Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1986, Side 6
6
DV. FÖSTUDAGUR14. MARS1986.
Viðskipti Viðskipti Viðskipti Viðskipti
Peningamarkaðurinn
Innlán með sérkjörum
Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru
fyrir 15 ára jg yngri og 65 ára og eldri. Inn-
stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir
verða fullra 16 ára. 65-74 ára geta losað inn-
stæður með 6 mánaða fyrirvara. 75 ára og
eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningam-
ir eru verðtryggðir og með 8% nafnvöxtum.
^riggja stjörnu reikningar eru með hvert
innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með
9% nafnvöxtum.
Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá
lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn-
stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafn-
vextir eru 19,5% og ársávöxtun 19,5%.
Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir
14% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mánuði
án úttektar upp í 20%. Ársávöxtun á óhreyfðri
innstæðu er 21,55% á fyrsta ári.
Búnaðarbankinn: Sparibók með sér-
vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 18%
nafnvöxtum og 18,8% ársávöxtun á óhreyfðri
innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð-
tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri
úttekt dragast 1% í svonefnda vaxtaleiðrétt-
ingu.
18 mánaða reikningur er með innstæðu
hundna í 18 mánuði á'19% nafnvöxtum og
19,9% ársávöxtun. eða ávöxtun 6 mánaða
verðtryggðs reiknings reynist hún betri.
Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru
annaðhvort með 15% nafnvöxtum og 15.6%
ársávöxtun eða verðtrvggðir og með 3%
vöxtum. Hærri ávöxtunin gildir hvern mánuð.
Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging
auk 1 % vaxta í úttektarmánuðinum. Taka
má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án
þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir
30.06. og 31.12.
Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með
18*%, nafnvöxtum og 18.8r%, ársávöxtun eða
ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings
reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 1%
í svonefnda vaxtaleiðréttingu.
100 ára afmælisreikningur er verðtrvggð-
ur og bundinn til 15 mánaða. Vextir eru 7.25%
og breytast ekki á meðan reikningurinn veið-
ur í gildi.
Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur
hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg.
fyrst 12%, eftir 2 mánuði 13%, 3 mánuði 14%.
4 mánuöi 15%, 5 mánuöi 16%, og eftir b
mánuði 18%, eftir 12 mánuði 18.6°,, og eftir
18 mánuði 19%. Sé ávöxtun betri á 3ja eða 6
mánaða verðtrvggöum reikningum gildir hún
um hávaxtareikninginn.
18 og 24 mánaða reikningar eru bundnir
og verötryggðir og gefa 7.5 og 8% vexti.
Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort
hæstu ávöxtun óverötrvggöra reikninga í
bankanum. nú 18.8é„. eða ávöxtun 3ja mán-
aða verðtryggðs reiknings meö 1",, nafnvöxt-
um sé hún betri. Samanburöur er geröur
mánaðarlega en vextir færðir i árslok. Sé
tekið út af reikningnum gilda almennir spari-
sjóðsvextir. 12"„. þann niánuð.
Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er
óbundinn. Þá ársfjórðunga sem innstæða er
óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu
sinni eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár-
reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun
annaðhvort 16.42'%, eða eins og á verðtrvggö-
um 6 mánaða reikningum fneð 2.5'%, nafn-
vöxtum. Af úttekinni upphæð reiknast al-
mennir sparisjóðsvextir. 12,5%. og eins á alla
innstæðuna innan þess ársfjórðungs þegar
tekið hefur verið út oftar en einu sinni. Inn-
legg fær strax hæstu ávöxtun sé það óhreyft
næsta heila ársfjórðung. Vextir færast fjórum
sinnum á ári og leggjast við höfuðstól. Þeir
eru alltaf lausir til útborgunar.
Sparisjóðir: Trompreikningur er verð-
tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga
með 3'%, nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn
3ja mánaða er gerður samanburöur á ávöxtun
með svokölluðum trompvöxtum. 16,5%, með
17,2% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn-
stæðu í hverjum ásfjórðungi. Reynist tromp-
vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt
á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður inn-
an mánaðar bera trompvcxti sé innstæðan
cldri en 3ja mánaða, annars almenna spari-
sjóðsvexti, 12%. Vextir færast misserislega.
Spariskírteini
Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í
Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð-
um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum.
Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og
100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem
eru 50 þúsund að nafnverði.
Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára. Með
þriggja ára binditíma eru ársvextir 7%, fjög-
urra ára 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur,
vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstól
við innlausn. Með vaxtamíðum, til mest 14
ára, innleysanleg eftir fjögur ár. Ársávöxtun
er 8,16% á verðbættan höfuðstól hverju sinni
og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ár hvert.
Við innlausn greiðast verðbætur með höfuð-
stól. Gengistryggð skírteini eru til fimm ára.
Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR (til-
tekin samsetning af dollar. pundi, yeni. þýsku
marki og frönskum franka). Vextir eru 8.5%.
Höfuðstóll, vextir og vaxtavextir greiðast í
einu lagi við innlausn.
Almenn verðbréf
Fásteignatrvggð verðbréf eru tii sölu hjá
verðbréfasölum. Þau eru almennt trvggð með
veði undir 60'%, af brunabótamati fasteign-
anna. Bréfin eru ýmist verðtr\'ggð eða óverð-
trvggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau
eru seld með afföllum og ársávöxtun er al-
mennt 12-16% umfram verðtrvggingu.
Húsnæðislán
Nýbyggingarlán frá Bvggingarsjóöi ríkis-
ins. F-lán. nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til
einstaklinga 782 þúsundum króná. 2-4 manna
fjölskvldna 994 þúsundum. 5 manna og fleiri
1.161 þúsundum. 7 manna og fleiri (í sértilvik-
um) 1.341 þúsundum. Lánin eru til 31 árs.
Lán til kaupa á eldri íbúðum. G-lán. nema
á 1. ársfjórðungi 1986: Til kaupa í fvrsta sinn
er hámark 391 þúsund krónur til einstaklings.
annars mest 195 þúsund. 2-4 manna fjölskylda
fær mest 497 þúsund til fyrstu kaupa. annars
mest 248 þúsund. 5 manna fjölskvlda eða
stærri fær mest 580 þúsundir til fyrstu kaupa.
annars mest 290 þúsund. Lánstfmi er 21 ár.
Húsnæðislánin eru verðtrvggð með láns-
kjaravísitölu og með 3.5°„ nafnvöxtum.
Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól.
aðeins vextir og verðbætur.
Útlán lífeyrissjóða
LJm 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver
sjóðurákveöursjóðfélögum lánsrétt. lánsupp-
hæðrr. vexti og lánstíma. Stysti tími að láns-
rétti er 30-60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða
aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin
stig. Lán eru á bilinu 150-1000 þúsund eftir
sjóðum, starfstíma ogstigum. írinin eru verð-
tryggö og með 5'%, vöxtum. Lánstími er 15-42
ár.
Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur.
Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli
sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum.
Nafnvextir, ársávöxtun
Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir
í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir
og lagðir viö hofuðstól oftar á ári verða til
vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri
en nafnvextirnir.
Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á
22'%, nafnvöxtum verður innstæðan í lok
tímans 1220 krónur og ársávöxtunin þannig
22%:
Liggi HXK) krónur inni í 6 + 6 mánuði á 22%
nafnvöxtum reiknast fyrst 11% vextir eftir 6
mánuði. Þá er upphæðin orðin 1110 krónur.
Á hana koma svo 11% vextir eftir næstu 6
mánuði. Þannig verður innstæðan í lok tím-
ans 1232 krónur og ársávöxtunin 23.2'%,.
Dráttarvextir
Dráttarvextir eru 2.75% á mánuði eða 33'%,
á ári. Dagvextir reiknast samkvæmt því
0.9167'%,.
Vísitölur
Lánskjaravísitala í mars 1986 er 1428 stig
en var 1396 í febrúar og 1364 stig í janúar.
Miðaðerviðgrunninn lOOíjúní 1979.
Byggingarvísitala á 1. ársfjórðungi 1986
er 250 stig á grunninum 100 frá 1983 en 3699
stigágrunni 100 frá 1975.
VEXTIR BANKA OG SPARISJÓÐA (%) 11 -20.03. 1986
INNLÁN MEÐ SÉRKJÖRUIV5 SJÁSÉRLISTA ii ij 11 |! il il ll A.i h II il
INNLÁN ÓVERÐTRYGGÐ
SPARISJÓÐSBÆKUR Úbundin innstæða 13.0 13.0 12.5 12,0 13.0 12.0 12.0 12,0 12.5 12.0
SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsógn 14.0 14.5 14.0 13.0 13.5 14.0 13.0 14.5 14.0 13.0
6 mán.uppsogn 17,0 17.7 17.0 14.0 15.0 17.0 15.5 15.5 14.0
12mán. uppsogn 18.5 19.4 18.5 15.0 18,0
SPARNAÐUR - LÁNSRÉTTURSparaö3-5mán. 17.0 17.0 13.5 14.0 12.0 14,5 14.0 13.0
Sp. 6 mán. ogm. 17.0 17,0 14.0 15.5 15.5 14,0
TÉKKAREIKNINGAR Avisanareikningar 11.0 11.0 4.0 5.0 5.0 4.0 5.0 5.0 4.0
Hlaupareikningar 5.0 4.0 4.0 5.0 5.0 4.0 5.0 5.0 4.0
INNLÁN VERÐTRYGGÐ
SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 1.5 1,5 1,0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0
6 mán.uppsögn 3.5 3.5 3.5 3.0 3.5 3.0 3.0 2.5 3.0
INNLÁN GENGISTRYGGÐ
GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarikjadollarar 8.0 8.0 7.5 7.0 7.0 7.5 7.0 7.5 7.5
Sterlingspund 11.5 11.5 11,5 11.0 11.5 11.5 11.5 11.5 11.5
Vestur-þýsk mörk 4.5 4.5 3.5 4.0 3.5 4.5 3.5 4.5 4.5
Oanskar krónur 10,0 9.5 7.0 8.0 7.0 9.0 7.0 10.0 8.0
ÚTLAN överðtryggð
ALMENNIR ViXLAR (forvextir) 19,5 19.5 19.5 19.5 19.5 19.5 19.5 19.5 19,5
VIÐSKIPTAVÍXLAR 2} (forvextir) kge 24.0 kge 24.0 kge kge kge kge
AtMENN SKUtDABRÉF 3} 20.0 20.0 20.0 20.0 20.0 20.0 20.0 20.0 20,0
VIÐSKIPTASKUL0ABRÉF2) kge 24,5 kge 24,5 kge kge kge kge
HLAUPAREIKNINGAR VFIRDBATTUR 19,5 19,5 19.5 19.5 19.5 19.5 19.5 19.5 19.5
útlAnverðtryggð
SKULOABRÉF 3) Að 21/2 ári 4,0 4.0 4,0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0
Lengri en 21/2 ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0
ÚTIÁN TIL FRANILEIÐSLU
SJANEÐANMALSI)
1) Lán til innanlandsframleiðslu eru á 19,25% vöxtum. Vegna útflutnings, í SDR 10,0%,
í Bandaríkjadollurum 9,5%, í sterlingspundum 14,25%, í vestur-þýskum mörkum 6,0%.
2) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum er miðað við sérstakt kaup-
gengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá flestum stærstu
sparisjóðunum. 3)Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% á ári, bæði
á verðtryggð og óverðtryggð lán.
Flugleiðir græddu
197 milljónir kr.
-eiginfjárstaðan batnaði verulega á árinu 1985
Hagnaður af rekstri Flugleiða á árinu
1985 nam um 197 milljónum króna.
Eru það 3.4 prósent af rekstrartekjum
félagsins, sem voru samtals um 5,8
milljarðarkróna.
Eiginíjárstaða Flugleiða hefur
batnað verulega. Eigið fé er nú bók-
fært á 287 milljónir króna. Þar af er
núverandi hlutafé 35 milljónir króna.
Þetta kemur fram í ársreikningi
Flugleiða, sem stjórn félagsins sam-
þykkti í gær. Aðalfundur verður hald-
inn næstkomandi fimmtudag. Þar
mun stjórnin leggja til að greiddur
verði 10 prósent arður og að hlutafé
verði þrefaldað með útgáfu jöfunar-
hlutabréfa.
I frétt frá félaginu segir að rekstrar-
afkoma á hinni reglulegu starfsemi
félagsins hafi orðið 37 prósentum
lakari en árið áður. Hagnaður fyrir
fjármagnskostnað hafi orðið 208
milljónir króna en árið áður 329 millj-
ónir króna reiknað á meðalverðlagi
ársins 1985.
Heildarfjöldi farþega var 784.501
eða 10,9 prósentum fleiri en árið 1984.
Hins vegar urðu fraktflutningar 16,3
prósentum minni. Meðalsætanýting
var 77,4 prósent.
Á árinu störfuðu að jafnaði 1.607
starfsmenn hjá félaginu. Launa-
greiðslur námu alls 949 milljónum
króna. í árslok áttu Flugleiðir sex
þotur og flórar skrúfuþotur.
-KMU
Glitnir hf. hefur starfsemi sína:
Kaupir og leigir
út atvinnutæki
Þrír forsvarsmenn Glitnis hf. Frá vinstri markaðsstjórinn, Jóhann
Sigurðsson viðskiptafræðingur, og tveir bankastjórar Iðnaðarbankans,
Valur Valsson stjórnarformaður og Ragnar Önundarson framkvæmda-
stjóri. Aðsetur Glitnis verður fyrst um sinn í húsakynnum Iðnaðar-
bankans. DV-myndGVA.
Fyrsta verkefni nýs fjármálafyrirtæk-
is, Glitnis hf., er að sinna fjármögnun-
arleigu, sem kölluð er leasing á al-
þjóða fjármálamarkaði. Glitnir fjár-
magnar algerlega kaup atvinnutækja
fyrir atvinnurekstur og leigir þau til
fyrirtækjanna á föstum leigukjörum,
gjarnan út líftíma tækjanna.
Þessi starfsemi er þegar hafin og
er búið að kaupa tæki og gera út-
leigusamninga um þau fyrir á annað
hundrað milljónir króna. Hlutafé
Glitnis er 10 milljónir. Iðnaðarbanki
íslands hf. á 35%, A/S Nevi sem er
stærsta fjármálafyrirtæki í Noregi á
49% og Sleipner UK Ltd. í London
16%. Það er í eigu Norðmanna og
Islendinga.
Þá leggur Nevi fram 90 milljónir í
svokölluðu ábyrgðarfé, eða áhættufé.
Fjár til starfseminnar, umfram hlut-
afé og ábyrgðarfé, verður aflað með
lántökum. Á döfinni er skuldabré-
faútboð upp á 100 milljónir króna eða
meira. Forráðamenn Glitnis telja að
rekstrarkostnaður fyrirtækisins verði
lægri en bankanna og að ekki þurfi
nema 5% vaxtamun til þess að mæta
honum. Bankarnir þurfa 7% vaxta-
tekjur umfram vaxtagjöld.
Fjármögnunarleigan fer þannig
fram í aðalatriðum að venjulega hafa
seljendur tækja samband við fjár-
mögnunarfyrirtækið og kynna því
væntanlega kaupendur. Séu þeir
trausts verðir eru gerðir samningar,
annars vegar um kaup fjármögnunar-
fyrirtækisins á viðkomandi tæki, hins
vegar um leigu þess til kaupandans
sem raunar hreytist þá í leigjanda.
Samið er um leigu til 3-5 ára. Mánað-
arleiga getur verið, sem dæmi, 3,5%.
Að umsömdum tíma liðnum á leigj-
andi rétt til áframhaldandi leigu á
1/12 upphaflegu leigunnar.
Auk leigu kostar leigjandi allt við-
hald tækisins. Hann þarf hins vegar
ekki að leggja fram neinar tryggingar
til leigusala vegna tækisins enda á
leigusali það meðan það endist. Þó
kann að verða krafist tryggingar sé
um mjög sérhæft tæki að ræða. Fyrstu
viðskiptavinir Glitnis hf. eru tölvu-
notendur. Fjármögnunarleigan nær
hins vegar til alls konar tækja, sem
notuð eru í atvinnurekstri til fram-
leiðslu á beinum verðmætum. -HERB
Sumaráætlun Úrvals 1986
Ferðaskrifstofan Úrval hefur sent frá
sér ferðaáætlun fyrir 1986. Það er
óhætt að segja að ferðaglaðir íslend-
ingar bíði jafnan óþreyjufuilir eftir
slíkum bæklingum, enda eru nýir
ferðamöguleikar kynntir með útkomu
þeirra og aðalsölutímabil ferðaskrif-
stofunnar fylgir í kjölfarið.
í bæklingi Urvals kennir margra
grasa eins og endranær og nokkuð
er um nýjungar. Mest áhersla er lögð
á ferðir til sumarhúsa, en nú getur
Úrval útvegað dvöl í sumarhúsum um
víða veröld. Að auki er ferðamátanum
flugi og bíl gert hátt undir höfði, en
þar ruddi Úrval brautina á sínum
tíma og má segja að flug og bíll sé
sérsvið férðaskrifstofunnar.
Af nýjungum ber hæst svokallaðar
ferðir til framandi landa. Er þar um
að ræða ferðir til Austurlanda fjær,
Brasilíu og siglingar á Karabíska
hafinu. Ferðir þessar eru til komnar
vegna óska viðskiptavina um spenn-
andi nýjungar og eru kærkomin við-
bót við hefðbundnar sólarlandaferðir
sem Úrval býður upp á eftir sem áður.
Þá er einnig boðið upp á tungumála-
námskeið í Frakklandi og Englandi,
golfferð til Skotlands og skíðaferðir
til Kerhngarfjalla. Bæklingur Úrvals
er 28 litprentaðar síður og liggur
frammi hjá öllum umboðsskrifstofum
Úrvals og hjá aðalskrifstofunni í
Pósthússtræti 13.