Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1986, Síða 34
34
DV. FIMMTUDAGUR13. MARS1986.
Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn
Þegar bókavertíð jólanna er af-
staðin tekur við önnur vertíð öllu
hljóðlátari en þó íjölsótt. Það eru
útsölumarkaðirnir sem opnaðir eru
þegar svartasta skammdegið er að
baki. Þangað mæta bókaáhuga-
mennirnir og kaupa sér bækur til að
„lesa“. Það er svo orðað til aðgrein-
ingar frá gjafakaupunum fyrir jólin.
A bókamarkaðina koma líka safn-
ararnir sem eru að leita að því sem
vantar í safnið. Hér er þó ekki von
á að finna fágætustu bækurnar. Þær
liggja ekki frammi á útsölum.
Fyrir utan hagstætt verð gefst
bókamönnunum kostur á að sjá á
mörkuðunum hvað er fáanlegt af
íslenskum bókum. Þar eru ekki bara
afgangarnir frá síðustu jólabókaver-
tíð heldur bækur síðustu ára. Sumt
er orðið gamalt og lúið. Þar er hægt
að fá bæklinga sem gefnir voru út í
tilefni af löngu gleymdum deilum.
Þar er líka hægt að fá skáldsögur
sem ekki seldust upp. Fræðiritin eru
fjölmörg og ljóðabækur sem aldrei
nutu almannahylli. Sumt er í dýru
bandi annað óbundið. Það er þessi
ótrúlega fjölbreytni sem einkennir
bókamarkaðina.
Fyrir grúskara
Það gefur því augaleið að bóka-
markaðirnir eru einmitt staðirnir
fyrir þá sem vilja grúska í bókum.
Við heimsóttum einn markaðinn sem
nú er opinn hér í borginni. Hann er
að því leyti óvenjulegur að þar er ein
fornsalan að létta á lagernum hjá
sér. En gestirnir eru þeir sömu og
sækja aðra bókamarði - menn sem
eru að leita sér að bókunum sem fóru
framhjá þeim síðast.
Ailar neðanjarðarútgáfurnar
Eysteinn Þorvaldsson bókmennta-
fræðingur er einn þeirra sem helst
lætur ekki bókamarkað fram hjá sér
fara. „Ég safna mjög mörgu og kaupi
mikið af bókum,“ segir Eysteinn
þegar við fengum hann til að líta upp
úr einum bókastaflanum, „sérstak-
lega sækist ég eftir ljóðum og skáld-
sögum, bæði íslenskum og erlendum.
Nú og síðan eru það fornbókmennt-
irnar. Þær eru ofarlega á óskalistan-
Eysteinn á frægt safn ljóðabóka.
Þar eru saman komnar einka- eða
neðanjarðarútgáfurnar sem mikilli
hylli hafa náð meðal ungra skálda á
síðari árum. Þetta er safn sem margir
sækja í því annað betra er ekki til í
landinu, hvorki í einkaeigu né á
söfnum.
„Ég á flestar eða allar neðanjarð-
arútgáfur sem til eru,“ segir Ey-
steinn. „Upþhafið að þessari söfnun
var að ég tók að mér að gefa út
sýnisbók ljóða ungra skálda á 8.
Árstími bókamarkaðanna er genginn í garð:
Bækur til að
lesaogbækur
til að safna
Það er lengi von á einni bók til í safnið.
áratugnum. Mikið af þeim skáldskap
gáfu höfundarnir út sjálfir i fjölrit-
um. Þessar bækur er mjög erfitt að
grafa upp því sumar þeirra hafa
aldrei verið skráðar og aldrei borist
bókasöfnum.
Siðferðileg skylda að halda
áfram
Nú, þegar ég var einu sinni byrjað-
ur þá var útilokað að hætta. Mér ber
eiginlega siðferðileg skylda til að
halda þessu áfram. Eftir að ég var
búinn að efna í sýnisbókina var ég
kominn með stofn að safni sem ég
hef síðan aukið við.
Þessi útgáfa er þó orðin miklu
meiri en áður var vegna þess að
prenttæknin er orðin miklu ódýrari
en hún var.“
Um íjölda bóka í safninu sagðist
Eysteinn ekkert vita enda aldrei
talið það. Hann var þó viss um að
þær skiptu þúsundum. „Það er ekki
magnið sem skiptir máli heldur
gæðin. Enginn bókasafnari endist til
að sanka að sér öllum þeim bókum
sem hægt er að komast yfir.
Þótt ljóðabækurnar séu orðnar
æðimargar þá eru fornbókmenntirn-
ar meirihluti safnsins. Ég safna til
dæmis öllum Edduútgáfum sem
komið hafa út hér heima og erlend-
is.“
Þýðir ekki að horfa í verðið
Þá vaknar spurningin um kostnað-
inn. Það er segin saga að þegar
bókasafnarar eru spurðir um þá hlið
áráttunnar er viðkvæðið að „ekki
þýði að horfa í verðið". Það er aftur
á móti sameiginlegt flestum bóka-
söfnurum nú orðið að þeir sækjast
ekki eftir nema einhverju afmörkuðu
sviði bókmenntanna. Það dettur
engum lengur í hug að safna öllu sem
út kemur á íslensku. „Bókasafnarar
eiga það sameiginlegt að þá þrýtur
fljótt húspláss," sagði Eysteinn Þor-
valdsson.
Að forvitnast
En það sækja ekki allir bókamark-
aði til að safna bókum. Sumir eru
að leita sér að lesefni án þess að
hugsa sérstaklega um hvernig það
fellur að skipulögðu bókasafni.
„Ég er aðallega að forvitnast og sjá
hvað ég finn,“ sagði Sigurbjörg
Óskarsdóttir, starfsstúlka á Borg-
arspítalanum. „Ég er aðallega að
leita að bókum um stríðsárin vegna
þess að ég veit lítið um þau nema
af munnmælasögum. Það er alltaf
von um að finna þannig bækur
hérna.
Ég leita líka mikið að bókum um
trúmál og dulhyggju. Aðallega geri
ég það til að lesa en safna þannig
bókum ekki sérstaklega.
Sigurbjörg Óskarsdóttir var að leita að bókum um
stríðsárin.
Einar Otti Guðmundsson var kominn frá ísafirði í leit
að ritum um landbúnaðarmál.
Hjalti Jóhannsson gætti búðarinnar. Hann sagðist því
miður vera alæta á bækur.