Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1986, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1986, Blaðsíða 17
DV. FIMMTUDAGUR13. MARS1986. 17 Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur interRent CaiM* HMI W vision skrum Tónlistarunnandi skrifar: Þegeir þetta er skrifað höfum við fengið að heyra 6 af þeim 10 lögum sem koma til greina sem keppnislag Islendinga í Eurovision og mál manna að varla sé hægt að gera sér vonir um góðan árangur í keppninni nema eitthvert þeirra fjögurra Jaga sem ekki hafa heyrst skari fram úr 6 þeim íyrstu. Sérstaklega hafa umsjónar- menn og útsetjarar verið gagnrýndir fyrir það að apa beinlínis eftir því smekkleysi sem heimsbyggðinni hef- ur verið boðið upp á ár eftir ár. Því ekki að senda gott lag i vandaðri, listrænni útsetningu, frekar en að vera með svona dæmigert Eurovision- skrum? Það er eflaust miklu vænlegri leið og umfram allt betri landkynning heldur en lélegar stílfærslur Eurovi- sion-laga. Það er vitað mál að við eigum marga mjög góða tónlistar- menn og það ætti ekki að vera útilok- að að vinna í keppninni. En það skulum við gera með góðu lagi. „Það er vitað mál að við eigum marga mjög góða tónlistarmenn og það ætti ekki að vera útilokað að vinna í keppninni.“ Sam- viskubit Stolin skrifar: „Þú, sem hlýtur að hafa tekið vesk- ið mitt í heimildarleysi eða í mis- gripum í samkvæminu í Hlíðunum aðfaranótt mánudagsins 24.02.1986! Þú veist hvað ég meina. Nú höfða ég til samvisku þinnar. I veskinu voru ýmsir persónulegir munir sem ég hef ekki trú á að geti komið þér að nein- um raunhæfum notum. Það er hins vegar mjög bagalegt fyrir mig að missa ökuskírteinið mitt, nemenda- skírteinið o. fl., sem ekki aðeins kost- ar mig fúlgu fjár að endumýja, heldur hefur einnig marghúttuð vandræði í för með sér. Lyklamir - hvorki veistu að hverju þeir ganga né myndir þú nokkurn tímann nota þá. Úrið - kannski ekki fjárhagslega mikils virði en þú veist að peningar eru ekki allt. Úrið hennar mömmu er mér meira virði en þér. Nú skora ég á þig að skila þessu. Hafi það lent hjá þér fyrir mistök og þú ekki komið því í verk að koma því til mín er ég meira en fús til að nálg- ast það sjálf. Þú getur haft samband ísíma 36091. Berglind Steinsdóttir." Útibú í hringum landið REYKJAVÍK:....91-31815/686915 AKUREYRI:......96-21715/23515 BORGARNES:............93-7618 BLÖNDUÓS:........95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR: ...95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:........96-71489 HÚSAVÍK:.......96-41940/41594 EGILSSTAÐIR: .........97-1550 VOPNAFJÖRÐUR: ...97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: .97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: .....97-8303

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.