Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1986, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1986, Side 15
DV: MÁ I\rUD A éuii H í ÁPRMÍðífó. ié Allir menn eru Jafnir - sumir eru þó miklu jafnari en aðrir á íslandi árið 1986 í páskasólinni, þegar hröð hjól hversdagsins hafa hægt á sér, gefst aukinn tími til hugleiðinga. A hug- ann leita óþægilegar hugrenningar um aukinn ójöfhuð, óréttlæti og hugsanlega siðferðilega hnignun þjóðarinnar. Finnst mér ég verða að stinga niður penna til að ítreka umræðu um fátækt á íslandi í kjölfar ráðstefnu um efhið nú nýverið. Auðvitað kemur fátækt sumra Is- lendinga engum á óvart sem fylgst hefur með þróun mála undanfarin ár en að ástandið væri svo slæmt, sem óyggjandi upplýsingar benda til, vissu fæstir. Við megum ekki þegja þetta ástand í hel eða umbera, og það í einu tekjuhæsta landi heims. Á ég að gæta systur minnar - bróður míns? Á ráðstefhu íslenskra félagsmála- stjóra „Fátækt á íslandi?" fluttu margir vandað mál þar sem reynt var að bregða ljósi á efhið, varpa fram og svara spumingum um fá- tækt hér á landi. í þessari stuttu grein er ekki ætlunin að rekja það mál allt heldur reynt að setja fram spumirígar og vangaveltur til ykkar, lesendur góðir. Á undanfömum árum hefur kjara- skerðing orðið mest hjá öryrkjum, öldruðum og þeim öðrum sem minnst höfðu fyrir, þ.e. þeim sem fá ekki eða geta ekki unnið yfirvinnu og þeim sem vinna á lægstu töxtum, en það em aðallega konur. Á sama tíma hafa aðrir aftur á móti algerlega komist hjá kjaraskerðingu, jafnvel matað krókinn. Og nú er svo komið að fátækt er orðin útbreiddari hér en flesta hefði grunað. Því er eðlilegt að spurt sé um siðferðisvitund þjóð- arinnar. Er ef til vill svo komið að spilling sé orðin daglegt brauð hér og við það samdauna að við höfum misst sjónar á helstu reglum al- menns velsæmis í mannlegum sam- skiptum? Eða hvernig ætlum við að réttlæta fyrir okkur að 26% allra fjölskyldna í landinu búi við kjör sem eru undir fátækramörkum? Að hjá einstæðum mæðrum og bam- mörgum fjölskyldum sé fátækt jafrí- vel enn almennari? Að þannig sé búið að öryrkjum og öldmðum að fyrir neðan allt velsæmi sé? Eða treystir þú þér til að lifa af 14.274 .krónum á mánuði (óskert tekju- tiygging + ellilaun)? Þetta em eftir- launin sem við greiðum gömlu kori- unni í næsta húsi. Hún hefur verið húsmóðir alla ævi, því ekki haft neinar launatekjur til að greiða af í lífeyrissjóð, enda fullsæmd af þessu eða hvað finnst þér? Ég skil hins vegar ekki hvernig hún fer að því að standa skil á opinberum gjöldum, lyfjunum sínum, að ég nú tali ekki um ef hún þyrfti að fá sér ný gler- augu (þau sem ég keypti um daginn kostuðu 6.000 kr. og þóttu víst ekki dýr). Hér er fátt eitt talið. Þó er nokkuð ljóst af þessu að það er ekkert sældarbrauð að vera kona eða bam hér á landi og hreinlega hættulegt að vera sjúklingur eða gamall á íslandinu góða. Fólk aftur farið að verða veikt á íslandi vegna fátæktar Á seinustu áratugum höfum við getað státað af góðu heilsufari og langlífi hér á landi. Kjallarinn ELÍN G. ÓLAFSDÓTTIR KENNSLUFULLTRÚI f erindi sínu á ráðstefríunni sagði Ólafur Ólafeson landlæknir frá því að fólk væri aftur farið að veikjast vegna fátæktar hér. Áreiðanlega em það fleiri en ég sem hrökkva við við slíkar upplýsingar frá landlækni. Hann sagði það líka sína skoðun að fátækt væri greinilega mest hjá ein- stæðum mæðrum og sjúklingum, sem m.a. birtist í því að færri í þeim hópi ráða yfir eigin húsnæði. Hverj- „Eða treystir þú þér til að lifa af 14.274 krónum á mánuði (óskert tekjutrygging + ellilaun)?“ ar skyldu svo vera afleiðingar þess að þannig er búið um hnúta að jafrí- vel fullfrískt fólk er ekki matvinn- ungar? Svör þeirra sem gerst þekkja em ekki síður dapurleg en margt annað sem þama kom fram. Afleið- ingamar birtast í mörgum myndum Abyrgðin er okkar allra Við erum öll ábyrg, það er ekki spuming í mínum huga. Páll Skúla- son prófessor sagði í sínu mjög svo góða og vekjandi erindi: „Réttlætið er ekki ávallt að fá það sem merjd eiga skilið miðað við verðleika, held/| a „Er ef til vill svo komið að spilling sé ^ orðin daglegt brauð hér og við það samdauna að við höfum misst sjónar á helstu reglum almenns velsæmis í mannleg- um samskiptum.“ sem borin von er að gera fríllnægj- andi skil á einni ráðstefnu, hvað þá hér. Það er þó ljóst að þeim sem leituðu aðstoðar Félagsmálastofrí- unar Kópavogs fjölgaði á árunum 1982-84 um 117% og í Reykjavík um 30%. í einu hverfi Reykjavíkur var gripið til þess neyðarúrræðis að úthluta fólki sérstökum úttektar- miðum fyrir brýnustu nauðsynjum eins og mat. Tæpast þarf að tíunda fyrir neinum þann andlega hnekki sem fólk bíður við slíkt hluLskipti. Félagsleg og tilfinningaleg vanda- mál fylgja líka að sönnu oftast í kjölfar sárrar fátæktar, er það eng- inn nýr sannleikur. Þær myndir sem vandinn tekur á sig eru einnig mis- munandi eftir tímabilum í sögunni. Á seinustu árum hefur bamavemd- armálum fjölgað gífurlega, skilnuð- um sömuleiðis og ýmsir geðlæknar og prestar telja sig i auknum mæli verða vara við að margir, sem til þeirra leita, hafi glatað voninni - misst lífslöngunina. Er ekki tíma- bært að staldra við í þessum hruna- dansi og hugsa málið út frá nýjum forsendum, þ.e. mannlegum verð- mætum. Spyrjum okkur spuminga eins og: er hagræðing i rekstri fyrir- tækja og lausn óstjórnar í efnahags- málum þjóðarinnar ekki of dýru verði keypt? ur einfaldlega að fá að vera til hvað svo sem menn hafa til sins ágætis. Það réttlæti sem mestu skiptir er að njóta virðingar sem fríllgildur með- limur mannfélagsins - hvemig svo sem ástatt er fyrir manni og hveijir sem verðleikar manns, kostir eða gallar eru.“ Páll heldur þvi sem sagt fram að fátækt sé ekki fyrst og fremst efríahagslegt heldur siðferðilegt vandamál allra sem hlut eiga að máli. Með öðrum orðum, þitt og mitt vandamál. Mín lokaorð verða þau að kjömir fulltrúar allra þegna þjóðfélagsins, á Alþingi og í sveitarstjómum, ásamt hinum svonefrídu aðilum vinnu- markaðarins, séu þó stöðu sinnar vegna ábyrgari en aðrir fyrir ríkj- andi óstandi vegna dug- eða vilja- leysis til að ráðast gegn vandanum. Það er siðleysi að viðhalda og um- bera fátækt á íslandi nútimans. Og þú, lesandi góður, ert samáb>Tgur ef þú tekur ekki afstöðu - ypptir aðeins öxlum og ætlar öðrum að leysa vandann. Það er föstudagurinn langi þegar þessi orð eru hripuð á blað, því ætla ég að leyfa mér að enda á eftirfarandi orðum: Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra. Elín G. Ólafsdóttir. Kevfishringekjan Hér verður reynt að gera grein fyrir kerfinu eins og það er í dag í fáum orðum. Menn em varaðir við að það verður erfið lesning. Kerfið Kerfinu ráða fimmtán menn í Reykjavík. Markmið kerfisins er að reka stórbýli með fólk sem er vistað á stórbýlið. Kerfið skammtar samn- ingsrétt, verð, gengi, vexti, 90% lánsfjár, hegðunarreglur, atkvæðis- rétt, útvarp, sjónvarp, talstöðvar, atvinnuleyfi, menntun, félagsleg réttindi, frelsi. Þetta er gert til þess að láta bókhald kerfisins ganga upp. Og langi kerfiskarlana í eitthvað, kastala til dæmis, þá er fjúrmögnun kúplað inn í peningaveltukerfið. Þannig er t.d. Seðlabankakastalinn byggður fyrir 3% af refeivöxtum viðskiptabankanna við Seðlaban- kann. Lögmál kerfisins er að berja niður innlent frumkvæði því það sýnir ónýti frumkvæðis kerfiskarlanna. Kerfiskarlamir hafa eitt lögmál, allt sem rýrir ráðstöfunarrétt þeirra verður gert að glæp. Ef vörubílstjórar geta lifað þegar aðrir geta það ekki þá er það glæpur við kerfið og það verður að hækka þungaskatt. Ef bakarar geta lifað meðan aðrir geta það ekki þó verður að setja kökuskatt. Ef frystitogarar gera það gott þá tala kerfiskarlar um að setja á þá auðlindaskatt. Ef þú sjálfur getur eittþvað og hefrír eitthvað upp þá finnur kerfið sér leið að ná því af þér. Ef videotæki og Iitatölvuskjár ganga saman þá er hækkaður tollur, svona þegar efnaðar kerfiskerlingar em búnar að kaupa fyrst og áður en láglaunafólk getur sparað. Hvers vegna máttu ekki? Hvers vegna mátt þú og þínir vinnufélagar ekki semja á vinnu- stað? Það er vegna þess að fyrirtækið, sem þú vinnur hjá, er háð gengis- skráningu, fjármagnsskömmtun, útflutningsleyfrím, einokunarútflytj- endum, háð því að borga ekki hærra kaup til að landbúnaðarvömr hækki ekki, háð pólitískum fyrirgreiðslum sem fást ekki ef fyrirtækið makkar ekki rétt við kerfið. Og síðan semja VSÍ og ASÍ um getu þína til að bjarga þér og fjármálaráðherrann sér um að hirða allt af þér og koma tímakaupi þínu niður fyrir fimmtíu- kall ef þú ert svo vitlaus að ætla að vera duglegur. Ef þér dettur í hug að hugsa þá móðgarðu þá sem kerfið hefrír skammtað það hlutverk að hugsa. Það er ekkert að marka það sem þú hugsar vegna þess að kerfið er búið að búa til stimpla á þá sem mega hugsa og það er bannað að taka mark á þér ef þú hefur ekki rétta stimpilinn. Þetta er meginatriði til þess að kerfið verði þægilegt í með- förum fyrir fimmtánmenningana, því svo lengi sem hægt er að halda þér frá að hugsa þá sérðu ekki ýmsa hluti. Þú sérð ekki að Seðlabankahúsið er kastali, þú fattar ekki að þú er rændur árlega til að kerfið geti út- lýmt mýrum, en það er eitt af dultrú- arbrögðum kerfisins að valllendi þurfi að tilbiðja sem náttúruanda. Þú fattar ekki að kerfiskarlamir tilbiðja anda sem heitir orkan í fall- vötnum og drulluhverum og slá er- lend lán til að reisa þeim fómar- musteri og þú átt að borga. Hugsunarháttur sem brást Upp úr stríðsgróðanum kom vond- ur mórall, þessi mórall var að koma sér vel fyrir í kerfi sem maður réð ekkert um og gat haft það gott. Og þjóðin reyndi þetta. En nú er að koma í ljós að kerfið getur ekki látið í té það sem menn dreymdi um, en menn reyna samt. Og þá er slegið lán í útlöndum. Þessi hugsunarháttur brást, hann er búinn að vera. Nýr hugsunarháttur Eina leiðin er að afríema kerfið að miklu leyti og í staðinn koma á frelsi á mörgum sviðum. Að koma á virku lýðræði þar sem vilji þjóðarinnar kemur beint fram þannig að þjóðin sjálf reki sig beint á ef hún kýs menn sem lofa óraunhæfum hlutum. Og þar sem frelsið reynist illa þá verður að taka á því frá þeirri hlið og tak- marka það, en ekki að hafa hlutina eins og nú er, að banna f reynd allt Kjallarinn ÞORSTEINN HÁKONARSON í LANDSNEFND BANDALAGS JAFNAÐARMANNA sem kerfið ekki leyfir. Menn verða að hugsa sem svo að þeir eigi rétt á að leggja fram og fá fyrir og kerfið á ekki að banna þeim það. Og í stað þess að búa sig undir að uppfylla skilyrði kerfisins til að komast á spena þá verða menn að undirbúa sig til að geta lagt fram verðmæti sem koma til skipta. Önnur leið er okkur ekki fær til að bæta lífekjörin, þau verða ekki bætt með öðru en aukningu á raun- verðmætum með þeim aðferðum sem tilþarf. En núverandi kerfi leyfir það ekki, það tekur erlend lán og fer með þau eins og þau séu stríðsgróði. Það er m.a. þetta sem við erum að tala um í Bandalagi jafríaðarmanna. Þorsteinn Hákonarson a „Lögmál kerfisins er að berja niður ^ innlent frumkvæði því það sýnir ónýti frumkvæðis kerfiskarlanna. Kerfiskarlarnir hafa eitt lögmál, allt sem rýrir ráðstöfunar- rétt þeirra verður gert að glæp.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.