Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1986, Side 35

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1986, Side 35
Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn DV. FIMMTUDAGUR13. MARS1986. Úrvalið á bókamörkuðunum er oftast nokkuð á annan veg en sést í venjulegum bókabúðum og öllu skrautlegra. Mér finnst alltaf spennandi að leita á mörkuðunum og sjá hvað ég rekst á af bókum sem ég hef ekki lesið,“ sagði Sigurbjörg Óskarsdóttir. Elvíra Lárusdóttir var í svipuðum hugleiðingum og Sigurbjörg. „Ég safna engu sérstöku en læt mér nægja að gramsa í þessu. Það er helst að ég kaupi nýlegar ljóðabækur en leita líka að öðrum sem ég kynni að hafa áhuga á.“ Lítá þetta í leiðinni Sumir koma langan veg til að líta á úrvalið á bókamörkuðunum. Einar Otti Guðmundsson, dýralæknir á Isafirði, var mættur í bæinn, að vísu ekki eingöngu til að kaupa bækur, en sagðist ekki sleppa því þegar hann ætti leið. „Ég kaupi alltaf eitthvað í hverri ferð,“ sagði Einar Otti. „Sérstaklega eru það bækur og tímarit um land- búnaðarmál sem ég sækist eftir. Síðan sæki ég í bækur um vestfirsk efni vegna þess að ég bý þar. Kostnaðurinn veldur því að bóka- safnarar verða að sérhæfa sig og reyna að ná sem bestum árangri á einhverju sérsviði en sleppa ein- hverju öðru í staðinn. Tímaritin spennandi Nú í seinni tíð hef ég snúið mér meira að söfnun á tímaritum. Þau eru auðvitað dýr en meira spennandi en margt annað. Ég safna til dæmis Búnaðarritinu, Búnaðarblaðinu og Frey. Þá á ég hluta af Náttúrufræð- ingnum en elstu eintökin af honum eru orðin mjög dýr. Eftirsóknin í þessi rit sýnir nokkuð vel á hverju ég hef mestan áhuga." Einar Otti var kominn um langan veg til að svala einhverju af þörfinni fyrir að eignast bækur. En svona ferðalög eru það dýr að „enginn hefur efni á að gera sérstakar ferðir til bókakaupa. Það er svona rétt að ég leyfi mér að taka smátíma í bóka- kaupin þegar ég á leið í bæinn,“ sagði Einar Otti Guðmundsson. Flæktist í netinu Hjalti Jóhannsson situr yfir bók- sölunni og gætir peningakassans. Hann viðurkennir þó að áhuginn á bóksölunni stafi ekki af kaup- mennsku einni saman. „Ég flæktist i netinu smátt og smátt eftir að ég fór að vinna við bóksöluna,“ segir Hjalti, „þannig að ég verð að viður- kenna að ég er svolítill safnari sjálf- ur. Því miður verð ég að viðurkenna að ég er alæta á bækur, sennilega einn af þeim fáu sem eftir eru. Sann- ast sagna er ekkert vit í öðru en að sérhæfa sig svolítið þó ekki væri nema vegna plássins sem bókasöfnin taka.“ Meðan við stóðum við var stöðugur straumur fólks í leit að bókum. Menn gengu milli staflanna áhugasamir á svip eins og þeir ættu von á að berja óvænt augum bókina sem vantað hefur svo lengi. Og stundum leyndist hún greinilega í röðinni fyrir framan. En oftar en ekki var hún ekki þar. Hjalti taldi að salan hefði gengið ágætlega, einkum fyrstu dagana, en síðan hefði farið að draga úr aðsókn- inni. Bækurnar á þessari útsölu eru lagerinn sem hefur verið að safnast upp í búðinni síðustu ár. Nú verður hún flutt í minna húsnæði og þá þarf að rýma til. „Hérna koma margir af föstum viðskiptavinum búðarinnar enda er afslátturinn verulegur,“ sagði Hjalti, „en við sjáurn líka fólk sem ekki er vant að skipta við okkur.“ -GK Eysteinn Þorvaldsson á enn von á að finna ljóðabók sem ekki er þegar til í safni hans. Tómas Helgason og Eysteinn Þorvaldsson eiga með stærri bókasöfnum í einkaeigu hér á landi. Elvíra Lárusdóttir var að leita sér að nýlegum ljóða- bókum. D V-my ndir PK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.