Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1986, Qupperneq 14
14
DV. FÖSTUDAGUR14. MARS1986.
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLT111, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLT111
Prentun: ÁRVAKUR H F. - Askriftarverð á mánuði 450 kr.
Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr.
Sigur lýðræðis
Hið unga lýðræði á Spáni styrktist verulega, þegar
Spánverjar sögðu já við áframhaldandi aðild að Atlants-
hafsbandalaginu við þjóðaratkvæðagreiðslu í fyrradag.
Gonzales forsætisráðherra sagði, þegar úrslitin lágu
fyrir, að þau vísuðu Spánverjum áfram veg friðsam-
legrar sambúðar, lýðræðis og framfara, sem Spánverjar
völdu sér fyrir tíu árum.
Spánn gekk í Atlantshafsbandalagið árið 1982. Þá
var Miðflokkasambandið við völd og hafði verið við
völd frá fyrstu lýðræðislegu kosningunum eftir lát
Francos og fall einræðisins. En sósíalistar (sósíaldemó-
kratar) unnu yfirburðasigur í kosningum og mynduðu
meirihlutastjórn. Stefna sósíalista bar í fyrstu vinstri
keim. Þeir lýstu yfir andstöðu við áframhaldandi aðild
að NATO. En skjótt skipast veður í lofti. Felipe Gon-
zales, forsætisráðherra sósíalista, varð ljóst, að Spánn
ætti erindi í Atlantshafsbandalaginu. Það hefur loðað
við sósíaldemókrata, að þeir hafa lært nokkuð um
öryggismál, eftir að þeir komast að stjórnveli. Svo fór
um Gonzales. Honum þótti þó rétt að efna til þjóðarat-
kvæðagreiðslu um málið. Stjórn Sósíalistaflokksins
studdi nú þá stefnu foringja síns, að Spánn skyldi vera
áfram í NATO. Forysta flokksins beitti töluverðri
harðýðgi gagnvart vinstrisinnum í flokknum, sem voru
meðmæltir úrsögn. Svo fór, að flokkurinn hékk nokkurn
veginn saman. Jafnvel samtök ungra sósíalista lýstu
að lokum yfir stuðningi við Atlantshafsbandalagið.
Gonzales átti við öfluga og lúmska andstæðinga að
etja. Ætla hefði mátt, að hægrimenn mundu styðja
aðildina að Atlantshafsbandalaginu í kosningum.
Flokkur þeirra vildi þó nota tækifærið og reyna að
knésetja Gonzales. Því var skorað á fylgjendur flokksins
að sitja heima í kosningunum. Með því hugðust hægri-
menn búa í haginn fyrir sig vegna væntanlegra þing-
kosninga í október. Til vinstri við Gonzales voru
kommúnistar, nokkuð öflugir, friðarhreyfingar og
nokkur hluti sósíalista, sem ekki sætti sig við sinna-
skipti stjórnarinnar í þessu máli.
Auðvitað voru ekki allir hægrimenn á því að sitja
heima. Þátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslunni var tæp
60 prósent, sem má þykja gott miðað við aðstæður.
Tvímælalaust hafa forystumenn hægrimanna verið
reiðubúnir að fórna þjóðarhag til þess að geta hugsan-
lega hagnazt flokkspólitískt. Þeim mistókst það. Margir
hægrimenn hafa látið fyrirmæli þeirra sem vind um
eyru þjóta og farið á kjörstað til að styðja NATO-aðild-
ina. Gonzales hefur einnig tekizt furðanlega að halda
utan um fylgi sósíalista.
Sú hætta var yfirvofandi, að yrði NATO-aðild felld
mundu bæði sósíalistaflokkurinn og helzti flokkur
hægrimanna klofna með afdrifaríkum afleiðingum fyrir
lýðræðið á Spáni, sem aðeins er tíu ára og í mörgu talið
veikt. Spánn gekk í Efnahagsbandalag Evrópu á þessu
ári. Við úrsögn úr Atlantshafsbandalaginu hefði sam-
bandið versnað við þjóðir Vestur-Evrópu. Hætta hefði
verið á, að Spánn einangraðist. Það er ekki sízt náið
samband við önnur ríki, þar sem lýðræði hefur rætur,
sem tryggir, að Spánn lendi ekki aftur í klóm fasiskra
herforingja eða sveiflist til vinstri í átt til kommúnisma.
Lýðræðissinnar um allan heim mega fagna úrslitun-
um á Spáni. Spánverjar samþykktu að vera áfram í
NATO, þótt önnur úrslit hefðu verið talin sennilegri.
Haukur Helgason.
„Þora þingmenn að leyfa þjóðinni að ákveða það sjálf hvort hún á að fá að njóta áfengs öls, hættum-
innsta forms af áfengi, eða ekki?“
Nýtt bjórfrumvarp
Þora þeirl er spuming sem brenna
mun á vömm íslendinga næstu
mánuðina.
Þora þingmenn að leyfa þjóðinni
að ákveða það sjálf hvort hún á að
fá að njóta áfengs öls, hættuminnsta
forms af áfengi, eða ekki?
Eitt er víst: Jóhannes Bergsveins-
son, Tómas Helgason, Áfengisvam-
arráð og stúkumenn munu bókstaf-
lega fara hamförum við að reyna að
stöðva þetta frumvarp.
Sem betur fer fyrir unnendur frels-
is og mannréttinda er Áfengisvam-
arráð nú nánast valdalaus stofnun,
ber að svikum og blekkingum við
kjósendur og almenning.
Nýtt frumvarp
Það eru Björn Dagbjartsson og
Stefán Benediktsson, tveir af
okkar frjálslyndustu þingmönnum.
sem bera frumvarpið fram og eiga
heiður skilið fyrir vikið.
Allt frjálslynt fólk á íslandi mur
fylgjast með framgangi mála af engv
minni áfergju en gengi íslenskv
handknattleiksliðsins á dögunum.
Auðvitað eru skiptar skoðanir um
bjórinn en engu að síður hafa at-
burðir undanfarinna mánaða mjög
orðið fylgismönnum bjórsins til
framdráttar.
Bjórinn skástur
Það sem gerst hefur nýtt er að
reynslan af bjórlíkinu sýnir að það
varð ekki til þess að auka heildar-
neyslu áfengis hætishót heldur þvert
á móti.
Þar með visnaði síðasta hálmstrá
Áfengisvamarráðs sem hefúr byggt
alla sína andstöðu á því að heildar-
neyslan mundi aukast til muna.
Þetta áfall er meira en virðist við
fyrstu sýn vegna þess að þetta er
ekki annað en staðfesting á reynsl-
unni af léttu vínunum áratuginn á
undan.
Ef við gefum okkur að ráðið hafi
ekki farið með vísvitandi blekking-
ar er ljóst að öll starfsemi þess á
undanfömum árum flokkast undir
fúsk.
En ekki nóg með það. Þegar litið
er lengra aftur í tímann sést að létt-
vínin og bjórlíkið hafa stöðvað gífur-
lega aukningu í áfengisneyslu fyrri
áratuga. -
Þar við bætist að þeir sterku
drykkir, sem ráðið hefur staðið vörð
um, em auðvitað hreinustu eiturlyf
í samanburði við léttvín og áfengan
bjór.
JÓN ÓTTAR
RAGNARSSON
DÓSENT
FRJÁLSLYNDI
í FRAMKVÆMD
Opinberar áfengisvarnir
Reynslan af yfirgangi og vald-
hroka Áfengisvamarráðs, að ekki sé
talað ura ótrúlegt fúsk þess, vekur
ótal spumingar um hlutverk opin-
berra vímuefnavarna.
Ljóst er að rikið er langstærsti
framleiðandi og deifingaraðili eitur-
lyfja á Islandi, í formi heimatilbúins
svartadauða, tindavodka o.m.fl.
Því miður verður sú hugsun æ
áleitnari að tengsl fjármálaráðu-
neytisins við þessa starfsemi hafi
orðið til að villa Áfengisvamarráði
sýn.
Getur það verið tilviljun að öll
starfsemi ráðsins hefur verið sem
sniðin til að standa vörð um þetta
úrelta framleiðslu- og dreifingar-
kerfi?
Hvert sem svarið er er hitt ljóst
að Áfengisvarnarráð hefur nú glatað
allri tiltrú almennings. Gildir einu
hvort ráðsmenn hanga í stólum sín-
um lengur eða skemur.
Kerfið og sérfræðingarnir
Sá lærdómur sem sérfræðingar á
þessu sviði geta dregið af þessum
hrakförum er að ánetjast ekki fram-
ar öfgahreyfíngum sem hafa aðra
hagsmuni en þorrinn.
Staðreyndin er sú að það þjónar
ekki hagsmunum þjóðarinnar að
ofstækisfullir stúkumenn ráðskist
með eiturlvfjavamir í einhverri
mynd.
Hagsmunir stúkumannsins eru
vímulaust land. Það er langtíma-
markmið sem taka mun nokkrar
aldir að framfylgja og verður aðeins
framkvæmt í alþjóðlegu samhengi.
Hagsmunir Islendinga eru að þjóð-
in hafni öllum vímugjöfúm nema
áfengi og sé kennt að nota það á
þann hátt sem veldur minnstum
skaða.
Þarna á milli er hyldjúp gjá sem
verður ekki brúuð með yfirborðs-
glamri um að enginn verði vímuefn-
um að bráð sem aldrei snertir á þeim.
Lokaorð
Nýtt bjórfrumvarp hefur séð dags-
ins ljós. Þjóðin, ekki síst unga fólkið,
mun fylgjast grannt með því hvernig
því reiðir af í sölum þingsins.
Staðreyndin er nefnilega sú að
aðgangur að áfengu öli er ekki
annað en sjálfsögð mannréttindi sem
mun stuðla að aukinni heilbrigði,
ekki öfugt.
Um Áfengisvarnarráð er að
segja að það ætti, eftir að uppvíst
varð um blekkingar þess, að
hundskast til að stuðla framvegis
að því að lýðræði, fi-elsi og mann-
réttindi finni sér eðlilegan farveg í
stað þess að vinna gegn því.
Og hinu skyldum við ekki heldur
gleyma að hætt er við að þjóð, sem
finnur að jafnvel Alþingi treystir
henni ekki til þess að taka sjálf
ákvörðun í sh'ku smámáli, sem hér
um ræðir, gæti átt það til að taka
fleiri þætti til gagngerrar endur-
skoðunar... við næstu kosningar.
Jón Óttar Ragnarsson.
a „Allt frjálslynt fólk á íslandi mun fylgj-
^ ast með framgangi mála af engu minni
áfergju en gengi íslenska handknattleiks-
liðsins á dÖgunum.“