Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1986, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1986, Page 19
DV. FIMMTUDAGUR13. MARS1986. 19 Menning Menning Menning Menning SKAMMHLAUP ÞORSTEINN ANTONSSON: Sjáendur og utangarðsskáid. Greinasafn um bækur, höfunda, lesendur. Skákprent 1985,219 bls. Titill bókarinnar virðist einkum eiga við tvær fyrstu greinar henn- ar, um Jochum Eggertsson og Jóhannes Birkiland. Um íslenskar samtímabókmenntir eru auk þess fimm yfirlitsgreinar, en stuttar blaðagreinar um erlendar bækur taka rúman helming bókarinnar. Fróðlegust þótti mér greinin um Jóhannes Birkiland (35 bls., birtist einnig í síðasta Skírni). Þetta er stutt en greinargóð ævisaga frægs manns sem flestum mun þó ókunn- ur. Þorsteinn gerir þennan furðu- fugl skiljanlegan með sólfræðileg- um hætti og virðist sækja það mikið í sjálfsævisögu Jóhannesar. Raunar er ekki djúpt lagst í lýsingu verka hans, þar ber mest á endur- sögn söguþráðar í skáldsögu ög birtar glefsur úr henni. Um tímarit Birkilands er bagalega lítið sagt. Bókin hefst á grein um Jochum Eggertsson, Skugga. Þetta er al- menn umfjöllun um ævi og ritstarf þessa sérvitra dulhyggjumanns. En hér - eins og víðar í þessari bók - finnst mér skorta á fjarlægð höf- undar fró viðfangsefninu. Þor- steinn gerir t.d. ekki grein fyrir því, hve miklu algengari dulhyggja var á íslandi á fyrri hluta 20. aldar en nú er. Hver var sérstaða Skugga, ef nokkur, miðað við aðra rithöfunda á þessu sviði, svo sem Helga Péturss, Einar Ben, Jón Dúason, Sigfús Elíasson, Barða Guðmundsson og Pýramída-Jónas? Svo óljós sem greinin er, svo óskipuleg er hún, enda að mestu í tímaröð, en á þó að kynna kenning- ar, hugmyndaheim, að því er virð- ist. Skýringalaust Á bls. 15 segir um skáldskap Skugga: „Byggingarsnið og notkun tákna af því tagi að varla á sér neina hliðstæðu í íslenskum skáldskap frá sama skeiði eða fyrr en aftur á móti erlendis í því sem nýstárlegast taldist þá á vettvangi bókmennta. Um og fyrir miðja öldina." Aldrei finnur Þorsteinn þessum orðum stað með umíjöllun um skáldskap Skugga og ekki segir hann hvaða erlend skáldrit hann er hér að draga til samanburðar. Það skín að vísu sums staðar í gegn að hann muni eiga við Sartre og aðra tilvistarspekinga, en ekki fer hann neitt út í hvað sé sameigin- legt. Þetta er nú ekki björguleg bókmenntafræði. Svipuð efnistök sjást víða, t.d. í greininni um Birkiland (bls. 58): „mikið furðuverk er ljóðið Hinir huglægt bágstöddu (langt, 5 síður af 31). Það er tilraun skáldsins til að mynda nýjan bragarhátt úr hugarvingli sínu og taugaveiklun á einhverju þvílíku lægðarskeiði í lífi hans og slíkur fyrirburður er þetta ljóð að við hæfi er að jafna til ljóðs Gyrðis Elíassonar Á gull- öld plastpokans, 1983.“ Hefði nú ekki verið full ástæða til að gera slíkum tíðindum einhver skil? Þó ekki væri nema lýsa brag- arhætti, og sýna fram á hvílík nýmæli hann sé, svo ekki sé talað um orðaval ljóðsins, myndmál og byggingu. Hér vantar meginatrið- ið, og það er því miður dæmigert fyrir þessa bók. Höfundur leggur sig aldrei fram um að brjóta efni til mergjar né að nálgast lesendur. Það er alltaf eins og hann sé bara að tala við sjálfan sig og segja það eitt sem fyrst kemur í hug. Til dæmis er víða minnst á módern- isma í skáldsagnagerð, en hvergi útlistað hvað höfundi þyki mikil- vægast í þeim efnum, hvernig módernismi sýni að þjóðfélag sé goðsögn eins og hann segir (bls. 76). Hins vegar kemur alveg skýr- ingalaust klausa eins og þessi (bls. 161): „Allmörg ár eru nú liðin síðan alkunna varð meðal áhugamanna um bókmenntir hvert ofstækisfull- ur módernismi í bókmenntum leið- ir. Við enda blindgötunnar vaknar krafa um sjálfstæði orða sjálfra. Sem hlýtur að leiða til sálsýkislegr- ar þagnar ef henni er haldið til streitu. Sbr. orð Borges: „Tungu- mál er hefð, aðferð til að bera kennsl á veruleikann, ekki hend- ingarkennt samsafn tákna.“ Mér er spurn fyrir hvern þetta er skrifað. Ég fullyrði að þetta sé ekki alkunna meðal áhugamanna um bókmenntir á Islandi, þótt ein- hverjir sérfræðingar hafi séð svona staðhæfingar áður. Sé hún ótvírætt rétt, þá hefði varla þurft langt mál Bókmenntir ÖRN ÓLAFSSON til að sýna fram á það með rökum og dæmum. Altént hefðu slíkar rökræður getað orðið fróðlegar og menntandi, en þessi klausa er bara skammhlaup. I grein um skáldsögur ársins 1978; „Ný tegund raunsæis" talar höf- undur fyrst og fremst um efnisval höfunda, en grípur hvergi á efnis- meðferð. Um sögu Péturs Gunnars- sonar Ég um mig frá mér til mín segir þar (bls. 71); „I bókinni er útgáfufeyra..." en hver er nokkru nær, fyrst ekkert er farið út i það hvað sé útgáfufeyra í bókinni og hversvegna? Og hvað merkir setn- ingin (á sama stað): „Tvær skáld- sögur eftir bændur og þá væntan- lega fasisk dulmál upp á gamla mátann.“ Tómar vangaveltur Ý mislegt skynsamlegt er í þessum greinum Þorsteins um bókaútgáfu á íslandi (fimm greinar á bls. 69-107). Þar er margt vel athugað, einkum í greininni „Um íslenska skáldsagnagerð 1983“ og margt hæpið, en allt er þetta bara vanga- veltur að óathuguðu máli. Þetta kalla ég frumdrög að umfjöllun um efnið, því auðvitað ætti höfundur líka að kynna sér það kerfisbundið, tvinna saman athuganir og íhugan- ir, áður en hann fer að gefa um- fjöllun sína út á bók. Það var hægt með því að fara í saumana á vinsæl- um bókum, kanna innviði þeirra, en ekki bara efni, og með því áð athuga aðrar heimildir um bók- menntasmekk íslendinga. En hér er ekkert vitnað í þær kannanir sem gerðar hafa verið á íslenskum bókamarkaði, og eru þær þó alln- okkrar til, sjá t.d. bók Ólafs Jóns- sonar gagnrýnanda: Bækur og les- endur (BMÞ 1982). Reyndur skáld- sagnahöfundur hefði líklega öðrum fremur getað gert sér mat úr þvílík- um athugunum, en hann gerir ekki mat úr engu. Allmargar greinar (22) fjalla um erlendar bækur. Þetta eru bara athugasemdir hripaðar niður eftir lestur, yfirleitt af sama tagi og lesa má t.d. i Morgunblaðinu. Endur- sögn yfirgnæfir, með einstaka at- hugasemdum frá brjósti höfundar. Til að mynda er undantekning að þessi skáldsagnahöfundur hafi annað og meira frá skáldsögu að segja en hvað gerist! Kannski ein setning eða tvær um persónur og stíl, almennt talað. Lengd grein- anna ber með sér að þær hafi verið samdar fyrir dagblað, en hér eru engar upplýsingar um fyrri prent- un, svo sem ætti þó jafnan að vera í greinasafni. Og hversvegna eru greinarnar endurprentaðar óbreyttar í bók þegar svo grunnt er skyggnst? Hér hefði þurft við- bætur til að tengja greinarnar saman, fá einhverja yfirlitsmynd úr þessu. Þá hefði kannski verið von til að bókin svaraði þeim spurningum sem höfundur setur fram í upphafsorðum: „Hvers vegna er íslensk skáld- sagnagerð á síðustu árum svo einhæf sem raun ber vitni? Hvers vegna eiga rök brjóstvits svo örð- ugt uppdráttar gagnvart rökum hugvits? Skáldlegur hugsunarhátt- ur gagnvart fræðilegum, módern- ískur skáldskapur gagnvart þeim sem kenndur er við raunsæi?" (o.s.frv., um tengsl samfélagsmála). Þetta er of mikil alhæfing, en mér sýnist skýringin liggja í því að bækur eru illa unnar - vafalaust að einhverju leyti vegna markaðs- sjónarmiða. Það er ekki oft sem skáld kynna sér efni vel áður en þau skrifa um það, hafa eitthvað að vinna úr, og gefa ímyndunarafli sínu tíma til að fjalla um það á skáldlegan hátt. Einhverjum kann að þykja þessi ritdómur harður - þeim finnst óþarft að höfundur leggi sig fram. En ég held að hvaða starfsmaður forlags, sem les yfir handrit, hefði bent höfundi á þessa galla og fleiri. Nú fer Skákprent eigin leiðir í bókavali og er ekki nema gott eitt um það að segja. En það myndi varla hleypa prentkostnaði upp svo neinu næmi að fá sérmenntað fólk til að lesa handrit yfir fyrir útgáfu. Það hefði líka getað fækkað prent- villum verulega. Svona ætli hún að spila á hverjum degi Tónleikar Sinlóníuhljómsveitar íslands i Háskólabiói 6. mars. Stjórnandi: Jukka Pekka Saraste. Einleikari: Janos Starker. Efnisskrá: Jón Nordal: Leiösla; Sergei Prokofiel: Sinfonia Concertante fyrir selló og hljómsveit op. 125; Johannes Brahms: Sinfóná nr. 4 I e-moll, op. 98. Það vildi svo skemmtilega til að sextugsafmæli Jóns Nordal, tón- skálds og skólastjóra Tónlistar- skólans í Reykjavík, bar upp á fimmtudag. Það var því meira en sjálfsagt að hafa verk eftir hann á efnisskrá tónleikanna. Reyndar eru verk hans jafnan kærkomin og þarf ekki að tíunda framlegð góðra verka af hans hálfu, en rétt að nota heldur tækifærið og senda honum síðbúna afmæliskveðju með ósk um að íslenskt tónlistarlíf megi njóta krafta hans sem lengst. Leiðslu, verkið sem hér var flutt, samdi Jón fyrir Harmonien í Berg- en og byggir á kafla úr Sólarljóð- um. Um verkið og verðleika þess þarf ekki að fjölyrða, en vart held ég að hljómsveitin hafi getað fært Jóni Nordal betri afmælisgjöf en að spila svo framúrskarandi vel. Að færni mannsins er ekki hægt annað en að dást Þá var komið að þætti einleikar- ans, Janosar Starkers. Vel leikur Starker. Hann er maður fullkomn- unarinnar og á leik hans verður hvorki fundinn blettur né hrukka. Hann er jafnvígur á hvaða músík sem er. Ekki brá hann vana og lék hér einleikinn í Sinfoniu Concert- ante Prokofiefs af sinni rómuðu færni. Einhvern veginn erþað samt svo að allt frá því að ég heryði hann fyrst á konsert fyrir bráðum tveimur áratugum hefur leikur hans aldrei náð að snerta mig að Tónlist EYJÓLFUR MELSTED hjartarótum, en að óskaplegri færni mannsins er ekki hægt annað en dást. Virkilega vel „brahmsað" Leikur hljómsveitarinnar undir stjórn snillingsins Jukka Pekka Saraste snart mig hins vegar svo að um munaði. Maður þekkti þetta ekki fyrir sömu hljómsveit og það í jafn vandleikinni músík og Pro- kofiefs. Hvílíkt samræmi og frá- bært jafnvægi milli hinna einstöku hljóðfærahópa - að heyra blikkið svo samstillt og vel hljómandi - meira að segja litla tromman ljóm- aði af snerpu, en h'ka hógværð, sem er nýlunda. Svo kom Fjórða Brahms eftir hlé og í raun nægði að segja að hér var virkilega vel „brahmsað11. Maður fylltist hreint út sagt eldmóði af Einars Ben sort- inni við að heyra svo frábært spil og varð það á að grípa til bókar og glugga í Dísarhöll þegar heim var komið. Leikinn stórkostlega má þakka einum manni fvrst og fremst, snillingnum á stjórnpalli, Jukka Pekka Saraste, sem hefur lag á að ná því albesta út úr hljóm- sveitinni okkar. Samt verður mað- ur lítt var Við stæla stórdirigents- ins hjá þessum snjalla manni. Hans hókus pókus liggur í því að vinna vel með hljómsveitinni og að geta fengið hvern hljómsveitarlim til að trúa því að hann geti spilað svo firnavel. Svona ætti hljómsveitin okkar að spila á hverjum degi og vonandi líða ekki önnur tvö ár þangað til við fáum snillinginn Jukka Pekka Saraste aftur á stjórnpallhjáokkur. EM Jukka Pekka Saraste.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.