Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1986, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1986, Side 36
36 DV. FIMMTUDAGUR13. MARS1986. Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Ólyginn sagði... Twiggy er í banastuði pessa dagana. Nýja skífan hennar, Feel Emotion, selst grimrnt, menn hætta ekki að lofa frammistöðuna á Broad- way og sorgin yfir eigin- mannsmissinum er stöðugt að dofna. Twiggy hefur fundið sér nýjan fylgihnött, hann heitir Leigh Lawson og var áður giftur Hayley Mills. Núna standa yfir prufukeyrslur á sambandi barnanna þeirra, Twiggy á eitt en Leigh tvö, og ef það gengur upp líka verður stefnan tekin á huggulegt bóndabýli til þess að eyða næstu ævidögunum saman. Sonja Noregs- prinsessa er á opinberri ferð um Aust- urlönd. Þar er alltaf eitt- hvað skemmtilegt að gerast og ferðina alla segir hún ógleymanlega. Líklega muna gestgjafar hennar einna best eftir dýragarðs- heimsókninni þar sem Sonju voru kynnt undur Austurlanda á þvi sviði. Eitt þessara ómetanlegu ein- taka úr dýraríkinu var hæfilega hrifið af snobb- dúlluröðinni sem rann framhjá búrinu. Þetta var geipifagur apaköttur sem stökk á Sonju, beit hana fast í fingurinn og hafði síðan með sér á flótta gler- augun af nefi prinsessunn- ar. Rod Stewart undirbýr núna stórhljóm-, leika með gömlu sprautun- um úr The Faces. Aðdáend- ur og Qölmiðlamenn bíða frekari tiðinda með öndina í hálsinum og nú strax er hafinn gífurlegur bardagi um einkaréttinn á því að kvikmynda þennan stór- merkilega atburð. Goðið sjálft verst allra frétta. ■Eranskt í JlCegnboganum Um síðustu helgi hófst frönsk kvikmyndavika í kvikmyndahúsinu Regnboganum. Við opnun var sýnd myndin UNE CHAMBRE EN VILLE að viðstöddum fjölda boðsgesta að venju. Meðfylgjandi DV-myndirtók PK við opnunarathöfnina. íhugað vandlega á frönsku? - Sveinn R. Einarsson og Davíð Oddsson, Regindjúp er milli tíðarandans á meðfylgjandi mynd og nýlegra umræðna í hérlendu sjónvarpi þar sem hverfandi mjólkurdrykkja landsmanna er vandamál liðandi stundar. Rætt er um leiðir til þess að halda mjólk að skólabörnum, reyndar niðurgreiÓslur og gjafir, en það reyn- ist erfiður róður á þessum síðustu djúsdrykkjutímum. Myndina tók George Garland í Brighton í Englandi árið 1920. Þá var mjólkurpósturinn maður þorpsins á staðnum og húsmæðurnar miðuðu oftlega vinnudag- inn við komutima hans. Mjólkurbrúsar og flöskur voru við flestar húsdyr og djúsöldin mikla víðs fjarri í tímanum. íslenskar lopapeysur á Broadway Gerður Kristjánsdóttir í versluninni á Broadway I Daily Camera, Business Plus, var að finna heilsíðu- grein um íslenska konu sem selur lopapeysur á Broadway. Þar er greint £rá hröðum framgangi verslunarinnar, gæðum vörunnar sem Gerður hefur á boðstólum og verslunareigandinn segir frá upp- hafinu að stofnun búðarinnar. „ Móðir mín er mikil prjónakona og var vön að senda mér lopapeysur til þess að nota til gjafa. Þetta tók ég sem sjálfsagðan hlut þar til mér hugkvæmdist að líta á verðmiðann á slíkum vörum í verslunum hérlendis. Næsta skref var að selja pcysurnar hennar og síðan peysur vinkvennanna. Smám saman vatt þetta upp á sig og áður en maður vissi af var húsið orðið fullt af peysum sem gengu kaupum og sölum. Þá kom búðin til sögunnar og núna er takmarkið að ná milljón dollara veltu og tvöfalda hana svo á fáum árum. Meðfylgjandi úrklippa sýnir greinina í Daily Camerá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.