Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1986, Page 12
12
DV. MÁNUDAGUR 7. APRÍL1986.
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Ávaxtarækt á íslandi:
Epla- og perutre
í gróðurskála
og sólstofur
Þótt enn sé snjór yfir öllu og klaki
í jörð blundar vorið samt rétt á
næsta leiti. Grös og jurtir bíða eftir
því að rétta úr sér eftir vetrardval-
ann. I mörgum gróðurskálum, bíls-
kúrum, kjallaragluggum og jafnvel
stofugluggum er vorið greinilega
komið. Þar getur að líta sáðbakka
og potta með laukblómum og litlum
plöntum sem rétt eru að stinga upp
kollinum.
Við fórum á stúfana í leit að vor-
inu og komum við í Blómavali í
Sigtúni, þar sem er mjög gott úrval
af alls kyns laukum, fræjum, plönt-
um og öllu sem þarf til að koma
vorinuafstað.
Ávaxtatré á íslandi
Það nýjasta fyrir gróðurhúsaeig-
endur eru ávaxtatré, epla-, peru- og
apríkósutré. Þau hafa runnið út
eins og heitar lummur og er ekki
ástæða til að ætla annað en að þau
lifi og dafni hér og beri ávöxt ef þau
eru ræktuð í gróðurskálum eins og
þau gera t.d. í köldum löndum eins
og Danmörku.
Ávaxtatrén geta orðið þrír til fjór-
ir metrar á hæð en þau verður að
stýfa og klippa miskunnailaust,
sagði Hafsteinn Hafliðason garð-
yrkjumaður í samtali við DV.
„Það hefur mikið verið spurt eftir
ávaxtatrjám hjá okkur en reynslan
á eftir að skera úr um hvort þetta
séu réttu afbrigðin," sagði Haf-
steinn. Hann sagði að ráðlegt væri
að taka ekki minna en tvö tré af
mismunandi sortum (en sömu teg-
und) til þess að fá betri ávexti. Hann
sagðist t.d. myndi velja saman epla-
tegundirnar golden delicius og jo-
nagold.
„Það er langbest að rækta trén í
stömpum og halda þeim í sæmilegri
tukt með því að klippa þau vel með
jöfnu millibih. Þegar kemur að
umpottun er ráðlegt að fá til þess
garðyrkjumann eða einhvern sem
kann vel til verka. Þá þarf að klippa
af rótunum o.s.frv.," sagði Haf-
steinn. Ávaxtatrén eru á annan
metra á hæð og kosta 795 kr.
Rósir næstum allt árið
Nýjar rósategundir voru á boð-
stólum, t.d. litlar búkettrósir sem
verða ekki nema 25-30 cm og svo
aðrar sem verða 70-80 cm. Þarna
voru einnig til margar aðrar teg-
undir sem Hafsteinn sagði að hent-
ugt væri að rækta í pottum í gróður-
skálum. Þá blómstra rósirnar
snemma vors og að blómgun lokinni
um miðjan júní er hægt að setja þær
út í garð. Þá knúppa þær sig á nýjan
leik og verða tilbúnar að springa
út þegar komið er að fyrstu frostum.
Þá er hægt að taka þær inn í gróð-
urskálann á nýjan leik og þá
blómstra þær alveg fram í desember.
Þá eru rósirnar settar út á ný undir
yfirbreiðslu og fá þar sinn hvíldart-
íma. Þær eru svo teknar inn aftur
í mars og hringrásin heldur áfram.
Svona rósir kosta 315 kr.
Þá voru á boðstólum sólber, rifs
og stikilsber fyrir gróðurskála,
sömuleiðis græn og blá vínber og
ný tegund af jarðarberjum, eins
konar hengijarðarber. Hafsteinn
sagði að þau væru tilvalin í svala-
kassa. Plönturnar kosta, þrjár
saman í pakka, 225 kr. Þessar plönt-
ur bera ávöxt strax á fyrsta ári en
fólk verður að „leika býflugur" og
hjálpa til við frjógvunina með
penslum. Þetta á einnig við um
ávaxtatrén.
Jarðarberjunum er komið til í
litlum, 7-8 cm pottum. Síðan verður
að stækka pottana eftir því sem
plantan stækkar. Best er að nota
léttmold á jarðarberin.
Þá voru til ýmsir smárunnar á um
460 kr. Sumir eru nægilega harðger-
ir til að vera utan dyra en flestir
henta eingöngu fyrir garðstofúr og
gróðurhús. Hafsteinn benti á að
sumum af þessum runnum væri
hægt að koma til innan dyra í stór-
Ávaxtatrén, sem nú fást hér á landi fyrir tæpar 800 kr. stk., eru á
annan metra á hæð. Þau geta orðið 3-4 metrar en það verður að
klippa þau grimmt og haldaþeim í skefjum. DV-my nd G V A
um pottum sem síðan gætu staðið á
skjólsælum stað yfir sumarið. Plön-
tumar eru svo teknar inn aftur að
haustinu og geymdar á frostlausum
stað yfir veturinn.
Margir af þessum runnum eru
einmitt í gróðurskála Garðyrkju-
skóla ríkisins í Hveragerði þar sem
þeir lifa og dafna sérlega vel við
bestu hugsanlegu skilyrði. Stampur
undir ávaxtatré eða runna kostar
880 kr. -A.Bj.
Hvern skyldi hafa órað fyrir því að hægt væri að sá fyrir kartöflum og fá
uppskeru strax á fyrsta ári? Ef þetta tekst eru kartöflusjúkdómar úr sögunni.
DV-myndGVA
Fegurð og hreysti
í fræpokum
Nú er hægt að fá kartöflufræ
„Ef þessi fræ koma vel út er vanda-
málið með hringrotið úr sögunni fyrir
fullt og allt,“ sagði Hafsteinn Hafliða-
son garðyrkjumaður er hann sýndi
okkur kartöflufræ sem nú er hægt að
fá hér á landi. Pokinn kostar 58 kr.
Kartöflumar verður að forrækta inni
við eins og hveijar aðrar kálplöntur
og síðan er þeim plantað út þegar
skilyrði em til þess.
Hafsteinn benti á að óþarfi væri
fyrir fólk almennt að vera með sér-
stakan matjurtagarð. Vel megi hugsa
sér að sameina fegurð og hagnýti og
hafa matjurtimar innan um sumar-
blóm og runna.
Venjulegt sumarblómafræ kostar
25-30 kr. pokinn. En hægt er að fá
alls kyns sjaldgæfar jurtir fyrir allt
að 200 kr. pokann. Þama vom til
gulrætur „á bandi“. Þá er fræjunum
komið fyrir í borða sem lagður er á
jörðina og hulinn með mold. Þá er
rétt bil milli plantnanna og engin
þörf á grisjun. Pokinn kostar 668 kr.
Þá er á boðstólum alls konar krydd-
jurtafræ sem hentar vel hvort sem er
í eldhúsgluggann eða svalakassann.
Með því að sá með jöfnu millibili til
fljótvaxinna tegunda má lengja upp-
skemtímann vemlega. Kryddfræið
kostar 30 kr. pokinn.
Þá em til ýmsar tegundir sumar-
blóma og margar grænmetistegundir
sem seldar em í sáðbökkum með
mold og plastloki. Þá er fræjunum sáð
í moldina og plastlokið sett ofan á
og virkar þá eins og lítið gróðurhús.
Við sáum ýmsar tegundir eins og t.d.
blómkál, ísbergsalat og pínutómata.
Verð er 137 kr. á kassa. - A.Bj.
Voriaukamir fam-
iraðkíkja
upp hjá þeim
áhugasömustu
Nú er einmitt rétti tíminn til þess
að koma vorlaukunum til i pottum.
Vorlaukar nefnast þær plöntur sem
komið er til fyrri part vors og
blómstra um sumarið. Haustlaukar
nefnast þeir laukar sem gróðursettir
eru á haustin en blómstra svo að vori.
Nú þegar eru fyrstu haustlaukarnir
famir að blómstra. Það eru krókus-
amir sem teygja undursamlega fögur
blóm sín á móti sólinni, stundum jafh-
vel í gegnum snjóinn. Páskaliljur og
túlípanar era einnig farin að bæra
veralega á sér á skjólgóðum stöðum.
Begóníur era sérlega falleg blóm
og er til ótrúlega mikið úrval af þeim.
Þær era til fylltar, stórblóma og
smáblóma, knipplingabegóníur og
kögurbegóníur auk hinna venjulegu
sem era til bæði með stóram og
smáum blómum. Begóníur má rækta
bæði úti og inni. Þær eru mjög dug-
legar að blómstra og virðast þola vel
að vera á móti sól, í það minnsta þar
sem við þekkjum til.
Best er að velja sér lauk sem er
stinnur og aðeins farið að glitta í
bram. Laukurinn er settur í 10-12 cm
pott, notið léttmold sem ekki má hylja
laukinn alveg. Laukurinn á að fara í
miðjan pottinn. Hafið hæfilega rakt
í pottinum og stillið honum á skugg-
sælan en hlýjan stað. Um léið og
stöngullinn er farinn að myndast má
færa pottinn út í glugga þótt betra
sé að verja plöntuna fyrst í stað fyrir
skærastu hádegissólinni. Begóníu-
laukamir kosta 54 kr. stk.
Gloxeníur eru einnig ræktaðar upp
af laukum en þær eru eingöngu stofu-
blóm. Þær þola aftur á móti mjög vel
að standa í sólríkum suðurglugga.
Gloxeníurnar kosta 84 kr.
Riddarastjarna er stór laukur.
Hann er látinn í stóran pott, 13-15 cm,
og á laukurinn að vera hálfur upp
úr moldinni. Gætið þess að vökva
ekki of mikið fyrr en blómstöngullinn
er kominn upp.
„Annars verður fósturlát, plönt-
unni leysist höfn,“ sagði Hafsteinn
Hafliðason garðyrkjumaður er hann
sýndi okkur vorlaukadýrðina. Ridd-
arastjama, öðra nafni amarylles, er
gífurlega fallegt blóm. Það koma fjög-
ur klukkulagablóm á stilkinn og geta
staðið í allt að tíu daga.
Margar aðrar laukjurtir eru til, sem
sumar bera mjög óvenjuleg blóm, eins
og t.d. hjarðliljur. Þær eru settar tvær
til þrjár saman í 11-12 cm stóran pott
og vökvað lítið í fyrstu. Þær blómstra
svo í september og kosta 65 kr. stk.
Þama voru líka tígrisliljur, ilmliljur
og glóðarliljur sem skemmtilegast er
að hafa margar saman. Þessar plönt-
ur henta aðeins fyrir gróðurskála. 10
stk. í poka kosta 70 kr.
Dalíumar biðu eftir að verða gróð-
ursettar. Þær þurfa góða birtu en
ekki of mikinn hita til að byrja með
og mega ekki fara út í garð fyrr en
eftir miðjan júní. Þá verða þær einnig
að vera í „vernduðu umhverfi", á
skjólgóðum og sólríkum stað.
Dalíur eru ákaflega mismunandi en
skiptast í þrjá aðalflokka, háar, með-
alháar og lágar. Ljósu sortimar, þær
gulu og hvítu, blómstra á undan þeim
dökku og lágu tegundirnar á undan
þeim háu. Hafsteinn benti á að nauð-
synlegt er að binda allar háu dalíum-
ar upp með einu priki á stöngul eins
og reyndar er nauðsynlegt við flestar
háar plöntur. Dalíurnar kosta 59 kr.
stk. en til era 6 í pakka á 254 kr.
Ekki má skiljast svo við vorlaukana
að ekki sé minnst á skógarsóleyna
eða anemonurnar eins og þær heita
á útlensku. Það era stórkostlega fal-
leg sumarblóm sem einnig er gaman
að setja í vasa.
Hnýði skógarsóleyjarinnar eru ein-
kennileg í laginu, eiginlega líkust
gamalli sveskju en áríðandi er að þau
snúi rétt þegar þau era sett niður.
Poki með 10 skógarsóleyjum kostar
70-100 kr. -A.Bj.