbúðum.
Lögin öðlist gildi 1. marz 1987. Lögin skuli þó ekki
koma til framkvæmda, nema þau hafi áður hlotið sam-
þykki með meirihluta atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu,
sem fram fari eigi síðar en 31. desember í ár.
Flutningsmenn benda á, að eftir að efri deild hafði í
fyrra sett þjóðaratkvæðagreiðslu sem skilyrði reyndi
ekki beinlínis í neðri deild á fylgi við skilyrta gildistöku
með slíkri atkvæðagreiðslu. Því sé rétt að kanna þetta
nú.
Markmiðið með flutningi frumvarpsins sé að freista
þess, að Alþingi afgreiði þetta mál fyrir sitt leyti en
þjóðin öll fái þó jafnframt tækifæri til að láta í ljós
álit sitt. Alþingi þyrfti þá ekki að láta málið til sín taka
ánýjan leik.
Sú málamiðlunarlausn, sem varð efst á baugi á Al-
þingi í fyrra, var ekki öllum að skapi. Margir munu nú
telja, að langt verði að bíða bjórsins, þótt nýja frum-
varpið verði samþykkt. Þá má minna á, að Alþingi
gæti sem hægast úrskurðað í málinu án þjóðaratkvæðis.
Enda hafa margar skoðanakannanir og marktækar
greint frá því, að meirihluti landsmanna vill leyfa áfengt
öl. Flestir munu þó á því, að bjórinn skuli einungis
seldur í áfengisverzlunum ríkisins.
Auðvitað er ekki unnt að amast við því, að málið
fari til þjóðaratkvæðis. Hér er um mikið deilumál að
ræða. Hitt verður að leggja áherzlu á, að ekki á að
meina þeim að drekka bjór, sem vilja, séu þeir fulltíða.
Þjóðaratkvæðagreiðsla ætti að fara fram um fjölmörg
mál hérlendis.
Það er vel, að bjórfrumvarp er fram komið. Vissulega
þarf að þrýsta á, svo að ráðamenn á þingi, svo sem í
nefndum, svæfi það ekki og beri fyrir sig tímahraki.
Haukur Helgason.
SEMDUGAR
Svo virðist sem óánægjuöldur
meðal löggæslumanna hafi síður en
svo lægt. Undanfarið hefur verið
mikill flótti úr stéttinni, einkum í
höfuðborginni, og nú er svo komið
að varla er um að ræða fullnægjandi
löggæslu vegna mannfæðar. Haldi
svo fram sem horfir verður eftirleik-
urinn auðveldur sölumönnum dauð-
ans og öðrum glæpamönnum sem
hafa nægt ijármagn handa milli á
meðan óánægðum löggæslumönnum
fækkar í sífellu.
Ekki bara laun
f fréttaviðtali, sem nýlega birtist
við formann Lögreglufélags Reykja-
víkur, kom greinilega fram að það
eru ekki einvörðungu lág laun sem
valda óánægju í stéttinni. Þar vegur
einnig þungt sú óvirðing sem þeim
er í raun sýnd í meðferð þeirra mála
sem þeir leggja sig oft í mikla hættu
við að upplýsa. Ofbeldismönnum og
öðrum hættulegum glæpamönnum
er sleppt lausum á götumar og þar
með borgarana jafnskjótt og þeir
hafa gert játningu sína, oftsinnis til
þess eins að fremja ný ofbeldisverk
sem lögreglumenn þurfa að leggja
líf sitt í hættu við að upplýsa eða
þá að takast á við þrjótana.
Ekki er að furða þótt slík vinnu-
brögð skerði áhuga manna á því að
gegna störfum sínum af þeirri ár-
vekni sem nauðsynleg hlýtur ávallt
að vera lögreglumönnum. Það hlýt-
ur að vera eins og blaut tuska fram-
an í lögreglumenn að mæta að
morgni á götu skælbrosandi ofbeld-
ismanni, sem handtekinn var kvöld-
ið áður, og vita nokkum veginn upp
á hár að ekki muni langur timi líða
uns á ný þurfi að kljást við hann.
Nógu hæpin hljóta þessi vinnu-
brögð að vera þegar i hlut eiga menn
sem em truflaðir orðnir vegna
neyslu ýmiss konar vímuefha, en
hálfu verri þegar í hlut eiga menn
sem stunda skipulagða glæpastarf-
semi, eins og sölu eiturlyfja, og virð-
ast eins konar uppáhaldsskjólstæð-
ingar dómskerfisins íslenska. Þrátt
fyrir tiltölulega væg refsingará-
kvæði í íslenskum lögum vegna
slíkra afbrota virðast þau þó sjaldan
nýtt til þess að friða þjóðfélagið eins
lengi og unnt er fyrir þessum mönn-
um.
Umbrot kjaftakerfisins
Stöku sinnum tekur ríkisvaldið
smákippi í þessum málum til þess
að friða samvisku sína. Þá rennur
allt í einu upp ljós fyrir ráðamönnum
og þeir halda miklar og fagrar ræður
um að nú verði að bregðast rétt við
þeim gífurlega vanda sem þeim er
orðinn ljós. Fyrir nokkrurr' árum var
fundin sú lausn að setja á stofh
heljarmikla samstarfsnefnd um eit-
urlyfjamálið þar sem sæti áttu pólit-
íkusar og embættismenn. Ég leyfði
mér þá að benda á að slík nefnd
væri ekki til stórræða líkleg, fremur
Kjallari
á fimmtudegi
MAGNUS
BJARNFREÐSSON
og kannski hefur það sitthvað skyn-
samlegt lagt til málanna. Vandinn
er bara sá að ekkert hefur verið gert
vegna þess að allt kostar það eitt-
hvað meira en fógur orð. Fjárveit-
ingarvaldið og framkvæmdavaldið,
þing og rikisstjóm, hafa gjörsamlega
brugðist í þessum málum.
Á meðan eiturlyfin flæða yfir og
ráðamenn játa að allt sé að fara í
óefhi em fjárveitingar til löggæsl-
unnar jafnvel skomar niður að hlut-
falh til. Og einu tillögur þeirra
manna, sem helst áttu að leiðbeina
valdhöfunum, vom um spamað í
stað aukinnar löggæslu.
Á meðan fjárveitingar til löggæslu
em skomar við nögl eins og nú er
gert verður eiturlyfjaflóðið ekki
stöðvað. Velmeinandi fræðsla dugir
þar skammt. Menn verða að aðgæta
að þeir sem standa fyrir dreifingunni
em harðsvíraðir glæpamenn og að
baki þeirra skipulögð samtök, á
a „Hið eina sem dugar eru vel búnar og
^ harðskeyttar sveitir löggæslumanna og
harðir dómar sem gætu komið þessum
mönnum í skilning um að hinn litli markað-
ur hér á eylandinu væri ekki þess virði að
sækj ast eftir honum. “
til að verða rétt ein kjaftasamkund-
an sem menn friðuðu samvisku sína
með. Einn nefndarmanna skrifaði
þá harðorða grein í minn garð og
kvað mig þekkingarlausan að mestu
eða öllu í þessum málum og væri
mér sæmst að vera ekki að skipta
mér af málunum. Nú auglýsi ég eftir
árangri þessarar nefndar.
Eiturlyfin flæða yfir landið sem
aldrei áður þrátt fyrir allt samráðið.
Ljóst er af skýrslum SÁÁ, og raunar
ummælum allra sem til þekkja, að
ekki næst nema lítið brot af þeim
eiturlyfjum sem til landsins berast.
Foreldrar hyggjast stofha samtök til
að beijast fyrir rétti sínum og bama
sinna til þess að losna við ófögnuð-
inn og styrkja þá aðila sem af van-
efnum eru að fást við vandamálin.
Og rétt einn ganginn hcifa æðstu
menn stjómkerfisins hrokkið upp
við það að eiturlyf séu alvarlegt
vandamál á íslandi. Saman sátu þeir
hljóðir og hlýddu á ýmsa þá sem
árum saman hafa reynt að beijast
gegn vandanum og sögðu grafalvar-
legir á eftir að nú yrði eitthvað að
gera.
Það mega þeir þó eiga að enn hafa
þeir ekki skipað nýja nefnd.
Orð og efndir stangast á
Nú skal það skýrt fram tekið að
ég er ekki með þessu að hnýta í það
fólk sem situr í margumræddri
nefhd, ef hún er þá enn til. Vafalaust
hefur það allt viljað vel, og vill enn,
stundum hryðjuverkamanna og á
stundum hrein glæpasmntök er
hugsa einvörðungu um gróðann.
Gegn slíkum mönnum duga vel
meintar leiðbeiningar lítið. Hið eina
sem dugar em vel búnar og harð-
skeyttar sveitir löggæslumanna og
harðir dómar sem gætu komið þess-
um mönnum i skilning um að hinn
litli markaður hér á eylandinu væri
ekki þess virði að sækjast eftir
honum. En á meðan hér er allt galop-
ið og senditíkur þeirra geta áhyggju-
laust boðið vanbúinni löggæslu birg-
inn er ekki von á að vel fari. Enda
er reynslan þar ólygnasti votturinn.
Það er ekki að undra þótt lög-
gæslumenn séu orðnir langþreyttir
á ástandinu þótt eiturlyfjamálin séu
aðeins hluti þess. Á fjölmörgum
öðrum sviðum virðist ástandið lítið
skárra. Oft hlýtur maður að spyija
sjálfan sig til hvers sé verið að halda
úti löggæslu á meðan fjöldi „finna“
borgara kemst upp með það ámm
saman að storka réttlætiskennd
þjóðarinnar.
Það reynist ýmsum erfitt að finna
það út í þjóðfélagi nútímans hveijir
megi stela og hveijir ekki. Og
kannski má segja að á meðan „fínir“
menn mega reka neðanjarðarkerfi
okurs, smygls og löglegs skuldabré-
faráns þá þurfi ekki að leggja ofur-
kapp á að elta menn sem stela gott-
eríi úr sjoppum.
Magnús Bjarnfreðsson.
„Það hlýtur að vera eins og blaut tuska framan í lögreglumenn að mæta að morgni á götu skælbrosandi
ofbeldismanni, sem handtekinn var kvöldið áður, og vita nokkurn veginn upp á hár að ekki muni langur
tími líða uns á ný þurfi að kljást við hann.“
HIÐEINA