Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1986, Side 4
4
DV. FÖSTUDAGUR14. MARS 1986.
Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál
Matthías Bjarnason viðskiptaráðherra:
Mun óska eftir
ákveðnum lækkun-
umínæstuviku
- rök bankanna eiga ekki stoð í veruleikanum
Matthías Bjarnason viðskipta-
ráðherra er óánægður með þau svör
bankanna að þeir hafi hækkað
þjónustugjöld sín vegna hækkunar
á gjaldskrá Pósts og síma. Ráð-
herrann hyggst senda bönkunum
nýtt bréf í næstu viku og fara fram
á ákveðnar lækkanir. Ef bankamir
fara ekki að hans tilmælum segist
hann neyðast til þess að setja lagaá-
kvæði til að lækkanirnar gangi
eftir.
„Ég er ánægður með svör sumra
bankanna, annarra ekki. Eg tel það
ákaflega slæman samanburð að
bera þessar hækkanir saman við
gjöld Pósts og síma. Póstburðar-
gjöldin hafa aðeins hækkað um 52%
síðastliðna 30 mánuði. Á sama tíma
hafa símagjöld lækkað þannig að
ef litið er á heildargjaldskrá Pósts
og síma hefur hún aðeins hækkað
um 4% þetta tímabil. Ég væri mjög
ánægður ef einhverjir aðrir gætu
sýnt fram á eitthvað í námunda við
þetta.
Þessi samanburður bankanna á
sér því ekki stoð í veruleikanum og
er engin rök,“ sagði Matthías
Bjarnason í viðtali við DV.
Ráðherrann ætlar í næstu viku
að senda nýtt bréf til bankanna þar
sem hann mun ákveðið fara fram á
lækkun þjónustugjalda þeirra.
„Ef einhver banki vill ekki fara
eftir því neyðist maður auðvitað tii
þess að fá lagaheimiid,“ sagði Matt-
hías.
-APH
Gamla fólkið
tapar á vaxta-
lækkununum
- það á yfir 20 milljarða
af almenna sparífénu
Innstæður á sparireikningum í
bönkum og sparisjóðum, seld ríkis-
skuldabréf og almenn skuldabréf eru
samtals að upphæð um 40 milljarðar
króna, gróflega reiknað. Af þessu eiga
einstaklingar um 3/4 og þá aðallega
þeir sem eru komnir yfir sextugt.
Þannig er það fyrst og fremst gamla
fólkið sem tapar, þegar vextir lækka.
Það á líklega yfir 20 milljarða „í
handraðanum".
Þessu hafa ýmsir velt fyrir sér í
sambandi við þá kröfu launþegasam-
takanna og ýmissa stjórnmálamanna,
að vextir verði Iækkaðir. Er þá átt
við raunverulega lækkun þeirra og
þar með umfram hjöðnun verðbólg-
unnar. Krafan er augljóslega byggð
á hagsmunum lántakenda fremur en
lánveitenda, þá ekki síst hagsmunum
yngra fólks sem er að byggja yfir sig.
í því sambandi eiga fyrirtækin sömu
hagsmuna að gæta.
Raunvextir hér á landi, eða vextir
umfram verðbólgu, eru ekki hærri hér
en raunvextir víða annars staðar. Að
vísu kunna þeir að slá upp í 20% í
næsta mánuði, en líkiegra er þó að
vextir verði lækkaðir áður en það
kemur til. Annars eru þeir á róli kring
um 10%. Það er svipað og á almenn-
um fjármagnsmarkaði í Bandaríkjun-
um, þar sem vextir eru nú 12-15% en
verðbólga 3%.
Vextir í Bandaríkjunum eru annars
mjög breytilegir. Ríkisskuldabréf eru
þar með 8% vöxtum og ríkisvíxlar
með 7% vöxtum. Grunnvextir banka,
sem gilda um lán til öflugustu lántak-
enda, eru 9%. Á Englandi eru vextir
á iánum í milliríkjaviðskiptum nú
rúmlega 12%, en þar er 6% verðbóiga.
Sams konar vextir í Frakklandi eru
14% á meðan verðbólgan þar er 5%.
Vextir hér á landi eru nú mjög
breytilegir eftir sparnaðar- og út-
lánaformum. Þar að auki eru þeir að
breytast til og frá vegna sviftinga í
verðlagsþróun, og má búast við meiri
eða minni breytingum á bankavöxt-
um á 10 daga fresti. Meginviðmiðunin
eru þó vextir á spariskírteinum ríkis-
sjóðs. Á þeim eru fastir 9% vextir,
auk verðtryggingar. Þar að auki eru
skírteinin undanþegin við eignar-
skattsálagningu, sem þýðir næstum
1% viðbótarávöxtun fyrir þá sem eiga
eignir umfram skuldir.
Þannig verða aðrir sem sækjast
eftir sparifé landsmanna að miða
ávöxtunarboð sín við þennan skæða
keppinaut, ríkið, sem að sjálfsögðu
er traustasti lántakandinn í landinu.
Til þess að skáka ríkinu verða aðrir
að bjóða minnst 10,5% ársávöxtun
og gullnar tryggingar eða ailt upp í
16% með iakari tryggingum. Lægri
ávöxtun er svo boðin, þegar um er
að ræða styttri bindingu eða enga
bindingu sparifjárins.
Þrátt fyrir kröfur um raunvaxta-
lækkun eru ekki horfur á að hún
komi til í bráð, að minnsta kosti ékki
á meðan ríkið heldur sínu striki. En
vissara er fyrir spariíjáreigendur að
fylgjast vel með þeim vaxtabreyting-
um, sem verða á næstunni, og endur-
meta ávöxtun sparifjárins eftir þörf-
um. Á meðan fjármagn skortir ætti
að vera óþarfi fyrir þá sem eiga pen-
inga að hafa ekki þokkalegan arð af
þeim. HERB
Norðurlandaráð:
Fjáriagatillögur
fyrir 1987 felldar
Haukur Lárus Hauksson, fréttaritari
DV í Kaupmannahöfn:
Þingfulltrúar Norðurlandaráðs
felldu fjárlagatillögur ráðherranefnd-
arinnar fyrir árið 1987. Er þetta í
fyrsta skipti i sögu Norðurlandaráðs
sem slíkur ágreiningur kemur upp
milli þingfulltrúa og ráðherranefnd-
arinnar, þar sem sitja fulltrúar þeirra
ríkistjóma sem aðild eiga að Norður-
landaráði.
Fjárlögin hljóðuðu upp á um það
bil fimm hundruð og fjörutíu milljónir
danskra króna, sem er um fímm og
hálfs prósents hækkun, að því er
ráðherranefndin telur. Þingfulltrú-
arnir iiéldu því aftur á móti fram að
raunveruleg hækkun væri nær ongin,
bæði vegna hækkaðs verðlags og
nýrra útgjaidaliða. Samþykktu þing-
fulltrúar einróma tillögu um fimmtán
milljón króna hækkun fjárlaganna.
Þar sem Norðurlandaráð er einung-
is ráðgefandi er ráðherranefndin ekki
bundin af þessari samþykkt, en hún
mun fjalla um hana áður en endanleg
fjárlög verða ákveðin 15. mars næst-
komandi.
Lagt hefur verið til að þessar fimmt-
án milljónir danskra króna verði
meðal annars notaðar til að tvöfalda
tónlistar- og bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs og til að styrkja
alþjóðlega endurhæfingar- og rann-
sóknarmiðstöð fyrir fórnarlömb pynt-
inga, sem staðsett er í Kaupmanna-
höfn.
Stefnt er að þvíað samningaviðræð-
um ljúki við fyrirtækið Rio Tinto
Zink vegna kísilmálmverksmiðju á
Reyðarfirði um miðjan sejjtember á
þessu ári. Að loknum samningavið-
ræðunum verður síðan lagt fram
Kísilmálmverksmiðja:
Samningaviðræðum Ijúki næsta haust
frumvai-p á Alþingi um brevtingar
á fyrri lögum um verksmiðjuna. Ef
allt gengur að óskum hefst fram-
leiðsla úr fvrstá ofni verksmiðjunn-
ar 1989.
Upphaflega var gert ráð fyrir að
hægt yrði að leggja fram frum varpið
á þessu þingi. Þá var miðað við að
tilteknum áfanga viðræðnanna yrði
lokið. Á fundi aðila í þessum nián-
uði var horfið frá þessum áformum.
Þess f stað skuli stefnt að því að
Ijúka heildarsamningiun í haust.
Þá vorður lagt fyrir Alþingi frum-
varp sem felur í sér breytingar um
eignaraðild hins erlenda fyrirtækis.
Samningum um einstaka verk-
þætti við byggingu verksmiðjunnar
á að vera lokið fyrir 1. janúar lf)87.
Fyrsti ofninn kumst í gagnið 1989
og sá næsti ári síðar. Þá er fram-
leiðslugeta verksmiðjunnar 28.800
tonn á ári. -APH