Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1986, Page 4
4
/
DV. MÁNUDAGUR 7. APRÍL1986.
Fréttir
Fréttir
Fréttir
„Framkvæmdin
var frábær'
- segir Pétur Einarsson flugmálastjóri
um leitina af TF-ORM
„Svona leitir eru undir stjóm Flug-
málastjómar í Reykjavík. Björgunar-
sveit okkar, ásamt Slysavamafélag-
inu og Hjálparsveit skáta sjá um leit,
undir stjóm svæðisstjómar hér. Ég
er búinn að fylgjast mjög nákvæm-
lega með þessari leit hér í Ljósuíjöll-
um. Samstarf svæðisstjómar og
leitarflokka hefur verið mjög gott.
Þá hefur aðstoð Landhelgisgæslunn-
ar verið ómetanleg. Já, framkvæmdin
hér hefur verið hreint frábær,“ sagði
Pétur Einarsson fiugmálastjóri í
stuttu spjalli við DV í gær í Stykkis-
hólmi.
„Það er ljóst að þeir menn sem tóku
þátt í leitinni kunna vel til verka.
Þetta em atvinnumenn. Ég hef ekki
rekist á neitt annað hér,“ sagði Pétur
sem vildi nota tækifærið til að þakka
öllum þeim sem tóku þátt í leitinni.
Fyrir gott og vel unnið starf við erfið-
ar aðstæður.
Pétur var á ferð með Rannsóknar-
nefnd flygslysa á svæðinu við Ljósu-
fjöll frá laugardegi og þar til að
nefndin gat farið á svæðið. Pétur var
í hlutverki ökumanns hópsins. Sá um
að aka nefndinni á milli staða og til
Reykjavíkur að loknu verki.
-sos
Skemmdir
á snjóbíl
Færð var afar slæm á leitar-
svæðinu í Ljósufjöllum. Nokkrar
skemmdir urðu á tækjum björg-
unarmanna. Beltafestingamar á
snjóbíl björgunarsveitarinnar í
Hafnarfirði skemmdust mikið,
beygluðust illa og eru skemmdir
á þeim metnar á um 700 þúsund.
Þá urðu nokkrar skemmdir á vél-
sleðum leitarmanna.
-sos
Á ferð og flugi
Það er óhætt að segja að þyrlu-
flugmenn Landhelgisgæslunn-
ar, þeir Benóný Ámason og
Hermann Sigurðsson, hafi ver-
ið á ferð og flugi um helgina.
Þeir félagar tóku þátt í leitinni
að TF-ORM á laugardaginn og
vegna veðurs héldu þeir til
Reykjavíkur á laugardags-
kvöld. Þangað voru þeir rétt
komnir þegar kall kom aftur
frá Snæfellsnesi um að þeir
kæmu til að ná í farþegana sem
voru á lífi.
Vegna veðurs flugu þeir þyrl-
unni vestur fyrir Snæfellsnes
og norður fyrir. Varðskipið
Týr, sem var komið inn í Álfta-
Qörð leiðbeindi þyrlunni á
slysstað. Þyrlan fann stað til
að taka þá slösuðu um borð.
Þegar þeir Benóný og Her-
mann sáu staðinn sem þeir
lentu á um nóttina í gær, þegar
þeir flugu yfir hann í björtu,
sögðu þeir: „Þetta er mjög
þröngur staður. Við hefðum
hugsað okkur tvisvar um ef við
fiefðum átt að lenda á honum
í björtu.“
Þyrla Landhelgisgæslunnar
fór síðan margar ferðir í gær á
slysstað. Feijaði þangað Rann-
sóknarnefnd flugslysa og
menn frá Rannsóknarlögreglu
ríkisins. Þyrlan kom síðan með
líkin fimm til Reykjavíkur í
gær.
-SOS
'té-
40%
Nef TF-ORM var mjög illa farið. Hér á myndinni sjást menn frá Rannsóknarnefnd flugslysa og Rannsóknarlög-
reglu rikisins að störfum á slysstað í gær. DV-mynd GVA.
Slæmt ieitaweður:
„Strákarnir urðu að
skríða að flakinu"
- sagði Amgrímur Hermannsson hjá Flugbjövgunarsveitinni
í Reykjavík
Það voru sex mjög vanir fjallgöngu-
menn frá Flugbjörgunarsveitinni í
Reykjavík og Friðrik Jónsson, hér-
aðslæknir í Stykkishólmi, sem komu
fyrstir að flaki TF-ORM í Ljósufjöll-
um. Þeir lögðu upp frá Örlygsstöðum
kl. 20.30 á laugardagskvöldið og voru
komnir að flakinu kl. 23.57. Þeir fóru
upp á nýjum ítölskum snjóbíl sem er
mjög brattgengur. „Veðrið var slæmt
og aðstæður ekki góðar. Strákamir
og Friðrik þurftu að skríða upp brat-
tann að flakinu og um leið að leið-
beina snjóbílnum," sagði Amgrímur
Hermannsson hjá Flugbjörgunar-
sveitinni í Reykjavík.
„Þegar búið var að ná farþegunum
þremur, sem vom með lífsmarki í
flugvélarflakinu, út úr því var haldið
niður. Þegar snjóbíllinn var kominn
niður um tvo km frá slysstað tókst
þyrlu Landhelgisgæslunnar að læðast
upp í sömu hæð og finna lendingar-
stað. Þeir slösuðu voru teknir um
borð í þyrluna og fluttir á flugvöllinn
í Stykkishólmi þar sem tveggja
hreyfla flugvél, sem er fljótari í förum
heldur en þyrlan, flutti þá til Reykja-
víkur,“ sagði Arngrímur.
Arngrímur sagði að leitin og björg-
unin hefðu ekki getað gengið betur
þegar í huga er haft slæmt veður og
erfið færð. „Björgunarmenn frá Ber-
serkjum í Stykkishólmi, sem lögðu
fyrstir af stað, gangandi, áttu í erfið-
leikum. Það vom 11-12 vindstig í
fjallinu þegar þeir vom á ferðinni.
Þeir fuku um koll og urðu að hætta
þegar þeir áttu stutt eftir að flak-
inu,“ sagði Arngrímur.
-sos
I dag mælir Dagfari_______i dag mælir Dagfari_______I dag mælir Dagfari
Sementsverksmiðjan býðurfram
Það gerðist í síðustu viku að bæjar-
fulltrúi Alþýðuflokksins á Akranesi
kærði stjórn Sementsverksmiðju
ríkisins fyrir ólögmæt afskipti af
prófkjöri krata á Skaganum. Mun
það vera í fyrsta skipti sem óbreyttir
kjósendur og einstaklingar eru
kærðir fyrir að skipta sér af próf-
kjöram. Og þar að auki er í rauninni
ekki verið að kæra einstaklinga og
heldur ekki stjórn heldur heila verk-
smiðju sem er ennþá nýstárlegra.
Nú er það venjulegast þannig
þegar stjórnmálaflokkarnir efna til
prófkosninga að þeir hafa áhuga á
því að fólk taki þátt og kjósi. Til
þess em prófkjörin að fólk hafl af-
skipti af þeim. En þessu er greini-
lega öðmvísi farið hjá krötunum á
Skaganum. Guðmundur Vésteins-
son, sá sem kærir Sementsverk-
smiðjuna, er búinn að vera í bæjar-
stjóm í sextán ár og vasast i póÚtík
mikið lengur svo hann er vanur
maður og veit hvað hann syngur.
Guðmundur veit þess vegna hvað
hann segir þegar hann mótmælir
afskiptum annarra af prófkjörinu.
Kæran um opinbera rannsókn er
ekki út í bláinn og Sementsverk-
smiðjan má fara að vara sig.
Málavextir era þeir að Guðmund-
ur hefur verið að beita sér fyrir því
i bæjarstjórn Akraness að bærinn
setti strangari kröfur um gjall-
bræðslu Sementsverksmiðjunnar,
gott ef hann vill ekki banna hana
með öllu. Þeir hjá Sementsverk-
smiðjunni hafa aftur á móti bent á
að slíkar ráðstafanir hefðu alvarleg-
ar afleiðingar í för með sér fyrir
rekstur verksmiðjunnar og raunar
fyrir atvinnulifið allt á Skaganum.
Með þessa deilu óútkljáða fór Guð-
mundur Vésteinsson í prófkjör og
féll með miklum dynk. Húrraði
niður i þriðja sæti á listanum sem
þykir víst ekki merkilegt í plássi
sem hefur alið færri krata eftir því
sem Guðmundur hefur setið lengur
í bæjarstjórn.
Þessu hefur bæjarfulltrúinn reiðst
alveg ofboðslega og sakar forráða-
menn Sementsverksmiðjunnar um
að hafa horn í síðu sér. Honum
hefur augsýnilega láðst að gefa út
reglur áður en prófkjörið fór fram
þar sem tekið er fram að þeir sem
hafi horn í siðu frambjóðendanna
megi ekki hafa afskipti af prófkjör-
inu. Sem er auðvitað mjög góð regla
fyrir frambjóðendur sem em með
annarra manna horn í síðum sínum.
En þetta láðist Guðmundi og eins
hitt að gæta að þvi að Sementsverk-
smiðjan á Akranesi á miklu meiri
ítök í bæjarbúum, heldur en um-
hyggja fyrir gjalli eða bæjarfulltrúa
Alþýðuflokksins. Gjallið er jafnvel
meira virði en Guðmundur þótt sá
síðarnefndi skilji það ekki. Og nú
er hann búinn að krcfjast opinberr-
ar rannsóknar á því hvers vegna
gjaliið er meira virði heldur en hann
sjálfur. Vonandi er að bæjarfógeti
geti útskýrt það fyrir honum.
Ekki er um það kunnugt í hvaða
flokki Sementsverksmiðjan er.
Guðmundur segir að hún sé ekki í
Alþýðuflokknum og þess vegna
kærir hann ólögmæt afskipti henn-
ar enda þótt prófkjörið hafi vcrið
opið. Sennilega vegna þess að Al-
þýðuflokkurinn er á móti sementi
og gjalli og þessari verksmiðju yfir-
leitt. Alþýðuflokkurinn er ekki
vanur því að þeir taki þátt í prófkjöri
sem em á móti honum. Prófkjör eru
bara opin fyrir þá sem eru með.
Ljóst er þó af þessu kæmmáli að
bæjarbúar eru ekki að kjósa menn
í bæjarstjórn á Skaganum eftir því
í hvaða flokki þeir eru eða hvað
þeir heita og gera. Það sem skiptir
máli er hvort menn em með eða
móti Sementsverksmiðjunni. Auð-
vitað væri langeinfaldast að Se-
mentsverksmiðjan byði fram sjálf-
stæðan Iista í staðinn fyrir að standa
í afskiptum af prófkjörum sem eru
illa liðin af frambjóðendum sem
ekki ná kjöri. Hættan er hins vegar
sú að engir fengjust í framboð á
móti Sementsverksmiðjulistanum,
nema þá menn, eins og Guðmundur
Vésteinsson, sem halda að kosning-
ar vinnist hjá bæjarfógeta með
kæmm og opinbemm rannsóknum.
Sementsverksmiðjan gæti aftur á
móti notað sementið til að reisa
grátmúr fyrir frambjóðendur sem
vilja grenja framan í aiþjóð þegar
þeir tapa kosningum. Eða eru með
horn í siðum sínum.
Dagfari