Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1986, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1986, Qupperneq 2
2 DV. FÖSTUDAGUR14. MARS1986. Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir Það eru ekki allirfátækir á íslandi - segir Helgi Þ. Jónsson sem reisir heilsuhótel í Hveragerði „Til mín geta menn komið og náð upp dampi. Það á jafnt við um Is- lendinga og útlendinga. Ég ætla þó aðallega að reyna að ná til útlend- inganna því þeir eru reiðubúnir að greiða fyrir svona þjónustu." sagði Helgi Þór Jónsson byggingaverk- taki. Hann byggir nú lúxushótel í Hveragerði, alls 5.200 m-. með veislusölum, nuddi, ieirböðum, gufuböðum, æfingasölum, þrek- þjálfun og vínstúkum á tveim hæð- um. Sumir þjónamir verða meira að segja iæknismenntaðir. „Ég ætla að ráða lækna og hjúkr- unarfólk til starfa ú hótelinu og ég hef þegar orðið var við mikinn áhuga fólks í þessi störf. Það á reyndar við um öll störf á hótelinu. Ég er þegar langt kominn með bygginguna, hún er nú fokheld og rúmlega það,“ sagði Heigi Þór. Helgi hefur kynnt heilsuhótel sitt víða í Mið-Evrópu og fengið góðar undirtektir að eigin sögn, sérstak- lega í Þýskalandi. Hafa íslendingar ráð á svona þjónustu? „Það eru ekki allir fátækir á ís- landi. Fjölmargir landsmenn fara út fyrir landsteinana til að ná heilsu. Hvers vegna ættu þeir ekki Heilsuhótelið í Hveragerði hefur verið kynnt víða í Mið-Evrópu og fengið góðar undirtektir, sérstaklega í Þýska- landi. að kaupa þessa sömu þjónustu í Hveragerði?" - Geta hótelgestir fengið dvalar- kostnað endurgreiddan frá sjúkra- samlagi? „Ég hef aldrei gert ráð fyrir ríkis- styrkjum í útreikningum mínum. Hins vegar má vel vera að fólk geti fengið einhverja reikninga endur- greidda hjá sjúkrasamlagi ef það ber sig eftir því sjálft. Um það veit ég lítið,“ sagði Helgi Þór Jónsson. -EIR Arnarflug fram- lengirfrest til hlutafjárkaupa Akureyravflugvöllur: Slæm reynsla af umferðarljósum Stjórn Arnarflugs ákvað í gær að framiengja urn tíu daga frest þann sem gefinn var til að skrifa sig fvrir nýjum hlutabréfum. Fresturinn átti að renna út í dag. Frestur þessi er veittur að ósk aðila sem lýst hafa áhuga á að koma inn í félagið sem stórir hluthaf'ar. Þessir aðilar telja sig þurfa lengri tíma og meiri upplýsingar áður en þeir ákveða hvort þeir kaupi hlut- afé. Staða leikhús- stjóra áAkureyri: Frá Jóni G. Haukssyni, blaða- manni DV á Akureyri: „Það eru margir sem sýna stöðu leikhússtjórans áhuga og þegar hafa tvær umsóknir borist. Alit í allt reikna ég með svona 7-8 umsóknum, sagði Theodór Júlíusson, formaður Leikfélags Akureyrar, í gær. Um- sóknarfrestur um stöðu ieikhússtjóra hjá Leikfélagi Akureyrar rennur út Eins og áður hefur komið fram í DV eru það einkum hótel og ferða- skrifstofur utan Flugleiða sem vilja leggja fé til að trvggja áframhald- andi rekstur Amarflugs. Fyrir liggur það álit endurskoð- enda að ef ekki koma tii sérstakar aðgerðir til að rétta við fjárhag Arnarflugs, þar á meðal hlutafjár- aukning, blasir við greiðslustöðvun. Eiginflárstaða Arnarflugs er talin neikvæð um 160 milljónir króna og veltufjárstaða neikvæð um rúmar 200 milijónir króna. Auk hlutafjáraukningar um tæp- ar 100 milljónir króna hyggst stjóm félagsins laga fjárhagsstöðuna með því að selja Boeing 707-vöruflutn- ingaþotu, semja vió erlenda og innlenda lánardrottna um greiðslu- frest, fá aðstoð ríkissjóðs og með því að auka hagkvæmni í rekstri. KMU MARGIR ÆTLA AD SÆKJA UM Tillaga hefur komið fram, eftir at- burðinn á Reykjavíkurflugvelli á mánudag, að setja upp umferðarljós á Suðurgötu þar sem hún liggur við vesturenda austur-vesturflugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Flugumferð- arstjórar í flugtumi myndu þá setja á rautt ljós til að stöðva umferð, bæði bíla og gangandi vegfarenda, þegar flugvél væri að lenda eða hefja sig tii flugs af flugbrautinni. Slík ljós voru lengi á þjóðveginum sem liggur meðfram suðurenda Akur- eyrarflugvallar. Þessi ljós voru tekin úr notkun fyrir nokkmm ámm. „Reynslan af þeim var slæm. Þau gáfu ekki þá raun sem ætlast var til,“ sagði Rúnar Sigmundsson, umdæmis- stjóri Flugmálastjórnar. „í fyrsta lagi fengu þessi ljós ekki að vera í friði. Þau vom brotin. Með vaxandi flugumferð reyndist ennfremur mjög erfitt að stjórna ljós- unum. Þegar mikið var að gera í einkaflugi, flugvélar kannski að fara í loftið eða lenda á 5 til 10 mínútna fresti, var erfitt fyrir flugumferðar- stjóra að vera alitaf að kveikja og slökkva á þeim. Það kom fyrir að það gleymdist að siökkva á ijósunum. Margir bílar tóku ekkert mark á þeim. Sumir stöðvuðu við þau, aðrir ekki. Ljósin voru sett upp meðan hér var malarbraut og kannski vegna þess að þegar flugvélar voru að keyra upp þyrluðu þær upp mikilli möl aftur undan sér og gátu skemmt bíla. Ég man eftir tveim slíkum tiivikum,'1 sagði Rúnar Sigmundsson á Akur- eyri. -KMU um helgina. Theodór vildi ekki gefa upp nöfn þeirra tveggja sem sótt hefðu um. „Ég get ekki sagt þér það. Þeir óska báðir nafnleyndar." Að sögn Theodórs verða flestir umsækjendanna að sunnan. „Ég hugsa að það komi ein eða tvær umsóknir héðan að norðan.“ Hvenær verður ákvörðun um ráðningu tekin? „Ég veit það ekki nákvæmlega. En eitt er víst, við ætlum ekki að gefa okkur langan tíma. Við ætlum að vera fljót að ákveða okkur.“ Núverandi leikhússtjóri, Signý Pálsdóttir, hefur gegnt stöðunni í fjögur ár. Henni bauðst starfið áfram en þáði ekki, hún ætlar að snúa sér að öðru. Lögreglumenn setjast að tafli „Ég hef alltaf sagt að ekkert sé betra en íþróttir til að menn kynnist. Við þau kynni batnar samstarf manna,“ sagði Helgi Daníelsson, yfirlögreglu- þjónn hjá Rannsóknariögreglu ríkis- ins. Lögreglumenn efna til fyrsta FALLEGT NYTISKU SOFASETT rnam a. OPIÐ ALLAR HELGAR A BETRA VERÐIEN ÁÐUR HEFUR ÞEKKST AQ000 jIwáklæði — rr *' 56 TM-HUSGOGN SIÐUMUL A 30 SÍMI68-68-22 000 FRANSKT GERVILEÐUR TAKIÐ EFTIR VERÐINU landsmóts lögreglumanna í skák um helgina. „Ég vonast til að 20-30 lög- reglumenn mæti til leiks,“ sagði Helgi. Skákmótið hefst í félagsheimili lögreglumanna að Brautarholti 30 á föstudagskvöld kl. 20 og því lýkur seinni part laugardags. Tefldar verða níu umferðir eftir monradkerfi. -sos Bein útsending frá útför Palmes Bein útsending frá útfararathöfn Olofs Palme forsætisráðherra verður í sjónvarpinu ú morgun, laugardag, og hefst hún klukkan 12.45. Stefán Jóhann Stefánsson fréttamaður lýsir athöfninni sem fer fram frá Adolf Frederiks-kirkju. Aðalræðu flytur Ingvar Carlsson, nýskipaður forsæt- isráðherra Svía.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.