Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1986, Blaðsíða 20
20
DV. FIMMTUDAGUR13. MARS1986.
DV. FIMMTUDAGUR13. MARS1986.
21
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
• Árni Stefánsson.
Árni Stefáns
til Hofsóss
- þjálfar og leikur með
Hofðstrendingi
Frá Þráni Stefánssyni, fréttamanni
DV á Akureyri:
Árni Stefánsson, landsliðsmark-
vörðurinn kunni í knattspyrnunni á
árum áður, hefur verið ráðinn þjálf-
ari 4. deildar liðs Höfðstrendings á
Hofsósi. Hann mun einnig leika með
liðinu - í markinu. Árni hefur undan-
farin ár verið þjálfari og leikmaður
Tindastóls á Sauðárkróki. hsím
Ögmundur
þjálfar
markverði
Ögmundur Kristinsson, sem stóð i
marki Víkinga síðastliðið sumar,
hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari
1. deildar liðs Breiðabliks í knatt-
spyrnu.
Ögmundur mun sjá um þjálfun
markvarða hjá félaginu, jafnt í
meistaraflokki sem og yngri flokk-
um. -fros
100. mark Everton
enn einn sigur
- Gaiy Lineker tryggði Everton sigur gegn
Sheff. Wed. og liðið komið í undanúrslit bikarsins
í 21. skiptið, sem er met
Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, frétta-
manni DV í Englandi:
Mörgum knattspymuunnendum
sem unna fallegri knattspymu urðu
það mikil vonbrigði í gærkvöldi þegar
West Ham tapaði fyrir Sheffield
Wednesday í 8-liða úrslitum ensku
bikarkeppninnar en leikið var í
Sheffield. Flestir vonuðu að West
Ham myndi vinna sigur en liðið leik-
ur mjög skemmtilega knattspyrnu
um þessar mundir. Ekki hafa knatt-
spyrnuunnendur sömu skoðun á
Gidman fékk
frjálsa sólu
-frá Manchester United
Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, frétta-
manni DV i Englandi:
John Gidman, leikmaður með
Manchester United um árabil, fékk í
gærkvöldi frjálsa sölu frá félaginu.
Ástæðan fyrir því að Gidman fékk
frjálsa sölu var, að sögn forráða-
manna United, áralöng og trygg
þjónusta hans við félagið.
Gidman er strax farinn að hugsa
sér til hreyfings og í gærkvöldi átti
hann strax viðræður við Aston Villa,
sitt gamla félag.
• Ron Sounders, framkvæmdastjóri
botnliðsins, West Bromwich Albion,
snaraði buddunni á borðið í gær-
kvöldi og keypti Paul Dyson frá Stoke
City.
-SK
þeirri knattspyrnu sem Sheffield
Wednesday býður upp á.
Það var Nigel Worthington sem
skoraði fyrra mark Sheffield í gær-
kvöldi en síðara markið skoraði
táningurinn Carl Shutt á 36. mínútu.
Á 2. mínútu síðari hálfleiks náði
Tony Cottie að minnka muninn í 2-1
eftir sendingu frá Frank McAvennie.
Everton misnotaði víti en sigr-
aði samt
Meistarar Everton náðu að sigra
Luton Town í 8-liða úrslitum bikar-
keppninnar og liðið mætir Sheffield
Wednesday í undanúrslitunum. Það
var Gary Lineker sem skoraði sigur-
mark leiksins, mjög glæsilegt mark,
100. mark Everton á keppnistímabil-
inu og 30. mark Linekers. Trevor
Steven lét Les Sealy, markvörð Lu-
ton, verja frá sér vítaspyrnu. Leik-
menn Luton áttu einnig sín færi í
leiknum en einu sinni small knöttur-
inn í stönginni og Southall varð að
taka verulega á honum stóra sínum
til að afstýra marki. Everton er því
komið í undanúrslit í bikamum eins
og áður sagði og er það í 21. skipti
í sögu félagsins sem það á sér stað
og er það met í sögu ensku knatt-
spymunnar. -SK
Oxford á Wemblev
í fvrsta skipti
- sigraði Aston Villa í gærkvöldi og leikur til úrslita gegn QPR
í deildarbikamum
Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, frétta-
manni DV í Englandi:
Oxford United er komið í úrslit í
ensku deildarbikarkeppninni eftir að
liðið sigraði Aston Villa á heimavelli
sínum með tveimur mörkum gegn
einu í gærkvöldi. Oxford leikur til
úrslita á Wembley í fyrsta skipti í
sögu félagsins gegn Queens Park
Rangers. Leikmenn Oxford brutu
þvi blað í sögu ensku knattspyrnunn-
arígærkvöldi.
Sigur Oxford var mjög sanngjam.
Les Philips skoraði íyrra mark Ox-
ford á 55. mínútu og fimmtán mínút-
um síðar skoraði Jeremy Charles
síðara markið en bæði þessi mörk
komu eftir góðan undirbúning John
Aldridge. Þegar þrjár mínútur voru
til leiksloka náði Mark Walters að
minnka muninn í 2-1. Á lokasekúnd-
unum fengu leikmenn Aston Villa
gott marktækifæri en það fór for-
görðum og þar með var Oxford komið
á Wembley í fyrsta skipti í sögu fé-
lagsins.
-SK
Máli Sigurðar vísað frá
Tekin var fyrir i gær hjá aganefnd
KSÍ kæra Gunnars Jóhannssonar
dómara á hendur Sigurði Björgvins-
syni, knattspyrnumanni úr Keflavík.
Eins og áður hefur verið greint frá í
blaðinu þá sparkaði Sigurður í Gunn-
ar í æfingaleik Breiðabliks og Kefla-
víkur.
Aganefndin vísaði málinu frá á
þeim forsendum að málið félli ekki
undir verksvið hennar.
Ekki er Ijóst hvaða stefnu málið
kemur til með að taka. Dómstóll
Ungmennafélags Kjalarnesþings
mun líklega fá það til meðferðar en
eins gæti hugsast að dómstóll Kefl-
víkinga tæki málið að sér.
-fros
Tveir sænskir kringlu
kastarar í keppnisbann
Sænska fijálsíþróttasambandið til-
;ynnti í gær að það hefði sett
;ringlukastarana Göran Svensson
ig Lars Sundin í keppnisbann þar
em þeir hefðu reynst jákvæðir á
yflaprófi. Mikið magn af karl-horm-
óninum, testosterone, fannst í blóði
þeirra í september sl. Keppnisbann
þeirra gildir frá þeim tíma og Sundin
hefur verið sviptur sænska meistar-
atitlinum í kringlukasti sem hann
vann á sænska meistaramótinu 1985.
Sænska frjálsíþróttasambandið til-
kynnti fyrst í gær um keppnisbannið
á kringlukösturunum - beið með það
þar til nákvæmar rannsóknir höfðu
farið fram. Þeir Svensson og Sundin
hafa báðir neitað að hafa tekið töflur
eða fengið sprautur með testoster-
one. Hins vegar segjast þeir hafa
neytt kinverskrar náttúrufæðu sem
þeir hefðu keypt í „heilsubúð11 í
Bandaríkjunum.
-hsím
| •CarlosLimahefurtilkynntfélagaskiptiíVal. g
: Portúgalinn;
■ mm nj an mm nn
gekkiVal
|-félagaskiptin hafa þegar verið samþykkt j
■ Portúgalski leikmaðurinn Carlos Eins og greint var frá í vikunni þá ®
I
I
Portúgalski
ILima hefur tilkynnt félagaskipti úr
Odivelas frá Lissabon yfir í Val og
I hafa þau þegar verið samþykkt af
5 stjórnKSÍ.
og greint var frá í vikunni þá
hefur Carlos æft með Valsliðinu að H
undanförnu. Hann leikur scm mark- ™
vörður. ■
-fros _
• Pálmar Sigurðsson, Haukum.
Bikarúrslitin
í kórfu í kvöld
Tekst nýkrýndum íslandsmeisturum Njarðvík-
ur að hreppa bikarmeistaratitilinn í fyrsta skipti
í körfu i kvöld? Það kemur í ljós í Laugardalshöll
þegar Njarðvíkingar mæta Haukum i úrslitaleik.
Njarðvíkingar hafa aldrei unnið bikarinn i körfu
en Haukar eru núverandi bikarmeistarar og hafa
því titil að veija. Þessi lið áttust við í hreinum
úrslitaleikjum um tslandsmeistaratitilinn og
gekk á ýmsu eins og jafnan þegar þessi lið mæt-
ast. Það má því búast við hörkuleik í kvöld.
-SK
„Helvítis vitleysa”
- hrópaði Samúel Örn Erlings -
son og varð fyrstur íslenskra
blakmanna til að fa tvær
brottvísanir
Samúel örn Erlingsson, íþróttafréttamaður
útvarps, setti í gærkvöldi nýtt met í íslenskri
blaksögu. Samúel náði þeim vafasama heiðri að
verða fyrstur islenskra blakmanna til að vera
rekinn út af í annað sinn á ferli sinum.
Brottrekstrar eru afar sjaldgæfir í blaki. Aðeins
örfáir leikmenn hafa verið reknir út af frá þvi
farið var að keppa i blaki hérlendis. Þar til i
Hagaskóla í gærkvöldi hafði enginn verið rekinn
útaftvisvar.
Dómarinn, Kjartan Páll Einarsson, vísaði
Samúel af leikvelli í þriðju og siðustu hrinu leiks
Þróttar og Víkings í úrslitakeppni Islandsmóts-
ins. Samúel hrópaði „helvitis vitleysa" eftir að
dómarinn hafði dæmt fingurslag Samúels sem
mokstur.
Þróttur sigraði Víking örugglega, 3-0, í leikn-
um. Hrinur fóru 15-8,15-10 og 15-6.
Það verða því Þróttur og IS sem enn einu sinni
leika til úrslita um titilinn. Þau keppa þar til
annað liðið hefur sigrað í tveimur leikjum. Fyrsti
leikur þeirra verður annað kvöld, föstudagskvöld,
í Hagaskóla. Annar leikur liðanna, hugsanlega
sásíðari, verður liklega á mánudag.
í millitíðinni þurfa Þróttarar að mæta Víking-
um í undanúrslitum bikarkeppninnar, á sunnu-
dag. Verður það þriðji Ieikur þessara liða á aðeins
•fimm dögum. Verði leikur Þróttar og ÍS svo á
mánudag verður það fimmti erfiði leikur Þróttara
á aðeins sex dögum. Má teljast furðulegt að
nokkru liði skuli boðið upp á slíkt erfiði og það
þegar verið er að keppa mikilvægustu leiki keppn-
istimabilsins. -KMU
Samúel örn í leiknum í gærkvöldi áður en hann
varrekinnútaf. DV-myndKMU.
Markvörður Rumena
i tveggja ara bann
Rúmenski markvörðurinn Adrian
Simeon, sem féll á lyfjaprófi i heims-
meistarakeppninni í Sviss, hefur
verið dæmdur í tveggja ára keppnis-
bann eða til 7. mars 1988. Hann fær
ekki að leika með félagsliði sinu,
Steaua Búkarest, eða rúmenska
landsliðinu, næstu tvö árin.
í lyfjaprófinu í Sviss kom í ljós að
markvörðurinn hafði neytt lyfsins
efedrin sem er á bannlista alþjóða-
samtaka á íþróttasviðinu. Leikmað-
urinn fór í lyfjapróf eftir leik Sví-
þjóðar og Rúmeníu á HM. Flestir
læknar eru sammála um að strika
eigi efedrin út af bannlistanum og
nokkrir þeirra vinna að því. Vissu-
lega er þetta örvandi lyf en nær
eingöngu notað til að rífa kvef úr
fólki. Þar er það ótrúlega skjótvirkt
að sögn lækna.
Adrian Simeon kvefaðist illa í Sviss
og læknir rúmenska landsliðsins,
Eugen Craioveanu, greip til þess
ráðs að gefa honum efedrin. Rúmen-
ar aðeins með tvo markverði í
HM-keppninni og höfðu því aðeins
einum markverði á að skipa í þremur
síðustu leikjum sínum á HM gegn
Ungverjalandi, Danmörku og Sovét-
ríkjunum.
-hsím
Tækja-Tækni'
Smiðjuvegi 44d — Kóp.
Sími 78660
JUNGHEINRICH
Frá og með 1. desember síðastlidnum höfum við tekið
við einkaumhoðifyrir vestur-þýska fyrirtækið
JUNGHEINRICH, á Íslandi.
Þegar v-þýskt hugvit og verkkunnátta fer saman verður
útkoman í einu orði sagt frábær.
Það munu JUNGHEINRICH-vörurnar sanna.
Við bjóðum frá sama framleiðanda, JUNGHEINRICH,
bæði lyftara og hillukerfi fyrir vörugeymslur.
í tilefni af þessum tímamótum veróur um a<) ræða sérstök kjör og
greiðsluskilmála.
Þessi auglýsing er ætluð þeim sem reka fyrirtæki sín vel og einnig
þeim sem vilja reka fyrirtækin betur.
Geymið því þessa auglýsingu.
TTT
,.T
Lfl
.1 . .1 J
í
Þessar myndir sýna glögglega hvernig spara má pláss með
því að nýta sér fullkomnustu Ameise-tæknina frá
JUNGHREINRICH. Það er ekki alltaf nauðsynlegt að
byggja við heldur má endurskipuleggja núverandi húsnæði.
Með þessu dæmi sýnum við að með hefðbundnum, venju-
legum gaffallyftara þarf 666 fermetra pláss fyrir 1000 vöru-
bretti. Með allra nýjustu Ameisetækni getum við komið
þessum 1000 vörubrettum fyrir á 223 fermetrum, þú sparar
hvorki meira né minna en 443 fermetra.
Vöruhúsahillukerfið, sem er framleitt undir merkinu
DELTA-SYSTEM, af JUNGHEINRICH, getur sparað veru-
lega fjármuni.
Allir hugsanlegir uppröðunarmöguleikarfyrir hendi.
JUNGHEINRICH
iL UlBL BL
Há' er nýju
á ferðinni
semverter
að veita athyali
Ameise-gaffallyftari
(ETM/V 16, 20 og 25)
lyftigeta 1600, 2000 og
2500 kg.
Ameise-gaffallyftari
(ETG)
lyftigeta 1250 kg.
Ameise 715-gaffallyftari
(EFG)
lyftigeta 1500 kg.
Ameise 700 (EFG)
lyftigeta 3000 kg.
AMEISE-vörulyftararnir
henta vel í frystigeymslur,
frystihús og fiskverkunar-
stöðvar.
Allar nánari u
hjá okkúr.
ngar
Allir hugsanlegir aukahlutir
fást með öllum lyfturum.
Vinsamlega hafið sam-
band.
Tækjja -Tækni!
Smiðjuvegi 44D,
200 Kópavogi. Sími 78-660