Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1986, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1986, Side 18
18 DV. FIMMTUDAGUR13. MARS1986. Menning Menning Menning v/Umfer öarmiöstööina Tjöruþvottur: þvottur, þurrkun kr. Ekinig: Bónun, mössun, djúphreinsun á sætum og teppum. Sprautum felgur. Nánari upplýsingar í síma Síminn sem aldrei se Síminn er ímaldreiSefur í/l^ Síminn er 68-78-58 Simmn Hafir þú ábendirigu eöa vitneskju um frétt hrmgdu þá 1 sima 68—78—58. Fynr hvert fréttaskot. sem birtist íDV, gieiöast 1.000 kr og 3.000 krónur fyr.ir besta fréttaskotiö í hverri viku. Fullrar nafnleyndar er gætt Viö tokum viö fréttaskotum allan sólarhnngmn. VERSLANIR! Hin sívinsœla og myndarlega FERMINGAR- GJAFAHANDBÓK kemur út 20. mars nk. Þeir auglýsendur, sem áhuga hafa á að auglýsa í FERMINGA RGJA FA HA NDBÓKINNI, vinsamlegast hafi samhand við auglýsingadeild D V, Þverholti 11, eða í síma 27022, kl. 9-17 virka daga, í síðasta lagi mánudaginn 17. mars. ^ ^ é f/MESlkl Ótal þátttakendur Aldrei hef ég verið fullkomlega sáttur við myndlist Gísla Sigurðs- sonar. Þrátt fyrir frísklega spretti hefur mér fundist hún fremur þvin- guð og ófrumleg. Þau orð mundi ég einnig nota um helftina af þeim verkum hans sem nú hanga uppi við að Kjarvalsstöðum. Þó er þetta líkast til jafnbesta sýning Gísla til þessa. Helmingi minni hefði hún orðið honum til verulegs framdráttar. Það er ýmis- legt að gerast í myndum hans sem bendir til aukins sjálfstrausts og metnaðar. Gísli hefur áhuga á að koma örlagaríkum atburðum til skila á eftirminnilegan hátt og efnir til mikilla komposisjóna með óta) þátttakendum. Það er út af fyrir sig íofsvert, nú þegar obbinn af ís- lenskum myndlistarmönnum lætur sér nægja að yrkja lítinn einkas- kika. Sömuleiðis tekur Gísli ýmsa áhættu í litbeitingu, spennir upp liti, ýfir litfleti og slettir málningu. Þessi dirfska ber oft ánægjulegan árangur, t.d. í ballmyndum hans, sem þurfa einmitt á slíkum sprettum að halda. Flestir atburðir í verkum Gísla heyra til sögunni, þjóðsögunni og bókmenntum, en má augljóslega heimfæra á nútímann, kæri einhver sig um. Myndlist AÐALSTEINN INGÓLFSSON Átyllur En það er eins og hugur fylgi ekki alltaf máli í þessum verkum. Oft eru þau eins og átylla ti) þess að hranna upp skrautlegum og ögn kómískum manneskjum. Sá grunurlæðist jafn- vel að manni að mörg þessi „þjóð- )egu“ mótíf séu notuð til að þvinga fram innblástur, sem oft lætur á sér standa. Þannig er með myndir Gísla af Tröllunum á Hellisheiði, Agli i Jórvík, Jörvagleðinni og öðrum samkomum að fornu og nýju. Annars er oft erfitt að geta sér til um fyrirætlan Gísla, þar eð aðrir listamenn eiga það til að tala í gegnum hann. Sumir hvatlegir málarataktar í verkum hans, svo og mótíf, virðast ættaðir frá Baltas- ar (sjá t.d. Álfareiðin, nr.49), miklir hausar í landslagi minna óneitan- lega á Eirík Smith, og hópmyndir Gísla draga stökusinnum dám af fjölskyldu- og samkvæmismyndum Einars Hákonarsonar. Gísli hefur einnig miklar mætur á Kjarval og Gunnari Erni, eins og sést á nokkrum myndum. Út af fyrir sig er þetta ekki leiðum að líkjast. Verk Gísla bera þess auk þess merki að hann hefur lært ýmislegt gagnlegt af þessum kolleg- um sínum. Bræðingur Sá bræðingur, sem fram kemur í verkum hans, getur aukinheldur þróast yfir í heillegan stíl með tíð og tíma. Þótt kekkjóttur sé hann, er þessi bræðingur snöggtum heillavæn- legri en portrettstíllinn sem Gísli hefur tamið sér á undanfömum ámm. Hér á ég aðallega við lista- mannamyndir hans, þar sem hann spyrðir saman andlitsmyndir eftir ljósmyndum og tilbrigði um list þess semáíhlut. Ég segi kannski ekki að Gísli ætti að láta af þessari iðju, en hann ætti a.m.k. að draga úr henni. Ég veit ekki hvort allir eru jafn-- umburðarlyndir og Helgi Sæmund- sson sem er grænn á litinn á mynd eftir Gísla. En í alvöru talað, myndir af þess- ari gerð krefjast betri tækni en listamaðurinn hefur yfir að ráða einsogstendur. -ai

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.