Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1986, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1986, Qupperneq 13
DV. FÖSTUDAGUR14. MARS1986. 13 Neytendur Neytendur Neytendur 2árframyfir síðasta söludag - morgunkomið komið til ára sinna Neytendasíðunni bárust ábending- ar írá lesanda varðandi morgunkorn sem selt er í versluninni Austurborg í Stórholti. Sagðist lesandi hafa keypt sér einn slíkan pakka en þegar heim kom og hann ætlaði að fara að gæða sér á innihaldinu út á súrmjólk þá kom í ljós að bragðið var ekki eins og hann átti að venjast. Skýringin reyndist sú að síðasti söludagur var útrunninn fyrir tveimur árum og vel það. Neytendasíðan fór á stúfana og viti menn, þrjár tegundir voru komnar allvel til ára sinna, Kruska frá Nut- ana, Fiber 45 frá Nutana og Alpen morgunkorn. Afgreiðslustúlkumar sögðust ekki hafa vitað af þessu, enda hljóta pakk- arnir að hafa verið orðnir ómissandi í innréttingu verslunarinnar. Full ástæða er til að vara fólk við að kaupa vöru sem komin er fram yfir síðasta söludag og ef slík vara er keypt í ógáti ber að skila henni og vekja athygli verslunarstjóra á þvi. En að sjálfsögðu á verslunarfólk að fylgjast náið með því að slík vara sé ekki á boðstólum í verslunum. -S.Konn. Alpenpakkinn leit fremur þreytulega út, enda kominn til ára sinna. Mynd-PK. Filer45 Scwnm* '.wm'dryspa surm«:iki*prtKÍukl€ r gcme meö Mt l'mgt luRrcdítnxr: (jgncr, hvcdc- libre, Hvtikfihmveer bchamitct. j.8 lyunoKlhutdcí cr untkr Opbcvaríng: («*1, rdJukJtet <>g ikkc ii»f varrm IrcmMíikt i J>anmark for: HUm*K DK-mt Bf*vcí»kuv JmnorterlMHorgc NL'TANA NOKGlt \Sn S- íÖSÖ Mpmdiílen Jtnptwlór för Svcrigr; ABÍíSnAKOST. S>?föJ008«ttbo Mkuíat holtföstr til og amút 0KT.1984 ' Eins og sést á myndinni er síðasti söludagur Fiber 45 i október 1984 og á Kruska mánuði seinna, nóvember 1984. Þróun vöruumbúða - íslenskir framleiðendur hafa dregist aftur úr Félag íslenskra iðnrekenda hefur nu undanfarið tekið til umfjöllunar ástandið í umbúðamálum hérlendis. Á undanfömum ámm hefur mikil breyt- ing orðið á þessum málum erlendis og greinileg þróun orðið í ákveðna átt. Þannig má gera ráð fyrir að efin eins og gler og blikk muni minnka til mikilla muna og P.E.T. plast (eins og er í 1,5 1 gosflöskunum) taki við af PVC umbúðum eins og hafa verið í djúsbrúsunum til þessa og svo mætti áfram telja. Neytendur hafa siðasta orðið Páll Kr. Pálsson, deildarstjóri tæknideildar FÍI, sagði að þróunin væri greinilega sú að neytendur réðu nú mestu um eðli og útlit umbúða og kröfur þeirra væru í þá átt að umbúð- irnar ættu að halda vömnni ferskri til lengri tíma, þær mega ekki vera hættulegar, útlit umbúðanna verður að vera aðlaðandi og þær verða að vera hentugar og raðast vel. „Það verður að segjast eins og er að íslensk fyrirtæki hafa ekki fylgt þeirri þróun sem orðið hefur erlcndis, en núna er þessi bylgja að hellast yfir okkur og tími til kominn að fara að vakna til vitundar um mikilvægi þess að koma upplýsingum um vöruna beint til neytenda og auka hagkvæmni í fram- leiðslu og flutningum." Norrænt samstarf Félag íslenskra iðnrekenda hefur verið aðili að samtökum umbúða- framleiðenda á Norðurlöndum síðan 1985, en starfsemi þeirra samtaka felst aðallega í upplýsingamiðlun, vöru- þróun, rannsóknum, stöðlun, ráðgjaf- arstarfsemi, námskeiðahaldi, mark- aðs- og neytendakönnun og skipu- lagningu sýninga og námskeiða. Aðilar að samtökunum eru m.a. mnbúðaframleiðendur, hráefnafram- leiðendur, notendur umbúða, neyten- dasamtök, verslunarsamtök og opin- berir aðilar. Páll sagði að aðhald neytenda væri mjög mikilvægt bæði fyrir framleið- endur umbúða jafnt sem alla aðra framleiðendur. „Við erumáeftir" „Við verðum að viðurkenna að við erum á eftir en það sýnir sig að þau fyrirtæki sem huga vel að umbúða- málum fá sín laun í aukinni markaðs- hlutdeild en hinir eiga erfitt með að halda sínum hlut. Þetta er sérstak- lega mikilvægt varðandi útflutning- inn.“ Félag íslenskra iðnrekenda hefur skipað nefnd til að starfa að þessum málum og kemur hún til með að funda síðar í þessum mánuði og ræða tillög- ur um samstarf og frekari þróun á þessu sviði. -S.Konn. Upplýsingaseðill til samanburðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið nkkur þennan svarseðU. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi í uppiysingamiðlun meðal almennings um hvert sc meðaltal heimiliskostnaðar ( (jolskvldu af siimu staerð og vðar. I 1 Nafn áskrifanda I ------------- I Heimili Sími l Fjöldi heimilisfólks i • Kostnaður í febrúar 1986. I i Matur og hreinlætisvörur kr. i Annað kr. Alls kr. I V MATVÖRUDEILD PASKAR ERU KOMNIR í Vöruhús Vesturlands Það er kannski óþarfi að taka það fram en við höfum á boðstólum allan mat til hátíðarinnar: Úrvals svínakjöt, nauta- kjöt, nýtt og létt reykt lambakjöt, rauðvínslegið lambalæri og fuglakjöt, kalkúna, gæsir endur og kjúklinga. Og páskaegg. En við hugsum ekki bara um hátíðarmatinn, við gerum einnig vel við gesti og gangandi. Ferðamenn fá hjá okkur allt nesti, s. s. heitar og kaldar samlokur og við eigum ávallt nýgrillaða kjúklinga. Og þótt menn lifi ekki á brauði einu saman bendum við á Brauðhornið okkar, fullt af nýbökuðum brauðum og kökum frá Brauðgerð KB. Opið virka daga frá 9-18 laugardaga frá 9-12. Vöruhús Vesturlands Borgarnesi sími 93-7200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.