Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1986, Síða 31
DV. FIMMTUDAGUR13. MARS1986.
31
Sandkorn Sandkorn
Flosi blaðafulltrúi
Ólafsson.
Duglegur
blaðafulltrúi
Flosi okkar Ólafsson er
blaðafulltrúi Þjóðleikhúss-
ins. í því starfi felst meðal
annars að heimsækja fjöl-
miðla og kynna þau verk
sem leikhúsið tekur til
sýninga hveiju sinni, helst
á þann hátt að fólki finnist
lífsnauðsyn að sjá þau.
Flosi þykir býsna dugleg-
ur blaðafulltrúi og lunkinn
að koma sínum málum á
framfæri. Einhveiju sinni í
fyrravetur gekk hann á
fjölmiðla til að kynna fyrir-
hugaða sýningu á Ríkarði
þriðja. En sýningunni var
síðan frestað, vegna verk-
faUs BSRB, sem er önnur
saga.
En i þessari umræddu
kynningarferð hitti Flosi
fyrir á einu blaðinu menn-
ingarskríbent, sem var þá
“ýhyrjaður. Flosi tók hann
með trompi og sagði strax
í upphafi samtalsins: „Ég
sé að þú ert ágætismaður
og ég lít svo á að við séum
vinir.“
Hinn hafði varla tíma til
að jánka þessu, þegar
blaðafulltrúinn hélt áfram:
„Þess vegna ætla ég að
bjóða þér fyrstum manna
viðtal við höfund verksins,
aðalleikara eða leikstjóra.
Segðu bara til.“
Blaðamaðurinn var fljót-
ur að velja og sagðist endi-
lega vilja viðtal við höfund-
inn.
Spjallið við WiUiam Sha-
kespeare hefur hins vegar
ekki birst enn af skiljan-
legum ástæðum.
Pólitískur nefapi.
Nefapar í
Alþýðubanda-
laginu
Það hefur gustað talsvert
um Össur Skarphéðinsson
eftir að hann settist í rit-
stjórastól á Þjóðviljanum.
Hefur össur ekki látið
neinn eiga neitt inni hjá sér
í vindhviðunum. Ummæli
hans í DV fyrr í mánuðin-
um vöktu til að mynda tals-
verða athygli. Þar var hann
spurður hvort hugsanlegt
væri að gamla flokksforyst-
an myndi reyna að koma
honum úr ritstjórastóln-
um. Þá svaraði Össur:
„Ef menn vilja byrja
kosningabaráttuna á því að
reka úr ritstjórastóli mann
sem mögulega verður í
baráttusæti flokksins í
Það erdónalegtað
horfa á Pan-
sýningu nema í
einkasamkvæmi.
Reykjavík, þá eru þeir póli-
tískir nefapar."
Nú hafa menn nokkuð
velt fyrir sér hvernig af-
brigðið „ pólitískir nefap-
ar“ liti út. Meðfylgjandi
mynd úr skjalasafni
flokksmiðstöðvarinnar er
sögn vera af einum slikum.
Vilja vafalaust fáir fylla
þann flokk sem er ef til vill
skýringin á því að Össur
siturenn...
Kristilegur
færir út
kvíamar
Sæmundur Haukur Har-
aldsson heitir maðurinn á
bak við Pan-póstverslunina
sem verslar með hjálpar-
gögn kynlífsins. Verslunin
sú arna hefur sett heila þjóð
á annan endann. Þvílíkur
dónaskapur hefur ekki sést
hér þann tima sem landið
hefur verið í byggð.
Pan-sýningahópurinn,
sem sýnir hluta af gögnun-
um, hefur lagt félagslíf í
hverjum framhaldsskólan-
um á fætur öðrum í rúst.
Það eru ekki nema virðu-
legir einkaklúbbar sem
geta notið sýninganna í ró
ognæði.
Já, Sæmundur þessi
Haukur hefur ýmislegt á
samviskunni. Likast til er
hvassara í kringum hann
núna heldur en þegar hann
rak „Kristilegu mynd-
bandaleiguna“ hér á árum
áður.
Samlíking
Davíðs
Davíð Scheving Thor-
steinsson hefur lengi verið
orðlagður fyrir hnyttin til-
svör og góðar samlíkingar.
Snæfellska fréttablaðið
birti á dögunum ágæta
sögu af honum sem lýsir
honum vel:
Á ársþingi Félags ís-
lenskra iðnrekenda var
Davíð Scheving eitt sinn
fenginn til að hlaupa í
skarðið fyrir einn fram-
sögumanna sem átti að
ræða um markaðsþróun.
Sló Davíð á létta strengi í
ræðu sinni og kom þar
meðal annars fram að hann
hefði ekki mikla trú á ráðu-
nautum. Taldi Davið að
frumkvæðið og hugmynd-
irnar yrðu að koma frá
iðnrekendum sjálfum.
„Ráðunautur er maður
sem fær lánað úrið þitt til
að segja þér hvað klukkan
er,“ sagði Davíð til að und-
irstrika þessa kenningu
sína.
Umsjón: Jóhanna S. Sig-
þórsdóttir
Opifl á iaugardögum
PANTANIR
SÍMI13010
KREDIDKOn TAÞJONUS TA
HÁRGREIÐSLUSTOFAN
KLAPPARSTÍG 29.
Kjötbær, Laugavegi 34. auglýsir:
Kjötbær er ekki einungis góð
kjötbúð, hjá okkurfærð þú allar
mjólkurvörur, brauð, fisk, ávexti, grænmeti
og flest annað er viðvíkur matargerð.
í hádegi bjóðum við upp á 6-8
Ijúffenga rétti sem þú getur borðað
á staðnum eða tekið með út.
Veitum fyrirtækjum, stofnunum og
verktökum alla þjónustu i
heitum sem köldum mat.
Llr veislueldhúsi okkar bjóðum
við köld borð, heit borð, blönduð
borð, snittur, brauðtertur, rjómatertur,
kransatertur eða eitthvað annað
sem þér detturi hug.
Fagleg og persónuleg þjónusta.
Komdu eða hringdu og sjáðu hvort við eigum samleið.
verslunin
Starmýri 2, s. 30420-30425.
Starmýrl 2
Starmýrl 2
Hangikjöt, úrbeinaður frampartur,
London lamb, úrbeinaður frampartur,
Nautakjöt á mjög lágu verði:
kr. 338 kg Var kr. 398
kr. 389 kg 448
Hakk kr. 325 kg 378
Buff kr. 715 kg 795
Innra læri kr. 767 kg 848
Svali á 69 kr., 6 í pakka.
Eggákr. 105 kg.
Heildósir af niðursoðnum ávöxtum, 75 kr.
Allir fá að smakka.
Páskaegg komin í hillurnar á niðursettu verði.
Opið frá 9-18 mánud.-fimmtud.,
9-19 föstud., 10-16 laugard.
Opið i hádeginu alla daga.
NYTT FERMINGARGJAFA NYTT
NÝK0MIÐ ÚRVALSVEFNSÓFA
P0LLUX svefnsófi
195x150 cm (75/75)
áklæði kr. 27.860,-
leðurlíki kr. 32.920,-
Sendum gegn póstkröfu.
FCIRUHÚSÍÐ HF.
SUÐURLANDSBRAUT 30
SÍMI687080