Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1986, Síða 32
32
DV. FIMMTUDAGUR13. MARS1986.
Andlát
Þórhallur Steinþórsson, Heiðmörk
38, Hveragerði, lést á heimili sínu
9. mars sl. Jarðsett verður frá Hvera-
'* gerðiskirkju laugardaginn 15. mars
kl. 14.
Kristín Guðmundsdóttir Olsen áður
búsett Bergholti, Vestmannaeyjum,
er látin.
Vilhjálmur Pálmason, Sæviðarsundi
18, Reykjavík, verður jarðsunginn
frá Fossvogskirkju föstudaginn 14.
mars kl. 13.30.
Tilkynningar
Skákkeppni
framhaldsskóla 1986
hefst að Grensásvegi 46 föstudag 14.
mars nk. kl. 19.30. Keppninni verður
fram haldið laugardag, 15. mars, og
lýkur sunnudag, 16. mars.
Fyrirkomulag er með svipuðu sniði
og áður, hver sveit skal skipuð íjór-
um nemendum á framhaldsskólastigi
(f. 1964 og síðar), auk 1—4 til vara.
Tefldar verða sjö umferðir eftir
Monrad-kerfi, ef næg þátttaka fæst.
Að öðrum kosti verður sveitum skipt
í riðla, en síðan teflt til úrslita.
Umhugsunartími er ein klukkustund
á skák fyrir hvorn keppanda. Al-
mennar skákreglur gilda, nema þeg-
ar annar hvor keppandi á eftir fimm
mínútur af umhugsunartímanum, þá
er teflt eftir hraðskákreglum.
Umferðataflan verður þannig:
Föstudagur 14. mars kl. 19.30 23.30:
1. og 2. umferð.
Laugardagur 15. mars kl. 13.00 19.00:
3., 4. og 5. umferð.
Sunnudagur 16. mars kl. 13.00 17.00:
6. og 7. umferð
Fjöldi sveita frá hverjum skóla er
ekki takmarkaður. Sendi skóli fleiri
en eina sveit, skal sterkasta sveitin
nefnd a-sveit, næsta b-sveit o.s.frv. -
Ekkert þátttökugjald.
Þátttöku í mótið má tilkynna í
síma Taflfélags Reykjavíkur á kvöld-
in kl. 20-22, í síðasta Iagi í dag,
fimmtudag, 13. mars.
FÖTBOLTAR og fútboltaskúr
^ÆofificM s<fi.
ÁRMÚLA 36 REYKJAVÍK,
SÍMI82166 OG 83830.
Topp-bók hjá sparisjóðum
Frá og með 11. mars bjóða Sparisjóð-
ur Reykjavíkur og nágrennis, Spari-
sjóður Kópavogs, Sparisjóður Hafn-
arfjarðar og Sparisjóðurinn í Kefla-
vík viðskiptavinum sínum Topp-bók.
Topp-bókin er 18 mánaða bundinn
reikningur í bókarformi og er hún
veðhæf. Hver innborgun er bundin í
18 mánuði, en er þá laus til útborgun-
ar í einn mánuð, þá binst hún á ný
og er laus til útborgunar í einn
mánuð á sex mánaða fresti.
Topp-bókin er með föstum vöxtum
og leggjast þeir við höfuðstól tvisvar
á ári, þ.e. 30. júní og 31. dese'mber.
Vextir eru nú 19% og er hámarks-
ávöxtun á ári allt að 20,15%. Vext-
imir eru alltaf lausir eftir að þeir
hafa verið færðir.
Sem trygging gegn verðbólgu er
ávöxtun Topp-bókar borin saman við
6 mánaða bundinn verðtryggðan
reikning og þess gætt að hún beri
aldrei lægri ávöxtun á ári.
Með Topp-bókinni vilja ofan-
greindir sparisjóéir koma til móts við
hina mörgu sparifjáreigendur sem
binda vilja fé sitt til lengri tíma gegn
toppávöxtun.
Messur
Neskirkja
Föstuguðsþjónusta í kvöld kl. 20 í
umsjá sr. Lárusar Halldórssonar.
Fundir
Aðalfundur Kvenfélaqs Kópa-
vogs
verður flmmtudaginn 13. mars kl.
20.30 í félagsheimilinu.
Aðalfundur Kvenfélag Kópa-
vogs
verður haldinn í kvöld, 13. mars, kl.
20.30 í félagsheimilinu.
Kvenfélag Óháða safnaðarins
heldur aðalfund sinn í Kirkjubæ nk.
laugardag 15. mars kl. 15. Venjuleg
aðalfundarstörf.
AÐEINS KR. 7960,-
VATNS-
MIÐSTÖÐVAR
Afkastamiklar
Henta vel I
flutnlngabíla
sendibíla og
vlnnuvélar.
SKEIFUNNI 5A. SÍMI: 91-8 47 88
STÚRVERÐLÆKKUN
20-40% verðlækkun á eldri gerðum inni- og úti-
flísa frá Villeroy og Boch, ásamt hreinlætistækjum
i lit. Greiðslukjör.
m lOByggingavörur hf.
Reykjavíkurvegi 64 Hafnarfirði, sími53140.
Utvarp_____________Sjónvatp
Alfreð D. Jónsson Ijósmyndari
Hef hæfileikann
til að undrast
Ég horfi alltaf á fréttir með at-
hygli, þegar maður hefur bæði sjón
og heym þá er það meira lifandi að
fylgjast með fréttum í sjónvarpi
heldur en að heyra þær bara lesnar.
En það er alltof mikið af neikvæð-
um fréttum, manndráp og skelfing-
ar, eins og hið jákvæða sé ekki
fréttnæmt í sama mæli.
Ég fylgist lika alltaf með Nýjustu
tækni og vísindum þó ég gleymi því
nú fiestu. En ég hef ennþá hæfileik-
ann til að undrast og ég undrast
ævinlega yfir tækninni, heimurinn
er undur út af fyrir sig. En það er
óskaplegt að mikið af því sem fundið
er upp er notað í neikvæðum til-
gangi. En það er aðdáunarvert hvað
tæknin getur.
Ég á ekki orð til að lýsa dugnaði
Ómars, andlegum og líkamlegum,
að færa áhorfendur út um allt land,
hann er stórkostlegur maður.
Ég fyrirlít glæpamyndir og horfði
ekki á Hótel. Nú, lögin í samkeppn-
inni höfða ekki til mín, ekki það
að ég sé á móti þeim, en mér finnst
dægurlög í dag yfirleitt hvert öðru
lík, enda hvernig má annað vera en
að laglínum slái saman, jafnvel hjá
góðum tónlistarmönnum.
Síðast á dagskrá útvarpsins í gær
var þáttur Leifs Þórarinssonar og
ég vildi ekki hafa misst af honum.
Sérstaklega ekki endinum, þegar
Stefán Islandi söng aríu úr Astar-
drykknum. Hann er með einhverja
fegurstu rödd sem ég hef heyrt þó
aðrir séu kannski kraftmeiri. Og
þessi aría er mér svo kær að ég vil
alltaf heyra hana ef verið er að
syngja á annað borð. En það er
ekki hægt að tala um svona lagað,
það verður bara að njóta.
Geðhjálp
heldur félagsfund í dag, fimmtudag
13. mars, kl. 20.30 í félagsmiðstöðinni
að Veltusundi 3b.
Kvennadeild Flugbjörgunar-
sveitarinnar
heldur fund miðvikudaginn 12. mars
kl. 20.30. Spiluð verður félagsvist.
Almennur fundur foreldra
fyrir vímulausa æsku
Sl. laugardag, 8. mars, efndu SÁÁ,
Lions-hreyfingin og áhugahópur for-
eldra til almenns fundar foreldra
fyrir vímulausa æsku. Á þriðja
hundrað manns sóttu fundinn sem
haldinn var í húsakynnum SÁÁ og
var húsfyllir svo að hluti fundar-
manna varð að sitja í hliðarsölum.
I ályktun, sem samþykkt var á
fundinum, kemur fram að nú í vor
skuli stefnt að stofnun Landssam-
taka foreldra fyrir vímulausa æsku.
Tímabært sé að foreldrar á Islandi
taki höndum saman um að sporna
við vímuefnaneyslu unglinga, m.a.
með einbeitni, alúð, skynsamlegri
umhyggju og fordómalausri fræðslu
á heimavelli. Slík samtök gætu í því
skyni stuðlað að fræðslu meðal for-
eldra um einkenni vímuefnaneyslu
og jafnframt verið fyrir hönd foreldra
hvetjandi og mótandi um fyrirbyggj-
andi aðgerðir og forvarnir af hálfu
stjórnvalda.
Á fundinum var kjörin 16 manna
undirbúningsnefnd til að undirbúa
stofnun Landssamtaka foreldra fyrir
vímulausa æsku.
í nefndinni eiga sæti: Bogi Arnar
Finnbogason, form. Sambands for-
eldra og kennarafélaga í grunnskól-
um Reykjavíkur, Arnar Jensson,
yfirmaður fíkniefnadeildar lögregl-
unnar í Reykjavík, Einar Kristinn
Jónsson, framkvæmdastjóri SÁÁ,
Friðrik Thodórsson framkvæmda-
stjóri, Halldóra Jónsdóttir húsmóðir,
Hendrik Berndsen, formaður SÁÁ,
Jón Guðbergsson, starfsm. Félags-
málast. Reykjavíkurborgar, Jón
Bjarni Þorsteinsson, vímuefna-
varnanefnd Lions, Ingunn Stur-
laugsdóttir læknir, Lísa Wium hús-
móðir, Ómar Ægisson, ráðgjafi hjá
SÁÁ, Ragnheiður Guðnadóttir,
stjórnarmaður SÁÁ, Ragnar Lárus-
son, ráðgjafi hjá VON, Sigurbjörg
Magnúsdóttir húsmóðir, Þórarinn
Tyrfingsson, yfirlæknir SÁÁ, Þór-
hildur Gunnarsdóttir, vímuefna-
varnanefnd Lions.
Tapað-Fundið
Taska tapaðist
Tapast hefur svört taska. Upplýsing-
ar í síma 24466 eða 23391.
Tónlist
Háskólatónleikar í Norræna
húsinu
Sjöttu Háskólatónleikarnir á vor-
misseri 1986 verða haldnir í Norræna
húsinu miðvikudaginn 12. mars. Inga
Rós Ingólfsdóttir og Hrefna Eggerts-
dóttir píanóleikari flytja verk eftir
G. Fauré og B. Martinu. Tónleikarn-
ir hefjast kl. 12.30 og standa í u.þ.b.
hálftíma.
Basarar
Kvenfélag Laugarnessóknar
verður með kökubasar og flóamark-
að í safnaðarheimili kirkjunnar
sunnudaginn 16. þ.m. kl. 15. Konur
sem vilja gefa kökur og einhverja
muni (ekki föt) komi því í kirkjunna
milli kl. 14 og 16 laugardaginn 15.
þ.m.
Afmæli
85 ára verður á morgun, föstudaginn
14. mars, Stefán Sigurðsson, Vestur-
brún 14. Hann tekur á riióti gestum
á heimili sínu frá kl. 17.
60 ára hjúskaparafmæli eiga í dag,
13. mars, hjónin Anna Jónsdóttir og
Erlendur Olafsson frá Jörfa. Stiga-
hlíð 12 hér í bænum. Hjónin eru að
heiman.
80 ára verður á morgun, föstudaginn
14. mars, Ásmundur Kr. Ásgeirsson
til heimilis að Háteigsvegi 4. hann
tekur á móti gestum að Baldursgötu
9 milli kl. 16 og 19.
90 ára verður á morgun, föstudaginn
14. mars, frú Verónika Franzdóttir,
áður húsfreyja á Skálá í Sléttuhlíð í
Skagafirði, nú vistmaður á Elli- og
hjúkrunarheimilinu Grund á Hring-
brautinni. Eiginmaður hennar var
Eiður Sigurjónsson, bóndi og hrepp-
stjóri. Hann lést árið 1964.
Bridge
Félag makalausra
Hefurðu áhuga á bridge? Komdu þá
á fimmtudagskvöldið 13. mars kl. 20
í Mjölnisholt 3. Ferðahópur með
fund sama kvöld. Árshátíðin verður
15. mars í Skipholti 70. Pantið miða
á skrifstofunni milli kl. 19 og 21. Sími
17900.
Arshátíðir
Félag makalausra
Árshátíð verður 15. mars í Skipholti
70. Pantið miða á skrifstofunni milli
kl. 19og21.Sími 17900.
Iþróttir
Skíðanámskeið
skíðadeildar Vikings
Skíðadeild Víkings heldur sitt árlega
skíðanámskeið dagana 25. 30. mars
nk.
Að venju má búast við að yfirfullt
verði á þessu námskeiði sem öðrum
og er því öllum, sem áhuga hafa á
þessu námskeiði, beint á að skrá sig
sem allra fyrst.
Á námskeiðinu er boðið upp á
margvíslega skemmtun, svo sem
kvöldvökur, leiki, keppnir og margt
fieira. Að venju lýkur síðan nám-
skeiðinu með hinu vinsæla páska-
eggjamóti.
Fyrir þessa daga borga innanfé-
lagsmenn með árskort kr. 4000 en
utanfélagsmenn kr. 4.500. Innifalið í
þessu verði er matur, rútuferðir,
lyftugjald, skálagjöld og þjálfun.
Allir krakkar, á aldrinum 6 16 ára,
eru velkomnir.
Nánari upplýsingar fást í símum
76902 og 38668, og síminn á skíða-
svæðinu er 99 4666.