Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1986, Síða 9
DV. MÁNUDAGUR 7. APRÍL1986.
9
Utlönd Utlönd Utlönd
„ Vín dauðans “
Svisslendingar skera upp herör
Frá Gissuri Helgasyni, fréttaritara
DV í Ziirich:
Yfirvöld hér í Sviss munu í dag,
mánudag, skera upp herör gegn ít-
ölskum vínum og munu í því skyni
heimsækja ílestöll innflutningsfyrir-
tæki, veitingahús og aðra þá staði
þar sem vín er á boðstólum.
Talið er hugsanlegt að mikið af
vínum frá Italíu innihaldi verulegt
magn metanóls og ekki er talið
óhugsandi að það sé einnig í Vermo-
uth hér í Sviss.
Ummæli þessi eru höfð eftir Dr.
Hans Schwab sem er fulltrúi heil-
brigðisráðuneytisins í þessum
málum.
Þriðja hvert glas, sem Svisslend-
ingar drekka af rauðvínum, kemur
frá Italíu. Á undanförnum dögum og
vikum hefur mjög dregið úr vínkaup-
um Svisslendinga frá Ítalíu en hér
má nefna að Svisslendingar kaupa
um 45 milljónir lítra af borðrauðvín-
um þaðan. Fundist hefur verulegt
magn metanóls í Vermouth og í Dan-
mörku og á Sardiníu hefur verið lagt
hald á um 25 þúsund lítra.
Ein milljón flöskur
Yfirvöld.í Danmörku hafa að auki
stórlega varað almenning þar í landi
við neyslu ítalskra vína á meðan
rannsókn ó dreifingu eiturefna í ít-
ölskum vínum fer fram.
Samkvæmt ítölskum heimildum þá
mun um ein milljón flaskna vera með
eitruðu víni á markaðnum og sú er
ástæðan fyrir fyrirhugaðri innrás
svissneskra yfirvalda á ákveðna
staði hér í Sviss.
Yfirvöldum er mikill vandi á hönd-
um og hér er fjöldi smáinnflytjenda
sem hafa verður uppi á og auk þess
berst alltaf eitthvert magn yfir
landamærin án þess að yfirvöldum
sé kunnugt þar um.
Eitur þetta hefur nú dregið 19
manns til dauða og hætt er við að
fleiri bætist við þennan lista á Ítalíu.
FARÞEGARSKIPIÐ
LAURO STRANDAD
ítalska skemmtiferðaskipið
Achille Lauro strandaði í gær
ekki langt frá þeim stað þar sem
hryðjuverkamenn Palestínu-
araba rændu skipinu í fyrra.
Steytti skipið á skerjum við inn-
siglingu hafnarinnar í Alexandr-
Um 600 farþegar voru um borð
í þessu 24 þúsund smálesta skipi,
en þeim þótti engin hætta búin.
Um skemmdir er ekki vitað full-
komlega en tilraunir hefjast í dag
við að koma skipinu á flot aftur.
I október síðasta héldu arab-
ískir hryðjuverkamenn 400
farþegum og áhöfn skipsins í gísl-
ingu í rúma tvo sólarhringa.
Myrtu þeir fatlaðan bandarískan
ferðamann, aldraðan og í hjóla-
stól, áður en þeir gáfust upp fyrir
egypskum yfirvöldum. Bandarísk
herþota neyddi síðar egypska
farþegavél, með fjóra flugræn-
ingjanna innanborðs, til þess að
lenda á Sikiley þar sem þeir voru
handteknir.
Norski ríkiskassinn tapar hundruðum milljóna króna á hveijum degi verkfalls starfsmanna i norska olíuiðnaðin-
um. Menn spá nú harðnandi verkfallsátökum.
Spá harðnandi verk-
fállsátökum í Noregi
Björg Eva Erlendsdóttir, fréttaritari
DV í Osló:
Þessa dagana er hörð barátta um
laun í norsku atvinnulifi.
Eftir að samningatilraunirnar við
verkamenn á olíuvinnslusvæðunum
í Norðursjó fóru út um þúfur í gær
var öll vinna á olíuborpöllunum
stöðvuð og þyrlur fluttu fólkið í land
i gærkvöldi.
Það voru 4.300 manns er hófu verk-
fall í gærkvöldi. Á meðan verkfallið
stendur yfir tapar ríkið 130 milljón-
um norskra króna á sólarhring.
Aðrir samningar ganga heldur ekki
vel.
Fulltrúar fimm annarra atvinnu-
greina hafa einn dag til þess að ná
samkomulagi en ríkissáttasemjarinn
Björn Haug er svartsýnn á árangur
og býst við harðnandi verkfallsátök-
um.
Minnst er vonin um samkomulag
er lægst launuðu hóparnir geta sætt
sig við.
Eftirmaður Palmes
mjög vinsæll
Gunnlaugur A. Jónsson, fréttarit-
ari DV í Lundi:
Næstum tveir þriðju hlutar sænsku
þjóðarinnar eða 62% bera mikið
traust til Ingvars Carlssonar forsæt-
isráðherra. Er hér talað um nýtt met
í sænskri pólitík. Enginn flokksfor-
ingi hefur áður fengið svo góða
útkomu úr skoðanakönnunum.
Versta útkomu fékk Gösta Adelsohn,
aðeins 16% kjósenda sögðust bera
mikið traust til hans.
Skoðanakönnun þessi var gerð á
tímabilinu 5. til 21. mars eða á fyrstu
vikunum eftir morðið ó Olof Palme.
Ingvar Carlsson vildi ekki tjá sig
við fréttamenn um þessa útkomu.
„Það er föst regla hjá mér að tjá mig
aldrei um niðurstöður skoðanakann-
ana,“ sagði hann.
Eftir mikinn kosningasigur jafnað-
armanna 1968 fékk Tage Erlander
60% út úr sambærilegri skoðana-
könnun. Síðan hefur enginn sænskur
flokksformaður fengið svo góða út-
komu þar til Ingvar Carlsson slær
metið nú.
LAUSAR STÖÐUR HJÁ
REYKJAVÍKURBORG
Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna
starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum.
• Viðskiptafræðingur óskast í fjármála- og rekstrar-
deild Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar.
Hér er um að ræða nýja stöðu sem mun hafa að
viðfangsefnum innra eftirlit varðandi fjárhagsað-
stoð og umsjón með rekstri stofnana í þágu aldr-
aðra ásamt verkefnum á sviði tölvuvæðingar.
Upplýsingar gefur yfirmaður fjármála- og rekstrar-
deildar í síma 25500.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja-
víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum
umsóknareyðublöðum, sem þar fást, fyrir kl. 16.00
mánudaginn 13. apríl.
VIKAN
AUGLÝSINGADEItD
Þverhohi 11, sími 27022
F YRIRTÆKI -
ATVINNUREKENDUR!
VIKAN
selst jafnt og þétt, í dreifbýli og þéttbýli.
Þess vegna geta auglýsendur treyst því að auglýs-
ing í VIKUNNI skilar sér.
iH RÍKISSPÍTALARNIR
Meinatæknir óskast til litningarannsókna við Rann-
sóknastofu Háskólans í meinafræði.
Starfsreynsla við litningarannsóknir æskileg.
Upplýsingar veitir forstöðumaður Rannsóknastofu
Háskólans í meinafræði í síma 29000.
Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á taugalækninga-
og lyflækningadeildum Landspítalans, svo og á kven-
lækningadeild 21 A.
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri Landspítalans í
síma 29000.
Hjúkrunardeildarstjóri óskast við Geðdeild Landspít-
alans, deild 12 að Kleppi.
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri Geðdeildar
Landspítalans í síma 29000.
Aðstoðardeildarstjóri óskast við Geðdeild Barnaspít-
ala Hringsinsvið Dalbraut.
Fóstra eða þroskaþjálfi óskast við Geðdeild Barnaspít-
ala Hringsins.
Upplýsingar um ofangreind störf veitir hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri í síma 84611.
Starfsmaður óskast til frambúðar við taugarannsókna-
stofu augnlækningadeildar Landspítalans. Starfið er
m.a. fólgið í töku heila- og taugarita. Sjúkraliðamennt-
un æskileg en ekki skilyrði.
Upplýsingar veittar í síma 29000 (459).
Reykjavík, 6. apríl 1986.